Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991 39 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðlaugur Pálsson ásamt stjórn Kaupmannasamtaka Suðurlands, Bárði Guðmundssyni, Sigurði Þór Sigurðssyni og Gunnari B. Guðmundssyni. KAUPMANNASAMTÖK SUÐURLANDS: Guðlaugnr Pálsson gerður heiðursfélagi Selfossi. Jú, jú ég er hress með viðskipt- in í dag eins og vant er. Mað ur er með opið milli hálf tíu og fimm og svo á kvöldin frá átta til hálf tíu. Það kemur oft fólk á kvöldin og ekkert síður þá en á daginn," sagði Guðlaugur Pálsson sem hélt upp á 95 ára afmælisdag sinn 20. febrúar. Kaupmannasamtök Suðurlands gerðu Guðlaug að heiðursfélaga sínum 22. febrúar og heimsóttu forystumenn félagsins Guðlaug af því tilefni og afhentu honum veglega blómakörfu og heiðurs- skjal. Yngri mennimir í stjórn félagsins höfðu á orði að þeir hefðu nú aldrei upplifað að af- greiða við skenk eins og Guðlaug- ur gerir daglega. Guðlaugur hóf verslun 4. des- ember 1917. Hann leigði húsnæði undir hana fyrstu tvö árin en flutti síðan í núverandi húsnæði. Versl- unin hefur verið nánast óbreytt allan þennan'tíma, nema hvað hillur hafa verið endumýjaðar. Gólfhlerinn er á sínum stað og þar fyrir neðan kjallarinn þar sem allt er í röð og reglu eins og reyr.d- ar allt í versluninni. Skrifpúltið á sínum stað, líka kontórinn fyrir innan og kaupmaðurinn sjálfur skýst léttfættur homa í milli í búðinni. Guðlaugur eignaðist 6 börn með konu sinni Ingibjörgu Jónas- dóttur og eitt barn fyrir hjónaband þeirra. Hann á nú 20 langafa- börn, það yngsta er fjögurra mánaða. Sig. Jóns. íþróttamaður ársins 1990 ásamt foreldrum sínum og bróður: Jensínu Halldóra Dagný Sveinbjörnsdótt- Sævarsdóttur, Ragnari Sveinbjörnssyni og Sveinbirni Ragnarssyni. *r íþróttamaður ársins í Bolung- arvík. IÞROTTAMAÐUR ARSINS: Halldóra best í Bolungarvík UNG ogefnilegsundkona, Hall- dóra Dagný Sveinbjömsdótt ir, var valin íþróttamaður ársins í Bolungarvík fyrir árið‘1990. Halldóra er vel að þessari viður- kenningu komin, hún hefur allt frá sjö ára aldri stundað sundíþróttina af mikilli samviskusemi og dugn- aði, lengst af með Ungmennafélagi Bolungarvíkur en æfir nú með sundliði Akurnesinga þar sem hún er við nám í Fjölbrautaskóla Akra- ness. Bestum árangri hefur Halldóra náð í 400 og 600 m skriðsundi og hefur hún sett sex Vestfjarðamet. Halldóra var valin í unglingalands- lið íslands fyrir fjórum árum og í A-landsliðið fyrir rúmu ári. í hófi sem íþróttaráð og bæjar- stjóm efna til árlega í tilefni af kjöri íþróttamanns ársins vora fjöl- mörgum veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í hinum ýms- um íþróttagreinum. Einnig voru veittar viðurkenn- ingar þeim fyrirtækjum sem stutt höfðu vel við íþróttastarfsemina í Bolungarvík, þau fyrirtæki sem viðurkenningu fengu voru: Jón Fr. Einarsson, Einar Guðfínnsson hf., Mjölnir hf., Vélvirkinn sf. og Sjóvá- Almennar. - Gunnar V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! COSPER COSPER vöfflujárn ■elecfcric hárliðunartæki með heitum blæstri BORGARTÚNI28, SÍMI622901. LaiA 4 stoppar við dymar ★ Pitney Bowes- póstpökkun Mjög hentug fyrirtækjum, bæjarfélögum, stofnunum Brýtur blaðið, setur í umslag og lokar því OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 HELDUR BETUR! Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíóum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.