Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991 For mannskj ör eftir Þóri Hauk Einarsson Hnífstungan Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er á næsta leiti. Eitt aðalverkefni fundarins er að kjósa formann flokksins. Virðing fyrir lýðræði, djörfung og drengilegum vinnu- brögðum samfara næmri tilfinningu fyrir mikilvægi þess að kalla til leiks og virkja hina bestu foringjahæfi- leika á hveijum tíma sjálfstæðishug- sjóninni ti! handa, allt kristallast þetta í þeim ákvæðum fiokkslaga er gera formannskjörið einfalt og afgerandi, þar sem sérhver lands- fundarfulitrúi er í kjöri með leyni- legri kosningu. Þegar höfð er í huga hin skýlausa áhersla flokkslaga varðandi frjálst og sjálfvirkt formannskjör, verður það að teljast með ódæmum að þeg- ar einn vinsælasti og sigursælasti forystumaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík, er í þann veginn að gefa loks kost á sér til formennsku, ef landsfundarfulltrúum sýnist það góður kostur, nokkuð sem margir góðir sjálfstæðismenn hafa beðið eftir í ofvæni, skuli það eiga sér stað að einn flokksmaðurinn ijúki upp með óhljóðum æpandi hnífstunga, hnífstunga, hnífstungu- lið eitt, hnífstungulið tvö. Leifur Sveinsson lögfræðingur í Reykjavík gerir þessa uppákomu að framlagi sínu til kosningabaráttu sjálfstæðismanna á vori komanda. í niðurlagi greinar sinnar í Morgun- blaðinu hinn 23. þ.m. kemst Leifur þannig að orði um Davíð Oddsson og stuðningsmenn hans: „Ég skora því á alla sanna sjálfstæðismenn að sameinast um að gera kosningu Þorsteins Pálssonar sem glæsileg- asta á landsfundi flokksins og minni hina nýju hnífstungumenn á örlög hinna fyrri.“ Hér er ekki töluð nein tæpitunga. Gallinn er bara sá, að Leifur Sveins- son er þess ekki umkominn að ræða eitt eða neitt við sanna sjálfstæðis- menn. Sjálfur er hann ljóst og lif- andi skólabókardæmi um hina sort- ina. Þar um veldur hugarfar hans og málflutningur. Ofstopafullar ásakanir um að hinn djarfi og sigursæli foringi sjálf- stæðismanna í Reykjavík, Davíð Oddsson, sé einhver pólitískur hnífstungumaður, er.slík himinhróp- andi lygi framan í alþjóð og lítils- virðing við dómgreind almennings, að varla verður til annars jafnað en málflutnings ónefndrar persónu í Austurlöndum nær frammi fyrir samfélagi upplýstra og siðmennt- aðra þjóða. Hitt er sönnu nær, að þegar kollhúfuhátturinn og dáðleys- ið ætla sýnilega að sitja sem fastast og láta fljóta sofandi að feigðarósi í þeirri bomu von að hin þrautseiga tryggð fólksins í landinu við Sjálf- stæðisflokkinn muni að lokum lyfta í hæðir vegs og valda með óbreyttri forystu, þá opnar Davíð hurðina að svefnlofti sísofendanna svo að sól- vindar komandi vordaga megi lofta út og segir hress og glaðbeittur: Góðan daginn, gott er blessað veð- rið og bæirnir allt í kring. Leifur Sveinsson skirrist einskis í heift sinni, en dregur með offorsi uppgengna drauga sundurlyndis og fjandskapar upp úr nýgrónum jarð- vegi sátta og samheldni innan Sjálf- stæðisflokksins. Hann telur enda síður en svo eftir sér að plægja kirkjugarða í þessu skyni. Af framansögðu er augljóst að hnífstunga hefur átt sér stað. Hnífstungumaðurinn er Leifur Sveinsson, og sá seiri vegið er að er Sjálfstæðisflokkurinn. Forystuhæfileikar Þegar Leifur Sveinsson er búinn að leika nautið í kirkjugarðinum um stund, segir hann orðrétt í áður nefndri grein sinni aðförum sínum til réttlætingar: „Þótt ýmsir efuðust um forystuhæfileika Þorsteins Páls- sonar,' þá hefur hann nú tekið af öll tvímæli um forystuhæfileika sína með afskiptum sínum af málefnum Lithaugalánds, þannig að nú hefur hann öðlast virðingu allra lands- manna, hvar í flokki sem þeir standa. “ Jæja. Sér er nú hver gullaldar- latínan og betur að satt væri. Það er allt í lagi að ljóða um Lithauga- land. Neró keisara hefur ekki verið legið svo mjög á hálsi fyrir að spila og syngja, þótt það væri kannski ekki alveg af fyrstu sort. Það var tíminn sem hann valdi til þess, sem þótti orka tvímælis, að ekki sé meira sagt. Ljóðatónleikar um Lithauga- land njóta sín illa meðan Róm brenn- ur. Róm brennur meðan Sjálfstæðis- fiokkurinn fær ekki notið krafta sinna við stjórn lýðveldisins íslands vegna ónógrar forystu. Svo einfalt er nú það. Skemmdarstarfsemi Frammámenn vinnuveitenda eru iðulega í sviðsljósi flokksmálanna hjá Sjálfstæðisflokknum og kallast gjarnan þungavigtarmenn. Mér skilst að vísu að ekki hafi þeir nema eitt atkvæði hver rétt eins og aðrir flokksmenn. En hvað um það, þungavigtarmenn skulu þeir heita og óþarfi hjá mér að agnúast út í það. En af því að sumir þessara þunga- vigtarmanna hafa nú þegar brugðið hart við til ótímabærra og ósmekk- legra stuðningsyfirlýsinga við nú- verandi flokksformann, svona eins og til að gefa tóninn, væri ekki úr vegi að skyggnast örlítið nánar til samskipta þungavigtarmannanna við flokksformanninn, ef verða mætti til einhverra skýringa á hin- um hitasóttarkenndu viðbrögðum. Formaður Vinnuveitendasam- bandsins, Einar Oddur Kristjánsson, fetar í fótspor Guðmundar jaka í leikrænni tjáningu, dramatískri uppstillingu og dulmagnaðri radd- kúnst. Þetta er allt gott og blessað og miðar ábyggilega að því að treysta gott samband við mótaðil- ann. Einar Oddur ber sér á bijóst um þessar mundir í sambandi við framboð Davíðs Oddssonar og kallar hástöfum: skemmdarstarfsemi, skemmdarstarfsemi. Var Jfað annars ekki sami Einar Oddurinn sem Þorsteinn Pálsson fól ásamt fleirum að gera tillögur til bjargar þjóðarskútunni á sínum tíma, sem í leiðinni leiddi tii þess að Einar Oddur var allt að því aðlað- ur og gegnir helst ekki öðru ávarpi síðan en herra Bjargvættur? Og var það ekki sami Þorsteinn Pálssonur- inn sem þeytti tillögum bjargvætts- ins í ruslakörfuna, sem beint og Þórir Haukur Einarsson „Sannleikurinn er auð- vitað sá, að kjósendur vita það og skilja, að í Sjálfstæðisflokknum hljóta menn að leita uppi og kalla fram sína sterkustu leiðtoga á hverjum tíma. Þar gild- ir forritið: Flokkurinn fyrst, síðan einstakling- urinn.“ óbeint leiddi svo til þess að Steingrímur og Jón Baldvin nenntu ekki lengur að spila stjórnarsæng við Þorstein heldur spruttu á fætur, veltu spilaborðinu um koll frammi fyrir alþjóð, þeyttu spilunum framan í Þorstein og æptu: Við nennum þessu ekki lengur, og það er líka vitlaust gefið. Aldeilis meiri háttar formaður og enginn smáræðis bjargvættur. Það er aðeins ein fölsk nóta í þessari pólitísku spilasinfóníu, en það eru þau ummæli Einars Odds skömmu eftir þetta, að hann hefði þungar áhyggjur af framtíðargengi Sjálf- stæðisflokksins. En þetta hefur bjargvætturinn ábyggilega bara sagt af klókindum sínum, til _að andstæðingarnir umhverfðust ekki af öfund yfir frægðarljómanum sem formaðurinn og bjargvætturinn umvöfðu flokk sinn með afrekum sínum. Það er skemmdarstarfsemi, þegar menn sem Sjálfstæðisflokkurinn treystirfara ísvona asnalegar klein- ur á örlagastund. Svo sem aiþjóð er kunnugt gerð- ist það á sl. ári, að ríkisstjórnin með fjármálaráðherrann í broddi fylking- ar níddist á BHMR-mönnum með því að svíkja undirritaða kjarasamn- inga við þá. Á slík framkoma sér ekki fordæmi í gervallri lýðveldis- sögunni. Hefur lagt af þessu fnyk- inn æ síðan, og mun svo lengi enn. Var það mál flestra annarra en hörðustu stjómarsinna, að hér gæti tilgangurinn ekki helgað meðalið, þjóðarsáttinni hlyti að mega bjarga með einhveijum öðrum hætti en þessum forljóta, siðlausa fláttskap. Sjálfstæðismenn bjuggu sig undir að fella bráðabirgðalögin um ósóm- ann á Alþingi. En þá gerast þau undur og stórmerki að þungavigtar- mennirnir snara sér í boxhanskana og segja hingað og ekki iengra. Bjargvætturinn kemur hlaupandi með hlandkolluna undan stjórnar- sænginni og eys úr henni yfir flokks- menn sína, svona eins og til að árétta að allt sé þetta nú sama pólitíska familían á nákvæmlega sama siðferðisstiginu, þegar á reyn- ir. Það mun taka ár og daga fyrir Sjálfstæðisflokkinn að losa sig við lyktina af þessu, enda þótt margir reyndu sem best þeir máttu að forða sér undan ágjöfinni. Þegar bjargvætturinn kom vað- andi með hiandkolluna, mátti heyra flokksformanninn muldra fyrir munni sér: „Sjálfstæðisflokknum er nú ekki stjómað úr Garðastræti.“ En varla hafði hann komið þessu út úr sér' þegar honum svelgdist á, — og síðan ekki söguna meir. Það er engin furða þótt þunga- vigtarmennirnir haldi dauðahaldi í flokksformanninn, sem sinnir svona vel hreinlætismálum og húsbónda- valdi á flokksheimilinu. Það er skemmdarverk þegar vinnuveitend- ur misþyrma þannig siðferðiskennd flestra góðra manna í krafti þunga- vigtar sinnar. Það má ekki ske Draumur andstæðinga Sjálfstæð- isflokksins er hugsanlega sá, að enda þótt flokkurinn nái góðum kosningasigri í vor eins og margt bendir til, þá geti þeir Steingrímur, Jón Baldvin og Ólafur Ragnar ein- faldlega sest niður með Þorsteini Pálssyni og spilað við hann eina örugga spilið sem dugar til að gera Sjálfstæðisflokkinn enn um sinn að risa á brauðfótum og halda honum MEÐAL ANNARRA ORÐA Ósignr eftir Njörð P. Njarðvík og þess vegna í andstöðu við það sem nokkur maður getur viljað gera. Að morgni fimmtudagsins 17. janúar skrifaði ég pistil nokkrum klukkustundum eftir að fjölþjóða- herinn hóf stríð á hendur írökum. Og nú að morgni fimmtudagsins 28. febrúar hefur sami her náð Kúveit á sitt vaid og lýst yfir sigri á Saddam Hússein og hinu fjöl- menna herliði hans. En sá sigur er jafnframt ósigur okkar allra, mannkynsins í heild sinni, vegna þess að stríð felur jafnan í sér ósigur manneskjunnar. Kannast menn við þá tilfinningu hversu sárt það er að bíða ósigur fyrir sjálfum sér? I daglegu lífi okkar, í viðleitni okkar til sjálfs- ræktar og mannbóta, ber svo við að brestir okkar og veikleiki taka völd af kostum okkar og styrk- leika. Það hljómar auðvitað eins og þversögn að veikleikinn ráði yfir styrkleikanum. En þegar slíkt gerist, höfum við misst stundar- stjórn á skynsemi okkar og breyt- um gegn betri vitund, af því að vitundin er ekki vakandi. Hið sama finnst mér gilda um stríð, um of- beldi og tortímingu, af því að það er í eðli sínu á móti lífinu sjálfu Því meiri ástæða til sorgar Þetta stríð hefur ekki staðið lengi og margir hafa orðið til þess að fara lofsyrðum um tæknilega yfirburði fjölþjóðahersins og her- kænsku. Fregnir af mannfalli eru óljósar, en breskar heimildir hafa getið þess til að um 100 þúsund íraskir hermenn liggi í valnum og hugsanlega um 150 þúsund óbreyttir borgarar. Það er því ljóst að fórnarlömb þessa stríðs eins og annarra stríða eru almenning- ur, alsaklaust fóik og hermenn sem ekki ráða gerðum sínum. Kannski blöskrar mönnum ekki slíkar tölur, en þær jafngilda þó nokkurn veginn því að íslenska þjóðin hefði verið þurrkuð út. Eignatjónið sem fjölþjóðaherinn og sá íraski skilja eftir sig, er svo gífurlégt að sérhvern mann hlýtur að setja hljóðan. Nú má öllum vera ljóst að írak er ekki einkaeign Saddam Hus- seins fremur en Kúveit er eign al-Sabah-ættarinnar, þótt báðir þessir aðilar hafi sölsað undir sig völdin í löndum sínum. Enginn getur haldið því fram að íraska þjóðin hafi viljað þetta stríð. Fögn- uður fólksins í Bagdad í algerum ósigri leiðtogans sýnir þvert á móti að það hefur einungis viljað fá að lifa í friði. Og svo er um allar þjóðir. Þjóðir vilja ekki stríð. Fögnuður fólksins í Bagdad í ai- gerum ósigri leiðtogans sýnir þvert á móti að það hefur einung- is viljað fá að iifa í friði. Og svo er um allar þjóðir. Þjóðir vilja ekki stríð, fólk vill ekki stríð. Enda er það fólkið sem geldur fyrir stríð, hver svo sem „vinnur" stríð. Það eru pólitískir leiðtogar sem í krafti valds síns etja þjóðum sínum út í stríð gegn eðlislægum vilja þeirra. Og það stafar að nokkru leyti af eðli hins veraldlega valds. Pólit- ískir leiðtogar hafa tilhneigingu til að telja sig hafna yfir lög og reglur sem eiga að gilda fyrir aðra, og um leið brenglast öll siðferðileg sýn. Þetta sjáum við einnig í fari stjórnmálaleiðtoga okkar litlu þjóðar, þótt í smáum stíl sé, sem betur fer. Af þessum sökum ber gagnaðil- inn í stríði einnig siðferðilega ábyrgð. Þannig ber fjölþjóðaher- inn siðferðilega ábyrgð á lífi al- mennings í írak. Og þess vegna ber að líta á loftárásimar á Bagdad sem stríðsglæp. Þess vegna ber okkur að syrgja þær í stað þess að lofsyngja tækniundur þeirra. Því meiri tækni sem menn ráða yfir til tortímingar og dauða, þeim mun meiri ástæða er til sorg- ar. Kaldhæðni Það er æði margt meinlegt sem blasir við þegar þetta stríð er hug- leitt. Sú er kaldhæðni sögunnar að á þessu landsvæði stóð vagga menningarinnar. Sú er kaldhæðni hermála að sömu aðilar og tefla fram fjölþjóðahernum gerðu Sadd- am Hussein kleift að byggja upp hernaðarmátt sitt, ,ekki síst í stríðsglímu hans við íran. í síðasta hefti Newsweek er birt skopmynd af Saddam Hussein þar sem hann er látinn segja: „Ég á franskar flugvélar, þýsk eiturvopn, arg- entínskar fallbyssur, rússneskar eldflaugar og bandarískar sprengjur. Hver segir svo að heim- urinn standi ekki með mér?“ Vopnaframleiðendur geta glaðst yfir því að nú er búið að eyðileggja þau vopn er þeir seldu til írak. Nú er hægt að smíða ný. Iðnjöfrar á Vesturlöndum núa saman höndum vegna þess að nú þarf að endurreisa Kúveit. Við hin ættum að gráta yfir þeirri óhugn- anlegu sóun verðmæta sem hefur farið í þetta stríð, sóun verðmæta sem mannkynið þarfnast til að beijast fyrir lífi sínu og tilveru. Og svo er okkur sagt að þetta stríð hafi verið háð fyrir réttlæti! Við vitum betur. Við vitum að öll- um öflugum ríkjum er sama um Kúveit, en engu þeirra er sama um olíuna. Ef tilgangur fjölþjóða- hersins er réttlæti, þá vitum við hvað bíður hans á heimleið. Þá kemur hann fyrst við í Kúrdistan og rekur þaðan íraka, írani og Tyrki. Svo skreppur hann vestur að Miðjarðarhafí og rekur ísraela af vesturbakka Jórdanár og niður úr Golanhæðum, og því næst legg- ur hann lykkju á leið sína norður að Eystrasalti og rekur Sovétmenn út úr ríkjunum þremur þar. Og kannski kemst hann aldrei heim fyrir réttlætinu! Og þyrfti kannski að taka til höndum heimafyrir líka! Ný skipan hermála Friðelskandi fólk hlýtur að draga þá ályktun af þessu óhugn- anlega stríði, að þörf sé á nýrri alþjóðlegri löggjöf um hermál. Sú löggjöf verður að banna einstökum ríkjum að hafa her og menn undir vopnum umfram eðlilega löggæslu og kveða á um strangt eftirlit með allri hergagnaframleiðslu. Því næst þarf að mynda alþjóðlegan her undir yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna sem hefur friðargæslu með höndum um heim allan. Og ekki einungis það. Slíkur her á að hafa það hlutverk að gæta hagsmuna mannkynsins, beijast gegn skipulegri glæpastarfsemi, barnaþrælkun, hungri, eiturlyfj- um, mengun, eyðingu skóga og annars gróðurs og útrýmingu dýrategunda. Hann á að beijast fyrir lífi í stað þess að tortíma því, vera lífsher jarðarinnar, vinna að sameiginlegri hugsjón allra manna um frið á jörðu. Höfundur er rithöfundur og dósent ííslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.