Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991 37 Vernlmrður Sveins son - Minning’ Fæddur 7. apríl 1914 Dáinn 1. febrúar 1991 Vernharður Sveinsson fæddist að Nesi í Höfðahverfi hinn 14. apríl 1914. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Vilhjálmsdóttir frá Nesi, Þorsteinssonar frá Grýtubakka, og Sveinn Þórðarson frá Höfða, Gunn- arssonar bónda þar. Móðir Sigur- laugar var Valgerður Einarsdóttir, dóttir Elísabetar Sigurðardóttur Jónssonar frá Möðrudal, _ sem var síðari kona Einars bónda Ásmunds- sonar í Nesi. Vilhjálmur faðir Sigur- laugar og afi Vernharðs var bóndi og hákarlaformaður og kunnur sjó- sóknari, eins og frændur hans margir. Átti hann hákarlaskipið Akureyrina sem var frægt skip á sinni tíð, en þeir frændur voru upp- hafsmenn útgerðar á þessum slóð- um. Þórður Gunnarsson var mekt- arbóndi í Höfða, sonur séra Gunn- ars Ólafssonar prests Þorleifssonar í Höfða. Gunnar varð stúdent úr Bessastaðaskóla 1842 og talinn merkismaður. Vernharður Sveinsson ólst upp í Nesi í hópi þriggja systkina, Þórðar Vilhelms, sem fæddur var 1913 og dó 1964, og kvæntur var Jennýju ■ Oddsdóttur, og Guðrúnar, sem fædd er 1923 og gift var Magnúsi hejtn- um Magnússyni sendiherra. Árið 1928 fluttist Vernharður með for- eldrurn sínum til Akureyrar þar sem þau ráku um árabil Hótel Gullfoss af miklum myndarbrag. Hinn 1. október 1929 hóf Vern- harður Sveinsson störf hjá Mjólkur- samlagi KEA, sem stofnað hafði verið 1927 en tók til starfa hinn 6. mars 1928 undir stjórn hins merka frömuðar Jónasar Kristjáns- sonar samlagsstjóra. Tókst með þeim Vernharði vinátta sem hélst ævilangt. Fyrir áeggjan Jónasar fór Vernharður til Danmerkur árið 1934 og stundaði nám við Ladelund Landbrugs- og Mælkeriskole á Jót- landi suður af Álaborg og lauk það- an námi sem mjólkurfræðingur árið 1935 auk þess sem hann vann á eynni Als um tíma. Alla tíð minnt- ist Vernharður Danmerkurdvalar sinnar með ánægju og mat Dani mikils fyrir festu þeirra og vinnu- semi og ávallt þótti honum gott að koma til Danmerkur og snæða góð- an mat á góðum veitingastað, Spinderokken eða Sölleröd Kro. Eftir heimkomuna 1935 hélt Vernharður áfram störfum sínum hjá Mjólkursamlagi KEA, fyrst sem mjólkurfræðingur, síðar sem full- trúi Jónasar samlagsstjóra og frá 1967 sem mjólkursamlagsstjóri til ársins 1982 og fram til 1. septemb- er í haust við ýmis reiknings- og þjónustustörf. Vernharður var því starfsmaður samlagsins hartnær 60 ár, þegar frá er talinn námstími hans í Danmörku. Er þetta fágætt, ef ekki einsdæmi, hér á landi og þótt víðar væri leitað og sýnir betur en margt annað hollustu Vernharðs Sveinssonar og festu, og reyndist hann fyrirtækinu afburða vel og einkenndu trúmennska og heiðar- leiki öll störf hans. Hinn 31. október 1940 gekk Vernharður að eiga Maríu Svein- laugsdóttur Helgasonar, skipasmiðs og sjósóknara frá Grund í Mjóa- firði, og Rebekku Kristjánsdóttur frá Sandhúsi, af Brekkuætt. María hafði ráðist sem frammistöðustúlka til foreldra Vernharðs á Hótel Gull- fossi tveimur árum áður. Bjuggu þau fyrsta veturinn á heimili for- eldra hans en vorið 1941 settust þau að í gamla Frímúrarahúsinu við Hafnarstræti á Akureyri þar sem María stóð fyrir húsi mörg ár af miklum dugnaði og myndarskap. Árið 1947 fluttust þau í nýtt hús sitt að Laugargötu 2 á Akureyri og bjuggu sér þar heimili sem róm- að var fyrir smekkvísi og höfðings- brag og hefur margur maðurinn átt þar athvarf og var þar gott að koma gestum og gangandi. Vernharður Sveinsson gekk í reglu frímúrara ungur maður og starfaði þar til æviloka og helgaði sig því stafi af heiluírrhug. Hann sat í stjórn Osta- og smjörsölunnar um langt árabil og vann þar gott starf og ásamt með vini sínum, Val heitnum Arnþórssyni kaupfélags- stjóra, vann hann að byggingu hins nýja og glæsilega húss Mjólkursam- lags KEA og lagði hann þar í allan hug sinn. Mátu þeir tveir hvor ann- an mikils. Vernharður var einn af brautryðjendum í golfi hér á Akur- eyri, um mörg ár stundaði hann laxveiði með góðum vinum og um langan tíma spilaði hann brids og naut lífsins í hópi vina sinna. Vernharður Sveinsson hafði eng- in bein afskipti af stjórnmálum, þótt menn vissu hvert hugur hans hneigðist, en hann hafði brennandi áhuga á efnahags- og atvinnumál- um og þjóðmálum og fylgdist vel með gangi heimsmála og var ekki komið að tómum kofunum þar. Hann hafði einnig sérstakan áhuga á íþróttum hvers konar og var fús að ræða þessi áhugamál sín við vini sína. Hann var fróður um menn og málefni og las stöðugt mikið, og síðasta verk hans hér í heimi var að panta bækur í Amtsbókasafninu til að lesa en þeim lestri lauk hann aldrei hérna megin grafar. Vernharður Sveinsson var dags- farsprúður maður og farsæll, af- skiptalítill, þurr á manninn í við- skiptum, en hlýr og elskulegur þeim sem honum kynntust. Ekki síst hændust börn og ungmenni að hon- um og sýndi hann þeim virðingu og nærgætni. Venna kynntist ég barn að aldri. Man ég margar stundir með honum og Maju, frænku minni, ekki síst á jólum forðum daga heima í Laugargötu. Kímilegar sögur og leikir og þraut- ir og spilagaldrar hans líða mér seint úr minni. Þá var honum skemmt þegar aðrir glöddust. Eftir að við settumst að á Akureyri fyrir tæpum 20 árum með stóran barna- hóp komum við Gréta til þeirra Venna og Maju frænku hvern að- fangadag og hver jól og þar áttum við öll athvarf. Gott er að eiga góða að. Vernharður Sveinsson var höfð- ingi af íslenskum hofðingjaættum, stórlátur en hjartahlýr og góður maður. Við Gréta og börn okkar sendum Maju frænku vinarkveðjur og vottum henni samúð okkar. Blessuð sé minning Vernharðs Sveinssonar. Tryggvi Gíslason Sigurbjörg Páls- dóttir - Kveðjuorð Mig langar að minnast frænku minnar, Sigurbjargar Pálsdóttur, sem lést 28. janúar sl. með örfáum orðum, þótt margur hafi orðið til þess á undan mér. Þetta á hvorki að vera æviágrip eða ættartala, aðrir hafa þegar gert því skil, aðeins minningarbrot frá fyrstu bernskuárum hennar. Ég var sautján ára þegar hún fæddist 9. febrúar 1928 og dvald- Leiðrétting í minningargrein í blaðinu í gær um Tómas Geirsson, eftir Björgu Ólafsdóttur, urðu þau mistök við vinnslu greinarinnar að eftirfarandi kafli í henni féll niður, en þar segir frá börnum hans og konu hans Dagnýjar: Börn þeirra eru Helga, gift Reyni Mássyni, hann lést 1979, þau eignuðust 4 börn. Sigurður, kvæntur Guðrúnu Jakobsdóttur, þau eiga eitt barn. Geirrún, gift Jóhannesi Kristinssyni, hann lést 1990, þau eignuðust 7 börn. Barna- börnin eru orðin 4. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. ist ég þá á heimili hennar. í þá daga fóru fæðingar fram á heimil- unum og var ég fengin til aðstoðar á heimilið af því tilefni. Hún varð snemma sólskinsbarnið og yndi heimilisins og segja má að sá eigin- leiki hafi fylgt henni æ síðan að bera birtuna með sér hvar sem hún fór, sakir glaðlyndis og góðvilja. Hún var fyrsta barnabarn for- eldra minna og kom oft í heimsókn á æskuheimili mitt, Litla-Hvamm, sem var lítil bújörð í Reykjavík að þeirra tíma hætti. Þá dvaldi hún stundum í nokkra daga hjá okkur og það voru miklir hamingjudagar fyrir alla aðila. Dilla minntist þessara daga alla tíð með mikilli gleði eins og henni var lagið. Síðar dvaldist ég oft sinnis á heimili hennar góðu foreldra í Keflavik, hjá systur minni og mági, og fylgdist með þeim systrum, Dillu og Tobbu, vaxa úr grasi. Ég á því heimili, Suðurgötu 5, allt gott að gjalda og minnist þeirra tíma með miklu þakklæti og gleði. Síðar þegar Dilla sem unglingur var að byija nám í Verzlunarskóla íslands í Reykjavík, var ég svo heppin að geta boðið henni að búa hjá mér og manninum mínum, tvo fyrstu veturna og var það okkur öllum til ánægju, þótt húsakostur væri ekki mikill. Að lokum vil ég senda ástvinum hennar mínar innilegustu sam- úðarkveðjur, eiginmanni, börnum, barnabörnum, systur og öðrum ættingjum. Elsku frænku minni óska ég góðrar ferðar yfir landamærin. Við komum öll á eftir lienni þó síðar verði. Guð fylgi henni. Magga frænka Guðbjörg Olafs- dóttir - Minning Fædd 15. maí 1923 ....' Dáin 21. febrúar 1991 Nú er hún elsku amma mín dáin og mun ég sárt sakna hennar. Var hún kölluð Gauja og því festist nafnið Gauja amma við hana. Hún amma var yndisleg manneskja, elskuleg og góð. Eg mun alltaf minnast þess er ég var lítil táta og kom í heimsókn til ömmu. Vildi ég þá endilega spila hin ýmsu spil við hana. Með ömmu átti ég margar yndis- legar stundir sem munu ávallt vera geymdar í hjarta mínu. Ég má þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast henni og átt allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Hún amma var mikið náttúru- barn, þótti mjög gaman að því að vera úti í sólinni og labba um hina ýmsu staði með afa. Verst þykir mér að amrna skyldi ekki fá að lifa til vorsins til þess að fá þá hlýju og birtu sem kemur í kjölíar þess. Sennilega er allt hlýtt, bjart og fullt af gróðri á þeim stað sem hún dvel- ur nú á. Ég kveð hana því með þessu ljóði: Þegar örmum vetur vefur visna björk í skógarþröng, þrái ég vorsins þýðu óma, þyt í laufi og fuglasöng. Frjálsa, glaða, litla lóa, ljóð þín eiga töframátt, burt þú syngur sorgir mínar, svífur glöð um loftið blátt. (Halldóra B. Björnsson) Góði Guð, gef þú Óskari afa og nánustu ættingjum Gauju ömmu styrk í þeirra sorg. Rakel Magnúsdóttir Mig langar með nokkrum orðum að kveðja tengdamóður mína, Guð- björgu Ólafsdóttur, en hún varð bráðkvödd 21. febrúar sl. Þá var sólbjartur vetrardagur og vorið á næsta leiti. Hún beið vorsins með óþreyju enda náttúrubarn og hver hlýindadagur veitti henni mikla gleði. Þá gat hún gengið um holt og hóla, drukkið kaffið sitt í góðri laut og andað að sér gróðurilmi. Guðbjörg fæddist í Geirakoti, Fróðárhreppi 15. maí 1923 en for- eldrar hennar voru Ólafur Gíslason bóndi þar og kona hans, Ólöf Ein- arsdóttir. Guðbjörg var ein fjórtán barna þeirra hjóna og má geta nærri að mikið annríki hefur verið á þeim bæ. Nokkuð skarð er nú komið í þennan systinahóp. Nú eru aðeins sjö þeirra á lífi en rúmri viku áður en Guðbjörg lést, komu þau saman við jarðarför bróður. Árið 1943 giftist Guðbjörg Óskari S. Lárussyni og eignuðust þau fimm börn. Eitt þeirra dó í frumbernsku en hin eru Bára, fædd 1943, Aldís, fædd 1946, Davíð, fæddur 1947, og Helga, fædd 1955. Barnabörnin urðu sex og eitt barna- barnabarn. Ég kynntist Guðbjörgu fyrir rúm- um tuttugu árum. Hún kom til dyr-- anna eins og hún var klædd, hæg- lát kona og hjartahlý og gerði ekki miklar kröfur til annarra. Hún var barn síns tíma en skildi að nýjum tímum fylgja nýir siðir. Þess vegna var hún ætíð jákvæð og fordóma- laus og dró aldrei kjarkinn úr okkur sem næst henni stóðu, hvað svo sem við tókum okkur fyrir hendur. Um leið og ég þakka tengdamóð- ur minni samfylgdina vil ég gera orð skáldkonunnar Huldu að mínum er hún segir: Sorg og gleði auður er Mig langar í fáum orðum að kveðja ömmu sem nú er liðin á braut þess sem er okkur hulið. Hún var alltaf góð við okkur barnabörnin þessi ár sem hún lifði með okkur. Síðustu árin vildi hún verja öllum sínum tíma með barnabörnum sín- um og ég átti alls ekki von á því að samverustundir okkar yrðu ekki lengri, en vegir Guðs eru órannsak- anlegir. Ég þakka fyrir samveru- stundirnar með henni og minning hennar sem góð og hjartahlý kona mun alltaf lifa í hjarta mínu. Ég kveð hana með þessum orðum í •*. þeirri von að vegir okkar munu ein- hvern tíma mætast aftur. í önnum dagsins öndin mín með ást og trausti leitar þin, sem gefur veikum þor og þrótt og þunga léttir sorgamótt. Lát hjarta og starf mitt helgast þér, í harmi og freisting lýs þú mér, og leið mig heim, þá líf mitt þver. (Sig. Vigfússon frá Brúnum) Góði Guð. Styrk þú afa á þessari sorgarstundu. Vigdís Magnúsdóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, BJARGAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR. Axel Sveinbjörnsson, Lovísa Jónsdottir, Guðrún S. Borgen, Erna S. Thompson, Bergljót Sigurðardóttur, Ágúst Böðvarsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Njálsgötu 92, Reykjavik. Kristín Einarsdóttir, Óli Elvar Einarsson, Fríða B. Þórarinsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.