Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 23
M0RGUNÍ3LAÐlíj: IViYðVÍÍCUdÍgUR '6.' MARZ JfSíf Umhverfisógn í kjölfar stríðsins London. Reuter. ENDA þótt Persaflóastríðið kunni að hafa runnið skeið sitt á enda mun umhverfisógnin sem það olli segja til sín í mörg ár enn, að sögn vísindamanna. Þegar hefur verið hafist handa um hreinsun lofts og vatns sem olía og reykur frá brennandi olíu hefur mengað, en sérfræð- ingar á sviði umhverfismála þykjast sjá fyrir að farsóttir eigi eftir að hetja á mannfólkið í þessum heimshluta og súrt regn muni valda miklum náttúruspjöllum. „Þó að stríð séu ævinlega mann- legur harmleikur verður þetta stríð að því leyti hörmulegra að börn og eldra fólk eiga eftir að deyja af völd- um þess löngu eftir að því er lokið,“ segir Steve Elsworth, loftslags- sérfræðingur Greenpeace-samtak- anna. Hópur vísindamanna á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar sem heimsótti Bagdad í síðustu viku varaði við því að kólera og tauga- veiki gætu brotist út í þessum heims- hluta vegna mengunar drykkjar- vatns. Bretadrottn- ing bitin af hundi London. Reuter. ELÍS ABET Bretadrottning var bitin af einum af hundum sinum er húi; reyndi að stöðva blóðug átök sem hirðhundarnir áttu í. Var drottningin bitin á vinstri hönd og þurfti að sauma sárið þremur sporum. Skýrði talsmaður drottningar frá þessu í gær. Atvik þetta átti sér stað við Windsor-kastala á sunnudag. Samkvæmt frétt í breska blaðinu Sun tóku tíu hundar þátt í slags- málunum, þar af tveir í eigu drottningarmóðurinnar. Bílstjóri drottningamóðurinnar var einnig bitinn er hann reyndi að stöðva átök hundanna. Þykkur reykjarmökkur sem breyt- ir degi í nóttu stígur stöðugt upp af yfír 500 olíulindum sem banda- menn segja að íraskir hermenn hafi kveikt í til að framfylgja gjöreyðing- arstefnu Saddams Husseins í Kúveit. Brennisteinsmettaður reykurinn ógnar heilsufari ungra barna, aldr- aðra og fólks með öndunar- og hjartasjúkdóma. Þrír risastórir olíu- flekkir þekja hluta af Persaflóa. Um ein og hálf milljón olíutunna — fjór- um sinnum meira en fóru i sjóinn í Exxon Valdez-slysinu í Alaska 1989 — hafa lekið í flóann frá því um miðjan janúar. Sérfræðingar segja að slökkvilið geti að öllum líkindum ekki athafnað sig við olíulindirnar fyrr en eftir nokkra mánuði þegar búið verði að fjarlægja sprengjur, útvega tækni- búnað og gera við vatnslagnir. Þang- að til mun svartur reykjarmökkurinn frá olíulindunum bera með sér gífur- legt magn af mengunarefnum sem falla síðan til jarðar sem súrt regn. Sérfræðingar á sviði umhverfís- mála segja að það taki lífríkið í Pers- aflóa 20 ár að jafna sig eftir áhrif mengunarinnar. Mikil ógn steðjar fljótlega að vatn- svinnslustöðvum og fjörugróðri í Saudi-Arabíu. Tugir þúsunda fugla hafa þegar orðið fómarlömb olíum- engunarinnar í flóanum og fuglavin- ir eru angistarfullir yfir hvað gerast muni eftir fáeinar vikur þegar far- fuglarnir fara að streyma þangað. „Dýrum sem verða í hættu mun þá fjölga um hundruð þúsunda," segir John Walsh, aðstoðarforstjóri Al- þjóða dýraverndunarsamtakanna. Hermenn bandamanna búa sig undir tekin hafa verið herfangi. Kúveitborg: Reuter að sprengja í loft upp birgðir íraskra vopna og skotfæra sem Reiðin í garð íraka látin bitna á Palestínumönnum The Daily Telegraph. RÚMLEGA fjögur hundruð Pal- estínumenn voru handteknir í Kúveitborg um helgina grunaðir um að hafa átt samstarf við hernámslið íraka. Var m.a. Haw- alli-borgarhlutinn, þar sem stór hluti hinna 400.000 þúsund Pal- estínumanna í Kúveit búa, um- kringdur af skriðdrekum og brynvörðum vögnum meðan her- inn lét til skarar skríða. Urðu blaðamenn vitni að því að pal- Bretland: Mikilvægar aukakosningar St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Aukakosningar verða haldnar í Ribble-dalnum í Norður-Englandi á fimmtudag. Þær eru fyrsti raunverulegi prófsteinninn á vinsældir íhaldsflokksins breska eftir kjörinn leiðtogi hans. Þegar John Major tók við emb- ætti leiðtoga íhaldsflokksins og for- sætisráðherraembættinu gerði hann nokkrar breytingar á ríkis- stjórn sinni. Ein þeirra var að gera David Waddington, þáverandi inn- anríkisráðherra, að leiðtoga lá- varðadeildarinnar. Við það losnaði sæti hans í neðri málstofunni og boða varð til aukakosninga í Ribble-dalnum í Lancas-skíri. Kosningabaráttan hefur verið háð í skugga stríðsins fyrir botni Persaflóa og vakti litla athygli fyrr en síðustu daga. Kosningamálin hafa þó ekki verið þátttakan í að John Major forsætisráðherra var stríðinu heldur ástand bresks efna- hagslífs og nefskatturinn, sem er sérstaklega óvinsæll í þessu kjör- dæmi vegna þess að útgjöld flestra til sveitarstjórnarinnar hækkuðu við hann. Ribble-dalurinn er eitt tryggasta kjördæmi íhaldsflokksins í öllu landinu. í kosningunum 1987 fékk David Waddington ríflega 60% at- kvæða og hafði tæplega 20.000 atkvæða meirihluta. Það yrði veru- legt áfall fyrir íhaldsflokkinn ef hann tapaði þessu kjördæmi nú. Úrslit þessara kosninga eru fyrsti raunverulegi prófsteinninn á styrk Johns Majors eftir að hann var kjör- inn leiðtogi flokksins. Sömuleiðis eru úrslitin mikilvæg við ákvörðun um næstu kosningar. Komi íhalds- flokkurinn vel út úr þessum kosn- ingum má búast við að Major boði til kosninga á þessu ári, að líkindum í júní eftir að kosið hefur verið til sveitarstjórna í byijun maí. Komi hann illa út úr sveitarstjórnakosn- ingunum má telja líklegt að þing- kosningar verði ekki fyrr en í haust eða jafnvel á næsta ári. Skoðanakannanir gefa til kynna miklar vinsældir Majors sjálfs eftir stríðið fyrir botni Persaflóa en for- skot íhaldsflokksins á Verka- mannaflokkinn er hins vegar ekki mikið í nýjustu könnunum. estínskum unglingum sem veittu hernum mótþróa var misþyrmt. Margsinnis hefur komið til átaka á undanförnum dögum milli Kúv- eita og Palestínumanna sem og éin- stakra íraskra hermanna er enn fela sig í borginni. Talið er að Sadd- am Hussein hafí búið hundruð Pal- estínumanna í Kúveit vopnum áður en her hans hörfaði og einnig á Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissam- taka Palestínumanna (PLO), að hafa sent palestínskar baráttusveit- ir til Kúveitborgar til aðstoðar Hussein meðan á hernáminu stóð. Mikillar andúðar gætir í garð Pal- estínumanna meðal Kúveita vegna þess stuðnings sem Palestínumenn veittu Hussein í stríðinu og marg- sinnis hefur komið fyrir, eftir að landið var frelsað af bandamönnum, að kúveiskir hermenn og almenn- ingur hafa látið reiði sína í garð íraka bitna á Palestínumönnum búsettum í landinu. Michael Weston, sendiherra Bretlands í Kúveit, segir verulega ástæðu til að hafa áhyggjur af því ástandi sem nú ríkir og að mikill tilfinningahiti sé í mönnum. „Við höfum alltaf talið hættu á að eitt- hvað þessu líkt gæti gerst og höfum greint Kúveitum reglulega frá þess- um áhyggjum okkar. Hins vegar liggja engar sannanir fyrir því að eitthvað annað og meira hafi gerst heldur en Kúveitarnir hafa alltaf sagst að myndi gerast, það er að þeim Palestínumönnum sé safnað saman sem stjórnvöld vilja yfir- heyra,“ sagði Weston. Einn af fulltrúum kúveisku kon- ungsfjölskyldunnar, Khaled Nasser Al-Sabah, segir að einungis lítill hluti Palestínumanna í Kúveit hafi átt samstarf við íraka. Sovétríkin: Hugsanlegt að Trotskíj fái upp- reisn æru Moskva. Reuter. Háttsettur fulltrúi innan so- véska kommúnistaflokksins gaf í skyn í gær að hugsanlegt væri að Leo Trotskjj, sem gerð- ur var útlægur og síðar myrtur af flugumanni Jósefs Stalíns, fengi uppreisn æru. Trotskíj byggði á upphafsárum Sovétríkjanna upp Rauða herinn en lenti i ónáð eftir að hafa þurft að lúta í lægra haldi við Stalín um forystuna í kommúnista- flokknum eftir dauða Leníns 1924. Var hann gerður útlægur árið 1929 og myrtur í Mexíkó að fyrirskipan Stalíns árið 1940. Síðastliðna fjóra áratugi hefur hann almennt verið fordæmdur í Sovétríkjunum sem „svikari" og „óvinur fólksins". A blaðamannafundi, sem hald- inn var í Moskvu í gær, gaf hins vegar Jevgení Makóv, formaður aganefndar kommúnistaflokks- ins, í skyn að til greina kæmi að mannorð TrotskSjs yrði hreinsað. ir Royal Cristina er spánnýtt íbúðahótel í hótelkeðj- unm sem ferðaskrifstofan Atlantik hefur skipt við á Mallorka í áraraðir. Velja má eftir þörfum milli íbúða og stúdíóa. Stutt er á góða veitingastaði í nágrenninu og það tekur ekki langan tíma að fara inn til Palma til þess að versla eða reika um. (HKMTK FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTlG 1 SlMAR 28388 - 28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.