Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 18
MORGUNBEAÐIÐ-.MKWIKUDAGUR 6.'MARZl 19911 ii Virðum staðreyndir - skiptum um formann eftirÞorvald Garðar Krisljánsson Það hafa einstakir menn rokið upp með andfælum út af framboði Davíðs Oddssonar til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Er þá talað um það sem undur og stórmerki að kosið sé milli manna, svo að ekki sé nú talað um skemmdarverk í því sambandi. Menn skyldu halda höfði út af þessu. Hvað sem öllu líður er nauð- synlegt að kjósa formann, enda boðið að það skuli gert á lands- fundi. Það þýðir að alltaf getur komið til að fleiri en einn gefi kost á sér og þá er ekki um annað að ræða en að kjósa milli manna. Það hefur gerst fyrr þó að ekki hafi formanni áður verið hafnað í kosn- ingu. En það kemur af hinu góða. Það hefir verið gæfa Sjálfstæðis- flokksins að hafa átt á að skipa mikilhæfum formönnum. En það er ekki sjálfgefíð að svo þurfi að vera. En þá hafa landsfundarfull- trúar í hendi sér að kjósa annan formann. Það fylgir skipulaginu að flokkurinn getur jafnan valið sér þann manninn til formennsku sem hæfastur er til starfans. Ekkert annað á að ráða. Ekkert annað samrýmist flokkshagsmunum. í því felst ábyrgðin fyrir flokknuin. Þeg- ar rætt er um framboð þeirra Dav- íðs og Þorsteins til formennsku verður að hafa þessi sannindi í huga. Mergurinn málsins er: Hvor er hæfari? Menn tala um að báðir séu ágæt- ismenn. Það er margur ágætismað- urinn en það er ekki þar með sagt að hann sé hæfur til að vera flokks- foringi. Ástæðan fyrir því að nú vilja menn skipta um formann er einfaldlega sú að menn telja núver- andi formann illhæfan. Það kemur ekki til af góðu. Það verður samt að horfast í augu við staðreyndir. Núverandi formaður fékk glæsi- lega kosningu á landsfundi 1983 og honum iylgdu góðar óskir og miklar væntingar. En vonir manna hafa ekki ræst, því miður. Fyrst reyndi verulega á í alþing- iskosningunum 1987. Þá hörmung- arsögu þarf ekki að rifja upp. Þá hélt formaður þannig á málum að flokkurinn klofnaði og beið mesta afhroð í kosningum sem hann hefír nokkru sinni mátt þola. Það geta oft verið margslungnar ástæður fyrir mótbyr sem stjómmálaflokkur má reyna og ekki er alltaf hægt að kenna einu fremur en öðru um. En í kosningabaráttunni 1987 var haldið þannig á stjóm flokksins að ekki verður annað sagt en að skóla- eftir Sigurð Örn Gíslason Á undanfömum dögum hafa fíöl- miðlar mikið reynt að ná sambandi við mikilsmetandi áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins til að gefa yfír- lýsingar um framboð Davíðs Odds- sonar til formanns flokksins. Þeir sem á annað borð hafa þorað að gefa upp sína skoðun á framboðinu hafa auðvitað ýmist verið ánægðir eða óánægðir, sem ekki er óeðlilegt. Rétt er að drepa aðeins á fyrri afstöðu þeirra áhrifamanna sem lýst hafa bæði undrun og óánægju með framboðið. Flestir þekkja sög- una sem liggur að baki ákvörðunar Davíðs. Samdóma álit þessara sömu aðila hefur verið hingað til, að Dav- íð Oddsson sé framtíðarformaður bókadæmi sé um hvernig formaður eigi ekki að leiða flokk sinn. En eftir þetta áfall fær formaður sitt stóra tækifæri. Hann verður forsætisráðherra. Og enn fylgja honum góðar óskir og væntingar flokksmanna. Þá reyndi á leiðtoga- hæfíleika. En enn urðu vonbrigði mikil, sár og örlagarík. Eftir aðeins rúmt ár hrökklast úr embætti mað- ur sem svo miklar vonir voru bundnar við sem forsætisráðherra. Það kom í ljós að sem forsætisráð- herra hafði hann engin tök á við- fangsefninu né myndugleik til að halda samsteypustjórn saman. Efnahagsmál landsins voru komin í meiri vanda en nokkru sinni fyrr á síðari árum. Hrun blasti við í atvinnulífinu, einkum úti á lands- byggðinni. Nauðsyn var á stórhuga og djörfu átaki til að leysa þjóðina úr voða. Slíkt mátti gerast undir forystu Sjálfstæðisflokksins, hon- um til vegs og virðingar. En þessu tækifæri var glutrað niður, formað- ur flokksins hljópst á brott frá vandanum, flokknum til vansa og þjóðinni til óbætanlegs tjóns. Nú er fullreynt að núverandi formaður er illhæfur til að gegna formennsku, svo sorglegt sem það Athugasemd frá fjármálaráðherra við laugardags- leiðara Morgunblaðið telur ríkisfjármál meðal mikilvægustu verkefna í ís- lenskum þjóðmálum. Vill blaðið stuðla að vitrænni iimræðu um þennan málaflokk? Ég hef lengi lifað í voninni að ritstjórar blaðsins tækju sjálfa sig alvarlega þegar þeir hafa beðið um efnislega um- fjöllun um ríkisfjármál. Leiðari Morgunblaðsins sl. laugardag olli mér þess vegna miklum vonbrigð- um, sérstaklega vegna þess að ég hef hvað eftir annað á undanföm- um árum hælt Morgunblaðinu fyrir að vilja vera ijölmiðill sem er vand- ur að virðingu sinni. Sumir furstar á öðrum fjölmiðlum hafa hins veg- ar átalið mig fyrir þennan barna- skap. flokksins, árangursríkur stjórnmál- amaður, fylginn sér og góður stjórnandi (þorir að stjóma). Þessir sömu menn hafa rennt vonaraugum til Davíðs og sagt þarna er maður- inn, sem sameinar alla góða kosti þess manns sem við viljum fylgja og treystum til hins ýtrasta að sam- eina alla hina pólitísku arma flokks- ins og leiða hann til sigurs í kosn- ingum. Þeir hafa eimúg sagt að það sé ekki spuming hvort Davíð verði formaður, heldur hvenær. Nú þegar Davíð, maðurinn sem þeir treystu í einu og öllu, gefur kost á sér til formanns, er traustið uppurið, tímasetning hans til fram- boðs ekki rétt, hann á að bíða leng- ur. Raunverulega eru þessir sömu aðilar að segja, við getum ekki sætt okkur við að Davíð gefi kost á sér nú, vegna þess að við áttum „Sjálfstæðismenn eiga þann kost einan að vera ábyrgir gagnvart flokki sínum og þar með landi og þjóð. Þess vegna eiga þeir ekki annars úrkosta á næsta lands- fundi en að skipta um formann.“ annars er. Það er margur ágætis- maðurinn þó hann dugi ekki til að gegna því vandasama hlutverki. Sjálfstæðismenn eiga þann kost einan að vera ábyrgir gagnvart flokki sínum og þar með landi og þjóð. Þess vegna eiga þeir ekki annars úrkosta á næsta landsfundi en að skipta um formann. Nú bregður svo við að einstaka menn leitast við að rugla lands- fundarfulltrúa í ríminu. Þeir vara ekki við Davíð. Það fyrirfinnst varla sá maður sem ekki viðurkennir að Davíð sé Þorsteini hæfari. Það er hins vegar sagt að nú standi svo á að ekki megi í þetta sinn kjósa Síðari hluti laugardagsleiðara bar heitið „Blekkingar ráðherra". Þar var fullyrt að ég hafí á blaða- mannafundi beitt blekkingum þeg- ar greint var frá því að hallinn á árinu 1990 hefði verið minni en gert hefði verið ráð fyrir. Hveijar eru staðreyndirnar? Reyndi fjár- málaráðherra að beita þeim blekk- ingum á blaðamannafundinum að dylja hver hallinn hefði verið þegar fjárlögin fyrir 1990 voru samþykkt í desember? Svörin eru einföld og skýr. Á bls. 2 í fréttatilkynningu sem kynnt var á blaðamannafundinum var ít- arleg tafla um afkomu ríkissjóðs. Þar voru þrír dálkar. Sá fyrsti fyr- ir fjárlögin eins og þau voru sam- þykkt í desember. Annar dálkurinn fýrir fjárlög eftir samþykkt fyrri fjáraukalaga í apríl. Þriðji dálkur- inn fyrir fjárlög eftir afgreiðslu síð- ari fjáraukalaga í desember 1990. I texta á bls. 2 kemur einnig fram í kaflanum um minnkandi rekstrar- „Raunverulega eru þessir sömu aðilar að segja, við getum ekki sætt okkur við að Davíð gefi kost á sér nú, vegna þess að við áttum ekki hugmyndina, við misstum af lestinni og því má hann ekki verða formaður fyrr en við viljum og ákveðum.“ ekki hugmyndina, við misstum af lestinni og því má hann ekki verða formaður fyrr en við viljum og ákveðum. Auðvitað hafa þessir sömu aðilar trú á Þorsteini Pálssyni, ekki er það að efa, en miðað við allar fyrri yfir- lýsingar er það trú allra þessara einstaklinga að Davíð Oddsson sé hæfari maður til að leiða flokkinn farsællega næstu árin. Höfundur er stjórnunnrrfiögjnfi. Þorvaldur Garðar Kristjánsson hæfari manninn af sérstökum ástæðum. Þetta er ekki rétti tíminn, er sagt. Það er of skammt til kosn- inga. Rétt er það að ekki er langur tími þar til þjóðin gengur að kjör- borðinu. En þó svo sé, ætli það sé samt ekki betra að hafa strax á að skipa hæfari manninum. Og ekki má ætla að Davíð kunni svo lítt til verka í pólitískri forystu og sé hnútunum svo ókunnugur að hamla honum að halda um stjórn- völinn. En auðvitað verður því ekki neitað að best hefði farið á því að Davíð hefði tekið við forystunni á síðasta .landsfundi, strax við fyrsta halla hver hallinn var við af- greiðslu íjárlaga í desember. Það er því rangt sem sagt er í leiðaran- um að beitt hafi verið blekkingum á fréttamannafundinum. Allar staðreyndir málsins komu fram. Við mat á endanlegri útkomu ársins er hins vegar raunhæfast að miða við þá breytingu sem varð á fjárlögunum eftir að kjarasamn- ingarnir voru gerðir í febrúar. Hvers vegna? Einnig hér er svarið einfalt. Til að greiða fyrir kjara- samningunum samþykkti ríkis- stjórnin að hækka útgjöld ríkissjóðs um 1200 m.kr. Þar munaði mestu um 800 m.kr. hækkun á framlagi til niðurgreiðslna. Framlag til lífey- ristryggingavar einnig hækkað um 110 m.kr. Ýmsir aðrir liðir tóku breytingum. Slíkar breytingar í upphafi ársins verður auðvitað að taka með þegar meta á útkomuna úr árinu í heild. Sérst'aklega þegar samþykkt var útgjaldaaukning um rúman milljarð til að greiða fyrir kjarasamningun- um. Strax í marsmánuði 1990 birti fjármálaráðuneytið súlurit um áætlaða útkomu ársins 1990. Á þessu súluriti sem birt er með þess- ari athugasemd kemur fram að í marsmánuði áætlaði fjármálaráðu- neytið að hallinn á árinu 1990 yrði 4.400 m.kr. Niðurstaðan var 4.446 m.kr. eða 46 milljónum meira en gert var ráð fyrir í spánnii sem birt tækifæri eftir hrellingar alþingis- kosninganna 1987. Til þess stóð hugur margra flokksmanna þá strax og töldu flokkshagsmunum yrði þannig best borgið. En Davíð var þá ekki viðbúinn. Hann taldi að hann þyrfti að vinna þó dálítið til handargagns áður. Hann vildi heill og óskiptur leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum sem voru þá á næsta leiti. Og hann lét verða af því og skilaði flokknum glæsilegasta sigrinum á glæsileg- um ferli hans í höfuðvíginu. Þannig lagði hann fram besta veganestið sem flokkurinn gengur með til al- þingiskosninganna í ár. Vilja menn láta Davíð gjalda þess eða réttara sagt gera fiokknum þann óleik að hafna honum af þvílíkum ástæðum? Það stærir sig enginn af ábyrgðar- tilfinningu sem það gerir. Sagan endurtekur sig, segja menn, en aðrir að sagan endurtaki sig aldrei. Eitt er víst að sagan um stjórnarmyndun Gunnars Thor- oddsen er ekki að endurtaka sig í framboði Davíðs. Það er illa komið fyrir þeim sem rugla saman mynd- un ríkisstjórna og kosningu for- manns í Sjálfstæðisflokknum. Það er vandséð hvernig óskyldur at- burður frá 1980 geti verið ákvörð- unarástæða til að hafna Davíð 1991. Það sýnir hve fátt er um fína drætti til mótframlags við kosningu Davíðs á sunnudaginn kemur. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Vestfjarðakjördæmi. var í marsmánuði og kynnt á fund- um víða um land í þeim mánuði. Staðreyndirnar eru skýrar. Eng- um blekkingum var beitt á blaða- mannafundinum. Þar voru öll spil lögð á borðið. Auðvitað verður að taka mið af aukningu ríkisútgjalda vegna kjarasamninga þegar árið er metið. Það var gert í mars 1990. Þá var spáð halla upp á 4.400 m.kr. Níu mánuðum síðar reyndist sú spá ótrúlega rétt. Munurinn var innan við 50 m.kr. í fjárlagadæmi sem nemur nærri 100.000.000 m.kr. Látum staðreyndir stjórna um- ræðunni. Gerum ekki stíl „Gulu pressunnar" að ráðandi tón í um- ræðum um ríkisfjármál. Ólafur Ragnar Grímsson Aths. ritstj.: í forystugrein Morgunblaðsins sem fjármálaráðherra gerir að um- talsefni var bent á, að við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1990 í desember 1989 hafi verið ráðgerður 2.854,7 milljóna króna halli en hann varð 4.446 milljónir króna. Þótt fjármálaráðherra hafi spáð ein- hveiju um hallann í mars breytir það ekki þessari staðreynd. Állir fjármálaráðherrar hafa verið dæmdir fyrir halla á fjárlögum sem byggist á lögunum sjálfum, þ.e. eins og þau voru samþykkt og útkoman var.í ársloki. .» > > ■. .. ■ . > > Formannsframboð Davíðs Oddssonar Er metnaður Morgunblaðsins meiri en „Gulu pressunnar“? Afkoma ríkissjóðs 1988-1990 Verðlag 1990 m.kr. Mllljaröar kr. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.