Morgunblaðið - 19.02.1991, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 1991
40
Minning:
Margrét Stefáns■
dóttir, írafossi
Fædd 18. september 1932
Dáin 11. febrúar 1991
Ættingjar og vinir kveðja nú
góða, hlýja og sterka konu, hennar
stríði er lokið, hún var hetja, sem
ekki bognaði í löngum og erfíðum
veikindum. Margrét var fædd og
alin upp í Reykjavík, dóttir hjónanna
Stefáns Jóhannssonar lögreglu-
■^manns og konu hans Önnu Maríu
Jónsdóttur.
Kynni okkar Maggýar, en svo var
hún kölluð í daglegu tali, hafa varað
í Ijörutíu og fimm ár, eða frá þrett-
án ára aldri, og aldrei borið skugga
á. Við kynntumst í Ingimarsskólan-
um, alla tíð síðan hafa leiðir okkar
legið meira og minna saman. Eftir
gagnfræðapróf fór hún að vinna hjá
Strætisvögnum Reykjavíkur. Tveim
árum síðar lágu leiðir okkar aftur
saman í skóla, þá í Lindinni, en svo
var Húsmæðraskólinn á Laugarvatni
nefndur þá, það var góður tími. Eft-
ir dvölina þar vorum við saman í
saumaklúbb í áraraðir, eða þar til
hún flutti úr bænum.
% Þegar Maggý kom á Laugarvatn
var hún trúlofuð eftirlifandi eigin-
manni sínum Óla Hauk Sveinssyni
vélstjóra, sem einnig er frá
Reykjavík. Þau giftu sig fljótlega
eftir að skóla lauk. Þau byggðu sér
fallegt raðhús við Otrateig, bjuggu
þar uns þau fluttu að írafossi. Fyrstu
árin var Óli til sjós og á þeim árum
eignuðust þau þijár myndar dætur,
sem allar hafa stofnað eigin heimili.
Tvær þeirra eru búsettar í Reykjavík
en sú yngsta á Eyrarbakka. Barna-
börnin eru orðin tíu. Maggý var
glæsileg kona og hafði margt til
brunns að bera, hún var sérlega
skapgóð og sá alltaf björtu hliðarnar
á öllu, sem best sést á því, að hún
fársjúk mætti með okkur skólasystr-
unum er við hittumst á Ljósafossi
sl. vor.
Hún hafði góða söngrödd og lék
vel á gítar, þegar hún tók gítarinn
og byijaði að spiia og syngja, þá
sungu allar, einnig þær laglausu.
Augu hennar geisluðu þegar hún
söng. Hún var afbragðskokkur og
var fljót að tileinka sér nýjungar í
matargerð. Þau hjón voru rausnar-
legir gestgjafar, og einkar samhent.
Að írafossi var gott að koma bæði
í mat og gistingu, þess naut ég oft
*- ásamt mínum manni.
Óli Haukur, Anna Geira og
Hafdís, við skólasysturnar og kenn-
arar úr Lindinni, svo og gamli
saumaklúbburinn vottum ykkur og
fjölskyldum ykkar okkar dýpstu
samúð.
Guð blessi ykkur öll.
Vilhelmína Böðvarsdóttir
Elskuleg vinkona okkar Margrét
Stefánsdóttir er látin, langt um ald-
ur fram. Enginn er eyland og öllum
er mikilvægt að eiga góða samferða-
menn á lífsbrautinni. Þau hjónin
Maggý og Óli Haukur Sveinsson
voru nágrannar okkar í nærri þtjá
áratugi og dætur þeirra þijár, sem
bera sterkt svipmót foreldra sinna,
sóttu skóla að Ljósafossi og urðu
okkur kærar.
Fyrir um það bil áratug kom
Maggý til starfa við mötuneyti
Ljósafossskóla, fyrst til aðstoðar en
síðan ráðskona frá hausti 1983 og
þar til sl. vetur er hún var orðin
fársjúk.
Maggý var þeirrar gerðar, að öll-
um þótti návist hennar góð. Hún var
glaðlynd að eðlisfari og rík af góð-
vild. Hetjuleg var barátta hennar í
veikindunum þar til yfir lauk, en
ómetanlegan styrk fékk hún frá eig-
inmanni sínum allt til loka.
Innilegar samúðarkveðjur til Óla
Hauks og fjölskyldunnar. Megi góð-
ur Guð veita þeim styrk í sárri sorg.
Blessuð sé minning Margrétar
Stefánsdóttur.
Svava og Böðvar.
Kær svilkona, Margrét Stefáns-
dóttir, traust og góð hefur lokið
göngu sinni hér á jörð. Hún andað-
ist ásjúkrahúsi Suðurlands 11. þ.m.
Við þungbæran sjúkdóm hefur
hún barist á annað ár og staðið sig
sem sönn hetja í þeirri baráttu.
Margrét fæddist í Reykjavík 18.9.
1932, dóttir Önnu Maríu Jónsdóttur
húsmóður og Stefáns Jóhannssonar
lögregluþjóns. Þann 1. maí 1954
giftist hún Óla Hauk Sveinssyni,
vélstjóra, og hafa þau lengst af búið
á Irafossi í Grímsnesi, þar sem eigin-
maður hennar vann hjá Landsvirkj-
un.
Hann reyndist henni frábærlega
vel í veikindunum og á lífsgöngunni.
Þijár elskulegar dætur eignuðust
þau, Önnu Maríu, Elín Geiru og
Hafdísi, sem allar hafa fært henni
afkomendur.
Margs er að minnast er leiðir
skilja, en sérstaklega vil ég þakka
henni þann kærleika sem hún sýndi
börnunum mínum. Þau voru oft hjá
henni er ég þurfti að bregða mér
af bæ.
Hún hafði einstakt lag á að gleðja
börn og aðra sem nærri henni voru
og gera stundir hátíðlegar. Ætíð var
það tilhlökkunarefni jQölskyldu
minnar að fara austur á írafoss að
heimsækja Óla, Maggý og dætur.
Þær stundir sem við dvöldum þar
voru gleðilegar. Margrét var glæsi-
leg kona, alltaf fallega klædd og vel
til höfð. Einnig var hún söng- og
ljóðelsk og allt lék í höndum henn-
ar, sérstaklega var hún góð við
matargerð og bjó hún fjölskyldu
sinni fagurt heimili.
Það eru ótal minningar sem rifj-
ast upp að leiðarlokum og er hér
fátt eitt talið, en á kveðjustund er
okkur fjölskyldunni efst í huga þakk-
læti fyrir allt sem hún sýndi okkur
í verki.
Eiginmanni, dætrum og fjölskyld-
um þeirra sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hennar.
Dögg Björgvinsdóttir
Okkur langar með nokkrum orð-
um minnast Margrétar Stefánsdótt-
ur sem hefur nú kvatt þennan heim
eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm.
Maggý, einso g hún var ávallt köll-
uð, var gift föðurbróður okkar, Óla
Hauki.
Okkar bestu minningar frá barn-
æsku okkar var þegar við fengum
að fara heim á Irafoss að heim-
sækja Maggý, Óla og dætur og verða
umhyggju þeirra aðnjótandi.
Þær gleðistundir sem við áttum
þar mun seint gleymast og erum við
þakklátar fyrir þær.
Hún var einstaklega gefin fyrir
börn og gaf sér ávallt tíma til að
tala og leika við okkur og dætur
sínar sem reyndust okkur á þessum
árum sem bestu systur. Alltaf var
talað um að fara heim á írafoss og
var það sungið hástöfum í bílnum á
leið austur, svo mikill var spenning-
urinn því nóg var að gera í sveit-
inni. Það var tekið svo vel á móti
okkur að okkur fannst við aldrei
vera gestir heldur hluti af þessari
samrýndu fjölskyldu. Samveru-
stundum fækkaði þegar við urðum
eldri, en þær urðu ekki síður góðar,
hefðu samt mátt vera fleiri hin síðari
ár.
Fyrir rúmu ári greindist Maggý
með sjúkdóm sem leiddi hana til
dauða. í veikindum hennar stóðu
Óli og dætur við hlið hennar og
veittu henni umhyggju og styrk.
Undarlegt mun okkur finnast að
hugsa heim á írafoss og vita að
Maggý er ekki þar.
Við biðjum góðan Guð að blessa
Óla Hauk, uppáhaldsfrænda okkar,
dætur hans og íjölskyldur þeirra.
Biðjum hann að styrkja þau og
styðja á þessari sorgarstundu. Hafi
Maggý okkar þökk fyrir allt.
í faðmi drottins felum við þessa
elskulegu konu og biðjum henni
blessunar um eilífð.
Arna og Stefanía.
í dag verður lögð til hinstu hvílu
tengdamóðir okkar, Margrét Stef-
ánsdóttir frá írafossi í Grímsnesi,
og langar okkur að minnast hennar
nokkrum orðum.
Margrét fæddist 18. september
1932 í Reykjavík, dóttir hjónanna
Stefáns Jóhannssonar lögregluþjóns
og Önnu Maríu Jónsdóttur.
Hún giftist Óla Hauk Sveinssyni
vélstjóra 1. maí 1954 og eignuðust
þau þijár dætur, Önnu Maríu, f.
14.08. 1954, Elínu Geiru, f. 26.09.
1955-, og Hafdísi, f. 27.08. 1959.
Fjölskyldan bjó í Reykjavík fyrstu
árin en fluttist að írafossi í
Grímsnesi 18. júní 1963 erÓli Hauk-
ur hóf störf við virkjunina þar.
Fyrstu kynni okkar af Margréti,
þegar við komum hálf hikandi í
heimsókn með dætrunum til tengda-
mömmu, eru okkur báðum ógleym-
anleg. Margrét var stórglæsileg
kona, og vitnaði útlit hennar, svo
og heimilið, um smekkvísi og næmt
fegurðarskyn. Konan var augljós-
lega drottning í ríki sínu, og Óli
Haukur snerist eins og ástfanginn
táningur kringum Maggý sína.
En það er kátínan í augunum og
glaðværðin í hlátrinum sem fyrst
kemur í hugann þegar við lítum til
baka. Enda var iðulega gestagangur
og glatt á hjalla hjá þeim hjónum,
þrátt fyrir fámenni og kyrrð sveitar-
innar. Þegar gesti bar að garði var
það Margrét sem tók gítarinn í hönd
og spilaði og söng eins og henni einni
var lagið. Hún var sannarlega hrók-
ur alls fagnaðar.
Margrét og Óli Haukur voru fá-
dæma samrýnd. Þau gerðu allt sam-
an, jafnt inni á heimilinu sem utan
þess og hin síðari ár ferðuðust þau
nokkuð og áttu saman yndislegar
stundir. En þau áttu eftir að gera
svo margt.
Þegar Margrét veiktist af þeim
sjúkdómi sem nú hefur hrifið hana
Arnar Júlíus-
son - Minning
Fæddur 24. janúar 1968
Dáinn 7. febrúar 1991
Elskulegur frændi minn, Arnar
Júlíusson, er fallinn í valinn. Það
voru ekki nema rétt rúmlega tvær
vikur liðnar frá því að ég og sambýl-
iskona mín höfðum átt yndislega
kvöldstund með Arnari á heimili
okkar þar til ég fregnaði andlát
hans.
Þessi kvöldstund með Arnari var
sú síðasta sem við áttum saman í
tilvist okkar á þessari jörð. Þetta
kvöld mun ég ætíð geyma í minning-
unni um Arnar. Við röbbuðum sam-
an yfir kaffibolla um heima og geima
og öllum leið okkur vel, ekki síst
Arnari, sem var glaður í bragði og
hress. Þetta kvöld ræddi Arnar m.a.
^um framtíðarvonir sínar og þrár.
Þetta voru vonir og þrár manns sem
ekki fór fram á mikið. Hann gerði
sér vonir um að geta komist áfram
í lífinu og staðið á eigin fótum í
samfélagi mannanna. Þetta voru
heilbrigðar vonir og heilbrigðar þrár.
Vonir sem forsjónin hefur nú séð til
að munu aldrei rætast.
V Arnar Júlíusson var hávaxinn og
sterklega byggður enda stundaði
hann íþróttir af kappi á uppvaxtar-
árum sínum. Knattspyrna og hand-
knattleikur áttu hug hans allan á
unglingsárunum, og Arnar var fram-
arlega í flokki meðal jafnaldra sinna
í þessum íþróttagreinum. Hefði Arn-
ar ekki hætt að iðka þessar greinar
íþrótta er ég sannfærður um að
hann hefði getað náð langt í þeim.
Arnar hafði mikinn og góðan
dreng að geyma. Hann vildi ekki
nokkrum manni illt, og frá honum
stafaði hlýja sem maður fann
streyma frá honum í návist hans.
Háttvís var Arnar í umgengni svo
af bar og barngóður með eindæmum.
Margt gott bjó í Arnari. Hann
hafði hæfileika á ýmsum sviðum sem
aldrei fengu að njóta sín til fulls á
stuttri lífsleið og verða sá gleðigjafi
og sú lífsnautn sem það er hveijum
manni að fá að njóta þess sem í
honum býr. Það er hinsvegar bjarg-
föst trú mín að þessara hæfileika
fái hann notið ájiví tilverustigi sem
hann er nú á. Eg trúi því að Guð
geymi Arnar í örmum sér og haldi
yfir honum verndarhendi sinni. Ég
er sannfærður um að Arnari líður
vel þar sem hann er nú.
Við sorginni er hægt að fá hugg-
un með því að geyma minninguna í
hjarta sínu; minninguna um þá sem
við elskum. Ég mun alltaf geyma
minninguna um elsku Arnar frænda
í hjarta mér.
Foreldrum Arnars, sem alltaf voru
honum góð, samhryggist ég inni-
lega, svo og öllum þeim sem eiga
um sárt að binda vegna fráfalls
þessa góða og hlýja drengs.
Stefán G. Þórisson
Hann var drenglyndur hann Arn-
ar, einlægur og hjartahlýr.
Við munum glaðan dreng, sem
rækti vel sínar barns skyldur og lék
sér löngum í drengjahóp. Farsæld
einkenndi þennan litla dreng og
framtíðin viitist bíða hans full fyrir-
heita.
Örlög fær enginn fyrir séð, né
flúið. Um það ieyti, er Arnar var
að hefja framhaldsnám og leggja
grunn að framtíð sinni, veiktist hann
alvarlega. Þungar byrðar voru lagð-
ar á ungar herðar. Arnar barðist af
mætti og eðlislægum drengskap við
sjúkdóm sinn. Fjölskylda hans veitti
honum allan þann styrk og elsku sem
hún mátti. Enginn þó eins og Birna,
móðir hans. Stundum virtist sem
Arnar myndi hafa betur í baráttunni
og vonir kviknuðu. Sárt var, þegar
þær slokknuðu.
Baráttan er á enda, þjáningum
Arnars hefur linnt. Minningin um
drenglyndan, einlægan og hjarta-
hlýjan ungan mann lifir.
Elsku Birnu og öðrum ástvinum
færum við djúpar samúðarkveðjur.
„Nú brast gott hjarta, hvíl vært,
kæri prins og engla-sveimur syngi
þig til náða.“
Shakespeare - þýð.
Helgi Hálfdanarson.
Kristín, Margrét og Sigrún.
Addi er dáinn. Um hvað hugsar
maður? Hugsar maður um sjálfan
sig eða hugsar maður um hann? Um
gamalt fólk og sjúka er sagt að
dauðinn sé miskunnsamur. Kannski
brott, kom vel í ljós hvern mann hún
hafði að geyma. Bjartsýnin og
lífsgleðin sem hún hafði svo mikið
af, voru sannarlega óbilandi eigin-
leikar. í hennar huga var ekki spurn-
ing um hvort, heldur hvenær henni
batnaði, og þá átti að taka til við
það sem ógert var, en hún hafði
þurft að fresta um sinn. Styrkurinn
var aðdáunarverður og aldrei heyrð-
ist hún kvarta, það var ekki hennar
háttur, heldur talaði hún af æðru-
leysi og jafnvel kímni um heilsu sína.
Síðasta árið var ein óslitin orr-
usta. Það var erfið orrusta sem. Þau
hjónin háðu saman og tii sigurs.
Uppgjöf kom aldrei til greina.
Nú þegar baráttunni er lokið
þökkum við einstakri konu fyrir að
hafa fengið að vera henni samferða
um stund.
Guð blessi hana.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftamjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson.)
Gylfi Þorkelsson,
Jóhannes Bjarnason.
Margrét Stefánsdóttir fæddist í
Reykjavík. Foreldrar hennar voru
Stefán Jóhannsson lögregluþjónn og
kona hans Anna María Jónsdóttir,
en þau eru bæði látin.
Ung gafst hún Óla Hauk Sveins-
syni vélstjóra, og hófu þau búskap
í Reykjavík. Hann var vélstjóri til
sjós, en kom í land veturinn 1963,
og hóf þá störf við raforkuverið við
Elliðaár.
Vorið 1963 fluttu þau austur að
Irafossi í Sogi, með dætur sínar
þijár, Önnu Maríu, Elínu Geiru og
Hafdísi, allar ungar. Nú eru þær
allar giftar og eiga börn.
Margrét var einstök kona, góð,
hjálpfús og hlý. Það sem okkur
fannst einkenna hana öðru fremur,
var þessi hlýja, alúð og kærleiki, sem
geislaði frá henni. Hún átti þann
sjaldgæfa eiginleika sem of fáum
er gefin, að hún hallmælti aldrei
nokkurri manneskju, hún fann alltaf
það góða hjá öllum. Að hafa þekkt
slíka konu, er sérstök reynsla.
I veikindum sínum hlaut hún ein-
staka, við viljum segja alveg ein-
staka umönnun manns síns.
Við vottum Óla Hauk, dætrunum,
tengdasonum og barnabörnum okk-
ar fyllstu samúð. Söknuðurinn er
sár, en minningar lifa og slæva sár-
asta harminn. Við kveðjum mæta
konu, sem skilur eftir birtu og feg-
urð í minningunni.
Agústa og Kjartan T.
er hann helzt miskunnsamur við þau
okkar sem fóta sig ekki í því dag-
lega lífi, sem við af eigingirni höfum
búið okkur til. Dauðinn er erfiðastur
þeim sem eftir lifa, við verðum að
halda áfram og því spyijum við: af
hveiju og af hveiju ekki. En hvers
vegna ekki stundum horfa fram hjá
því og hugsa til þeirra sem fóru af
því að þeim var ofboðið, gátu ekki
meir.
Við höfum búið til heim sem hæf-
ir okkur misjafnlega. Við höfum
búið til heim þar sem allir eiga að
„standa sig“, hvað það svo þýðir
skiljum við síðan hvert á sinn hátt.
En við höfum líka búið til heim sem
segir að við eigum að hjálpa öðrum.
Við hjálpum sjúkum, við skerum
burt mein og ef það dugar ekki þá
önnumst við sjúklinginn af hinni
mestu alúð. En svo eru aðrir sem
standa höllum fæti því þeim fellur
ekki þetta munstur sem við höfum
búið við. Fyrst verða þeir veikir og
svo fárveikir. Það er ekkert hægt
að skera burt og við kunnum lítil
sem engin ráð til að hjálpa þeim.
Ég held að dauðinn sé miskunnsam-
ut' þessu fólki. Hann er allavega
miskunnsamari en við, samferða-
mennirnir.
Við heima hjá mér töldum Adda
til beztu heimilisvina, við getum
bara vonað að hann hafi litið þannig
á sjálfur. Auðvitað var ég grimm
og sagði að hann gæti ekki ætlazt
til þess að heimurinn tæki tillit til
hans; enda hefði hann allt það til