Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 46
-46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991 KNATTSPYRNA Torpedo er afkvæmi stalin- ískrar íþróttahefðar í Sov- étríkjunum. Það er stofnað 1924 og er félag málmiðnaðarverka- manna í Moskvu. Liðið hefur þrisvarorðið meistari 1960,1965 og 1975. Fimm sinnum hefurþað orðið bikarmeistari, síðast 1988. Liðið er ekki með þeim þekktustu í Sovétríkjunum en þrír leik- manna þess hafa leikið lands- leiki. Þekktustu leikmenn eru markvörðurinn Maleríj Sarítsjev, fyrirliðinn Alexander Polukarov . og miðheijinn Juríj Tíishkov sem, til allrar hamingju fyrir Bröndby, verður ekki með vegna meiðsla. Valentín ívanov heitir þjálfar- inn og segja kunnugir að íslensk- ir femínistar myndu ekki flokka hann undir „mjúkan karlmann". Hann er búinn að vera þjálfari hjá liðinu síðan 1967(!) og þar áður hafði hann verið leikmaður í 20 ár hjá félaginu. Alls lék hann 286 leiki og skoraði 124 mörk sem er met. Hann á að baki 59 landsleiki fyrir Sovétrík- Morten Olsen, þjálfari Bröndby. Liðinu gekk mjög vel í Evrópukeppninni í haust — sló m.a. út þýska liðið Eintracht Frankfurt eftir að hafa sigrað það 5:0 á heimavelli. Lyginni líkast Knattspymuliðið Brondbyer- nes IF, í daglegu tali kallað Bröndby, var stofnað árið 1964 þegar 2 lið úr Bröndby hverfinu í V-Kaupmannahöfn sameinuð- ust. Liðið hóf keppni í sem svar- aði til 7. deildar ef hermt er upp á íslenskar aðstæður og siðan hefur leiðin verið greið upp á við. 1981 komst Iiðið í fyrsta sinn í 1. deild og hefur verið þar síðan. Bröndby varð Danmerkurmeistari í fyrsta sinn árið 1985. Síðan hefur liðið orðið meistari 1987, 1988 og nú síðast 1990 með mikl- um yfirburðum. Þekktustu ieikmenn Bröndby eru eflaust Laudrupbræðurnir Michael og Brian sem eru með bestu leikmönnum Evrópu í dag. Faðir þeirra Finn Laudrup var einnig þjáifari og leikmaður hjá liðinu á miklum uppgangstimum. Arangur Bröndy í Evrópukeppni er mjög góður. Alls hefur liðið leikið 20 leiki og unnið 9, gert 6 jafntefli og tapað aðeins 5 sinnum. Markatalan er 31-20. - Árið 1972 var Per Bjerregárd kosinn formaður í félaginu og er það að margra mati mikið örlaga- atvik í sögu félagsins. Bjerregárd, sem er læknir að mennt, var áður leikmaður í félaginu og hefur fé- lagið verið hans ær og kýr síðan. Stjórn deildarinnar er mjög sam- hent og mannabreytingar afar fátíðar þar á bæ. Annars er Bröndby orðið meira en knatt- spyrnufélag heldur er það fyrir- tæki sem hefur gefið út aimenn- ingshlutafé og fyrir dyrum stend- ur að byggja risahótel og heilsu- miðstöð á vegum þess. Hlutafé- lagið hefur gengið vel og gengi bréfanna hefur margfaldast í verði frá því þau voru fyrst sett á markað 1987. Að sögn Finn Andersen, fram- kvæmdastjóra félagsins þá er það félaginu mikils virði að bæjar- stjórnin í Bröndby er mjög sam- taka félaginu í öiium sínum ákvörðunum. Borgarstjórinn í Bröndby, sósíaldemókratinn Kjeld Rasmussen var einmitt formaður í félaginu á undan Bjerregárd og nú fyrir skemmstu lýsti hann því yfir að ráðist yrði í framkvæmdir að fullgera völl með sæti fyrir 20.000 manns. þess má geta að í Bröndby búa um 46.000 manns og varla þarf að taka fram að mjög fullkomin flóðljós eru við völlinn. Finn Andersen sagði það ánægjulegt að íslendingar sýndu félaginu áhuga. Reyndar sagði hann Bröndby hafa átt ánægjuleg viðkynni við Fram í Reykjavík í mörg ár og fyrir skemmstu voru nokkrir Framarar í heimsókn hjá félaginu. Hann vonaðist til að Bröndby kæmi til íslands einhvern tíma og léki þar. „Asgeir var stórkost- legur leikmaður" - segir Morten Olsen, þjálfari Bröndby og fyrrum fyrirliði danska landsliðsins Hákon Gunnarsson skrífar frá Danmörku ÞAÐ er fremur hráslagalegur febrúardagur í Bröndbyhverf- inu í Kaupmannahöfn. Á hinu glæsilega íþróttasvæði flagg- skips danskrar knattspyrnu, Bröndby — sem er eina Norð- urlandaliðið sem enn er með í Evrópukeppninni — er að hefj- ast æfingaleikur gegn Malmö FF, því kunna sænska liði. Völlurinn er harður og erfitt er fyrir leikmenn að ná upp spili. Það kemur mest frá Dönunum og byggist mikið kringum John „Faxe“ Jensen og þeir ná að skapa sér nokkur færi. Vandséð er hvernig Bent Christ- ensen fór að því að verða markakóngur dönsku deildar-' innar síðustu 2 árin auk þess að hafa gert 8 mörk fyrir Bröndby í 14 Evrópuleikjum því færin sem hann klúðrar í tvígang voru þess eðlis að miðlungs firmasenter á íslandi hefði misst sæti sitt. Svíarnir eiga nokkrar skyndisókn- ir og í tvígang ná þeir að skora hjá Peter Schmeichel landsliðsmarkverði Dana. „Det bli’r i orden mod Torpedo“ segir gamall gæðalegur Dani á hlið- arlínunni brosandi en á hinum enda vallarins er annar maður sem ekki er eins kátur. Þar er Morten Olsen þjálfari brúnaþungur og eftir leik er hann umkringdur blaðamönnum sem fylgja Bröndby liðinu hvert fótmál fram að leiknum gegn sovéska liðinu i kvöld. Hann hafði fallist á að tala við útsendara Morgunblaðsins utan dag- skrár og hann heilsaði brosandi, greinilega búinn að segja mönnum sínum til syndanna og tilbúinn að taka við fyrstu spurningunni. Hvaða möguleika telur þú að Bröndby eigi í leikjunum gegn Torpedo frá Moskvu? „Af þeim 8 liðum sem eftir eru í keppninni þá var þetta liðið sem ég vildi fá. Þeir eru í sömu vandræðum og við, að hafa hlé á deildarkeppn- inni þann tíma sem er liðinn frá því síðasta umferð var í Evrópukeppn- inni 11. desember. Þar sem við eigum heimaleikinn fyrst ættu möguleikar okkar að gera góðir, ég segi 60% gegn 40% Torpedo er gott lið sem ég er bú- inn að sjá nokkrum sinnum. Það þarf gott lið til að slá lið eins og GAIS Gautaborg, AS Mónakó og Sevilla út úr Evrópukeppni. Þetta er dæmigert sovéskt lið, tæknilegt og reynt. Það tekur ekki mikla áhættu en refsar illilega ef við gerum mis- tök. Það er líka áberandi að í kjölfar perestrojku hafa sovéskir spilarar að meiru að keppa. Ef þeir standa sig vel fá þeir kannski samning fyrir vestan. Það þýðir fjármagn í vasann og hvatinn því meiri en áður.“ Er ekki erfitt að ná upp stór- klúbbi á evrópskan mælikvarða vð þær aðstæður sem dönsk félög búa við. Áhugamennsku og sumar- keppnistímabil? „Að vísu eru þetta erfiðleikar. Við höfum spilað um 20 æfingaleiki í fríinu við allar aðstæður. A grasi, möl, sandgrasi og oft á freðnum völlum. Þetta hefur kallað á meiðsli og önnur vandræði. Hinsvegar þá eru dönsk félagslið í sókn, ekki hvað síst vegna framlags Bröndby við að stofna til hreinnar atvinnumennsku. Annað mjög mikilvægt atriði er að breyting verður á danskri deilda- keppni við að 1. deildin verður nú einungis með 10 liðum — Superliga- en — en áður voru liðiin 14. Þetta eykur samkeppni og gerir deildina betri en áður. Það verður auðveldara fyrir dönsku liðin að fá sína bestu menn til að leika heima í staðinn fyrir einhver miðlungs féiög í Evr- ópu.“ Kemur það danska landsliðinu til góða líka? „Alveg örugglega. Það verður betra að hafa sem flesta sem spila heima, en að aðeins þeir allra bestu séu hjá bestu félögunum í Evrópu. Ég er bjartsýnn á að dönsk knatt- spyrna eigi eftir að komast í sviðs- ijósið á ný. Við hjá Bröndby erum að minnsta kosti að gera okkar til að svo megi verða", segir Morten Olsen og lagði þunga áherslu á síðustu setninguna. Hver er helsti munurinn á danskri knattspyrnu og evr- ópskri? „Hann er talsverður. Hér er spilað- ur harðari fótbolti og barátta er meiri en víða annarsstaðar. Það er að vísu erfitt að alhæfa um svona hluti. Hvert land á sínar hefðir og það er bara alveg ágætt. Að mínu mati er besta knattspyrnan spiluð af 4-5 bestu liðunum á Italíu enda er mesta fjármagnið þar.“ Þekkir þú eitthvað til íslands og íslenskrar knattspyrnu? Það færist breitt bros yfir andlit Mortens því sennilega hefur hann aldrei fengið þessa spurningu í öllum sínum húndi-uðum blaðaviðtala. „Já, já hvort ég geri. Ég þekki Arnór Guðjohnsen vel, spilaði með- honum í Anderlecht, hann er núna hjá Bordeaux í Frakklandi. Góður lejkmaður. Þá spilaði ég gegn Pétri Péturssyni í Belgíu — hann er stór- hættulegur miðherji. Pétur spilar núna á Islandi er það ekki? Eðvalds- son er þekktur í Þýskalandi og svo er góður leikmaður í Sviss [Sigurður Grétarsson, innsk.]. En Ásgeir Sigur- vinsson er sér á parti hjá ykkur, samt sem áður. Hann var stórkost- legur knattspyrnumaður. íslenska landsliðið hefur líka staðið sig betur en það ætti í rauninni að gera en þið hafið notið góðs af því sem ég nefndi áðan. Margir ykkar leikmanna hafa verið hjá virkilega góðum félög- um erlendis og svo hafið þið rétta hugarfarið." Að lokum, Morten Olsen. Hefur þú komið til íslands? „Nei, því miður, mig hefur lengi langað þangað og ég vona svo sann- arlega að ég komist fljótlega. Þar er örugglega gott fólk og sérstök náttúra. Skilaðu kveðju til Islendinga frá mér og okkur hér í Bröndby." Því er hér með komið á framfæri og Morten Olsen kveður með hlýlegu handtaki. Hans bíða erfið verkefni hjá Bröndby og flestír Danir bera þá von í bijósti að hann taki fljótlega við danska landsliðinu og hefji það til þeirrar reisnar sem hann var per- sónugervingur fyrir sem-leikmaður. Sjálfur hefur hannsagt að sá tími komi kannski síðar en hann sé samn- ingsbundinn Bröndby til 1993 og hann sé vanur að standa við samn- inga sína. Dæmigert svar frá manni sem gerir meiri kröfur til sín en ann- arra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.