Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991 HANDKNATTLEIKUR ■ Hugleiðingarum úrslitakeppnina: WKEPPNIN fSt£NSHI HANOBOLTINN ® órsut ■ 1. UMFERÐ H Miðvikudagur 06. mars Haukar - Víkingur Kl. 20:00 Strandgata, Hafnarfirði Miðvikudagur 6. mars Valur - ÍBV Kl. 20:00 Hlíðarendi Miðvikudagur 6. mars FH - Stjarnan Kl. 20:00 Kaplakriki, Hafnarfirði Miðvikudagur 6. mars Selfoss - KR Kl. 20:00 Selfoss Miðvikudagur 6. mars ÍR - Grótta Kl. 20:00 Seljaskóli Miðvikudagur 6. mars KA - Fram Kl. 20:30 Akureyri VÁTRYGGINGAFÉLAG íslands hf Flest bendir til sigurs Víkings Morgunblaðiö/Bjami Alexej Trúfan er mjög góður varnarmaður, afar útsjónarsamur sóknarmaður og „öflugur persónuleiki" sem myndað hefur kjölfestu í Víkingsliðinu. NÚ ER deildarkeppni fyrstu deildar í handknattleik lokið. Af tólf liðum hafa sex unnið sér rétt til að vera með í lokabar- áttunni um íslandsmeistaratit- ilinn, sem hefst í kvöld. Þessi lið eru Víkingur, Valur, Stjarn- an, Haukar, FH og ÍBV. í þess- ari grein mun ég fjalla um möguleika þessara liða á sigri eins og mér finnst þeir vera, og í lokin langar mig, meira þó í gamni en aivöru, að bregða mér i spákonugervið og reyna að segja fyrir um endanlega röð liðanna. Víkingur íkingar mættu mjög ákveðnir til leiks í haust. Þeir höfðu gert markvissar breytingar á liðinu frá því í fyrra, en þá barðist liðið fyrir tilveru sinni í deildinni þrátt fyrir marga landsliðs- menn innan vé- banda sinna. Varn- arleikurinn batnaði verulega við komu Sovétmannsins Trúfans og íslend- ingsins Hilmars Sig- urgíslasonar, sem kom nú aftur til Hæðargarðsliðsins eftir nokkra útivist. Óhætt er að segja að Víkingur hafi dottið í lukkupottinn þegar þeir fengu Trúf- an til liðs við sig. Hér var ekki aðeins á ferðinni góður varnarmað- ur, heldur einnig afar útsjónarsam- ur sóknarmaður og „öflugur per- sónuleiki" að auki sem myndað hefur kjölfestu í liðinu og haft góð áhrif á liðsheildina. Þá kom það vel út að fá Árna Indriðason á bekk- inn, en það hefur gefið Guðmundi Guðmundssyni kost á að einbeita sér í leikjum. Guðmundur er enn einn af lykilmönnum liðsins, og óhætt er að fuilyrða að Árni kunni til verka á bekknum. Ég dreg enga dul á þá skoðun mína að Víkingar sýndu handboltalega yfirburði í deildinni allt fram undir lok mótsins þegar meiðsli tóku að hrjá nokkra lykilleikmenn. Víkingar léku vel útfærðan og nýstárlegan varnarleik á sovéska vísu, með 5 menn aftur við línuna og einn fyrir framan til að trufla sóknarleik mótherjanna. Þeir útfærðu hraðaupphlaup vel og iéku „taktískan" og agaðan sóknar- leik. Leikgleðin var á sínum stað, allir virtust hafa gaman af því sem þeir voru að gera, og menn voru farnir að velta því fyrir sér hvort liðið væri ósigrandi. En þá kom babb í bátinn, meiðsli hófu að setja strik í reikninginn. Valsmenn urðu fyrstir til að leggja Víking að velli, tveir aðrir ósigrar fylgdu í kjölfarið. Það kom ekki að sök, líðið hafði þegar tryggt sér deildarmeistaratit- il. Flest bendir til sigurs Víkings í lokakeppninni. Bæði eru þeir sterk- astir á pappírnum auk þess sem þeir hafa 4 stig „í forgjöf" með sér í keppnina. En samt eru ýmis teikn á lofti. Hvernig þola Víkingar spennuna sem fylgir vænfanlegri lokakeppni? Þeir hafa þegar tapað óvænt tveimur úrslitaleikjum, fyrst í Reykjavíkurmótinu gegn KR og hú síðast bikarúrslitum á móti ÍBV. Spurning vaknar um það hvort besta iið mótsins stendur uppi án bikars í lokin. Það hlýtur að hafa ákveðna andlega spennu í för með sér sem gæti dregið úr getu leik- manna, auk þess sem meiðsli lykil- manna eins og Trúfans gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir liðið. En í slíkum stöðum er alltaf fyrir Morgunblaðið/Einar Falur Sigurður Bjarnason er stjarna Stjömuliðsins og of oft virðast aðrir leikmenn treysta á einkaframtak hans. hendi möguleikinn á að snúa mót- læti sér í hag. Liðið gæti hreinlega tvíeflst eftir ófarirnar undanfarnar vikur, en til þess þarf rétt hugarfar. Valur Valur hafnaði verðskuldað í öðru sæti deildarkeppninnar. Liðið er hæfileg blanda af ungum og efni- legum leikmönnum annars vegar og „gömlum refurn" hins vegar. Tala má um tvenns konar styrkleika Valsliðsins, ytri og innri styrkleika. Með ytri styrkleika á ég hér t.d. við mjög góðan heimavöll, en einnig ákveðna hefð, sem sé þá að Valur er lið sem sættir sig aldrei við neitt minna en eitt af efstu sætunum. Það er orðið eins konar „náttúrulög- mál“ að hafa Val við toppinn. Innri styrkleiki er t.d. tveir hornamenn í heimsklassa, Jakob og Valdimar, og margir aðrir mjög góðir leik- menn. Valsmenn leika flata vörn, s.k. 6-0-vörn, sem gæti reynst þeim vel gegn Víkingi. Hraðaupphlaup eru vel æfð og Valur leikur á köfl- um agaðan sóknarleik, þó að stund- um taki einkaframtak sumra leik- manna völdin og skemmi fyrir. Valur á innan sinna vébanda einn reynslumesta markvörð iandsins, Einar Þorvarðarson, en hann hefur ekki getað beitt sér sem skyldi vegna anna sem aðstoðarlandsliðs- þjálfari. Fái Valsmenn Einar til að æfa vel og beita sér að fullu í loka- keppninni gætu þeir skotið Víking- um ref fyrir rass, enda hafa þeir 2 stig með sér í keppnina, aðeins ein- um „sigri“ minna en Víkingur. Stjarnan Undanfarin ár hefur Stjarnan verið að skipa sér á bekk með sterk- ustu liðum landsins. Þriðja sætið í keppninni er að verða „hefð“ hjá liðinu, herslumuninn vantar oft til að liðið náði lengra í keppninni. Ákveðinn kjarni leikmanna, sem aldir eru upp hjá Stjörnunni, er meginstyrkur liðsins, en auðvitað hafa nýir einstaklingar bæst í hóp- inn, s.s. Magnús Sigurðsson. Einn af efnilegustu þjálfurum landsins, Eyjólfur Bragason, hefur nú tekið við liðinu og hóf strax að gera ýmsar breytingar á því. T.d. hefur hann nú þjálfað upp flata vörn og er að gera breytingar á sóknarleikn- um, sem smám saman hafa verið að skila sér. Það tekur alltaf tíma Jóhann Ingi Gunnarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.