Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 4
4
MORGUNBEAÐIÐ MIÐVIKODÁGUR' 6. MÁ«Z Í93E
Þormóður rammi hf.:
Ekki byijað að selja
viðbótarhlutaféð
Beðið meðan deilur standa
SALA hlutafjár í Þormóði
ramma hf. meðal íbúa Siglu-
Sjöunda tog-
ararallið hafið
SJÖUNDA togararallið hófst í
gær en fimm togarar taka þátt
í rallinu í tuttugu daga, að sögn
Sigfúsar A. Schopka fiskifræð-
ings hjá Hafrannsóknastofnun.
I rallinu verður togað á tæplega
600 stöðum á öllu landgrunninu
við ísland og því ætti að koma
fram hvort þar er einhvers staðar
aukin fiskgengd vegna Græn-
landsgöngu.
Togaramir, sem taka þátt í rall-
inu, eru Amar frá Skagaströnd,
Bjartur frá Neskaupstað, Hoffell
frá Fáskrúðsfirði, Rauðinúpur frá
Raufarhöfn og Vestmannaey VE.
fjarðar er ekki hafin enn en
samþykkt var á hluthafafundi
í fyrirtækinu 27. desember sl.
að auka hlutaféð unr50 milljón-
ir kr. með forkaupsrétti Sigl-
firðinga. Að sögn Róberts Guð-
finnssonar, framkvæmdasljóra
Þormóðs ramma, ákváðu eig-
endurnir að bíða þar til séð
yrði fyrir endann á deilunum
vegna sölu fyrirtækisins áður
en ráðist yrði í hlutafjáraukn-
inguna.
Bæjarbúar á Siglufirði eiga for-
kaupsrétt á hlutafénu sem selt
verður á sama gengi hlutir Drafn-
ars hf. og Egilssfldar hf. sem
keyptir vom af ríkissjóði. „Salan
fer að hefjast. Við vildum leyfa
umræðunni að ganga niður og í
framhaldi af því munum við bjóða
hlutabréfin til sölu,“ sagði Róbert.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 6. MARZ
YFIRLIT í GÆR: Víðáttumikíð lægðarsvæöi suður og suðaustur af
landinu en 1027 mb hæð fyrir norðan land.
SPÁ: Norðaustan átt um mestallt landið, víðast kaldi. Rigning um
austanvert landið, líklega einnig vestur með suðurströndinni og á
annesjum norðanlands má búast við rigningu eða slyddu. Á Suð-
vestur- og Vesturlandí verður þurrt að mestu en líklega skýjað.
Fremur hlýtt verður áfram, víðast 3-6 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA;
HORFUR Á FIMMTUDA6 OG FÖSTUDAG: Austlæg átt og víðast
2ja-5 stiga hiti. Þurrt og líklega nokkuð bjart veður í innsveitum
norðanlands en skýjað í öðrum landshlutum og víða dálítil rigning.
TÁKN:
Heiðskirt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Atskýjað
a Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/■»/■» Slydda
/ * /
* * *
* # * * Snjókoma
# # #
•\ o Hitastig:
10 gráður á Celsius
V Skúrir
y Él -
Þoka
zzz Þokumóða
? 5 5 Súld
OO Mistur
4 Skafrenningur
K Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hiti 3 6 veftur suld skýjað
Bergen 5 rigning
Helsinki +2 skýjað
Kaupmannahöfn 0 súld
Narssarssuaq vantar
Nuuk vantar
Osló 2 þokumóða
Stokkhólmur Q þokumóða
Þórshöfn S rlgning
Algarve 16 skúr
Amsterdam 10 rigning og súld
Barcelona 13 þokumóða
Berlín vantar
Chicago +2 léttskýjað
Feheyjar 7 þoka
Frankfurt 7 rigning
Glasgow 10 skýjað
Hamborg 6 rigning og súld
Las Palmas vantar
London 11 rigning
LosAngeles 13 alskýjað
Lúxemborg 10 rígning
Madrfd 12 skýjað
Malaga 15 alskýjað
Mallorca 20 skýjað
Montreal vantar
New York a4 alskýjað
Orlando 9 léttskýjað
Parls 14 alskýjað
Róm 16 hálfskýjað
Vln 3 þokumóða
Washington vantar
Winnipeg +9 snjókoma
Tvöföldun Reykjanesbrautar:
Þarf 2-3 ár til fram-
kvæmdanna eftir að
undirbúningi lýkur
Hugsanlegt að hefja framkvæmdir í
sumar, segir aðstoðarvegamálasljóri
TVÖ til þrjú ár þarf til að hefja og ljúka Verki eins og að tvöfalda
Reykjanesbraut, eftir að undirbúningi og hönnun er lokið, að sögn
Helga Hallgrímssonar aðstoðarvegamálastjóra. Samkvæmt mati
Vegagerðarinnar má ætla að kostnaður við slíka framkvæmd nemi
um 1.200 milljónum króna. Helgi sagði í samtali við Morgunblaðið,
að Vegagerðin hefði ekkert erindi fengið varðandi þessa fram-
kvæmd. Hann sagði hugsanlegt
verkið í sumar.
Ólafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra hefur kynnt í ríkis-
stjórninni hugmyndir um að flýta
ýmsum framkvæmdum sem ríkið
stendur að eða ber kostnað af, í
því skyni að tryggja atvinnu þar
sem virkjana- og álversfram-
kvæmdir frestast. Þar á meðal hef-
ur hann nefnt tvöföldun Reykjanes-
brautar og lýsingu meðfram henni.
Helgi Hallgrímsson sagði að þeg-
ar svo stór verkefni sem þetta væru
annars vegar kæmi venjulega erindi
þar að lútandi frá fjárveitinganefnd
Alþingis. Hann var spurður hvort
Vegagerðin hefði fengið eitthvert
erindi um þetta. „Ekki er mér kunn-
ugt um það, enda eru þetta fyrst
og fremst fregnir sem við höfum
frá fjöimiðlum," sagði hann.
Helgi sagði að áður hafi verið
metinn kostnaður við að tvöfalda
Reykjanesbraut og að lýsa hana hjá
Vegagerðinni, á það bæri þó ekki
að hefja fyrstu framkvæmdir við
að líta sem kostnaðaráætlun. Sam-
kvæmt því er kostnaður við tvöföld-
un brautarinnar metinn um 1.200
milljónir króna og við lýsingu með
veginum 100 til 200 milljónir.
Hann sagði ekki vera hægt að
svo stöddu að segja ákveðið um hve
langan tíma Vegagerðin þyrfti til
að undirbúa verk af þessu tagi.
„Auðvitað er alltaf æskilegt að
svona stórframkvæmdir séu
ákveðnar með allgóðum fýrirvara,
þannig að mönnum gefist tími til
að undirbúa og hanna og gera það
sem þarf til að svona framkvæmd
fari vel fram þegar í hana er ráðist.“
Helgi sagði að þessu verki lyki
ekki á einu ári, en hugsanlega
væri hægt að hefja það í sumar.
Hann sagði að eftir að undirbúningi
væri lokið mætti segja að tvö til
þijú ár væru hæfilegur fram-
kvæmdatími.
íslenskir aðalverktakar:
Almenningshluta-
félag undirbúið
HAFINN er undirbúningur þess að breyta Islenskum aðalverktökum sf.
í almenningshlutafélag með dreifðri eignaraðild i samræmi við viljayfir-
lýsingu eigenda fyrirtækisins, sem undirrituð var I tengslum við breytt
eignarhlutföll þegar íslenska ríkið eignaðist meirihluta í félaginu í
fyrra. Þá var rætt um að á fimm árum yrði félaginu breytt. Stefán
Friðfinnsson forstjóri Aðalverktaka sagði f samtali við Morgunblaðið
í gær að 5 ár væru ýtrustu tímamörk. „Menn ætla sér að gera þetta
miklum mun hraðar," sagði hann.
Nefnd hefur verið falið að kanna
hvernig breyta megi Islenskum að-
alverktökum sf. í almenningshluta-
félag og skipar hver eignaraðili
fulltrúa í nefndina, það er ríkið, sem
á 52% hlut í félaginu, Reginn hf.,
sem á 16%,Q'oneinaðir verktak-
ar hf. sem eiga 32%.
Stefán Friðfinnsson sagði það
vera nokkuð flókið mál að breyta
eignarformi félagsins og hefði
nefndin komið saman til að ræða
það. Gert hefur verið ráð fyrir að
á næstunni hieypti nefndin krafti í
vinnuna.
Stefán sagði að helstu vandamál-
in sem þyrfti að yfirstíga vörðuðu
mjög mismunandi eignarhlutföll.