Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 17
17 Flug’vélaverð í pressu? eftir Leif ^ — Magnússon 1 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991 Leifur Mag-nússon Fyrsta B 737-400 þota Flugleiða, TF-FIA, í flugtaki frá Seattle í apríl 1989. Tegund Byrjar Verðskráning Breyting B 737-100 rekstur ár 1967 AVMARK (milfj. $) 3,50 2,0 o/ /o -42,9 B 737-200 1967 5,25 3,3 -37,1 B 737-200C 1968 6,25 4,3 -31,2 B 737-200Adv. 1972 7,25 5,5 -24,1 B 737-200CAdv. 1971 8,50 6,8 -20,0 B 737-300 ' 1984 21,00 22,0 +4,8 B 737-400 1988 28,50 30,0 +5,3 B 737-500 1990 25,50 26,0 +2,0 í sl. viku birti vikublaðið Pressan forsíðufréttina „Verðmæti flug- flota Flugleiða hrapar". í inngangi fréttarinnar segir m.a.: „Talið er að verð á minni flugvélum — svip- aðrar gerðar og Boeing 737-400 vélar Flugleiða — muni lækka um allt að 20 prósent þegar líður á árið. Þetta þýðir að verðmæti helmings flugvélaflota Flugleiða lækkar um fimmtung eða sem svarar 1400 milljónum króna.“ Við nánari lestur „stórfréttar- innar“ er augljóst að hún hlýtur að byggja á stórfelldum misskiln- ingi, bæði hvarð varðar þróun á verðlagi eldri og nýrri flugvélag- erða, svo og skráningu bókfærðs verðmætis flugvéla Flugleiða í efnahagsreikningi félagsins. Mismunandi þróun Á undanförnu ári hefur verið eldri gerða þotna, þ. á m. B 727, B 737-100, B 737-200 og DC-9, stórlækkað. Su þróun mun án efa halda áfram á þessu ári. Hins veg- ar hefur verð nýrra og hagkvæm- ari gerða stöðugt hækkað, þ. á. m. þeirra tveggja gerða sem Flugleið- ir völdu, B 737-400 og B 757. Engin merki eru þess að verð þeirra fari lækkandi þrátt fyrir ýmis skammtímaáhrif vegna sam- dráttar á breskum leiguflugsmark- aði, svo og minni flugflutninga nú í ársbyijun vegna Persaflóastríðs- ins. Ástæður fyrir vaxandi verðhruni eldri gerðanna eru einkum fjórar: * Verulega strangari og kostn- aðarsamari viðhaldsákvæði, m.a. í kjölfar slysa, sem rakin voru til málmtæringar og annarra „öldr- unarsjúkdóma“ gömlu flugvél- anna. * Umtalsverður eldsneytis- sparnaður nýrri gerða. (B 737-400 og B 757 þotur Flugleiða eyða um 35-40% minna eldsneyti en B 727 og DC-8 þoturnar, reiknað á hvert farþegasæti.) * Gildistaka strangari hávaða- reglna, sem eldri gerðirnar geta ekki fullnægt nema með mjög dýr- um breytingum og jafnvel hreyfla- skiptum. * Almennar og stöðugar tækni- framfarir í flugvélasmíði, m.a. á sviði stóraukinnar tölvuvæðingar. Átta gerðir B 737 Einfaldast er að átta sig á þess- ari þróun með því að líta á með- eftir Margréti Theodórsdóttur Að þramma skólagönguna upp allan grunnskólann er merkilegt athæfi ungra Islendinga sem erfa munu landið (eitt með öllu). Við göngulok eru nemendur mismun- andi vel á sig komnir, sumir sveittir og ánægðir, aðrir daufari í dálkinn og vegamóðir. Hvernig sem því er nú varið þarf veganestið að vera kjarngott og hollt. Við kennararnir matreiðum námsefnið eftir kúnstarinnar regl- um og notum margvíslegt hráefni og reynum að láta hugmyndaflugið njóta sín, að minnsta kosti eins oft og kostur er. Mín bjargfasta trú í kennslumál- unum er á þá lund að kenna skuli námsgreinar — ekki bækur. Náms- greinarnar eru aðaluppistaða kennslufæðunnar en bækur og önn- ur námsgögn nokkurs konar krydd i tilveruna, sumt notað, annað ekki — allt eftir því hvað hentar hveiju sinni, og þeir eru margir námsgrein- akokkarnir. fylgjandi töflu, sem sýnir verð- skráningú AVMARK í janúar 1990 og 1991 fyrir átta gerðir B 737 þotna: AVMARK miðar hér við meðal- verð á nánar skilgreindum notuð- um „meðalþotum“, nema hjá B 737-400 og -500 er miðað við meðalverð á nýjum þotum, enda voru þessar tvær gerðir fyrst tekn- ar í rekstur á árunum 1988 og 1990. í frétt Pressunnar er því spáð að um 500 vélar af gerðinni B 737-400 og B 737-500 verði á markaðnum seinna á árinu. Býsna erfitt getur orðið að láta þessa spá rætast, þar sem enn hafa ekki verið smíðaðar nema 146 B 737-400 og 54 B 737-500, eða samtals 200. Þótt 650 B 737 flug- vélar verði einnig teknar með í dæmið er „spáin“ áfram jafn óraunhæf og vitlaus. Kjarni málsins er sá, að það eru einmitt þessar nýju gerðir, B 737-300, -400 og -500, búnar spar- neytnum og hljóðlátum CFM56- hreyflum, sem eru í sívaxandi mæli að leysa af hólmi eldri gerð- irnar, B 737-100 og -200, sem búnar eru JT8D-hreyflum. Samtals hafa 26 flugfélög í Evrópu pantað þessar nýju flugvélar, þ. á m. 14 „ Askur grunnskóla- nemans — Námsgagna- stofnun, sú sem skammtar „bókvitið“, og nýtt grunnskóla- frumvarp leikur undir á langspilið.“ Á sama hátt og þegar kitla á bragðlaukana er ljóst að pipar og salt duga skammt þegar elda skal fjölbreytilegar krásir. Kryddið þarf að vera fjölbreytilegt — svo árang- urinn verði lystilegur. Námsgagnastofnun sér okkar ágætu nemendum fyrir þessu kryddi námsins — en viti menn! Gamla ein- okunarverslunin er enn við lýði þeg- ar námsgögn til skólanna eru ann- ars vegar. Engin breyting á þeirri tilhögun virðist í sjónmáli því í nýju grunnskólafrumvarpi er gert ráð fyrir óbreyttu hlutverki Námsgagn- astofnunar. Ráðherra menntamála boðar valddreifingu á hinurn ýmsu félög, sem valið hafa B 737-400. Fyrir nokkrum vikum kynnti t.d. British Airways pöntun sína á 17 B 737-400. Bókfært markaðsverð? í Pressu-fréttinni er minnst á niðurstöðu Hafskipsmálsins í sam- bandi við bókfært verðmæti eigna skipafélagsins. Ég sé ekki betur en að hér sé gefið í skyn að nýjar flugvélar Flugleiða séu skráðar á „markaðsverði" í bókhaldi félags- ins. Þannig muni meintar sveiflur í markaðsverði hafa bein'áhrif á niðurstöðutölur efnahagsreiknings félagsins. Þetta er fjarstæða. Flugvéla- kostur Flugleiða er í bókhaldi fé- lagsins skráður á raunverulegu kaupverði, sem endurmetið er í samræmi við breytingu á banda- ríkjadal gagnvart íslenskri krónu, og jafnframt tekið tillit til al- mennra verðlagsbreytinga í Bandaríkjunum. Það verðmæti er síðan afskrifað á tilteknum ára- fjölda. Bókfært verðmæti nýju flugvélanna er verulega lægra en almennt viðurkennt markaðsverð- mæti þeirra. í ársreikningi Flugleiða fyrir árið 1990, sem nú er verið að ganga frá fyrir aðalfund, eru fimm Margrét Theodórsdóttir sviðum en val á framboði náms- gagna fyrir allan grunnskólann er á valdi stjórnar Námsgagnastofnun- ar. Hvernig skyldi framhaldsskólun- um takast að halda uppi fjölbreytni í sinni kennslu ef sami háttur væri hafður á? Menntamálaráðuneytið hefur undanfarið hvatt starfsmenn skóla „Við nánari lestur „stórfréttarinnar“ er augljóst að hún hlýtur að byggja á stórfelldum misskilningi, bæði hvarð varðar þróun á verðlagi eldri og nýrri flugvélagerða, svo og skráningu bókfærðs verðmætis flugvéla Flugleiða í efnahags- reikningi félagsins.“ nýjar þotur félagsins (tvær B 757 og þijár B 737-400) skráðar sam- tals að verðmæti 9.186 millj. kr. (165,6 millj. $). Til samanburðar er þess að geta að tryggingarverð- mæti sömu fímm flugvéla er 12.370 millj. kr. (223 millj. $), eða 34,7% hærra en bókfært verð. Lokaorð Flugleiðir náðu sérstaklega hag- stæðum samningum við framleið- endur hinna nýju flugvéla félags- ins, svo og við þær bankastofnan- ir, sem fjármögnuðu kaup þeirra. Jafnframt voru allar eldri B 727 og DC-8 þotur félagsins seldar á háu verði áður en verðlækkun eldri gerðanna skall á. Félagið er því nú í verulega betri stöðu en þau flugfélög, sem enn eiga eða reka eldri gerðir flugvéla, enda endur- speglar rekstrarárangur félagsins á liðnu ári þá staðreynd. Höfundur er framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða hf. að móta sína eigin skólanámskrá og er það vel. Slíkt kallar á fjöl- breyttari námsgögn og áherslur sem geta verið mismunandi eftir skólum — því eins og við vitum eru allir einstakir. Það getur ekki verið á valdi einnar stofnunar að hafa nægilega fjölbreytni á námsefni. Þar við bætist að ýmsar skilgreiningar af hálfu ráðuneytisins eru ekki næg- ilega afgerandi, t.d. hvað varðar skyldunám, valgreinar og hvað flokka skuli undir námsgögn í skyld- unámi. Og nú á tímum Sykurmola, Kristjáns Jóhannssonar, Steinunnar Sigurðardóttur og Tímaþjófsins er sú vonda staðreynd skólamönnum ljós: Enn er spilað á langspil í menntamálaráðuneytinu. I nýju grunnskólafrumvarpi er ekki gerð minnsta tilraun til þess að færa þessi ólukkans námsgagnamál til betri vegar. Skólamenn bíða nú átekta að skorið skuli á þann hnút sem nú er rígbundinn í útvegun grunnskólanema á námsgögnum og ekki örlar á úrlausnum. Litla gula hænan fann fræ, það var hveitifræ ... Höfundur er skólastjóri Ijarnarskóht ogá sæti í skólamála- og fræðsluráði Reykja víkurborgar. Grunn skólalög ★ GBC-Skírteini/barmmerki fyrir: félagasamtök, ráðstefnur, starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl. Efni og tæki fyrirliggjandi. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 Honda ’91 Civic Sedan 16 ventla Verð 1.045 þús. sjálfsk., miðaö við staðgreiðslu GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. ÍHONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 HAGGLUNDS DENIS0N VÖKVADÆLUR ☆ Olíumagn frá 19-318 l/m(n. ☆ Þrýstingur allt aö 240 bar. ☆ Öxul-flans staðall sá sami og á öðrum skófludælum. ☆ Hljóðlátar, endingargóðar. ☆ Einnig fjölbreytt úrval af stimpildælum, mótorum og ventlum. ☆ Hagstætt verð. ☆ Ýmsar gerðir á lager. ☆ Varahlutaþjónusta. ☆ Hönnum og byggjum upp vökvakerfi. SIC. SVEINBJÖRNSSON HF. Skelðarásl, Garðabæ Símar 52850 - 52661 Þú svalar lestrarþörf dagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.