Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 42
42 i MjQRpUNBLAÐ^IÐ MLÐVJKUipAqVR 6. MAH% ,19,91 ,y«/w í HITAKÚTAR \ ELFA-OSO 30-60-120-288-318 lítra. Ryðfrítt stál - Blöndunarloki. áratuga góö reynsla. Einar Farestveit&Co.hf. BORQARTÚNI28, SÍMI622901 L»ld 4 stoppar vM dymar FI-FislWf p|i0r$íviii« ItWíílt í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁDHÚSTORGI • • STJORNUKORT Persónulýsing, framUóarlcort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjörnuspekistöðin, Miðabæjarmarkaðinum, Aðalstræti 9, sími 10377. AU ASEA BROWN BOVERI RAFVERKTAKAR - RAFVIRKJAR Eigum tyrirliggjondi greinitöflur og töflu- efni fró «00 STOTZ-KONTAKT ... % STOTZ • • I ** j»i' »"» ««'IJ I * ‘-:W » Mjáim * * O Vatnagörðum 10, 124 Reykjavík, símar 685854/685855. LJÓSRITUNARVÉLARNAR Rex-Rotary VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Sérfræðingur frá REX ROTARY verður staddur hér á landi næstu daga. Þeir sem óska eftir þjónustu hans, vinsamlegast hafið samband sem allra fyrst. OPTÍMA Ármúla8 *r 67 90 00 HVER ER ÞJONUSTAN í ÞJÓNUSTUÍBÚÐUM? Til Velvakanda. Á síðastliðnum árum hafa verið byggðar svokallaðar þjónustuíbúðir fyrir aldraða í hundraðatali. Fólk sem komið er yfir sextugt hefur fengið bréf frá Félagi aldraðra þar sem fólki eru boðnar þjónustuíbúðir sem verið sé að hefja byggingu á, án þess að tilgreina í hverju þessi þjónusta sé fólgin. Á skrifstofum þessara félaga eru gallharðir sölu- menn sem eru slyngir í því að vekja áhuga fullorðins fólks á því að kaupa sér þjónustuíbúð. Hvað bíður svo þessa aldraða fólks sem hefur flutt í þjónustu- íbúð? Eftir að byggingu sambýlis- hússins er lokið er kosin hússtjóm. Allt er þetta fullorðið fólk. Enginn frá félögunum sem stóðu fyrir byggingu íbúðanna eru í stjórn húsfélagsins. Þjónustan sem fólki stendur til boða þegar til kastanna kemur er engin, umfram það sem fólk gat fengið ef það hefði verið kyrrt á sínu fyrra heimili. Að þjón- ustumiðstöðvum sem eru rekin af Reykjavíkurborg í sumum þessara húsa, er öllum ellilífeyrisþegum heimill aðgangur. En það er ein- Heilræði Til afa og ömmu Hér er vinsamleg ábending til afa og ömmu. Geymið lyf á öruggum stað þannig að barnabörnin nái alls ekki til þeirra. Sykurhúðaðar pillur líta út sem sælgæti í þeirra augum. Lyf sem ykkur eru lífsnauðsynleg eru aftur á móti börnunum stór- hættuleg og jafnvel banvæn. göngu fyrir hresst fólk sem er fært um að taka þátt í spilamennsku, námskeiðum, dansi og ýmiss konar tómstundaiðkun. Það er ágætt út af fyrir sig. En þegar veikindi steðja að, er fólk jafnvel enn þá verr sett í þess- um þjónustuíbúðum, vegna þess að þar er ekki ætlast til að aðrir búi en fólk sem komið er yfir sextugt, þó svo að einhver af skyldmennum vilji vera hjá gamalmenni sem þarfnast umönnunar, er engin að- staða til þess. Tilgangslaust er að reyna að komast að á hjúkrunar- stofnunum, þar sem fleiri hundruð manns er á biðlistum eftir plássi. Þetta er öllum kunnugt sem hafa reynt að komast þar að. Það er nauðsynlegt að þjónusta við fólk sem á við hrörnunarsjúk- dóma að stríða, sé aukin, hvort heldur það býr í þjónustuíbúð eða á heimili úti í bæ. Það er verkefni fyrir þessi félög sem standa fyrir því að fá fólk til þess að festa kaup á þjónustuíbúð- um. Ibúi í þjónustuíbúð Týndur Högni Keli köttur hefur verið týndur frá heimili sínu að Þernunesi 7 síðan 14. febrúar. Hann er eins og hálfs árs gamall högni með svart bak, hvíta bringu, hvítt trýni og loppur en hakan er svört. Kela er sárt saknað af eiganda hans og öll fjöl- skyldan vonast til að hann komi heim. Ef nokkur hefur orðið var við ferðir hans er viðkomandi beð- inn um að hafa samband í síma 45450. Víkverji skrifar Iþann mund sem stríðsátökin við Persaflóa voru að hefjast óttuð ust margir, að afleiðingar þeirra yrðu -hinar hörmúlegustu fyrir mannkyn ailt. Var meðal annars vitnað í spádóma Nostradamusar því til sönnunar. Framvindan varð sem betur fer önnur en þeir töldu, sem trúðu á hann. Styijöldin sannar enn að réttlætanlegt er að taka áhættu gagnvart yfirgangsmönn- um. Ýmsir kunna að draga þá ályktun af velgengni fjölþjóðahersins í átök- unum við íraka að líkur aukist á því að menn láti vopnin tala, þar sem unnt sé að ná svo glæsilegum árangri gegn jafnöflugum herafla með því að beita einkum flugher og stýriflaugum. Aðrir hljóta að draga þá ályktun að skynsamlegast sé að hafa hægt um sig og ekki ráðast gegn nágrönnum sínum þótt þeir séu lítt varðir, því að með of- beldi kalli menn yfir sig reiði ósigr- andi andstæðinga. Allir eru sammála um að vanda- samt verður að tryggja frið við Persaflóa og í Mið-Austurlöndum. Víkverji er hins vegar þeirrar skoð- unar að hin markvissu viðbrögð gegn Saddam Hussein undir forystu George Bush Bandaríkjaforseta og í umboði Sameinuðu þjóðanna hafi almennt stuðlað að friði og öryggi í heiminum á því mikla breytinga- skeiði sem nú er í alþjóðamálum. xxx Að lokinni þessari hugvekju um stríð og frið vill Víkveiji láta í ljós gleði sína yfir þeirri byltingu sem er að verða í framboði á tei á veitingastöðum. Nú bera menn fram ketil með heitu vatni og síðan úrval af tepokum, þar sem uqnt er að velja á milli ýmissa tegunda. Þeir sem vilja ávaxtate geta fengið eitthvað við sitt hæfi og einnig hin- ir sem kjósa hefðbundið eða svart te, eins og það er stundum kallað. Að mati Víkveija hefur þessi þögula bylting verið að gerast á undanförnum mánuðum og mælist hún vel fyrir hjá þeim, sem hafa áttað sig á giidi þess að draga úr eða hætta kaffidrykkju eða neysiu á svörtu tei. XXX Víkverji heyrði innan úr Háskól- anum að þar á bæ væru ekki allir sáttir við ræður Sigmundar Guðbjarnasonar rektors við útskrift kandídata. Mönnum þætti að sjálf- sögðu ekkert athugavert við að rektor segði skoðanir sínar á mönn- um og málefnum, hins vegar ætti ekki að nota ræðupúlt Háskólans til þess. Þegar um þetta var rætt í hópi manna utan Háskólans vakn- aði sú spurning, hvort rektor væri ekki einmitt að undirstrika sjálf- stæði skólans með því að ræða mál með þeim hætti, sem hann hefur gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.