Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.02.1991, Blaðsíða 37
ferð og spratt síðan upp aftur og lét ekki skrámur og sár á sig fá heldur hélt leiknum áfram. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín hvort sem var í starfi eða leik og lagði stundum meira á sjálfan sig en góðu hófi gegndi. Það ber vott um sérstakt lundar- far Magga að þrátt fyrir þessa sjálfs- hörku var hann ætíð léttur í lund, fjörmikill og gat kynnst hveijum sem var. Hann lét sér ekki mislíka við aðra, heldur tók hvequm manni eins og hann kom fyrir. Það urðu allir vinir hans. Maggi var alltaf til í uppátæki og prakkaraskap. Eitt sinn þegar við ókum í næsta byggðarlag til að fara í sund komum við að lokaðri laug. Við fundum heimili sundlaugarvarð- arins og fengum hann til að opna fyrir okkur laugina og sagðist Maggi ætla að setja íslandsmet í 50 m bringusundi. Við sögðum að hann væri besti sundmaður landsins en hefði aldrei fengið að keppa í lög- legri keppnislaug. Vörðurinn féllst að lokum á það, opnaði fyrir okkur og tók tímann á mettilraun Magga. Ekki tókst að slá íslandsmetið í það skipti en reyndar var Maggi knár sundmaður. Magnús út8krifaðist úr eðlisfræði- deild vorið 1984. Hann lét langþráð- an draum rætast og réði sig á sjó næsta ár. Okkur félaga sína hitti hann reglulega alla tíð. Hann var virkur þátttakandi í Veiðileysufélag- inu sem er óformlegur félagsskapur gömlu bekkjarfélaganna og hefur það að markmiði að safna þeim sam- an einu sinni á sumri og fara í veiði- ferð, helst í óbyggðir. í þeim ferðum sem Maggi tók þátt í naut hann sín vel og var hrókur alls fagnaðar. Maggi fór til Tromsö í Noregi haustið 1986 til náms í sjávarútvegs- fræði. Hann hafði fullar hendur fjár eftir að hafa verið á sjó nokkurn tíma og það kom sér vel því hann vildi ekki vera neinum háður og var frábitinn því að taka námslán. Hann fjármagnaði síðan alla tíð námið mestmegnis sjálfur með því að fara í togaratúra á sumrin og tók sér jafnvel frí úr skólanum í því skyni. Námið í Tromsö gekk vel og þar naut Maggi góðs af sinni eðlislægu þekkingu og áhuga á öllu sem tengd- ist sjávarútvegi. Nú um jólin kom Magnús heim og notaði þá tækiíærið til að heilsa upp á marga vini sína. Hann ætlaði að fara í einn róður eftir áramótin og ná sér í aura áður en hann héldi aftur til Tromsö. Þegar loðnan brást varð ekkert úr þeim fyrirætlunum og hann dreif sig því fyrr í skólann en hann hafði ætlað. Það varð okkur ósegjanleg harma- fregn að Maggi hefði dáið úr hjarta- bilun án nokkurs fyrirvara. Maður sem alla tíð hafði verið heill heilsu. Foreldrum hans og aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð og vonum að Guð gefi þeim styrk til að standa af sér þetta mikla and- streymi. Bekkjarfélagar frá Laugarvatni Við höfum kvatt elskulegan frænda okkar og vin, Magnús Krist- jánsson, nema í sjávarútvegsfræð- um við háskólann í Tromsö í Nor- egi, þaðan sem hann var skyndilega kallaður á brott frá okkur. Það er erfitt að trúa því að svo hraustur drengur sem Magnús var hafi svo skyndilega verið kallaðu á brott, en hans hlýtur áð hafa beðið mikil- vægt verkefni fyrir handan. Þessum skyndilega sonar- og vinamissi óraði engan fyrir, er við áttum saman samverustundir um síðustu jól og ræddum um fram- tíðaráform. Minnigarnar um Magnús eru margar í hugum okkar og verða ekki festar á blað með nokkrum orðum, því orð verð^ smá og mátt- vana á slíkri sorgarstundu, en minn- ingarnar varðveitast í hugum okkar allra um elskulegan og góðan dreng, hvort sem var í leik eða starfi. Við viljum þó minnast þeirra góðu stunda sem við áttum saman er hann dvaldi í sveit hjá afa, ömmu og frænda á Nesjavöllum með öllum sínum krafti og dugnaði. Oft bað ég Magnús um að ganga frá ýmsum verkefnum er hann dvaldi á Nesja- völlum, sem hann leysti af hendi með mikilli alúð, en hafði oft á orði: „Ég hefði nú átt að gera betur.“ MORGÓÍíBLkkilÐ ÍrÍÐJÚOÁGIÍr: 19. FfetíRyÍBlióðÍ - Vandvirknin og samviskusemin var slík að allt varð að gera strax og sem best. Magnús hafði valið sér starfs- vettvang, gerði það reyndar ungur að árum með áhuga á sjávarútvegi og nú sl. ár með frábærum náms- árangri við Háskólann í Tromsö með 1. einkunn í öllum fögum, þótt Magnús hafi ekki haft orð á því sjálfur, nema með þeim orðum „yið félagarnir erum allir nokkuð jafnir". Námshæfileikar Magnúsar voru ekki hans eini eiginleiki, hann var hvers manns hugljúfi, hjálpsamur með afbrigðum, vinnusamur og vandvirkur. svo af bar, enda var beðið eftir honum til starfa hvar sem menn höfðu kynnst honum. Söknuður okkar er mikill og er því fjölskyldan harmi lostin yfir þessum þungbæra og mikla missi sem rofið hefur stórt skarð enn og aftur í fjölskylduna. Samt reynum við að láta björtu og góðu minning- arnar um elskulegan frænda okkar og vin lýsa okkur fram á veginn og biðjum algóðan Guð að varðveita hann og geyma í nýjum heimkynn- um. Elsku Erla og - Kristján, megi góður Guð gefa ykkur og okkur öllum styrk á þessum sorgartímum til að varðveita minninguna um elskulegan og góðan dreng. Lát gróa sorgarsár, lát sorgar þorna tár, lát ástarásján þína mót öllum þjáðum skína. (H. Hálfd.) Ómar Gaukur, Ágústa og Tómas. PIÐ GETIÐ SKIPT UM Sjálfvirku Danfoss ofnhitastillarnir endast í áratugi. En steinefni í heita vatninu, sem setjast á lokann, geta valdið því að þeir bregðist seint við hitabreytingum og um leið verður nýting vatnsins lakari. Oft dugar að skipta um þéttingu og til þess þarf ekki einu sinni að taka vatnið af kerfinu heldur aðeins að skrúfa fyrir stofnleiðslu hitaveitunnar til öryggis. Til að vinna verkið þarf skrúfjárn og skiptilykil - svo einfalt er það. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, SlMI 624260 VERSLUN - RAÐGJÖF 6 Cc < Sjampó og hárnæring; gefiir hárinu nýtt líf. Hárprótín'- eykur hárvöxt, stöðvar hárlos. Vítamín fyrir hár, húð og neglur. E-vítamín krem og E-vítamín húðmjólk; nærir, styrkir og yngir húðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.