Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 21
MOflGyNBLAÐIB MH)yiKyfíAGb’R MARZ (1991 021 Tónlistarnemendur í Garðabæ. Nemendatónleikar í Garðabæ TÓNLISTARSKÓLAR Kópavogs daginn 7. mars kl. 19.00. og Garðabæjar halda fyrri sam- Mjög fjölbreytt efni, m.a. koma eiginlega nemendatónleika í hljómsveitir skólannna fram. Að- Kirkjuhvoii, Garðabæ, fimmtu- gangur ókeypis og öllum heimill. Fundur Eystrasaltsríkj- anna um miðjan mánuð STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra gaf á ríkis- stjórnarfundi í gær skýrslu um viðræður sem hann hefur átt við forseta Eistlands, forseta Lett- lands og varaforseta Litháens um samskipti íslands og Eystrasalts- landanna. Áformað er að halda fund hér á landi með íslenskum stjórnvöldum og þessum aðilum í þarnæstu viku. Þessi fundur var ákveðinn þegar Edgar Savisaar, forsætisráðherra Eistlands, var staddur í opinberri heimsókn hér á landi fyrir skemmstu. „Það virðist vera mikill áhugi á því hjá fulltrúum allra Eystrasaltslandanna að halda slíkan fund og reyna þannig að samræma sín mál og fá alþjóðlegan stuðning við sína baráttu,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að fulltrúar Eistlands ættu eftir að skýra frá niðurjtöðum í viðræðum við sína nágranna í Lit- háen og Lettlandi varðandi formleg- ar viðræður hér á landi. Siðferðileg skylda ríkis- ins að jafna atkvæðisrétt -segir Jón Steinar Gunnlaugsson, annar frummælenda Raðstefna um jöfnun atkvæðisrettar: „íslenska ríkinu er siðferðilega skylt að laga löggjöf sína að mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið eril um jafnan atkvæðisrétt allra,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson á ráðstefnu um jöfnun atkvæðisréttar sem haldin var um helgina. Ráðstefnan var haldin á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Frummæ- lendur á ráðstefnunni voru Jón Steinar Gunnlaugsson hrl og Þor- kell Helgason prófessor auk fulltrúa allra þingflokka. „í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um jafnan atkvæðisrétt allra þegna. Yfirlýsingin hefur ekki lagagildi hér á landi en hún var hins vegar samþykkt m.a. af ís- landi með vísan til stofnskrár Sam- einuðu þjóðanna og til hennar er einnig vísað í inngangi mannrétt- indasáttmáþa Evrópu, sem fullgilt- ur var af íslands hálfu 29. júní 1953. íslenska ríkinu er því sið- ferðilega skylt að laga löggjöf sína að yfirlýsingunni," sagði Jón Stein- ar. Þorkell Helgason fjallaði m.a. um það hvernig misvægi atkvæða eftir búsetu hefði þróast frá árinu 1959 þangað til kosningalögum var breytt árið 1987. „Það kemur í ljós þegar litið er á þróunina á þessum tíma að það hefur í vaxandi mæli hallað á Suð- vesturlandið. Þegar kosningalögin 1959 tóku gildi má segja að hvert atkvæði utan Suð-vesturlands hafi verið jafngilt tveimur atkvæðum á Suð-vesturhorninu. Þetta hlutfall versnaði síðan i tímans rás þangað til það var orðið svo að hver kjós- andi á Vestfjörðum hafði fjórfaldan atkvæðisrétt á við hvern kjósanda á Reykjanesi. Eitt af meginmark- miðum kosingalagabreytingarinn- ar árið 1987 var að leiðrétta mis- vægið þannig að það yrði ekki lak- ara en það var árið 1959 og það má segja að það hafi tekist. Mis- vægið var hins vegar þegar orðið þá og er því enn til staðar," sagði Þorkell. Að sögn Þorkels er misvægið eftir búsetu enn meira áberandi þegar skoðaðar eru atkvæðatölur að baki einstökum þingmönnum. „Sá þingmaður sem haft hefur fæst atkvæði á bak við sig frá 1959 hefur verið með um 500 at- kvæði. Á móti þessu hefur verið hægt að benda á frambjóðendur í Reykjavík og á Reykjanesi sem ekki hafa komist á þing þó að þeir hafi haft allt að 3500 atkvæði á bak við sig. Þetta lagaðist lítið sem ekkert með breytingunni 1987.“ Annað meginmarkmið kosning- alagabreytingarinnar 1987 var að tryggja jöfnuð á milli flokka á landsvísu þannig að flokkar fengju þann fjölda þingsæta sem þeir ættu skilið á grundvelli heildar- fylgis á landinu. „Erfitt er að dæma um það hvort að þetta markmið hafi náðst. Það verður framtíðin að skera úr um. Framsóknarflokkurinn hefur frá 1987 haft einu þingsæti of mikið en hafði tveimur þingsætum of mikið frá árinu 1959 til 1987 og Stefán Valgeirsson hefði ekki náð kjöri hefði landið verið eitt kjör- dæmi. Flokkur mannsins safnaði hins vegar það miklu fylgi saman í öllum kjördæmum að á grund- velli heildarfylgis hefði hann átt að fá eitt þingsæti. Auk þess skorti Alþýðubandalagið eitt þingsæti upp á að ná þeirri tölu þingsæta sem landsfylgi þeirra sagði til um,“ sagði Þorkell. NISSAN SUNNY GJÖRBREYTTUR OG GLÆSILEGUR Fyrir utan nýja hönnun má nefna • Nýjar 16 ventla 1,6L og 2.0 L vélar • Nýja 4ra þrepa sjálfskiptingu • Nýja fjöörun og frábæra hljóðeinangrun • Verð frá kr. 869.000 stgr. Nissan Sunny hefur fengið hreint frábærar viðtökur og hvetjum við því sem flesta að koma í reynslu- akstur. ______ Ingvar Helgason hf Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.