Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 38
88 MORGU'NBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR '6.' MARZ' 1991' ®Tann ©ROSENGRENS Enskir og sænskir peningaskápar fclk í fréttum ÆSKULYÐSSTARF Metsölublað á hverjum degi! _ * Morgunblaðið/Sverrir Nemendur Armúlaskóla buðu Ólafí Ragnari Grímssyni, fjármálaráð- herra, upp á kaffi undir berum himni á meðan þeir ræddu við hann um fjármagn til byggingar mötuneytis fyrir skólann. Skrifstofutækni TRUARLEGT TONLISTAR- STARF FYRIR UNGLINGA Undanfarinn mánuð hafa átta norsk ungmenni dvalið hér á landi til þess að fræða og þjálfa unglinga um starfsaðferð í kristilegu æskulýðsstarfi sem kallast „Ten - sing“. Byggir þetta starf á þre.mur aðferðum : Kristinni boðun, eigin sköpun unglinganna og menningu unglinganna sjálfra og umhverfis þeirra. í þessu starfi er ekki ætlunin að mata unglingana heldur láta þá sjálfa búa til eigið starf, en að sjálf- sögðu með aðstoð leiðbeinenda. Tónlist skipar háan sess í þessu starfi. Er hún notuð sem starfs- tæki. Gerlegt er að velja sér ýmsa hópa: Hljómsveitarhóp sem æfir og spilar undir sönginn, tæknihópinn sem lærir ýmsa tækni til þess að magna upp hljóð, sönghóp, leikhóp, danshóp, kórstjórnunarhóp o.fl. Allir hóparnir mynda síðan stóran kór. Norsku unglingarnir hafa heimsótt nokkra skóla í Reykjavík og Kópa- vogi og boðið unglingum að kynnast þessu starfi nánar í Breiðhoíts- og Askirkju. Jafn framt voru helgarná- mskeið í Skálholti og að þeim lokn- um, endað með tónleikum. Frumkvöðlar í „Ten - sing“ starfínu í Noregi eru KFUM og KFUK. Hef- Morgunblaðið/Pjetur Þorsteinsson Einn af hópunum sem æfði undir sljórn norsku ungmennanna á tónleikum. ur þetta starf og verið kynnt erlend- is, svo sem í Danmörku, Þýskalandi og Englandi. Hér á landi standa KFUM og KFUK ásamt þjóðkirkj- unni að þessari heimsókn.„Ten“ stendur fyrir tenaringar, eða táning- ar og „sing“ fyrir söng. Hér eru því á ferð táningar sem syngja jafnt trúartóniist sem og alla aðra tón- list... Fyrir aðeins kr. 4750' á mánuði. Námið kemur að góðum notum í atvinnuleit. Einungis eru kenndar námsgreinar sem nýtast þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Til dæmis: Bókfærsla Tölvubókhald Ritvinnsla Tollskýrslugerð Verslunarreikningur Verðið miðast við skuldabréf til tveggja ára. ^ Tölvuskóli íslands Sími: 67 14 66, opið til kl. 22 V^terkurog k3 hagkvæmur auglýsingamiðill! H 3 ELDTRAUSTIR • ÞJÓFHELDIR ■ HEIMSÞEKKT FRAMLEIÐSLA ■ .......... , .. \ E.TH.IVSATHIESEN H.F. Rf.lARHRAIIN 1f1 MAPNARFIRni CÍMI KK m nn ARMSTRONG - GÓLFDÚKUR Gólfdúkaframleiðandinn ARMSTRONG heldur norrænan samráðsfund á íslandi dagana 7. til 9. mars 1991. Þá hittast allir umboðsmenn og söluaðilar ARMSTR- ONG á Norðurlöndum, bera saman bækur sínar og ákveða nýjar gerðir gólfdúka, sem koma á markað í haust. Við erum stolt að ARMSTRONG skuli nú velja ísland sem fundarstað og í tilefni þess bjóðum við þessa 3 daga - 7., 8. og9. mars 20% afslátt ARMSTRONG-dúkar fást nú í byggingavöruverslunum víða úti á landi og einnig í BYKO og í TEPPABÚÐINNI. Sérstaklega bjóðum við BYKO velkomjð í hóp söluað- ila ARMSTRONG hérlendis. ARMSTRONG-dúkar fást í 2, 3 og 4 metra breiddum í fjölmörgum litum og mynstrum. Þeir eru þykkir, mjúkir, þrifalegir og slitsterkir. ARMSTRONG dúka þarf EKKI að líma og þú getur auðveldlega lagt þá sjálf(ur). Teppabúðin er umboðsaðili ARMSTRONG á íslandi. GÓLFEFNAMARKAÐUR, SUÐURLANDSBRAUT 26, S. 91 681950 ARMULASKOLI Kaffisopi undir berum himni NEMENDUR í Ármúlaskóla í Reykjavík buðu Ólafí Ragnari Grímssyni, fjármálaráðherra, í heim- sókn á fimmtudag til að vekja at- hygli hans á að fjárveiting til bygg- ingar mötuneytis fyrir skólann hefur ekki fengist. Nemendur settu mötu- neyti á svið á skólalóðinni þar sem fyrirhuguð mötuneytisbygging á að rísa. Samkvæmt nýjum lögum um framhaldsskóla, sem tóku gildi um ★ GBC-Pappírstætarar Þýsk framleiðsla Ýmsar stærðir og gerðlr fáanlegar OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 síðustu áramót, eru það tveir aðilar sem greiða byggingar framhalds- skóla í landinu, ríkið annars vegar og sveitarfélögin hinsvegar. Þannig að ríkið greiðir 60% og Reykjavíkur- borg 40% aí byggingakostnaði fram- haldsskóla í Reykjavík. Að sögn Örlygs Geirssonar, skrif- stofustjóra í menntamálaráðuneyt- inu, voru á fjárlögum síðasta árs 2 milljónir króna til undirbúnings á viðbyggingu við Ármúlaskóla. Á fjárlögum þessa árs eru 5 milljónir króna til þessa verkefnis. Þannig að hlutur ríkisins er 7 milljónir króna. „Nú eru í gangi undirbúningsviðræð- ur milli ríkisins og Reykjavíkurborg- ar um framkvæmdir við Ármúla- skóla. Við lítum á að þessir fjármun- ir séu fyrst og fremst til þess að undirbúa byggingu sem þarna yrði,“ sagði Örlygur. Hann sagði að framhaldið myndi ráðast af því hvort almennilegir fjár- munir yrðu veittir í þetta verkefni á fjárlögum næsta árs og gætu fram- kvæmdir þá hafist. Nú er verið að leggja síðustu hönd á áætlanir um húsnæðis- og fjárþörf til framhalds- skólanna á Reykjavíkursvæðinu á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.