Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 28
28 MOKGUNBLAÐIÐ, ?4I£(VIKyi)AGUR ,6.. MARZ (19pi Hve mikið kostar frum- varp um grunnskóla? Skiptar skoðanir um kostnaðaráætlanir ALLIR þingmenn virðast sam- mála þeim markmiðum grunn- skólafrumvarps Svavars Gests- sonar menntamálaráðherra um að skólinn verði einsetinn og að börnunum verði boðinn máls- verður i skólanum. — Hins vegar j ber mikið á milli hvað þessar framfarir kosti. Menntamálaráð- herra telur að sveitarfélögunum sé ekki íþyngt óhóflega. Sólveig Pétursdóttir vitnar hins vegar til talna á bilinu 7-8 milljarðar. Frumvarp menntamálaráðherra um grunnskóla var til annarrar umræðu í neðri deild í gær — í þriðja sinn. Ragnar Arnalds for- maður menntamálanefndar mælti fyrir frumvarpinu á þriðjudegi í síðustu viku. Umræðunni var fram- haldið síðastliðinn föstudag en mál- ið ekki útrætt. Menntamálaráð- herra vill að frumvarpið verði sam- þykkt en sjálfstæðismenn vilja að . því verði vísað til ríkisstjórnarinnar sem taki það til endurskoðunar og geri framkvæmdaáætlun í nánu samráði við sveitarfélögin. Áherslur og peningar Guðný Guðbjörnsdóttir (S-Rv) tók undir ummæli Svavars Gests- sonar menntamálaráðherra um að grunnskólinn væri mannréttinda- mál barna og taldi ekki að kostnað- ur yrði óhóflegur. Spumingin væri um áherslur. Hún furðaði sig á við- horfum og tortryggni sjálfstæðis- manna og Áma Gunnarssonar um það efni. Spurði m.a. hvort þeir teldu tíu ár vera of hraða uppbygg- ingu eða hvort þeir væru á móti einsetnum skóla. Ólafur Þ. Þórð- arson (F-Vf) taldi auknum fjár- munum vel varið til grannskóla og sveitarfélögin hefðu ekki önnur mál brýnni. Rannveig Guðmundsdóttir (A- Rn) vildi benda Guðnýju Guðbjörns- dóttur á að nú væra sveitarfélögun- um ætlað að byggja grannskólana. Það væri rétt, þetta væri spurning um áherslur — en því miður líka um peninga. Og stundum væra sveitarfélögum fengin verkefni án þess þeim væru ætlaðir tekjustofnar ' til að hrinda þeim í framkvæmd. Gagnrýni Guðnýjar á þá sem bentu á þetta atriði væri ómakleg. Sólveigu Pétursdóttur (S-Rv) þótti mjög miður að Guðný rang- túlkaði málflutning annarra. Sjálf- staaþismenn hefðu lýst því yfir að þeir væru fullkomlega sammála þeim markmiðum að skólinn ætti að vera einsetinn, skóladagurinn lengdur og samfelldur og nemend- um gefínn kostur á máltíðum í skó- lanum. En ekki hefði samt verið hjá því komist að benda á að Sam- band íslenskra sveitarfélaga gæti ekki mælt með framvarpinu í óbreyttri mynd. Þrátt fyrir kosningar Sólveig lagði ríka áherslu á að grannskólinn ætti og þyrfti að vera á forgangslista stjórnvalda en svo mikilvægt mál væri ekki hægt að afgreiða án þess að hafa hugmynd um kostnaðinn. Og menn yrðu að hafa hugrekki til að horfast í augu við það — jafnvel þótt kosningar væru í nánd. Menntamálaráð- herrann hefði ekki gert fullnægj- andi grein fyrir hvað frumvarpið kostaði í framkvæmd. í athuga- semdum með framvarpinu væri því haldið fram að allir skólar gætu orðið einsetnir með svipuðu fram- kvæmdafé og lagt væri fram á þessu ári. Ræðumaður vitnaði til umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Þessi staðhæfing virðist því miður byggð á afar vill- andi forsendum, bæði hvað varðar stöðu mála nú og kostnað við skóla- byggingar. Það er engum til góðs að setja slíkar fullyrðingar fram svo illa grundaðar." Þær tölur sem hún hefði nefnt síðastliðinn föstudag (um 7,2 millj- arðar) hefðu eingöngu fjallað um viðbótarkostnað vegna einsetningar skólans en fjöldi annarra kostnaðar- liða væri ekki inni í þessum tölum, t.d. varðandi mötuneyti. Þessar töl- ur væru varlega áætlaðar enda árs- gamlar, gera mætti ráð fyrir að þegar allt væri saman talið væri þessi fjárhæð komin yfir átta millj- arða. Sólveig rakti nýlegar upplýs- ingar frá Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar þar sem bent væri á að samkvæmt skýrslum menntamálaráðuneytisins í mars 1989 hefði verið tvísett í 656 kennslustofur, samkvæmt normi ráðuneytisins skyldi almenn Ljótt að sukka með mat segir Ásgeir Hannes ASGEIR Hannes Eiríksson (B-Rv) hefur nýverið lagt fram fjögur mál á Alþingi. Þingmaður- inn vill hindra að fasteignir manna, munir og lausafé séu seld undir sannvirði á nauðungarupp- boðum. Þingmaðurinn vill breyta vaxtalögum. Og þingmaðurinn vili banna að fleygja matvælum. Ásgeir Hannes Eiríksson hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi feli dómsmála- ráðherra að undirbúa og leggja fram framvarp um að fasteignir manna séu ekki seldar langt undir markaðsverði heldur verði freistað að selja þær á fijálsum markaði. .Ásgeir Hannes hefur einnig lagt fram frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um nauðungarappboð sem gerir ráð fyrir því að áður en uppboð muna fari fram skuli þeir boðnir til sölu á frjálsum markaði á því verði sem þolandi uppboðsins ákveði. En seljist munir ekki innan þriggja rhánaða fari uppboðið fram samkvæmt ákvæðum laga. Ásgeir Hannes vill freista þess að draga úr „vaxtaokri á íslandi." Hann hefur á nýjan leik lagt fram frumvarp um að 12. gr. vaxtalaga nr. 25/1987 verði á þá leið að: „Ekki er heimilt að leggja áfallna dráttarvexti við höfuðstóll skuldar og reikna nýja dráttarvexti af sam- anlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta eða reikna aðra vaxtavexti af skuld.“ Flutningsmaður segir í greinargerð að með núgildandi reiknireglum, „vaxa skuldir svo hratt að engar eðlilegar hækkanir á launum eða verðlagi ná að halda í við þennan okurvöxt." Frumvarp þetta var flutt á síðasta löggjafar- þingi en hiaut þá ekki undirtektir þingheims. Ásgeir Hannes endurflyttur einn- ig framvarp um bann við að farga matvælum: „Bannað er að fleygja matvælum á íslandi, urða þau eða brenna, kasta í sjó innan frskveiði- lögsögu, eða í ár og vötn, eða farga þeim á annan hátt hverju nafni sem nefnast," segir í 1. gr. „Ef framleið- andi, ræktandi eða kaupmaður matvæla eða annar leyfishafi stend- ur frammi fyrir því að birgðir af matvælum hlaðast upp án þess að hann nái að selja þau á fijálsum markaði ber honum að gefa neyt- endum kost á að bjóða í vöruna á meðan hún er enn söluhæf," segir í 4. gr. „Viðurlög samkvæmt lögun- um eru sektir sem nema a.m.k. tvöföldu andvirði þeirra matvæla sem fargað er í bága við lögin og mest tíföldu við ítrekað brot,“ segir í 6. gr. í greinargerð segir flutningsmað- ur m.a: „Þetta gengur ekki lengur. Það er glæpsamlegt að fleygja mat. íslendingar hafa að vísu nóg að bíta og brenna þessa stundina en stutt er síðan matur var munað- ur hér á landi og óvíst hvað fram- tíðin ber í skauti sér.“ En Ásgeir Hannes segir einnig: „Hér skal að vísu fúslega viðurkennt að ofát er jafnslæmt fyrir þjóðina og sultur. Best er meðalhófið en það næst seint með þeim öfgum að fleygja óskemmdum mat á öskuhauganna eða fyrir borð.“ kennslustofa vera 88,14 fermetrar. Ef reiknað væri með að hver fer- metri með lóð og búnaði kosti u.þ.b. 100.000 kr. yrðu það samstals 57,820 fermetrar margfaldað með 100.000 kr. Sólveig sagði menn geta margfaldað þessar tölur (57,82 milljarðar). Geir H. Haarde (S-Rv) sagðist verða að gera athugasemdir við nokkur atriði frumvarpsins. Geir rakti síðan margar greinar fram- varpsins. T.d. sýndist honum sam- kvæmt 9. grein hlutur foreldra í grunnskólaráði nokkuð fyrir borð borinn; þeir hefðu einn fulltrúa af ellefu. Eðlilegt væri að þeir væru tveir, frá þéttbýlinu og dreifbýlinu. Það mátti greina að ræðumanni þótti nóg um stjómlyndi gagnvart sveitarfélögum og skólamönnum. Einnig þótti honum sumstaðar orðalag svo óljóst að ágreiningi gæti valdið; „í samráði við“. Geir vildi heldur ekki kannast við að orðið heimavist væri í karlkyni sbr. 25. gr. „Við gerð heimavista skal kappkostað að þeir minni sem mest á venjuleg heimili." Árna Gunnarssyni (A-Ne) hafði verið það þolraun að sitja undir ræðu Guðnýjar Guðbjörnsdóttur. Alþingismenn yrðu að vita hvað þeir væru að samþykkja, þ.m.t. hvaða útgjöld þeir væra að leggja á sveitarfélögin sem væru ekki öll jafnveUstæð og Reykjavík. Guðný Guðbjörnsdóttir (SK- Rv) kvaðst enga ástæðu hafa til að ætla að tölur menntamálaráð- herra væru óáreiðanlegri en tölur sjálfstæðismanna. Stefán Val- geirsson (SFJ- Ne) var sammála Árna Gunnarssyni um að mörg sveitarfélög væra tæpast til stór- ræðanna; ættu erfítt með að verða við þeim kröfum sem í frumvarpinu fælust. Einu sveitarfélagi virtist Stefán þó hafa næga peninga — og mátti ráða að hugsað væri til höfuðstaðarins. Stefán hvatti til fj ármagnstilfærslu. Ekki óhóflegt Svavar Gestsson sagði það sína skoðun að íslenski grunnskólinn væri að mörgu leyti vanbúninn mið- að við það sem gerðist í nágranna- löndum. Lágmarksréttindi barna til menntunar yrði að tryggja. Sum sveitarfélög væru betur í stakk búin en önnur. Menntamálaráð- herra lét þess getið að á síðasta ári hefði Jöfnunarsjóður sveitarfé- laga varið 177 milljónum til bygg- ingar skólahúsnæðis. Ræðumaður rakti m.a. tölur frá Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Samkvæmt þeim yrði kostnaðarauki ríkisins næstu fimm árin um 260 milljónir. Ráðherrann vísaði því á bug að verið væri að íþyngja sveitarfélög- unum óhóflega og vitnaði til ræðu sinnar fyrir málinu við 1. umræðu í nóvember síðastliðnum þar sem m.a. kom fram að Fjárlaga- og hagsýslustofnun hefði áætlað stofn- kostnað sveitarfélaga vegna ein- setningar og hámarksfjölda nem- enda í skóla geta numið 2-3 mill- jörðum kr. á tíu ára tímabili. Það fæli í sér skuldbindingar á hendur sveitarfélögunum til að veija 250-300 milljónum árlega á næstu tíu árum til byggingar grunnskóla en það væri lægri upphæð en ríkis- sjóður hefði varið til grannskóla allt til ársins 1989. í ársbyijun 1990 hefðu sveitarfélögin yfirtekið byggingu grunnskóla með lögum um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Því virtist ljóst að sveitarfélögin þyrftu ekki að veita meira fjármagni til byggingar grannskóla en ráðgert hafði verið samkvæmt áætlunum um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Menntamálaráðherra ræddi fleiri atriði framvarpsins en þau sem að krónum og aurum lúta, m.a. nauðsyn þess að hafa samráð við kennara og samtök þeirra. Ragnhildur Helgadóttir (S-Rv) var líkt og Áma Gunnarssyni raun af málflutningi Guðnýjar Guð- björnsdóttur. Ragnhildi fannst Kvennalistakonur ekki haga sér í samræmi við sjónarmið hinnar hag- sýnu húsmóður heldur Setja upp Potkímtjöld blekkinga. Yið yrðum að haf a lög sem væru skýr og fram- kvæmanleg. Ragnhildi sýndist svo ekki vera um grunnskólafrumvarp þetta. Sólveig Pétursdóttir (S-Rv) fundust svör menntamálaráðherra og tilvitnanir í umsögn Fjárlaga- og hagsýslustofnunar ófullnægj- andi. Stofnunin gerði þann fyrir- vara að: „Hins vegar virðist full þörf á að endurskoða áætlanir um þörf fyrir aukið skólahúsnæði og aukinn rekstrarkostnað sveitarfé- laga samfara því að allir grunnskól- ar verði einsetnir." Umræðu var lokið kl. 18.00 en atkvæðagreiðslu var frestað. Stuttar þingfréttir Prestar í kjaradóm Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra mælti í gær í efri deild fyrir framvarpi til laga um starfskjör presta þjóðkirkjunnar. Framvarpið kveður á um að kjara- dómur ákveði launakjör presta. Þetta mál er flutt í samræmi við óskir Prestafélags íslands. Frum- varpinu var vísað til ljárhags- og viðskiptanefndar. Loðnubresturinn Halldór Ágrímsson sjávarút- vegsráðherra mælti í gær í neðri deild fyrir frumvarpi sínu um ráð- stafanir vegna aflabrests í loðnu- veiðum. Frumvarpið var sam- þykkt í efri deild með stuðningi eða hlutleysi sjálfstæðismanna en nokkrir stjórnarliðar voru andvíg- Ráðherrann sagði þingmönnum vera kunnugt um það áfall sem leiddi af aflabrestinum á loðnu. Ráðherra gerði stuttlega grein fyrir þeim ráðstöfunum sem fram- varpið gerði ráð fyrir til að veita loðnuútgerðinni nokkra úrlausn. En það hefðu verið lagðar fram sérstakar tillögur til að mæta vanda loðnuverksmiðjanna og yrðu þær til umfjöllunar við af- greiðslu láhsfjárlaga. Að tillögu sjávarútvegsráð- herra var málinu vísað til 2. um- ræðu og sjávarútvegsnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.