Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991
19
Drög að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um skattamál:
Tekjuskattar verði
lækkaðir í 30-35%
LÆKKA þarf tekjuskatt einstaklinga niður í 35%, telguskatt fyrir-
tækja niður í 30-35%, aðstöðugjald verður að hverfa auk þess sem
undirbúa þarf lækkun virðisaukaskattshlutfalls niður í 15%, segir
í drögum að landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um skatta-
mál, sem kynnt voru á opnum fundi skattanefndar flokksins í
gær. Fundurinn bar yfirskriftina „Minni skattheimta - minni
ríkisumsvif". Frummælendur á fundinum voru Þorsteinn Pálsson
formaður Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Birgison framkvæmdastjóri
og Sigurður B. Stefánsson framkvæmdastjóri.
fyrirtækja. „Skatthlutfall í tekju-
skatti fyrirtækja verður að lækka
í a.m.k. 35%, ef fyrirtæki á ísiandi
eiga ekki að búa við lakari skilyrði
að þessu leyti en gengur og gerist
erlendis."
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti ávarp á fund-
inum.
Aðalstjórn Borgaraflokksins:
Hvatt til framboðs frjálslyndra
í ávarpsorðum sínum sagði Þor-
steinn Pálsson að meginvandinn á
sviði skattamála væri á útgjaldahlið
ríkiskerfisins. „Þar þurfum við að
taka á tröllauknum verkefnum.
Kröfurnar um útgjöld eru óendan-
legar, sjálfvirkni í kerfinu er þess
eðlis að þar þarf að spyrna við
fæti og standa fyrir markvissri end-
urskipulagningu. Eitt af megin-
verkefnunum verður að hefja á ný
sölu á ríkisfyrirtækjum og við þurf-
um á ýmsum sviðum opinberrar
þjónustu að endurskipuleggja starf-
semi ríkisins með því að bjóða út
rekstrar- og þjónustuverkefni af
ýmsu tagi,“ sagði Þorsteinn.
I drögum að ályktun landsfundar
um skattamál kemur fram að ein-
falda þurfi skattheimtu og gera
hana skilvirkari með því að treysta
og afmarka skattstofna, lækka
skatthlutföll, fækka skattþrepum
og fækka undanþágum.
„Leita þarf leiða til að lækka
núverandi tekjuskattshlutfall niður
í 35% meðal annars með fækkun
frádráttarliða. Standa ber vörð um
núverandi skattleysismörk en hug-
myndum um fleiri skattþrep er
vísað á bug,“ segir í drögunum.
Jafnframt kemur þar fram að
undirbúa beri umtalsverða lækkun
virðisaukaskattshlutfalls niður í
15%. „Þessu markmiði þarf að ná
með breikkun skattstofnsins (af-
námi undanþága), minni ríkisum-
svifum og óbreyttri heildarskatt-
lagningu á áfengi, tóbak og
bensín.“
Auk þess segir að lækka þurfi
tekjuskattshlutfall niður í 30-35%
til samræmis við það sem stefnt er
að hjá grannþjóðunum. Þá kemur
fram að aðstöðugjald verði að
hverfa, enda eigi það sér ekki hlið-
stæðu meðal grannþjóðanna.
„Skattlagning á veltu er frumstæð
og skaðleg framförum í atvinnulíf-
inu,“ segir í drögunum.
Að sögn Ragnars Birgissonar
hefur þróun skattamála hér á landi
verið í öfuga átt við þróunina í
nágrannalöndunum undanfarin ár.
„A síðustu fjórum árum hafa skatt-
ar aukist allverulega hér á landi.
Skatttekjur sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu hafa aukist úr
29,6% árið 1987 í 35,3% árið 1990.
Á sama tíma og skatthlutfallið hef-
ur hækkað um rúmlega 5 prósentu-
stig á síðustu fjórum árum hafa
skattar verið að lækka í mörgum
ríkjum OECD,“ sagði Ragnar.
Ragnar gerði hátt virðisauka-
skattshlutfall jafnframt að umtals-
efni. „Virðisaukaskattshlutfall er
hærra hér en í nokkru öðru landi
nema írlandi. Ætla má að miðað
við óbreyttar tekjur sé hægt að
lækka virðisaukaskattinn úr 24,5%
í 20%, ef allar undanþágur væru
felldar niður. Með lækkun skattpró-
sentu og niðurfellingu á undanþág-
um má gera ráð fyrir auknum við-
skiptum innanlands og bættum
skattskilum. Væri því að öllu öðru
óbreyttu eflaust hægt að lækka
skattinn niður í 15%, án þess að
ríkissjóður yrði af ýkja miklum tekj-
um,“ sagði Ragnar.
Jafnframt talaði hann um að ís-
land skæri sig úr öðrum löndum
fyrir afar hátt tekjuskattshlutfall
AÐALSTJÓRN Borgaraflokks-
ins hefur veitt forystu flokksins
fullt umboð til að standa að
HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í
Norræna húsinu í dag, miðviku-
daginn 6. mars. Þar leika Ric-
hard Talkowsky á selló, Nora
Kornblueh á selló og Snorri Sig-
fús Birgisson á píanó.
Á tónleikunum verður flutt són-
ata op. 2, nr. 8 fyrir tvö selló og
píanó eftir G. F. Handel. Þá verða
flutt 18 dúó fyrir tvö selló eftir B.
sameiginlegu framboði frjáls-
lyndra kjósenda til alþingis-
kosninganna í vor. Þetta var
Bartók.
Nora Kornblueh og Richard
Talkowsky stunduðu nám hjá Ge-
orge Neikrug í Boston og eru nú
stárfandi tónlistarmenn í
Reykjavík.
Snorri Sigfús Birgisson stundaði
nám í Tónlistarskólanum í
Reykjavík og starfar nú sem kenn-
ari og tónlistarmaður í Reykjavík.
samþykkt á aðalstjórnarfundi
sem haldinn var sl. laugardag.
Að sögn Júlíusar Sólnes, form-
anns Borgaraflokksins, þýðir
þessi samþykkt, að til þess gæti
komið að Borgaraflokkurinn
byði ekki fram í eigin nafni.
Júlíus kvaðst eiga von á að
framboðslisti í Reykjavík verði
birtur eftir næstu helgi.
í ályktun sem samþykkt var á
fundinum segir, að brýnt sé að
öflug samstaða fijálslyndra afla
myndist fyrir kosningarnar. Síðan
segir m.a. í ályktuninni:
„Aðalstjórn Borgaraflokksins
lýsir ánægju sinni með það frum-
kvæði, sem forysta fiokksins hefur
tekið við að laða fram samstarf
fijálslyndra kjósenda og hvetur
viðkomandi kjördæmafélög til að
birta hið fyrsta framboðslista í
öllum kjördæmum landsins í sam-
vinnu við einstaklinga og önnur
fijálslynd öfl úr öllum stjórnmála-
flokkum. Aðalstjórn Borgara-
flokksins telur að slíkt samstarf
sé hafið yfir heiti og listabókstafi
einstakra aðila.“
INNLENT
Nora Kornblueh. Snorri Sigfús Birgisson. Richard Talkowsky.
Háskólatónleikar
í Norræna húsinu
Mat Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra:
Samníngar um evrópskt efna-
hagssvæði munu nást í vor
Sjávarútvegsmál og- stjórnun svæðisins erfiðustu mál samningaviðræðnanna
ÞRÁTT fyrir tafir og harðnandi afstöðu samningsaðila upp á síðkastið
munu samningar EFTA og Evrópubandalagsins (EB) um evrópskt efna-
hagssvæði (EES) nást í sumar eða haust, að mati Jóns Baldvins Hannib'-
alssonar utanríkisráðherra. Hann segir þau tvö samningsatriði, þar sem
enn ber pólitískt mest á milli, séu sjávarútvegsmál og stjórnun efna-
hagssvæðisins, en mikill vilji sé hjá báðum aðilum að ná samningum.
Hvort Islendingar nái hámarks samningsárangri ráðist hins vegar
mjög af samstöðu innanlands um málið.
Jón Baldvin Hannibalsson skýrði
stöðu samningaviðræðna EFTA og
EB á blaðamannafundi í gær, og
hafði áður gert utanríkismálanefnd
Alþingis og ríkistjórninni grein fyrir
stöðunni. Hann sagði að undanfarin
2-3 ár hefðu íslendingar flutt það
mál í viðræðum við forustumenn EB,
að sérstaða Islands vegna sjávarút-
vegsins væri það mikil að taka yrði
tillit til hennar í samningunum um
EES. Smám saman hefði tekist að
skapa víðtækan skilning á því innan
Evrópubandalagsins, að ísland búi
hvað sjávarútveg varðar, við algera
sérstöðu, og það hefði legið í loftinu,
þótt engar skuldbindingar hafi verið
gefnar, að lausn málsins hljóti að
byggjast á viðurkenningu á þessari
sérstöðu og einhvers konar viðauka
við aðalsanminginn við EFTA, þar
sem tillit væri tekið til þess.
Jón Baldvin sagði að íslendingar
hefðu að undanförnu orðið varir við
að fulltrúar norsku ríkisstjómarinnar
hefðu gert víðreist um höfuðborgir
Evrópu til að tala máli norsks sjvar-
útvegs. Og á fundi með þingmanna-
nefnd EFTA sl. fimmtudag hefði
Eldrid Nordbo utanríkisviðskiptaráð-
herra Noregs sagt, að EFTA ríkin
yrðu að skilja að sjávarútvegur væri
jafnmikilvægur á vissum svæðum í
Noregi og á íslandi.
Þessu sagðist Jón Baldvin hafa
vísað á bug, m.a. með þeim rökum
að sjávarafurðir væru 75-80% af
heildarútflutningi íslendinga en 5-7%
af útflutningi Norðmanna. Þá stæði
sjávarútvegur undir fjórðungi af
vergri landsframleiðslu Islendinga en
aðeins broti af landsframleiðslu
Norðmanna.
Jón sagði að vegna mikils þrýst-
ings frá Spánveijum um veiðiheim-
ildir í lögsögu EFTA-ríkjanna, væri
framkvæmastjórn EB gert erfitt fyr-
ir að leggja fram tillögur sem tækju
tillit til sérstöðu íslands, ef Norð-
menn krefðust þess sama. Þá sagði
Jón að gífurlegir hagsmunir annara
EFTA ríkja væru undir því komnir
að samningar næðust um efnahags-
svæðið. Því óttuðust þær að samn-
ingunum væri stefnt í hættu, ef ekki
næðist fram sérlausn á sjávarútvegs-
málum fyrir íslendinga.
Fulltrúar íslenskra og norskra
stjórnvalda hafa rætt þessi mál að
sögn utanríkisráðherra, m.a. í tengsl-
um við þing Norðurlandaráðs í
síðustu viku, en frekari viðræður
væru nauðsynlegar. Hins vegar
sagðist hann reikna með að Norð-
menn myndu reyna af fremsta megni
að fá sömu tollaívilnanir og íslend-
ingar.
Ekki kröfur um veiði í íslenskri
lögsögu
Utanríkisráðherra fjallaði síðan
um tilboðshugmyndir þær sem fram-
kvæmdastjórn EB hefði dreift til
aðildarlanda bandalagsins, en frá
þeim var sagt í blaðinu sl. laugar-
dag. Þar eru m.a. boðnar tollalækk-
anir á ýmsum sjávarafurðum gegn
30 þúsund tonna þorskígilda veiði-
heimildum í Eystrasalti, og N-Atl-
antshafi norðan 62. breiddargráðu.
Jón Baldvin sagði að nokkrar vik-
ur myndu líða þar til fram kæmi
formlegt tilboð frá EB um sjávarút-
vegsmálin, en sagði að ef þetta yrði
hin endanlega tilboðsniðurstaða væri
hún algerlega óaðgengileg fyrir ís-
lendinga. Ef miðað væri við svo-
nefnda bókun 6, í fríverslunarsamn-
ingi íslendinga við EB, þá mætti
meta þetta sem 10-15% tollalækkan-
ir. Það myndi að vísu styrkja fríversl-
unarsamning Islands við EB, en
væri fjarri því að vera tollfijáls að-
gangur fyrir sjávarafurðir á markaði
EB, eins og EFTA hefur gert kröfu
um í samningaviðræðunum. Þá vant-
aði þýðingarmiklar tegundir á list-
ann, svo sem fersk flök.
íslendingar hafa algerlega hafnað
veiðiheimildum fyrir markaðsað-
gang, en utanríkisráðherra vakti at-
hygli á, að í fagtfmaritinu Eurofish
Repoi-t kæmi fram, að tilboð EB
væri túlkað þannig að það feli ekki
í sér kröfu um veiðiheimildir gagn-
vart íslendingum. Hins vegar væri
þess krafist að Islendingar viður-
kenni það sem grundvallarreglu, að
ef fiskistofnar í íslenskri fiskveiðilög-
sögu styrkist megi opna spurninguna
um veiðiheimildir.
Jón Baldvin sagði að síðustu daga
hefði þetta verið túlkað á mjög svart-
sýnan hátt á íslandi, þannig að vafa-
samt sé að Islendingar nái fram
tollaívilnanir hjá EB í gegnum samn-
inga um EES. Raddir hefðu heyrst
að nær væri að fara í tvíhliða viðræð-
ur við EB um sjávarútvegsmálin.
Utanríkisráðherra sagði að slíkt væri
alvitlaust nú. Þær EFTA þjóðir, sem
hefðu mestra hagsmuni af að ná
samningum um EES, væru væntan-
lega tilbúnar að leggja eitthvað að
mörkum til þess að sjávarútvegsmál-
ið yrði ekki til að spilla þeim. Og
kröfum um veiðiheimildir, ef ein-
hverjar væru, yrði ekki beint að ís-
lendingum einum heldur EFTA í
heild. Það þýddi að EB gæti sett
fram tillögur sem byggðu á sérstöðu
íslendinga, en sem ómögulegt væri
í tvíhliða samningaviðræðum. Að
auki hefði EB ekki umboð til að taka
upp tvíhliða samningaviðræður við
land um mál sem eru á núverandi
samningssviði milli EFTA og EB. ^
Seinustu forvöð að ná
samningum
Utanríkisráðheira fjallaði síðan
um stöðu viðræðna um stjórnun
EES. Hann sagði að mynd væri kom-
in á hvernig það mál yrði leyst, og
fyrir lægi að eðlismunur yrði á stjórn-
un EES og stjórnun EB.
í desember var stefnt að því að
uppkast samningstexta um evrópska
efnahagssvæðið yrði til í apríl svo
utanríkisráðherrar viðkomandi ríkja
gætu undirritað samninginn með fyr-
irvara um samninga þjóðþinga fyrir
lok júní. Nú standa vonir til að text-
inn geti legið fyrir í lok júní, en end-
anleg gerð samnings í haust. „Þetta
eru seinustu forvöð ef samningarnir
eiga að ganga í gildi fyrir árslok
1992 á sama tíma og ynnri markað-
ur EB, þannig að málið verður ekki
dregið lengur," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson.