Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 41,tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRUAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Maður sem varð fyrir alvarlegum meiðslum í sprengjutilræðinu í Victoria-stöðinni í Lundúnum fluttur í sjúkrabifreið. Einn maður beið bana og um 40 urðu fyrir meiðslum í tilræðinu, þar á meðal þrjú börn. Nokkrir eru í lífshættu. Sprengjutilræði í tveimur af helstu járnbrautarstöðvum Lundúna: Ringrilreið skapast í samgöngukerfinu Talið að IRA hafi verið að verki Lundúnum. Reuter. SPRENGJUR sprungu í tveimur af helstu járnbrautarstöðvum Lund- úna í gærmorgun með þeim afleiðingum að einn maður beið bana og um 40 urðu fyrir meiðslum. Kenneth Baker, innanríkisráðherra Bretlands, sagði að írski Iýðveldisherinn (IRA) hefði að öllum líkind- um staðið fyrir tilræðunum. Lestasamgöngur stöðvuðust og mikið umferðaröngþveiti skapaðist í borginni vegna tilræðanna. Fyrri sprengjan sprakk í Padd- ington-stöðinni fyrir dögun en hún var því sem næst mannlaus og eng- an sakaði. Sú síðari sprakk í Vict- oria-stöðinni klukkan 7:46, eða er mesti annatíminn var að hefjast. George Churchill-Coleman, yfir- maður sérsveita Scotland Yard gegn hryðjuverkum, sagði að mað- ur, sem kvaðst fulltrúi IRA, hefði hringt í yfirmenn lestakerfisins um 40 mínú'tum áður en síðari sþreng- Stríðið fyrir botni Persaflóa: Gorbatsjov reynir að afstýra landhemaði á síðustu stundu Moskvu, Nikosíu, Washington. Reuter, The Daily Telegraph. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti lagði í gær fram friðaráætlun í þeirri von að geta afstýrt yfirvofandi landbardögum í stríðinu fyrir botni Persaflóa á síðustu stundu. Margir fréttaskýrendur telja að innrás bandamanna í Kúveit geti hafist hvenær sem er á næstu dögum. Gorbatsjov afhenti Tareq Aziz, utanríkisráðherra Iraks, tillögur sínar á fundi þeirra í Moskvu í gærmorgun. Þá hafði hann ekki skýrt George Bush Bandaríkjaforseta frá þeim. Viðbrögð talsmanns Bush voru varfærnisleg og hann sagði að tillög- urnar hefðu að svo stöddu engin áhrif á hernaðaraðgerðir banda- manna. „Við búumst við tafarlausu svari við þessum tillögum,“ sagði Vítalíj ígnatenko, talsmaður Gorbatsjovs, á blaðamannafundi í Moskvu eftir fund Sovétforsetans og Aziz. „Þetta er pólitísk lausn og ólíklegt er að hún henti öllum,“ bætti hann við. Talsmaðurinn vildi ekki ræða tillögur Gorbatsjovs í smáatriðum en sagði þó að í þeim væri „tekið á ýmsum vandamálum við Persa- flóa“. Þær væru einnig í fullu sam- ræmi við þá afstöðu Sovétstjórnar- innar að írökum bæri að kalla hersveitir sínar í Kúveit heim og fara í öllu að samþykktum Samein- uðu þjóðanna. Tareq Aziz fór til Teheran í gærkvöldi og í ráði er að hann ræði í dag við Ali Akbar Hashemi Rafsanjani, forseta landsins, sem hefur einnig beitt sér fyrir friðsam- legri lausn deilunnar um Kúveit. Rafsanjani lét svo ummælt í gær Reuter Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraks (t.v.), ræðir við Míkhaíl Gorb- atsjov Sovétforseta í Moskvu í gær. að miklar líkur væru á því að deil- an yrði leyst með friðsamlegum hætti. „írakar hafa léð máls á því að kalla hersveitir sínar í Kúveit heim og halda ber áfram friðarum- leitunum í samvinnu við aðra leið- toga múslima þar til ríkin, sem hafa sameinast gegn írökum, sýna einnig sáttfýsi,“ hafði útvarpið í Teheran eftir Rafsanjani. ígnatenko sagði að Aziz myndi afhenda Saddam Hussein íraksfor- seta og æðstu valdastofnun lands- ins, byltingarráðinu, tillögur Gorb- atsjovs. Saddam væri ekki kunnugt um tillögurnar og Aziz hefði þurft að leggja strax af stað vegna óör- uggs fjarskiptasambands við Bagdad. Utanríkisráðherrann hefði sýnt tillögunum mikinn áhuga. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði að Bush hefði ekki fengið upplýsingar um tillögur Gorbatsjovs fyrr en um miðnætti í gærkvöldi. „Að svo stöddu getum við aðeins bundið vonir við að loftárásir og landhern- aður verði til þess að koma írökum frá Kúveit," sagði talsmaðurinn. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, hringdi í Gorbatsjov í gær til að ræða við hann um friðaráætl- unina. Þýska dagblaðið Bild birti frétt þess efnis að í tillögum Gorb- atsjovs væri gert ráð fyrir að Sov- étmenn skuldbyndu sig til að tryggja að engar breytingar yrðu gerðar á landamærum íraks eða á stjórnskipulagi landsins. Sovét- stjórnin myndi einnig leggjast gegn því að írakar yrðu beittir refsiaðgerðum og að Saddam Hussein yrði hegnt. Þá væri því lofað að deila araba og ísraela yrði tekin til umfjöllunar. Talsmað- ur Sovétstjórnarinnar sagði í við- tali við breska sjónvarpið BBC að frétt Bildværi rétt í höfuðdráttum. Fahd, konungur Saudi-Arabíu, sagði að stríðið héldi áfram þar til írakar létu Kúveit af hendi og flyttu hersveitir sínar frá landa- mærunum að Saudi-Arabíu. Bandamenn héldu uppi loftárás- um á úthverfi Bagdad í fyrrinótt og í gærmorgun, að sögn erlendra fréttamanna í borginni. Iraskir fjölmiðlar sögðu að íraksher myndi koma á óvart og gjörsigra banda- menn ef þeir hæfu landhernað. Sjá bls. 26-27. ingin varð til að vara við því að sprengjum hefði verið komið fyrir í brautarstöðvum borgarinnar. „Til- ræðismennirnir vissu vel að okkur gæfist ekki tími til að finna og af- tengja sprengjurnar," sagði Churchill-Coleman. Lögreglan var við sprengjuleit í Victoria-stöðinni þegar sprenging varð við miðasölu hennar. Ekki hafði verið talið nauðsynlegt að tæma hana af fólki. Á þeim þremur tímum sem liðu milli sprengjutil- ræðanna höfðu lögreglunni borist sex sprengjuhótanir en í öllum til- vikum reyndist um gabb áð ræða. Bresk lestayfirvöld gripu til þess ráðs eftir sprengjutilræðin að loka öllum fjórtán brautarstöðvum borg- arinnar til að lögreglan gæti gengið úr skugga um að fleiri sprengjur leyndust þar ekki. Talsmaður lesta- yfirvalda sagði að slíkt hefði aldrei verið gert áður, ekki einu 'sinni þeg- ar loftárásir Þjóðveija stóðu sem hæst í síðari heimsstyijöldinni. Áætlað er að um hálf milljón manna hafi ætlað til vinnu með lest- um er járnbrautarstöðvunum var lokað. Mikið umferðaröngþveiti skapaðist víðs vegar um borgina er þetta fólk reyndi að komast til vinnu í einkabifreiðum og troðfull- um strætisvögnum. Vangaveltur voru um að stuðn- ingsmenn Saddams Husseins íraks- forseta kynnu að hafa staðið fyrir tilræðunum en Churchill-Coleman sagði ólíklegt að þau tengdust Persaflóastríðinu. Sovétstjórnin boðar 60% verðhækkanir Moskvu. Reuter. VALENTÍN Pavlov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, tilkynnti í gær að stjórn hans hygðist hækka vöruverð um 60 af hundr- aði að meðaltali er dregið verður úr gífurlegum niðurgreiðslum ríkisins. Hann sagði að laun yrðu hækkuð og bætur greiddar til að vega á móti vérðhækkunun- um. Pavlov sagði á sovéska þinginu, Æðsta ráðinu, að verðþak yrði sett á helstu nauðsynjavörur, svo sem kjöt, mjólk og sykur, en einstök lýðveldi gætu lækkað verðið frekar. Dregið yrði úr niðurgreiðslum ríkis- ins um tvo þriðju. Um þriðjungur alls varnings yrði seldur á fijálsu markaðsverði eða samkvæmt sam- komulagi framleiðenda og verslana. Lyf, bensín, rafmagn, gas, kol og vodka myndu ekki hækka í verði. Ekki var ljóst hvenær hækkan- irnar taka gildi. Stjórn Níkolajs Ryzhkovs, fyn-verandi forsætisráð- herra, hafði boðað svipaðar aðgerð- Valentín Pavlov ir en varð að hætta við þær vegna gífurlegs hamsturs á matvælum. Pavlov sagði að í ráði væri að bæta almenningi upp um 85% verð- hækkananna. Hagfræðingar vara við því að slíkar bætur verði til þess að auka enn á öngþveitið í sovéskum efnahagsmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.