Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 48
UNIX FRAMTÍÐARINNAR HEITIR: IBM AIX SmPlPALMENNAR MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. RLR útilokar ekki tengsl milli ofbeldis- verks og mannslátsins RANNSÓKNARLÖGREGLAN útilokar ekki að tengsl séu á milli mannslátsins við Bankastræti aðfaranótt sl. sunnudags og likamsárás- ar við Hverfisgötu sömu nótt. RLR vinnur jafnframt að rannsókn á likamsárás sem gerð var á Suðurgötu aðfaranótt sl. laugardags, en þá veittust 3-4 menn að tveimur gangandi vegfarendum með þeim afleiðingum að annar þeirra var fluttur á sjúkrahús rifbeinsbrotinn og með samfallið lunga. Hinn meiddist minna. Atburðurinn á Suðurgötu varð með þeim hætti að tveir menn gengu suður götuna. Á móts við gamla kirkjugarðinn hafði ljósleitri Benz- bifreið verið lagt og hurð farþega- megin höfð opin þannig að mennirn- ir tveir komust ekki með góðu móti Jramhjá bílnum. Þeir báðu mann sem stóð við bifreiðina að hleypa sér framhjá og gerði hann það. Skömmu síðar er bílnum ekið fram fyrir menn- Bátur án veiðileyf- is færður til hafnar VARÐSKIP tók Haförn BA 327 að meintum ólöglegum veiðum í gærmorgun og vísaði til hafnar í Grindavík. Að beiðni sjávarút- vegsráðuneytisins kannaði Land- helgisgæslan hvort í bátnum væri veiðileyfi til netaveiða sem ekki reyndist vera og í framhaldi af því færði varðskipið Haförn til hafnar. Haförn er 27 brúttólesta bátur gerður út frá Tálknafirði. Hann nkefur aðstöðu í Grindavík á ver- tíðinni. Mál skipstjórans er nú til meðferðar hjá embætti bæjarfóget- ans í Grindavík. Jón B. Jónasson skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins neitaði að segja Morgunblaðinu frá ástæð- um þess að Landhelgisgæslan var beðin um að kanna veiðileyfi Haf- arnar og færa hann síðan til hafn- ar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu vera áhöld um það hvort báturinn hafi kvóta þar sem núverandi eigandi hans hefur ekki fengið afsal fyrir honum. t»ing lík- lega rofið í næstu viku ALÞINGI mun starfa til 15. mars næstkomandi og verði frumvarp um breytingar á stjórnarskránni samþykkt ber að rjúfa þing í beinu framhaldi af því. Steingrímur Hermannsson for- ^•œtisráðherra sagði að það væru mörg mál sem ráðherrar ríkisstjórn- arinnar hefðu áhuga á að fá í gegn á þessu þingi. Hann taldi að eitt þeirra mála sem yrði afgreitt væri breytingar á stjórnarskránni, sem þýddi að þing yrði rofið í næstu viku. Alls eru 56 mál ríkisstjórnar- innar óafgreidd, þar á meðal láns- ~fjárlög og breytingar á erlendum fjárfestingum hérlendis. ina, hann stöðvaður og þrír menn á tvítugsaldri stigu út úr bílnum og réðust að mönnunum tveimur með spörkum og barsmíðum. Að því búnu óku mennirnir á brott og hefur lög- reglunni ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra. Ekki er talið að árásar- mennirnir og þeir sem fyrir barsmíð- unum urðu hafi þekkst. Þórir Oddsson vararannsóknar- lögreglustjóri sagði að málið væri enn óupplýst en allar upplýsingar sem gætu varpað ljósi á það væru vel þegnar. Hann taldi að hér hefði ekki verið um ránstilraun að ræða. Hann sagði að sá ótti væri að læðast að mönnum í ljósi ofbeldisverka sem unnin hafa verið að undanförnu í borginni, að þessi mál væru að taka á sig aðra mynd en verið hefur. Aðspurður hvort atburðirnir í Bankastræti og á Hverfisgötu um helgina tengdust sagði hann að ver- ið væri að vinna úr ýmsum upplýs- ingum sem RLR hefðu borist. Eng- inn lægi enn sem komið er undir grun. Margir hefðu haft samband við RLR vegna þessara mála með ábendingar. Morgunblaðið/KGA ÍVORBLÍÐUÁ VETRARDEGI Skipuleggja hvalaskoð- un frá Höfn HAFIN er skipulagning hvala- skoðunar fyrir ferðamenn frá Höfn í Hornafirði. Það eru Jöklaferðir hf., sem fyrir þessu framtaki standa, en Tryggvi Árnason, framkvæindastjóri fyrirtækisins, segir töluvert um staðbundin stórhveli í nágrenni Hafnar. Fyrsti hópurinn sem kemur til að skoða hvalina verður væntanlega sænskur. Síðustu misseri hafa verið notuð til að svipast um eftir hval og í ljós hefur komið að töluvert er af hnúfubak, langreyði og steypireyði í Breiðamerkurdýpi, Hornafjarðar- dýpi og út af Höfðanum, svo stutt væri að fara. Hið gamla aflaskip Æskan fær nú nýtt hlutverk og verður notuð við hvalaskoðunina, en hún er nú að víkja fyrir nýju skipi. Þessi nýbreytni í ferðamanna- þjónustu á íslandi verður kynnt á norrænni ferðamálaráðstefnu í Reykjavík á næstunni og jafn- framt verður framtakið kynnt í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýzkalandi. Fyrst í stað var ætlun- in að nýta næstu mánuði til að kynna þessa hugmynd, en viðtökur urðu þegar í stað þær, að leitað var tilboðs í ferð fyrir 40 manna hóp frá Svíþjóð. Sjá nánar í Úr verinu bls. b8. Viðskipti fyrir utan rammasamninga Islendinga og Sovétmanna; Slippstöðin gerír Litháum tilboð í endurbyggingu skips Marel, Traust-verksmiðja og Kvikk selja fyrir utan rammasamning SLIPPSTÖÐIN á Akureyri hefur gert útgerðarfyrirtækinu Litryb- prom í Klaipeda í Litháen tilboð í algjöra endurbyggingu á 104 metra löngu verksmiðjuskipi fyrir um 300 milljónir króna, en um 30 ársverk er að ræða, að sögn Guðmundar Guðmundssonar verk- fræðings hjá Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja. Hann segir að skipið sé of stórt til að taka það upp liér en skipasmíöastöö í Tallinn í Eistlandi hafi áhuga á að koma með stóra flotkví til Akureyrar eða Reykjavíkur og bjóðist til að útvega henni verkefni á alþjóðleg- um markaði. Þessi fyrirtæki hafa bæði leyfi til að ráðstafa sjálf hluta af þeim gjaldeyri, sem þau afla. Marel hf., Traust-verksmiðja hf. og Kvikk sf. hafa selt Sovétmönn- um vélar undanfarin ár en þessi sala hefur verið fyrir utan ramma- samninginn við Sovétmenn. „Sovésku útgerðarfyrirtækin selja æ meir beint til erlendra við- skiptavina en þannig ná þau hærra afurðaverði og skilvirkari greiðslum en með því að selja í gegnum Sovrybflot, sem heyi'ir undir sov- éska sjávarútvegsráðuneytið,“ segir Þórólfur Árnason sölustjóri Marels. Hann segir að sovésku fyrirtækin þurfi nú að greiða 42% skatt af erlendri sölu til Moskvu. Marel hf. gerði fyrir nokkrum dögum samning um sölu á tölvuvog- um til frystihúsa á Kyrrahafsströnd Sovétríkjanna og verskmiðjutogara, sem gerðir eru út frá Kyrrahafs- ströndinni. Samkvæmt samningn- um afhendir Marel Sovétmönnum vörur fyrir 300 þúsund Banda- ríkjadali á næstu 3 mánuðum og 700 þúsund dali í byijun næsta árs, samtals um 56 milljónir króna. Um er að ræða sjó- og landvogir og svokaliaðar markvogir til vigtun- ar á niðursuðudósum um borð í verksmiðjutogurum. Þórólfur upplýsir að Marel hf. hafi selt vörur til Kyrrahafsstrandar Sovétríkjanna, Murmansk og Eystrasaltsríkjanna fyrir um 150 milljónir króna síðástliðin fjögur ár og þar af sé búið að afhenda vörur fyrir um 110 milljónir króna. Utanríkisviðskiptabanki Sovét- ríkjanna hefur enn ekki svarað til- boði Landsbankans um að íslend- ingar útvegi Sovétmönnum' lán vegna um 16 milljóna Bandaríkja- .dala, eða um 900 milljóna króna, sem þeir skulda okkur vegna samn- inga um kaup á saltsíld, frystum fiski, lagmeti og ull árið 1990, en þar af eru um 300 milljónir vegna samnings um saltsíldarkaup. Fulltrúar Álafoss hf. fara til Moskvu um helgina til áframhald- andi viðræðna um kaup sovéska samvinnusambandsins á ull fyrir jafnvirði 19 þúsund lesta af gasolíu, eða 192 milljónir króna. Þessi kaup yrðu fyrir utan rammasamninga en gerð á grundvelli 38 ára gamals samnings Álafoss við Sovétmenn. Túlkun á sjávarútvegstilboði EB: Ekkí krafa um kvóta í íslenskri lögsögn Forsvarsmenn sjávarútvegs innan Evrópubandalagsins eru sagðir túlka tilboðsdrög um sjávarútvegssamning við EFTA þannig að það feli ekki í sér kröfu um veiðiheimildir í íslenskri lögsögu heldur sænskri og norskri. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra seg- ist túlka tilboðsdrögin á sama hátt. í tilboðsdrögunum, sem sagt var frá í Morgunblaðinu sl. laugardag, eru boðnar tollalækkanir á ýmsum sjávarafurðum gegn in.a. 30 þúsund tonna þorskígilda veiðiheimildum í Eystrasalti og norðan 62. breiddar- gráðu. Sú breiddargráða liggur sunn- an við ísland, nálægt Færeyjum. Utanríkisráðherra benti þó á, að þess væri einnig krafist í tilboðsdrög- unum, að íslendingar viðurkenni það sem grundvallarreglu, að ef fiski- stofnar í íslenskri fiskveiðilögsögu styrkist megi opna spurninguna um veiðiheimildir. Sjá frásögn af blaðamannafundi utanríkisráðherra á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.