Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991
10
ATVIN WmMMAUGL YSINGAR
' 1
Beitingamann
Stýrimann og beitingamann vantar á Mána
frá Grindavík.
Vísirhf.,
sími 92-68755.
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Röntgentæknar/
röntgenhjúkrunar-
fræðingar
Lausar eru til umsóknar fjórar stöður rönt-
gentækna/röntgenhjúkrunarfræðinga, þar af
tvær stöður deiidartækna. Hlutastöður koma
vel til greina.
Upplýsingar gefur yfirdeildarstjóri, Guðrún
Friðriksdóttir, sími 604354.
Reykjavík, 4. mars 1991.
St. Jósefsspítali,
Landakoti.
Markaðsmaður
Eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sviði mark-
aðsmála/ráðgjafar óskar að ráða markaðs-
mann/ráðgjafa.
Gerðar eru þær kröfur að viðkomandi, mað-
ur eða kona, hafi menntun í markaðsfræðum
á háskólastigi.
Umsóknir, er greini frá menntun, aldri, starfs-
reynslu og launaóskum, sendist auglýsinga-
deild Mbl. merktar: „M - 9343“ fyrir
15. mars nk.
Ath.: Algjörum trúnaði er heitið og öllum
umsóknum verður svarað.
Hótelstörf
Viljum ráða starfsfólk við uppvask, kvöldvaktir.
Upplýsingar veittar á staðnum næstu daga.
*
Fiskvinna
Fólk vantar í fiskvinnu.
Upplýsingar í símum 92-68475 og 92-68305.
Hópsnes hf.,
Grindavík.
Skrifstofustarf
Lítið innflutningsfyrirtæki vill ráða starfskraft
til þess að annast öll almenn skrifstofustörf.
Áhugasamir leggi inn umsóknir með upplýs-
ingum um menntun og fyrri störf á auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir 9. mars merktar:
„Reyklaus vinnustaður - 8831“.
Sumardvölin, Holti
Starfsfólk vantar við sumardvölina í Holti,
Borgarhreppi, í sumar.
Umsóknir skulu sendar til skrifstofu Svæðis-
stjórnar Vesturlands, Bjarnarbraut 8, Borgar-
nesi, fyrir 20. mars.
Frekari upplýsingar veitir Elín Kristjánsdóttir
í síma 93-71966 á kvöldin.
Þroskahjálp á Vesturlandi.
NAUÐUNGARUPPBOÐ |
Nauðungaruppboð
Leiðrétting vegna prentvillu í uppboðsauglýsingu, sem birtist i Morg-
unblaðinu laugardaginn 2. mars 1991.
Uppboðin voru auglýst þriðjudaginn 8. mars 1991, en eiga að fara
fram föstudaginn 8. mars 1991 kl. 10.00 á fasteignom og kl. 11.00
á skipum.
Sýslumaður Snæfellsness-
og Hnappadalssýslu,
bæjarfógetinn i Ólafsvík.
TILKYNNINGAR
Húsnæðisnefnd
Hafnarfjarðar
Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir
umsóknum um félagslegar íbúðir í Hafnar-
firði.
Um er að ræða:
1. Félagslegar eignaríbúðir (sbr. eldri lög um
verkamannabústaði).
2. Kaupleiguíbúðir.
a) Félagslegar kaupleiguíbúðir.
b) Almennar kaupleiguíbúðir.
3. Endursöluíbúðir byggðar skv. eldri lögum.
Þeir einir koma til greina, varðandi félagsleg-
ar eignaríbúðir og félagslegar kaupleigu-
íbúðir, sem uppfylla eftirtalin skilyrði:
1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign.
2. Hafa haft meðaltekjur síðustu þrjú árin
sem eru undir tekjumörkum, er húsnæðis-
málastjórn ákvarðar.
3. Sýna fram á greiðslugetu og við það er
miðað að greiðslubyrði lána fari ekki yfir
þriðjung af tekjum.
Réttur til almennra kaupleiguíbúða er ekki
bundinn tekjumörkum, en tekið er tillit til
húsnæðisaðstæðna og fjölskyldustærðar.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
húsnæðisnefndar, Strandgötu 11,3. hæð,
sem einnig veitir nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 15. aprfl nk. og ber
að skila umsóknum á skrifstofuna fyrir þann
tíma.
Vakin er athygli á því, að eldri umsóknir
þarf að endurnýja, annars falla þær úr gildi.
Húsnæðisnefnd Hafnarfjarðar,
Strandgötu 11, 3. hæð,
sími 651300.
ÝMISIEGT
Málverkauppboð
Móttaka á málverkum fyrir málverkauppboð
Gallerís Borgar, sem fram fer sunnudaginn
10. mars, nk. lýkur í dag, miðvikudag.
Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík, sími 91-24211
SJÁLFSTJEÐISFLOKKURINN
F É I. A G S S T A R F
Umhverfismálanefnd
Sjálfstæðisflokksins
Umhverfismálanefnd Sjálfstæöisflokksins heldur fund í Valhöll í dag,
miðvikudaginn 6. mars, kl. 12.00 á hádegi.
Fundarefni:
Drög að ályktun landsfundar um umhverfismál.
Stjórnin.
Fundur með
landsfundarfulltrúum
Heimdallur, félag ungra sjálfstaeðismanna í Reykjavík,
heldur fund með fulltrúum félagsins á landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins í Valhöll í dag, miðvikudaginn 6. mars, kl. 20.00.
Umræðuefni verður málefnastarf á landsfundi.
Stjórn Heimdallar.
Kosningaskrifstofa
í Norðurlandskjördæmi
eystra
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi
eystra, Kaupangi við Mýrarveg, Akureyri, símar 21500 og 21504.
Opnunartími: Mánudaga - föstudaga kl. 10.00-18.00,
laugardaga - sunnudaga kl. 13.00-16.00.
Viðtalstímar frambjóðenda alla föstudaga kl. 16.00-18.00, og á öðr-
um tímum eftir samkomulagi.
Viðtalstímar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á Akureyri eru á föstu-
dögum kl. 16.00-18.00.
Stjórn kjördæmisráðs.
BORG
MFIMDAIIUK
F U S
Landsfundarfulltrúar full-
trúaráðs Sjálfstæðisflokks-
ins f Kópavogi takið eftir
Kjörbréf fulltrúaráðsins verða afhent í dag kl. 18.00 í Hamraborg 1,
3. hæð.
Stjórn fulltrúaráðsins.
Kjósendur á Norðurlandi
vestra sem dveljast á
Rey kja víku rs væð i n u
Fundur með frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins verður haldinn á
Gauk á Stöng i dag, miðvikudaginn 6. mars, kl. 20.30.
Komum og hittum gamla vini og kunningja.
Sjálfstæðisflokkurinn
á Norðurlandi vestra.
Kosningar framundan
Huginn, Garðabæ,
Týr, Kópavogi, og
Baldur, Seltjarnar-
nesi, halda sameig-
inlega félagsfund í
Hamraborg, Kópa-
vogi, í dag, miðviku-
daginn 6. mars, kl.
17.00.
Gestir fundarins
verða Árni Mathie-
sen, Viktor B. Kjartansson og Ragnheiður Elín Clausen, frambjóðend-
ur Sjálfstæðisflokksin í Reykjaneskjördæmi. Rætt verður um kosning-
arnar framundan og landsfund.
Austfirðingar í Reykjavík
Rabbfundur með
frambjóðendum
Sjálfstæðisflokksins
í Austurlandskjör-
dæmi verður í Stúd-
entakjallaranum við
Hringbraut föstu-
dagskvöld kl. 20.30.
Óðinn, FUS.