Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B 54. tbl. 79. árg.___________________________________MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins ■ Fyrsti fundur Majors og Gorbatsjovs: Vandi Paiestínu- manna verði leystur Opinskáar viðræður um Eystrasaltsríkin Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, átti í fyrsta sinn fund með Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta í Moskvu í gær. Major sagði eftir fundinn, sem stóð í fjórar klukkustundir, að þeir hefðu ver- ið sammála um að leggja bæri höfuðáherslu á að leysa deilu ísra- ela og Palestínumanna til að tryggja varanlegan frið í Mið-Austur- löndum. Þeir hefðu einnig átt „viðamiklar og opinskáar" viðræður um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna og Gorbatsjov hefði lá- tið þau orð falla að Eistar, Lettar og Litháar kynnu að öðlast sjálf- stæði með viðræðum við sovésk sljórnvöld og ef þeir færu I öllu að sljórnarskrá Sovétríkjanna. Fyrir fundinn með Gorbatsjov ræddi Major við fulltrúa Eista, Letta og Litháa og kvaðst ánægð- ur með úrslit kosninganna í Eystrasaltsríkjunum nýlega, þar sem fram kom mikill stuðningur við sjálfstæði þeirra. „Stuðningur okkar við frelsisbaráttu Eystra- saltsþjóðanna er ótvíræður,“ sagði breskur embættismaður í fylgdar- liði Majors. fijálslynda stjórnmálamenn og at- kvæðamikla umbótasinna í Moskvu. Hann dvaldi þar skemur en áætlað var í fyrstu því hann ákvað að fara þaðan tii Saudi- Arabíu og Kúveits til að óska breskum hermönnum til hamingju með þátt þeirra í sigri banda- manna á her Saddams Husseins íraksforseta. Reuter John Major, forsætisráðherra Bretlands, ræðir við Edúard Shevardnadze, fyrrverandi utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, í breska sendiráðinu í Moskvu. Major bendir á mynd af forvera sínum í forsætis- ráðherraembættinu, Margaret Thatcher. Breski forsætisráðherrann hvatti Gorbatsjov til að hefja samningaviðræður við Eystra- saltsþjóðirnar og kvaðst ánægður með viðbrögð Sovétforsetans. Ferð Majors til Moskvu er fyrsta heimsókn vestræns leiðtoga til Sovétríkjanna frá því stríðinu fyrir botni Persaflóa lauk. Leiðtogarnir ræddu hvernig tryggja mætti var- anlegan frið og öryggi í Mið-Aust- urlöndum og Major sagði að Sovét- menn myndu gegna mikilvægu hlutverki þar. Þeir hefðu verið sammála um að höfuðáherslu bæri að leggja á að leysa Palestínumál- ið og auknar líkur væru á að það tækist. Major ræddi einnig við ýmsa Úrvalssveitir Saddams ná tökum á uppreisninm Bagdad, Washington, Beirút, Safwan, Genf. Reuter. ÍRASKIR bókstafstrúarmenn sögðust í gær hafa náð níu borgum á sitt vald, þar á meðal Basra, og hétu því að láta ekki deigan síga fyrr en þeir hefðu komið Saddam Hussein forseta frá völdum. Tals- maður bandaríska utanríkisráðu- Grípa til útgöngu- banns í Kúveit Kúveitborg, Bagdad. Reuter. RÁÐAMENN í Kúveit settu í gær útgöngubann frá klukkan 10 á kvöldin til íjögur á morgnana og sögðu það nauðsynlega ráðstöfun til þess að koma á röð og reglu í landinu. Er hún talin liður í tilraun- um stjórnarhersins til að afvopna kúveisku andspyrnuöflin sein ekki hafa orðið við áskorun um að afhenda hernum vopn sín. neytisins sagði að stjórnarand- stæðingar hefðu risið upp í að minnsta kosti níu íröskutn borgum í gær og hefði Saddam forseti sent Lýðveldisvörðinn, úrvals her- sveitir sínar, og sérsveitir lög- reglu gegn uppreisnarmönnum. Reikna mætti með að þær hefðu náð yfirhöndinni i nokkrum helstu borganna. Fregnir af uppreisninni voru mis- vísandi og þannig sögðu flóttamenn sem komu til Kúveits í gær að upp- reisnarmenn færu halloka í Basra. Hefði Lýðveldisverðinum tekist að umkringja þá og væru skotvopn upp- reisnarmanna á þrotum. Sömuleiðis hefðu sveitir Saddams umkringt borgina Zuhair suður af Basra. Sögðu flóttamenn algjöra ringulreið ríkjandi á uppreisnarsvæðunum í suðurhluta íraks. I yftrlýsingu sem Æðsta ráð íslömsku byltingarinnar í írak (SA- IRI) gaf út í Teheran, höfuðborg írans, sagði hins vegar að sveitir samtakanná hefðu „frelsað borgirnar Basra, Amara, Kut, Diwaniya, Hilla, Najaf, Nassiriya, Karbala og Samawa". Ennfremur berðust upp- reisnarmenn úr röðum shíta við sveit- ir hliðhollar Saddam í borgunum Mosul, Maseeh, Sulaimaniya, Diala og Qaada Tal-Affar í norðurhluta íraks. í yfirlýsingunni var sagt að uppreisnarmenn nytu ekki stuðnings neins erlends ríkis en hefðu atfylgi allra samtaka íraskra stjórnarand- stæðinga. Enn er 27 vestrænna fréttamanna saknað, þar af 15 franskra, sem fóru frá Kúveit á sunnudag áleiðis til Basra þar sem þeir hugðust afla frétta af uppreisn shíta. Franskur fréttamaður sagði majór í Lýðveldis- verðinum hafa sagt sér í varðstöð á veginum frá Kúveit til Basra í gær að hann hefði ótilgreindan hóp franskra blaðamanna í haldi og myndi láta þá lausa í skiptum fyrir íraska stríðsfanga í haldi banda- manna. írakar létu í gærmorgun lausa 35 stríðsfanga; 15 bandaríska hermenn, níu breska, níu saudi-arabíska, einn kúveiskan og einn ítalskan. Sagði útvarpið í Bagdad að ekki væru fleiri stríðsfangar í haldi íraka, sem slepptu 10 stríðsföngum í fyrradag, en ekki var minnst á tugþúsundir kúveiskra hermanna og óbreytta borgara, sem yfirmenn heija banda- manna segja þá hafa í haldi. Banda- menn afhentu fulltrúum Alþjóða Rauða krossins í Riyadh í Saudi- Arabíu 294 íraska stríðsfanga í gær en ekki var hægt að fljúga með þá til Bagdad vegna illviðris. Sjá fréttir á bls. 22-23. Kúveiskir stjórnarandstæðingar héldu í gær áfram að elta uppi Palestínumenn, Súdana og Egypta sem taldir eru hafa gengið til liðs við íraska innrásarliðið og ljóstrað upp um kúveisku andspyrnuhreyf- inguna. Mannréttindasamtöicin Amnesty International hvöttu í gær til þess að Palestínumenn og aðrir sem væru í hættu vegna hefndar- drápa fengju vernd. Sögðust sam- tökin hafa fengið upplýsingar um handtökur. Sabah al-Ahmed al- Sabah utanríkisráðherra neitaði að Palestínumenn sættu illri meðferð í Kúveit og sakaði „óábyrg öfl“ úr þeirra röðum að breiða út rangar fréttir þar um. Sagði hann að hafð- ar yrðu hendur í hári glæpamanna hverrar þjóðar sem þeir væru. Kúveiskir stjórnarandstæðingar héldu því fram í gær að furstafjöl- skyldan ráðgerði að svíkja loforð um að koma á lýðræðisumbótum eftir að landið hefði verið frelsað úr klóm íraka. Kröfðust þeir að lýðræði yrði tafarlaust komið á en yfirvöld hafa sett neyðarlög til þriggja mánaða og ótímabundið útgöngumann til að koma á röð og reglu. Fullyrt var að stofnaðar hefðu verið sérstakar sveitir til að ráða af dögum stjórnarandstæðinga sem furstafjölskyldan vildi feiga. í gær tilkynnti útvarpið í Bagdad að Saddam Hussein íraksforseti hefði undirritað tilskipun þar sem allar ákvarðanir íráskra stjórnvalda viðvíkjandi Kúveit eftir innrásina 2. ágúst sl. hefðu verið felldar úr gildi. Hefði Saddam ógilt innlimun Kúveits í írak og ákveðið að skilað yrði öllum eigum sem teknar hefðu verið traustataki í Kúveit og fluttar til íraks. Mesta kjarnorkuvopnastöð heims við norsku landamærin Washinplon. Reuter. SOVÉTMENN hafa frá árinu 1986 haldið áfram mikilli uppbygg- ingu í kjarnorkuvopnaherstöð á Kólaskaga og er nú talið að stærsta forðabúr slíkra vopna í heimi sé á staðnum. Bandaríska vikuritið Space News hefur þetta eftir norskum og japönskum vísindamönn- um sem kannað hafa bandarískar og franskar gervihnattamyndir af stöðinni. Umrædd herstöð er við Zapadnaja Lítsa-fjörð, innan við 100 km austan við norsku landa- mærin. í frásögn ritsins er upp- byggingin talin „hröð“ og sagt að aðallega séu það kafbátar af gerð- unum Typhoon og Delta sem þar hafi bækistöðvar en þeir eru búnir kjarnavopnum. „Þeir virðast vera að byggja fjöldann allan af loft- varnastöðvum gegn stýriflaugum á öllum norðvesturhluta skagans suður af Severomorsk, í grennd við Múrmansk," sagði Johnny Skorve, starfsmaður norsku alþjóðamála- stofnunarinnar, í samtali við Space News. „Þessi þróun hefur verið samfelld frá 1986 eða 1987 þegar lokið var lagningu járnbrautar til svæðisins." Skoi-ve sagði að uppbyggingin hefði í för með sér að Kólaskagi yrði óhjákvæmilega afar mikilvæg- ur frá hernaðarlegu sjónarmiði fram á næstu öld, hvað sem liði hugsanlegum samningum um gagnkvæman niðurskurð á flota- styrk risaveldanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.