Morgunblaðið - 06.03.1991, Side 22

Morgunblaðið - 06.03.1991, Side 22
22 MORGUXBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR,6. M^RZ, 1991, Egyptar og Sýrlend- ingar efli heri sína Damaskus. Washington. Reuter. FULLTRÚAR átta arabaríkja sem tóku þátt í hernaðinum gegn írökum hittust í Damaskus í Sýrlandi í gær til að ræða leiðir til að koma á varanlegum friði í Mið-Austurlöndum. Hugmyndir eru uppi um að Sýrlendingar og Egyptar taki að sér aukið hlutverk í að gæta öryggis í þessum heimshluta en þiggi efnahagsaðstoð í staðinn. Ríkin átta sem eiga fulltrúa í Damaskus eru Sýrland, Egypta- land, Saudi-Arabía, Kúveit, Oman, Qatar, Bahrain og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Einnig ræða fundarmenn við sendimenn Evrópubandalagsins. Sýrlenskir embættismenn sögðu að fundurinn væri „viðeigandi viðbrögð við þeim afleiðingum sem innrás íraka í Kúveit 2. ágúst hafði í för með sér og vonameisti um bjarta framtíð araba“. Mubarak Ali al-Khater, utanrík- isráðherra Qatars, sagði við kom- una til Damaskus að búast mætti við því að undirritaður yrði samn- ingur um samvinnu í efnahags- og öryggismálum. Esmat Abdel- Maguid, utanríkisráðherra Egyptalands, sagðist líta með bjartsýni til fundarins einkum - í ljósi þess að Kúveit hefði verið frelsað úr höndum íraka en enn væru óleyst vandamál. Stjómarer- indrekar í Damaskus sögðust telja að þar ætti ráðherrann við setu Saddams Husseins íraksforseta á valdastóli. Heimildarmenn Reuters-frétta- stofunnar sögðust búast við að ráðherramir yrðu sammála um að öryggi í Mið-Austurlöndum skyldi framvegis tryggja án utanaðkom- andi aðstoðar. Myndi verða ráð fyrir því gert að sýrlenskar og Norðmenn vilja sitja við sama borð og íslendingar: egypskar hersveitir fylltu það skarð sem einkum bandarískar og breskar hersveitir myndu skilja eftir sig á landamærum íraks. í staðinn fengju Egyptar og Sýr- lendingar efnahagsaðstoð. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fer á morgun, fimmtudag, í nokkurra daga ferð til Tyrklands, Egyptalands, ísra- els, Sýrlands og Sovétríkjanna til að ræða afleiðingar stríðsins við Persaflóa. Hann hefur lagt áherslu á að bandamenn standi saman enn um sinn þótt það verði erfiðara en á meðan þeir stóðu andspænis sameiginlegum óvini. Það vekur athygli að Baker fer ekki til Jórd- aníu en talið er þó að Jórdanir eigi eftir að gegna miklu hlutverki í eftirleik stríðsins. Reuter Utanríkisráðherra Saudi-Arabíu, Saud al-Faysal (t.v.) og kúveiskur starfsbróðir hans, Sabah al-Ahmed al-Sabah, koma til fundar átta arabaþjóða sem þátt tóku i baráttunni gegn Saddam Hussein íraks- forseta. Chile: Skýrt frá mannréttinda- brotum herforingjanna Santiago. Reuter. PATRICIO Aylwin, forseti Chile, birti á mánudag skýrslu þar sem rakin voru mannréttindabrot í tíð herforingjastjómar Augustos Pinochets sem ríkti í 17 ár. Aylwin hvatti herforingja til að aðstoða við að hafa upp á líkamsleifum fórnarlambanna. „Allir verða að viðurkenna sannleikann," sagði forsetinn í tilfinningaþrungnu ávarpi til þjóðarinnar. Hann tók við völdum á síðasta ári eftir lýðræðisleg- ar kosningar. Sagt er frá því í skýrslunni að fómarlömbum stjómvalda hafí ver- ið gefín deyfilyf og verið fleygt í hafíð úr þyrlum en áður hafí mag- anum verið sprett upp til að líkið sykki hraðar. Andlit voru afskræmd og fíngur kramdir til að erfíðara yrði að bera kennsl á lík og pynt- ingameistaramir áttu' til að troða rottum upp í fólkið. Talið er að stjórnvöld hersins hafí látið drepa nær 1100 manns og leynilögreglan nær 1000 að auki. Pinochet er enn yfírmaður hers- ins og hefur heitið herforingjum því að enginn þeirra verði dreginn fyrir rétt vegna glæpaverka á valdatíma hersins. Fulltrúa EB boðið í skoðun- arferð um Norður-Noreg Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaðsins. GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, hefur ákveð- ið að bjóða Franz Andriessen, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB), til Norður-Noregs í næsta mánuði. Er tilgangurinn meðal annars sá að sýna Andriess- en fram á nauðsyn þess að tillit verði tekið til bágrar stöðu sjávar- útvegs í Norður-Noregi í viðræðum Fríverslunarbandalags Evr- ópu (EFTA) og Evrópubandalagsins um F.vrópska efnahagssvæð- ið (EES). EFTA krefst fríverslunar með físk í EES-viðræðunum en í stað- inn hefur EB óformlega farið fram á veiðiheimildir í norskri og íslenskri fískveiðilögsögu. Undan- farið hefur verið rætt um mögu- legar lausnir í samningaviðræðum bandalaganna og hefur komið fram vilji hjá samningamönnum EB til að taka tillit til sérstöðu íslands sem felst í því hversu mjög ríkið er háð sjávarútvegi. Norð- menn hafa upp á síðkastið bent á að þijú nyrstu fylki landsins; Finn- mörk, Nordland og Troms, séu um margt lík íslandi að þessu leyti. Eldrid Nordba, utanríkisviðskipta- ráðherra Noregs, sagði t.d. í Genf á föstudag að deilan um fískinn gæti leitt viðræðurnar um EES í strand. Samkvæmt heimildum hér í Noregi hefur þessi aukna áhersla Norðmanna á hagsmuni sína í sjávarútvegsmálum vakið andsvör hjá öðrum EFTA-ríkjum sem ótt- ast að ágreiningur milli íslendinga og Norðmanna í þessu efni kunni að seinka niðurstöðu samningavið- ræðna. Ötrygg framtíð Iraks: Trúflokkadeilur og átök þjóða krauma undir niðri ÍRASKI uppreísnarleiðtoginn Mohammed Baker al-hakim sagðist í gær vilja fijálsar kosningar og jafnframt að hann byggist við því að írakar myndu kjósa yfir sig múslimastjórn. Al-Hakim er heittrú- aður shíti, eins og klerkarnir sem öllu ráða í íran, og með þessum orðum er hann vafalaust að boða svipaða stefnu og þeir. Að sögn Reuters-fréttastofunnar hafa aðrir íraskir uppreisnarleiðtogar, sum- ir úr röðum súnníta, vísað harðlega á bug hugmyndum um sérstakt ríki shíta í Suður-írak er sumir stjórnmálaskýrendur álíta að írönsk stjórnvöld vi(ji koma á laggirnar. Staða Kúrda í ríkinu er mál sem gæti aukið enn á flokkadrætti. Kúrdar í Norður-írak hafa lengi barist fyrir auknu sjálfræði og sagt er að þeir hafí nú þegar látið til sín taka í borginni Sulamaniya. Al-Hakim hvatti þá til að ráðast gegn liði Saddams forseta og styðja þannig við bakið á uppreisnar- mönnum shíta í Basra. „Við erum næstum því bandamenn," sagði hann um sambandið við Kúrdana. Síðar mun koma í ljós hvemig Kúrdum, sem eru um 15% íbúa landsins og múslimar en ekki ara- bar, reiðir af en Saddam hefur beitt þá miklu harðræði. Milljónir Kúrda búa einnig í Tyrklandi og íran auk Sovétríkjanna og hafa þeir margir barist fyrir eigin ríki um áraraðir, oft með skæruhernaði í írak. Fáein prósent íraka tala tyrkneska mállýsku en um 80% arabísku. Múslimar skiptast þannig í írak að rúm 5Ö% eru taldir shítar, þeir em einkum búsettir í hémðum er liggja að íran, rösklega 40% era súnnítar og fímm af hundraði kristnir. Súnnítar búa margir í Bagdad og nálægum héraðum og Saddam forseti telst sjálfur súnníti eins og öll ætt hans, Takriti, sem hann hefur troðið í flestar valda- stöður. Saddam var reyndar yfir- lýstur guðleysingi frá unglingsá- rum en hóf fyrir nokkrum áram að biðjast fyrir opinberlega til að laða til sín fylgi sanntrúaðra mú- slima. Shítar og súnnítar Hreyfíng múslima klofnaði fljót- lega í tvær meginfylkingar eftir dauða Múhameðs 632. Mikill meiri- hluti telst súnnítar sem leggja áherslu á að kóraninn sé eilífur, hann er í þeirra augum ekki raun- veraleg bók heldur er efni hans, sem Múhameð birti mönnunum, sjálf opinberan Guðs eins og Frels- arinn í kristindóminum, að sögn Kristjáns Búasonar, dósents við Háskólann. Kóraninn sé óumbreyt- anlegur og því megi ekki þýða hann á aðrar tungur en arabísku. Súnna merkir venja og súnnítar fylgja svonefndri erfikenningu sem merkir að þeir vilja fyrst og fremst leita ráða í sögnum af siðum, líferni og gjörðum Múhameðs þegar úr- skurða skal í málefnum samtímans og orð kóransins þykja ekki duga til. Einnig leggja þeir áherslu á að komist fræðimenn og lögspekingar islams að sameiginlegri niðurstöðu hljóti hún að vera rétt, þá séu þeir óskeikulir, og jafnframt er leyfílegt að úrskurða um nútímavandamál með tilvísun í hliðstæður í kóranin- um. Lög islams, sharia, byggjast á framangreindum undirstöðum og er ekki mikill ágreiningur um þau milli shíta og súnníta nútímans. Súnnítar viðurkenna ekki að aðrir en Múhameð geti átt beint sam- band við Guð og kalífamir, kjömir eftirmenn spámannsins, voru því aðallega veraldlegir valdsmenn. Shía merkir klofningur eða frá- vik og teljast flestir íranar til þessa hóps auk helmings íraka og all- margra manna í Sýrlandi og Líban- on. Shítar hylla afkomendur Hus- seins og Hassans sem vora synir Fatímu, dóttur Múhameðs, og Alis, eiginmanns hennar. Þeir telja að beinir afkomendur spámannsins eigi að hafa forystuna á hendi. Synimir féllu við Kherbala í írak árið 680 og er þar nú einn af merk- ustu helgistöðum shíta. Shítar álíta að 12 helgir menn af ætt Múha- meðs, imamar, hafí tekið við hlut- verki Múhameðs hver á fætur öðr- um og náð ákveðnu sambandi við Guð. Orð og túlkanir imama og fulltrúa þeirra séu því réttmætur viðauki við kóraninn. Shítar leyfa þýðingar kóransins á önnur mál. Beðið eftir leiðtoganum Klerkarnir í íran, sem fara með völdin, era fyrst og fremst kennar- ar og lögspekingar en annast fæst- ir trúarathafnir. Líkja má hlutverki imama og fleiri helgra manna shíta við stöðu páfans og dýrlinganna í heimi kaþólikka. Að sögn shíta hvarf síðasti imaminn, er átti engan erfingja, með dularfullum hætti á tíundu öld en mun birtast á ný og leggja allan heiminn undir islam. Ayatolla Khomeini Um hríð töldu margir að Ayatolla Khomeini væri fulltrúi horfna ima- mans. Lærifeður shíta í mörgum efnum, mútazílitar, draga forlaga- trúna nokkuð í efa og benda á að Guð geti ekki verið svo óréttlátur að refsa mönnum fyrir verk sem hann hafi sjálfur átt sök á og þeir hafí verið fyrirfram dæmdir til að inna af hendi. Eins konar málamiðl- un náðist í þessum efnum er súnnít- ar ákváðu að Guð skapaði að vísu verk mannanna en þeir gætu síðan sjálfir valið á milli þeirra. Loks má geta þess að súnnítar telja vafa- samt eða jafnvel óleyfílegt að gera myndir af guðlegum verum og dauðlegum mönnum en shítar leyfa mannamyndir. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.