Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 29
MÓRGUNB1.AÐ1Ð5 'MIDVjKfDAGUR 6.1 MARZ T99l 29 Björgunarsveit SVFÍ á Dalvík; Búnaður og tæki sýnd í tilefni 40 ára afmælis Dalvík. UM HELGINA efndu félagar í björgunarsveit SVFÍ á Dalvík til sýn- ingar á búnaði og tækjum sveitarinnar. Sýning þessi var í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá stofnun sveitarinnar og jafnframt því að nú fyrir skömmu fluttu deildir SVFÍ á Dalvík í nýtt húsnæði sem þær festu kaup á fyrir starfsemi sína. Björgunarsveit SVFÍ á Dalvík var stofnuð 2. mars árið 1951 en fyrir þann tíma hafði verið starf- rækt slysavarnadeild á Dalvík í nær 20 ár. Allt frá upphafi hefur sveitin unnið að því að bæta aðstöðu sínu og búnað og árið 1970 keyptu deild- ir SVFÍ lítið hús við Skíðabraut undir starfsemi sína og hlaut það Morgunblaðið/Trausti Orlygur Hálfdánarson forseti SVFIsæmdi Hörð Sigfússon gull- merki félagsins. Þá var Hörður einnig gerður að heiðursfélaga björgunarsveitarinnar. • • Þrotabú Oluns: Ovíst um innheimtu ógreidds hlutafjár ENGIN niðurstaða fékkst á skiptafundi um málefni þrotabús Ölunns hf. á Dalvík sem haldinn var í gær, en þar átti að ræða um innheimtu ógreiddra hlutafjár- loforða. Áður en til gjaldþrots kom var fyrirhugað að auka hlutafé í félaginu um 20 milljónir króna og hafði það ekki allt verið greitt er til gjaldþrotsins kom. Eyþór Þorbergsson skiptaráðandi hjá bæjarfógetaembættinu á Akur- eyri sagði að á fundinum hefði verið fjallað um hvernig hag búsins verði best borgið, en eftir er að selja ýmsa lausamuni í eigu þess, þar á meðal eru kvíar, flotbryggjur, dælur og rafstöðvar og sagði Eyþór að reynt yrði að koma þessum munum í sem best verð. Á fundinum var rætt um inn- heimtu ógreiddra hlutafjárloforða, en áður en til gjaldþrotsins kom hafði verið ákveðið að auka hlutafé um 20 milljónir og hafði m.a. Byggðastofnun greitt 7 milljónir króna vegna aukningarinnar. Engin niðurstaða fékkst á fundinum um hvort hlutafjárloforðin verði inn- heimt, en nokkrir aðilar höfðu ekki greitt þau er félagið varð gjaldþrota í október á síðasta ári. Lýstar kröfur í búið nema rúmlega 94 milljónum króna og eru stærstu kröfuhafar Byggðastofnun, Spari- sjóður Svarfdæla og Atvinnutrygg- ingasjóður. nafnið Jónínubúð. Með tímanum óx starfsemi björgunarsveitarinnar svo að byggja varð við húsið til að hægt væri að hýsa bíla og björgun- arbáta sveitarinnar ásamt öðrum björgunartækjum. Sveitin hefur nú yfir að ráð jeppa og torfærubíl, tveim snjósleðum, slöngubát ásamt hvers konar björg- unartækjum til björgunar úr sjávar- háska. Mikið er af hlífðarfatnaði fyrir félagsmenn, flotgöllum, fjar- skiptabúnaði og fleiru er að góðu gagni hefur komið við fjölmörg leit- ar- og björgunarstörf sem sveitin hefur tekið þátt í. Þá hefur sveitin annast um snjóbíl sem læknishérað- ið á. Nú í vetur seldu deildir SVFÍ húseign sína við Skíðabraut og keyptu nýtt og hentugra húsnæði þess í stað. Hafa félagar unnið hörðum höndum að því að undan- förnu að laga það að þörfum deild- anna og var allt kapp lagt á að hafa það tilbúið fyrir afmæli björg- unarsveitarinnar. í þessu húsnæði er aðstaða öll rýmri og þægilegri fyrir starfsemina. í tilefni afmælisins efndi björgún- arsveitin til samsætis og sá kvenna- deildin um kaffiveitingar. Margt manna var saman komið og voru afmælisbarninu færðar margar góðar gjafir í tilefni tímamótanna. Þar á meðal var forseti SVFÍ, Ör- lygur Hálfdánarson, og afhenti hann formanni björgunarsveitar- innar, Guðmundi Ingvasyni, SSB- talstöð að gjöf. Þá afhenti hann Herði Sigfússyni gullmerki SVFÍ en hann var jafnframt gerður að heiðursfélaga björgunarsveitarinn- ar. Þórgunnur Þorleifsdóttir, ekkja Árna Guðlaugssonar fyrsta for- manns björgunarsveitarinnar, færði sveitinni 100.000 krónur að gjöf til minningar um mann sinn og tvo syni, en kvennadeildin gaf sveitinni stækkaða ljósmynd af Áma. Fréttaritari Ráðhústorg hellulagt FRAMKVÆMDAÁÆTLUN vegna gatnagerðar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær, en áætlað er að verja tæp- um 111 milljónum króna í endur- og nýbyggingu gatna, malbikun gangstétta og ýmis verk önnur á þessu ári. Stærstu verkin eru gatnagerð í Giljahverfi II, en það verk verður væntanlega boðið út á næstunni, lagning holræsa meðfram Glerá og framkvæmdir við Ráðhústorg. í endurbyggingu gatna er áætl- hústorg, um 20 milljónir króna, að að veija 41,7 milljónum króna en gera á breytingar á torginu í á árinu. Stærsti hlutinn fer í Ráð- samræmi við tillögur sem fyrir liggja. í sumar verða lagðar hita- lagnir og ytri hringur torgsins hellulagður. Til jarðvegsskipta og malbikun Krossanesbrautar verð- ur varið tæpum 15,5 milljónum króna, þá verður malbikað við Gierárkirkju fyrir 2,2 milljónir og við Smáragötu verður unnið fyrir 2,8 milljónir. Einnig er áætlað að veija 1,4 milljónum í bifreiðastæði austan Aðalstrætis. Stefnumótun atvinnumálanefndar samþykkt: Áhugi á flutningi fyrirtækja tíl Akureyrar verði kannaður Þrír aðilar í útlöndum hafa óskað upplýsinga um bæinn ÞRÍR aðilar erlendis hafa óskað eftir upplýsingum um Akureyri með það fyrir augum að flytja þangað starfsemi sína. Þær hafa verið sendar til aðilanna þriggja og fyrirhugað að taka saman ítarlegri upplýsingar um kosti bæjarins, þar sem m.a. koma fram staðhættir, mannafli, húsnæði sem til staðar er, lega að markaði og fleira. Þetta kom fram í máli Heimis Ingimarssonar formanns atvinnumálanefndar á fundi bæjarstjórnar í gær, er hann kynnti stefnumótun nefndarinn- ar sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið. Bæjarstjórn sam- þykkti stefnumótunina á fundinuin. Markmið stefnumótunar atvinnu- iðnað sem fyrir er í bænum og koma málanefndar er að leita allra leiða til að efla atvinnulíf á Akureyri á komandi árum, en sérstaklega legg- ur nefndin áherslu á ferða- og um- hverfismál, iðnað, menntamál, menningu og listir, sjávarútveg og þjónustu. Hvað ferða- og umhverfis- mál varðar verður áhersla lögð á að auka hlut bæjarins í ferðaþjónustu á'öllum tímum ársins og að vinna að því markmiði að ávinna bænum nafn sem bæ er hefur umhverfis- vernd að leiðarljósi. Að treysta þann á fót fjölþættari iðnaðarstarfsemi er taki mið af umhverfismálum er það sem áhersla verður lögð á varðandi uppbyggingu iðnaðar. I stefnumótuninni kemur fram að lögð verði sérstök áhersla á upp- byggingu sjávarútvegsbrautar við Háskólann á Akureyri og jafnframt verði bærinn miðstöð menntunar á Norðurlandi. Þá verði styrkari stoð- um rennt undir hvers konar menn- ingar- og listastarfsemi. Hvað sjávarútvegsmál áhrærir verði hlutdeild Akureyrar á því sviði aukinn og bærinn verði miðstöð sjáv- arútvegs í landinu í nánum tengslum við starfsemi háskólans. Um þjón- ustu segir, að Akureyri verði megin- miðstöð samgangna og þjónustu fyr- ir allt Norðurland, einkum á sviði viðskipta-, heilbrigðis-, mennta- og menningarmála. Tekið verði upp samstarf við aðra þéttbýlisstaði um verkaskiptingu. Til að ná fram þessum markmið- um verður m.a. unnið að sölu hluta- bréfa í eigu bæjarins, samstarfi við aðila í atvinnulífinu, gagnasöfnun af ýmsu tagi og flutningi fyrirtækja, en leita á með skipulögðum hætti eftir því hvort áhugi er fyrir hendi hjá fyrirtækjum annars staðar á landinu að flytja starfsemi sína til Akureyrar. Einnig verður kannaður áhugi heimaaðila á að kaupa og flytja fyrirtæki til bæjarins. Starfsemi atvinnumálanefndar verður fjármögnuð með framlagi bæjarsjóðs og framlagi úr Fram- kvæmdasjóði. Fjármunum verði var- ið til að kosta starfsmann nefndar- innar, starfshópa sem hrinda úr vör ákveðnum verkefnum og til að styrkja ákveðin verkefni, til hluta- bréfakaupa og til að aðstoða við flutning fyrirtækja til Akureyrar. Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu- flokki, kvaðst fagna því að stefnu- mörkunin lægi nú fyrir, en hann taldi að nefndin hefði gefið sér ansi rúman tíma til að vinna að henni, eða 9 mánuði. Þó hefði legið fyrir frá atvinnumálanefnd síðasta kjörtímabils stefnumótun um at- vinnuuppbyggingu sem byggt hefði verið á. „Maður veit ekki við hveiju á að búast af nefnd sem er 9 mán- uði að skila af sér punktum fyrri nefndar," sagði Gísli Bragi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.