Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 45
MGRGUNUIjÁÐ'IÐ1 IÞRÓTTIfíMMl^^W Í5Í MAirz íWl?r. 45S MorgunblaÖið/Bjarni Hornamenn Vals, Jakob Sigurðsson (til vinstri) og Valdimar Grímsson eru báðir í heimsklassa, segir Jóhann Ingi. Valdimar varð markahæsti leikmaður deildarkeppninnar í vetur. Morgunblaöið/Einar Peter Baumruk stjórnar Haukaliðinu í vörn og sókn og skorar þegar á þarf að halda. Hér er hann í baráttu við Þorgils Óttar Mathisen, þjálfara FH. fyrir nýjan þjálfara að móta lið sitt þannig að breytingar skili sér til fulls, og sýnist mér Eyjólfur vera á réttri braut. Liðið hefur leikið góðan handknattleik á köflum en þess á milli dettur allur botn úr leik liðs- ins. Liðið virðist vanta ákveðinn leikstjórnanda á vellinum. Kannski er það verst fyrir liðið að Brynjar markvörður getur ekki tekið þátt í sóknarleiknum líka og stjórnað þar eins og hann stjórnar oft vörninni með harðri hendi! Sigurður Bjarna- son er tvímælalaust stjarna liðsins, og of oft virðast aðrir leikmenn treysta á einkaframtak hans. Stjarnan á marga góða leikmenn sem þyrftu að taka sjálfa sig taki og rífa sig upp úr meðalmennsk- unni. Þar má nefna Magnús og Hilmar, geta þeirra kemur vel fram af og til, en það er ekki nóg að spila þriðja eða fjórða hvern leik vel. Ef mögulegt verður að laða fram þá getu sem í liðinu býr gæti það lent í allra fremstu röð. Það gæti líka aukið áhuga áhorfenda í Garðabæ, en heimavollur þeirra hefur ekki reynst sem skyldi þrátt fyrir ágætar ytri aðstæður. Haukar Haukar náðu 4. sæti í deildar- keppninni sem verður að teljast vel af sér vikið af nýliðum. Þó verður að hafa í huga að Haukar fengu nánast heilt lið til liðs við sig. Þar skal fyrstan telja tékkneska lands- liðsmanninn Peter Baumruk,; sem er leikmaður á heimsmælikvarða. Hann stjórnar liðinu í vörn og sókn og getur auk þess skorað mörk þegar á þarf að halda. Er hægt að fara fram á meira? Markvarslan er góð, hraðaupphlaup sömuleiðis, og sóknarleikur oft vel útfærður. Lið- inu er stjórnað af röggsemi af hin- um litríka og reynda þjálfara Viggó Sigurðssyni. Veikasti hlekkur liðsins er vörn- in. Annar veikleiki er hversu mikið virðist mæða á Baumruk. Ef hann á ekki góðan dag virðast aðrir leik- menn ekki geta fyllt skarð hans. Heimavöllur Hauka er góður, einn sá besti á landinu. E.t.v. er metn- aði Hauka fullnægt í bili eftir að þeir urðu fyrir ofan „stóra bróður“ í deildarkeppninni. Trúlega verður stórhátíð í herbúðum þeirra ef þeir skjóta FH-ingum aftur fyrir sig í lokakeppninni líka. FH Það verður að segjast eins og er að Islandsmeistarar FH hafa valdið áhangendum sínum vonbrigðum í vetur. Að vísu misstu þeir Héðin Gilsson til Þýskalands, en þeir fengu Stefán Kristjánsson í staðinn. Morgunblaðiö/Bjarni Sigurður Gunnarsson, þjálfari og leikstjórnandi ÍBV, á erfitt verk fyrir höndum við að koma leikmönnum sínum aftur niður á jörðina eftir velgengnina undanfarið. Þorgils Óttar, þjálfari liðsins, ætlaði í fyrstu að einbeita sér að þjálfun, en er liðið hafði aðeins náð einu stigi úr fjórum fyrstu umferðunum tók hann fram skóna að nýju. Óskar Ármannsson handarbrotnaði og var frá um tíma, en gott lið á borð við FH verður að þola að missa mann í einhvern tíma. Liðið hefur 7 fyrr- verandi eða núverandi landsliðs- mönnum á að skipa, auk hæfilegs hóps efnilegra leikmanna úr sjálfum handboltabænum Hafnarfirði. FH- ingar gætu jafnvel náð alla leið, varið titil sinn, ef leikmenn fengju aftur sama metnað og þann sem einkenndi leik liðsins í fyrra. Guð- mundur landsljðsmarkvörður Hrafnkelsson þarf að vakna upp af værum blundi. Hann getur varið eins og ljón með landsliðinu, en hefur ekki náð sér strik með FH. Nái leikmenn að stilla saman strengi sína lendir liðið örugglega í verðlaunasæti þrátt fyrir það að það fari ekki með aukastig með sér í úrslitakeppnina. ÍBV Lengi framan af móti leit ekki út fyrir að Eyjapeyjar yrðu meðal þeirra sex efstu. Liðið tapaði flest- um leikjum á útivöllum, og heima- völlurinn brást af og til. Ekki veit ég hvað þeir borðuðu um jólin, en eitt er víst að eftir áramótin mættu þeir hressir til leiks. Þeir náðu því .markmiði sínu að komast í úrslita- keppnina. Gott gengi undanfarið og frækilegur sigur í bikarkeppn- inni hefur orðið þess valdandi að Vestmannaeyjar eru nú heldur bet- ur komnar á landakort handbolt- Morgunblaðið/Júlíus GuAmundur Guðmundsson er þjálfari Víkings en er samt sem áður enn einn af lykilmönnum liðsins, sem sýndi handboltalega yfírburði í vetur. _____________________________ I Morgunblaðiö/RAX Guðmundur Hrafnkelsson þarf að vakna upp af vær- um blundi, segir Jóhann Ingi. Hann getur varið eins og ljón með landsliðinu, en hefur ekki náð sér strik með FH. ans. Hvern skyldi hafa grunað fyrir þetta keppnistímabil að Eyjamenn ættu eftir að taka þátt í Evrópu- keppni að ári? Óhætt er að kalla ÍBV „lið hinnar líðandi stundar“ þar sem stemmningin ræður miklu. Hvaða áhrif það kann að hafa í úrslitakeppninni getur í raun eng- inn sagt fyrir um. Eitt er víst að sjálfstraust leikmanna eykst og áhugi áhorfenda sömuleiðis. Út-“ " koman verður sú að ekki munu mörg lið sækja gull í greipar liðsins á heimavelli ef að líkum lætur. Sá möguleiki er einnig til staðar að leikmenn séu orðnir sáttir við árangur sinn og séu því ekki tilbún- ir til stórátaka í lokakeppninni. Þeir eru orðnir bikarmeistarar og úr fallhættu. Sigurður Gunnarsson, þjálfari og leikstjórnandi liðsins, á erfitt verk fyrir höndum við að koma leikmönnum sínum aftur nið- ur á jörðina eftir.velgengnina und- anfarið. Takist honum að vekja upp meira hungur hjá Sigmari Þresti, Gylfa og hinum ungu og efnilegu leikmönnum liðsins gæti liðið orðið andstæðingum sínum skeinuhætt. ** 1. 2. 3. 4. 5. 6. Að lokum kemur hér spá mín: ....................Víkingur .......................Valur ..........................FH ....................Stjarnan .........................ÍBV ......................Haukar 1. deild Tvær fyrstu umferðir úrslitakeppninn- ar um titilinn, og keppni neðri liða: Miðvikudagur 6. mars Haukar — Víkingur ...,kl. 20.00 . Valur-ÍBV ...kl. 20.00. ...kl. 20.00. Selfoss - KR ...kl. 20.00. ÍR —Grótta ...kl. 20.00. KA-Fram ...kl. 20.30. Föstudagur 8. mars ÍBV — Víkingur ....kl. 20.00. Laugardagur 9. mars Stjaman — Haukar ....kl. 16.30. FH-Valur ...,kl. 16.30. Grótta — Selfoss ...,kl. 16.30. Sunnudagur 10. mars Fram - KR ....kl. 16.30. KA-ÍR ....kl. 20.00. 2. deild Fyrstu leikir úrslitakeppninnar: Þríðjudagur 5. mars Þór Ak. — Völsungur ....kl. 20.30. Miðvikudagur 6. mars ÍBK-HK ....kl. 20.00. ÍH-ÍS kl. 21.15 Fimmtudagur 7. mars UBK-UMFN ki. 20.00. UMFA —Ármann kl. 20.00. Föstudagur 8. mars kl. 20.00. Laugardagur 9. mars UMFN — Völsungur kl. 16.00. Sunnudagur 10. mars ÍH-UMFN kl. 16.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.