Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991 Jón S. Jakobsson fulltrúi - Minning Fæddur 11. nóvember 1918 Dáinn 21. febrúar 1991 Hann Jón frændi, föðurbróðir minn, er látinn eftir löng og erfið veikindi. Það er sárt að sjá á eftir svo góðum og ljúfum frænda, sem ungur veiktist af berklum og dvaldi lengi á sjúkrahúsi áf þeim sökum. Þau veikindi háðu honum alla tíð. En ef tíl vill er svo mikið lagt á þá, sem eru þannig af guði gerðir að geta tekið slíkum áföllum af ein- stakri þolinmæði og æðruleysi, og hafa meiri áhyggjur af velferð ann- arra en sinni eigin. Þær eru ljúfar minnin'garnar úr bernsku um heimsóknir okkar systranna á Skattstofuna, þar sem Jón frændi starfaði alla tíð. Alltaf átti hann eitthvað að rétta okkur. Stundum boðaði hann okkur sér- staklega til sín, þá stóð eitthvað meira til. Hann hafði þá heyrt um einhveijar óskir okkar og vildi endi- lega leggja sitt af mörkum, svo að þær gætu ræst. Minnisstæð er heimsókn fjölskyldunnar á Hring- brautina til að fylgjast með álfa- dansi á Melavelli, það sást svo vel þangað frá Jóni frænda. Við systk- inin eigum margar góðar minningar úr bernskunni, sem gleymast ekki. Börnunum mínum reyndist Jón mjög vel og þótti þeim afar vænt um hann. Þau lögðu sig eftir að vera heima ef von var á honum í heimsókn, og honum var það að þakka að dóttir mín fékk góða sum- arvinnu. Hann var alls staðar vel kynntur og veit ég, að margir fengu vinnu í hinum ýmsu stofnunum fyr- ir hans orð. Jón var mjög frændrækinn og miðlaði fréttum af ættingjum eins og kostur var. Það er gott að hafa kynnst hon- um og minning um góðan frænda styrkir okkur í sorginni. Blessuð sé minning hans. Birna Jóhannsdóttir Lát Jóns vinar mins Jakobssonar kom mér ekki á óvart því hann hafði lengi verið heilsuveill og mjög sjúkur síðustu vikur. Það er sárt að sjá á bak svo traustum, ljúfum og góðum vini. Við höfðum þekkst í nær þijá ára- tugi og alltaf haft samband og hist öðru hvoru. Ég ætla ekki að rekja hér upp- runa, æviferil hans og störf, því það munu aðrir gera sem þau mál þekkja betur, en vil þó taka fram að ég veit að hann var mjög ná- kvæmur og samviskusamur maður og gerði allt vel sem hann tók sér fyrir hendur. Kynni mín af Jóni hófust skömmu eftir að við Þórdís giftum okkur og fórum að búa. Það var gegnum hana að við kynntumst því þau þekktust vel. Nokkru áður hafði hann kvongast Sigríði Bergsteins- dóttur, sem hafði búið honum fal- legt heimili enda mjög mikil og myndarleg húsmóðir. Þeim hjónunum fæddist dóttir sem skírð var Begdís Hrund og þegar þau þurftu á barnfóstru að halda varð það úr að Kristín Jóseps- dóttir tengdamóðir mín, sem þá var hætt ljósmóðurstörfum, tók að sér fóstruhlutverkið um skeið. Við það jókst samgangur veru- lega milli heimilanna og þau hjónin voru góðir vinir Kristínar meðan hún lifði. Jón var mjög ánægjulegur mað- ur, brosmildur og ævinlega í góðu skapi. Hann var mjög ræðinn, fróð- ur og skemmtilegur heim að sækja. Við hjónin höfum oft komið á hið fagra og snyrtilega heimili hans og frú Sigríðar á liðnum árum og not- ið þar mikillar gestrisni við hátíðleg tækifæri. Þau hafa einnig heimsótt okkur þegar eitthvað sérstakt hefur verið um að vera. Að öðru leyti höfum við ekki haft mikið saman að sælda þó að við höfum stundum leitað ráða hvors annars í sérgreinum okkar, enda hafði Jón langa reynslu og þekkingu á skattamálum. Hann var mjög vinsæll maður, átti fjölda vina og kunningja um allt land ekki síst á Norðurlandi þar sem hann var upprunninn og dvaldi lengi. Þótt hann væri oft heilsulítill stundaði hann sérstaklega eina íþrótt sem hann hafði mikinn áhuga á, en það var hestamennska. Hve- nær hann eignaðist fyrsta hestinn veit ég ekki, en hann átti allmarga hesta um dagana og fór öðru hvoru á hestbak allt fram til ársins 1970 að hestur datt með hann. Við það laskaðist Jón illa í baki og þar með varð hann að hætta við þessa ágætu íþrótt. Árið 1946 kom hann frá Banda- ríkjunum þar sem hann hafði geng- ið undir mikla og erfiða aðgerð á lunga. Það hafði verið ijarlægt að mestu. Eftir að hafa jafnað sig nokkuð hóf hann störf á Skattstofu Reykjavíkur og hefur unnið þar síðan, yfir fjörutíu ár. Hann lét af störfum fyrir einu og hálfu ári. í þeirri stofnun var hann mjög vel látinn og gegndi þar trúnaðarstörf- um. Við Þórdís kona mín og ijölskylda okkar samhryggjumst innilega ekkju hans og ættingjum þeirra beggja og biðjum honum guðs blessunar á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Blessuð veri minning hans. Útförin fór fram í kyrrþey frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. þ.m. Erlingur Þorsteinsson Elsku afa mínum þakka ég fyrir allar þær ánægjustundir sem við áttum saman. Þó þær verði ekki fleiri og enginn komi í hans stað, mun minningin um hann ætíð fylgja mér. Þú hefur sýnt mér sumar sói og bjartar leiðir. Hjá þér urðu og eru allir dagar heiðir. Himins birtu blá barst í augum þínum. Ljós sem æ mun lýsa leiðum yfir mínum. (Eftirleit. Páll S. Pálsson) Sigga Þóra Nú er ástkær frændi minn og föðurbróðir Jón S. Jakobsson horf- inn yfir móðuna miklu, en hann lést 21. febrúar síðastliðinn eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm. Jón frændi, eins og við frændfólk hans kölluðum hann alltaf, fæddist á Finnsstöðum, Austur-Húnavatns- sýslu, 11. nóvember 1918 ásamt tvíburabróður sínum Árna. Þessi dagur 11. nóvember var Jóni mjög kær, vegna þess að þétta var bæði afmælisdagur föðurbróður hans Jósefs Jóhannssonar frá Finnsstöð- um og föðurafa hans Jóhanns Jós- efssonar einnig frá Finnsstöðum. Tvíburabróðir Jóns, Árni, lést barn að aldri árið 1922 úr lungnabólgu sem í þá daga var iillæknanlegur sjúkdómur. Foreldrar Jóns voru Jakob J. Jóhannsson og Emma P. Jónsdóttir frá Spákonufelli, Austur-Húnavatnssýslu, en þangað fluttist fjölskyldan árið 1924. Systkini Jóns eru Jóhann og Björn, og Ástríður sem lést fyrir allnokkr- um árum. Jón frædni ólst upp á Spákonufelli og þótti sem barn og unglingur hið mesta búmannsefni þar sem hann, þó barnungur, var óvenjuglöggur á fé og aðrar skepn- ur. En hæfileikar hans á því sviði fengu ekki notið sín vegna heilsu- brests sem hann varð fyrir. Um 1930 veiktist Jón af bijósthimnu- bólgu og var sendur til lækninga á Landspítalann í Reykjavík. Þar náði hann nokkurri heilsu en sjúkdómur- inn tók sig upp aftur og var Jón þá lagður inn á spítalann í Krists- nesi og var þar meira og minna til 27 ára aldurs. Vegna heilsuleysis hafði Jón ekki kost á að ganga menntaveginn eða stunda venjulegt nám. En á meðan hann dvaldi í Kristsnesi naut hann tilsagnar hvað menntun varðaði, Eiríks Brynjólfs- sonar þá ráðsmanns á staðnum. Það nám fólst í að læra skrifstofuhald ýmiskonar og vann Jón frændi á skrifstofu Kristsnesspítala á þess- um árum undir stjórn Eiríks, og urðu þeir Jón og Eiríkur hinir mestu mátar. Árið 1945 leitaði Jón sér lækninga til Bandaríkjanna og náði eftir það allgóðri heilsu. Árið 1947 hóf hann störf á Skattstofu Reykjavíkur og starfaði þar allan sinn starfsaldur þatr til að hann fór á eftirlaun sjötugur að aldri. Jón kvæntist eftirlifandi konu sinni Sigríði Bergsteinsdóttur og eiga þau eina dóttur, Bergdísi, sem gift er Kristni Ingasyni. Margs er að minnast. Jón hafði mjög gaman af hestum og var mik- ill hestaunnandi og átti hann lengi tvo hesta sem hann hafði miklar mætur á. En þegar hugurinn reikar til baka á vit minninganna um Jón frænda minn kemur fyrst og síðast upp í hugann hversu einstaklega barngóður maður hann var. Þess vegna standa bemskuminningarnar svo skýrar fyrir hugskotssjónum. Ég minnist úr barnæsku heimsókna okkar systkinanna til Jóns frænda. Hversu fagnandi hann tók alltaf á móti okkur krökkunum, ávallt eitt- hvað góðgæti á boðstólum til að gleðja börnin, spjallað um heima og geima í anda barnanna og alltaf var stutt í kímnina. Jólapakkarnir til okkar krakkanna skipuðu alltaf sérstakan sess, því alltaf vissi hann hvað barnshjartað sló. Það var ávallt tilhlökkunarefni að eiga von á Jóni frænda í heimsókn því alltaf gaf hann sér góðan tíma til að spjalla við okkur krakkana. Við systkinin uxum úr grasi, stofnuðum okkar heimili og eignuð- umst okkar börn, og alltaf var Jón frændi nálægur og hafði einlægt auga með hag okkar og gengi og bama okkar. Hann var sem horn- steinn í okkar tilveru. Umhyggju- semin og hjartahlýjan alltaf sú sama. Sá hlýhugur mun alltaf ljóma í minningunni um góðan mann. Blessuð séð minning hans. Lárus J. Jóhannsson Þótt skjótt í burtu lífið líði ei láti neinn sig hryggja það. Því dauðinn lýkur lífsins stríði og leiðir himins dyrum að. (Vald. Briem) Það er nú svo að þótt dauðinn Ijúki lífsins stríði, sem við emm út af fyrir sig þakklát fyrir, þá hefur dauði vina og vandamanna vissu- iega alltaf hryggð í för með sér. Kær mágur minn, Jón Sigurður Jakobsson, Grenimel 47, lést þ. 21. febr. sl. eftir langvarandi baráttu við erfiðan sjúkdóm. Milli atlaga óvinarins náðist þó nokkur bati um hríð, fyrir tilstilli læknavísindanna. Allir nánir fögnuðu því og það vakti vonir um varanlegan bata, en því var ekki að heilsa, því miður. Það varð samt til þess að Jón gat samfagnað ýmsum gleðilegum atburðum í fjölskyldu sinni. Nú síðast fæðingu dótturdóttur, en þá var hann reyndar orðinn helsjúkur. •Jón Sigurður fæddist á Finns- stöðum, Höfðahreppi, A-Hún. 11. nóvember 1918, ásamt tvíburabróð- ur sínum Árna. Foreldrar hans voru hjónin Emma P. Jónsdóttir og Jakob J. Jóhannsson, bóndi. Þeim varð 5 barna auðið og eru þau auk tvíbur- anna, sem voru aðrir í röðinni, sem hér segir: Ástríður, skrifstofu- stúlka, f. 1917, látin 1980, Jóhann Jósef, efnaverkfræðingur, f. 1920, og Árni Björn, verslunarmaður, f. 1924. Tvíburinn Árni lést aðeins fárra ára gamall. Foreldrar Jóns bjuggu á Finns- stöðum í 9 ár, en fluttu síðan búferl- um að Spákonufelli. Þar var sóknar- kirkja og oft mikill erill því sam- fara, sérstaklega fyrir húsfreyjuna. Emma var rómuð fyrir myndar- skap. Hún hafði lokið prófi frá Kvennaskólanum á Blönduósi vorið 1911, eftir tveggja ára nám og einn- ig haldið til Reykjavíkur til náms í karlmannafatasaumi. Þau hjónin Emma og Jakob nutu mikilla vinsælda í sinni sveit. Á heimili þéirra var gestrisni og myndarskapur í hvívetna, í háveg- um hafður. Jón ólst þar upp hjá foreldrum sínum og bar hann með sér áhrif frá æskuheimili sínu til æviloka. Jón var glæsilegur maður, mikið snyrtimenni, hjálpsamur og góð- gjarn og sérlega úrræðagóður. Á unga aldri átti hann við veikindi að stríða, sem leiddu til þess að hann tók sér ferð á hendur til Bandríkjanna haustið 1945, þá 27 ára að aldri, í leit að bata. Þetta var mjög ævintýraleg ferð, sem ekki verður rakin hér. En er Jón snéri aftur heim, eftir nokkurra mánaða dvöl ytra, hafði hann hlotið allgóðan bata. Arið 1947 réðst Jóntil skrifstofu- starfa hjá Skattstofu Reykjavíkur og starfaði þar óslitið uns hann lét af störfum, vegna aldurs, haustið 1988. Tímamót urðu í lífi Jóns 1959, er hann gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína Sigríði S. Berg- steinsdóttur. Fojeldrar hennar voru hjónin Filippía Ólafsdóttir og Berg- steinn Kr. Sigurðsson, bygginga- meistari. Bæði ættuð úr Rangár- vallasýslu. Sigríður og Jón eignuðust eina dóttur, Bergdísi Hrund, f. 26. nóv- ember 1960. Hún hefur lokið BA- námi í dönsku og uppeldis- og kennslufræði til kensluréttinda frá Háskóla íslands. Eiginmaður henn- ar er Kristinn Ingason, vélaverk- fræðingur. Þau eiga tvær dætur, Sigríði Þóru, f. 17. júlí 1986, og óskírða, f. 4. febrúar 1991. Var mjög kært með þeim feðgin- um Bergdísi og Jóni og reyndist hún föður sínum frábærlega vel í hans erfiðu veikindum. Ævi heiðursmanns er lokið. Ég kveð hann með virðingu og þakk- læti fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur mæðgurnar þijár. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín öllum aðstand- endum. Hvíli Jón í Guðsfriði. Þórunn Bergsteinsdóttir t Faðir minn, ÓLAFUR G. ÞÓRÐARSON, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði, 28. febrúar sl. Útförin fer fram frá ísafjarðarkapellu föstudaginn 8. mars kl. 14.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Anna Ingimarsdóttir. t Útför elskulegs sonar okkar og bróður, JÓNASAR BRAGASONAR, Sunnuhlíð, Vatnsdal, verður gerð frá Undirfellskirkju föstudaginn 8. mars kl. 14.00. Indíana Sigfúsdóttir, Bragi Haraldsson, systkini hins látna og fjölskyldur þeirra. t Elskuleg móðir okkar, amma og systir, ELÍNBORG ÞÓRARINSDÓTTIR, Nönnugötu 3, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 8. mars kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Erna Agnarsdóttir, Ævar Agnarsson, Ragnar Agnarsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓNS. JAKOBSSON, Grenimel 47, er lést 21. febrúar sl., hefur verið kvaddur og lagður til hinstu hvíldar í kyrrþey. Þökkum hluttekningu. Sigríður S. Bergsteinsdóttir, Bergdís H. Jónsdóttir, Kristinn Ingason og dótturdætur. t Maöurinn minn, fósturfaðir og bróðir, GUÐMUNDUR JÓHANNES ÁRNASON, Snorrabraut 52, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. mars kl. 15.00. Mi'míHovgaard, Stefán Hovgaard, Solva Hovgaard, Ragnheiður Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.