Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBL'Af)IÐ MlLVIKUbAGUR 6. MARZ 1991 Morgunblaðið/Einar Falur Tríó Reykjavíkur. Reykjavíkurkvartettinn, Blásarakvintett Reykjavíkur. Afmælistónleikar Tónlistarskólans ÞRÍR vel þekktir tónlistarhópar leika í Bústaðakirkju miðviku- daginn 6. mars, Tríó Reykjavíkur, Reykjavíkurkvartettinn og Blásarakvintett Reykjavíkur. Tilefnið er 60 ára afmæli Tón- listarskólans í Reykjavík, en flest- ir hljóðfæraleikaranna hafa stundað nám og/eða kennslu við skólann árum saman. Tónleikarnir eru afmælisgjöf flytjendanna til skólans á þessum tímamótum. Leikin verða verk eftir Mozart, Karólínu Eiríksdóttur, Þorkel Sig- urbjömsson og Carl Nielsen. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfír. Tónleikamir hefjast kl. 20.30. Þjóðhagsstofnun um áhrif innri markaðar EB á íslenskan iðnað: Samkeppnisstaðan versn- ar vegna lægra vöruverðs ÍSLENSK iðnfyrirtæki geta að jafnaði gert ráð fyrir versnandi sam- keppnisstöðu vegna verðlækkunar á innfluttum iðnaðarvörum frá Evrópubandalaginu (EB) þegar innri markaður bandalagsins verður orðinn að veruleika. Hins vegar kemur afnám hafta á fjármagns- markaði islenskum iðnfyrirtækjum til góða á sama hátt og fyrirtækj- um innan EB, og gefur tækifæri á aðgangi að ódýrari fjármálaþjón- ustu. Þetta eru meðal annars niðurstður Þjóðhagsstofnunar úr athug- un á áhrifum evrópska efnahagssvæðisins (EES) á íslenskan iðnað. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar, sem er nýkomin út, segir að í raun sé um að ræða mat á áhrifum innri markaðar Evrópubandalagsins á íslenskan iðnað, frekar en samning- um EFTA landanna og EB um evr- ópskt efnahagssvæði. Þær breyt- ingar sem vænta megi af markaði EB á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja séu í sjálfu sér óháðar evrópska efnahagssvæðinu þótt með EES samningunum verði áhrif- in af Evrópusameiningunni líkust því sem gerist meðal aðildarþjóða EB. Gert er ráð fyrir að almennt verð- lag geti lækkað um allt að 6% í EB eftir að innri markaðurinn verð- ur að veruleika 1993. Þjóðhags- stofnun telur að gangi þetta eftir geti íslendingar búist við að verð innflutnings frá Evrópubandalag- inu lækki um svipað hlutfall. Þetta gæti haft í för með sér viðskipta- kjarabata upp á 0,5-1% af vergri landsframleiðslu. Hins vegar gæti lægra samkeppnisverð haft nei- kvæð áhrif á samkeppnisstöðu inn- lendra framleiðenda, þótt lægra hráefnisverð myndi að nokkru leyti bæta það upp. Þjóðhagsstofnun segir, að tiltölu- lega lítill hluti íslenskra fyrirtækja starfí í þeim 40 iðnaðargreinum sem taldar eru næmastar fyrir myndun innri markaðar Evópu. Þarna er um að ræða greinar eins og sælgætis- gerð, skó- og fatagerð, leirsmíði, ullarþvott og vinnslu, leirsmíði, skipasmíði og skartgripagerð. Hins vegar telur stofnunin að nokkrar iðnaðargreinar gætu orðið fyrir miklum áhrifum af auknu viðskipta- frelsi í kjölfar samninga um EES, sérstaklega ef tilslakanir verða á viðskiptahindrunum með landbún- aðarafurðir. Eru þetta m.a. slátrun og kjötiðnaður, mjólkuriðnaður, brauðgerð, annar matvælaiðnaður, skinnaverkun og skipaiðnaður. Séu þessar greinar taldar með væri um þriðjungur af íslenskum markaði næmur fyrir samkeppni vegna innri markaðar EB og myndunar EES. Fjárhagsáætlun Kópavogs samþykkt; Heildartekjur bæjarins áætlaðar 2.422 milljónir „Skuldasöfnun hætt,“ segir Gunnar l. Birgisson, formaður bæjarráðs SÍÐARI umræða um fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir 1991 fór fram á bæjarstjórnarfundi s.l. fimmtudag. Heildartekjur bæjarfélagsins eru áætlaðar tæpar 2.422 m.kr. Þar af eru sameiginlegar tekjur áætlaðar 1380 m.kr., þjónustutekjur 393 m.kr., gatnagerðargjöld 515 m. kr. og framlög frá ríkinu eru rúmar 130 m.kr. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjarstjórnar en fulltrúar minnihlutans sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs, segir að á síðasta ári hafi verið neikvæður mismunur á bæjarsjóði Kópavogs upp á 433 m.kr. en áætlanir hafí gert ráð fyr- ir 71 milljón króna í tekjuafgang til að greiða niður skuldir. „Fjár- hagsáætlun fyrir árið 1990 var mjög óraunhæf," segir Gunnar. „Sameiginlegar tekjur voru ofáætl- aðar um 60 m.kr., þjónustutekjur um 100 m.kr. og síðan 'fóru rekstur og framkvæmdir tæpar 280 m.kr. fram úr áætlun aðallega vegna óraunhæfrar áætlanagerðar. Þetta var búið sem við tókum við og gát- um ekki haft áhrif á fyrr en nú þar sem núverandi meirihluti tók við á miðju síðasta ári.“ Hann sagði stærsta útgjaldalið bæjarsjóðs vera félagsmál en til þeirra verður varið 405 m.kr. á árinu. Til fræðslu- og menningar- mála er varið 320 m.kr. og til æsku- lýðs- og íþróttamála 250 m.kr. Þá má nefna að tii framkvæmda á nýjum götum og endurbyggingu eldri gatna er áformað að veita 640 m.kr. á árinu. „Helsta stefnubreyting frá fyrri áætlunum er sú að við ætlum að hafa nægilegt lóðaframboð í Kópa- vogi. Við erum að vinna að tveimur stórum verkefnum í því sambandi, Digraneshlíðum og Smárahvammi. Rekstur bæjarfélagsins og annað er í mjög svipuðu horfi en við höfum stokkað upp stjómkerfið þannig að það er betur í stakk búið til að fást við aðhald og betri nýtingu á fjár- magni en verið hefur undanfarin ár. Við gerum ráð fyrir að borga ekki af skuldum á þessu ári en einn- ig að taka ekki neitt að láni nema fyrir því sem bæjarsjóður fór fram úr í fyrra. Það sem við erum að gera núna er að stöðva skuldasöfn- unina,“ segir Gunnar. „Tillögur minnihlutans gengu út á hækkun tekna um 9 m.kr. og heildarhækkun á fjárhagsáætlun um 33 m.kr. Minnihlutinn hlýtur því á heildina litið að hafa verið nokkuð ánægð- ur.“ Guðmundur Oddsson, oddviti Al- þýðuflokksins í bæjarstjórn Kópa- vogs, sagði fulltrúa minnihlutans hafa lagt fram mjög ákveðna bókun við afgreiðsluna. Minnihlutinn hefði lagj; sameiginlega fram nokkrar breytingartillögur og hefði þar fyrst og fremst verið um að ræða áherslu- breytingar varðandi atriði sem minnihlutanum hefði fundist vanta inn í áætlun meirihlutans. „Tillögur okkar vörðuðu fyrst og fremst þætti í félags- og menningarmálum. Við gerðum ekki ítarlegar breytingartil- lögur við áætlunina sjálfa heldur tókum nokkur atriði út úr. Ástæðan fyrir því er að við teljum áætlunina mjög óraunhæfa. Hún byggir fyrst og fremst á 515 m.kr. tekjum af gatnagerðar- og yfirtökugjöldum. Ef að þau gjöld ekki skila sér þá kemur gat á áætlunina því þegar verður búið að ráðast í framkvæmd- irnar. Þetta þýðir því einungis aukn- ar lántökur í árslok,“ segir Guð- mundur. Hann segir meirihlutann hafa haft uppi mörg orð um að hafa tekið við slæmu búi og mikilli skuld- setningu á síðasta ári en ætla svo ekki að veija einni einustu krónu í að borga upp lán. „Þeir hafa sjálfir tekið um 400 m.kr. að láni á þeim sjö mánuðum sem þeir hafa stjóm- að sem- segir okkur að þrátt fyrir allan hamaganginn fyrir kosningar hefur staðan ekki reynst verri en svo að þéir telja sig geta tvöfaldað framkvæmdaféð og ekki látið krónu í skuldir. Að vissu leyti er ég ekki óhress með að hægt sé að leggja fram svona fjárhagsáætlun. Það sýnir að staða Kópavogsbæjar er mjög sterk þó að ég óttist að áætl- unin gangi ekki upp.“ o C0 Helluborð „Moon“ keramik yfirborð, snertirofar, svartur rammi eða stálrammi, fjórar hellur, þaraftvær halógen og ein stækkanleg, hitaljós, tímastilling á hellum. TH 2010 Helluborð Keramik yfirborð, svartur eða hvítur rammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen og ein stækkanleg, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. TH490 Helluborð „Moon“ kermik yfirborð, stálrammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. TH 483 B Helluborð Keramik yfirborð, svartur eða hvítur rammi, fjórar hellur, þar af tvær halógen, sjálfvirkur hitastillir og hitaljós. Funahöfða 19 sími 685680 V)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.