Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991 15 úti í kuldanum. Þetta pólitíska spil gengur undir nafninu láttu út — láttu út — líttu út. — Þessi draumur má ekki rætast. Ótrúlegl Pétur Kr. Hafstein bæjarfógeti á ísafirði eltir Leif Sveinsson inn í kirkjugarðinn. Umgengni hans þar og framkoma er að vísu með sett- legri og umfram allt ísmeygilegri hætti en hjá Leifi, en erindið er hið sama. Þetta má sjá í grein í Morgunblað- inu 28. febrúar sl. Pétur Kr. Haf- stein hagar sér þarna eins og pólitískur líkræningi og nagar ná- inn. Hann nuddar Gunnari heitnum Thoroddsen, sem hvílt hefur í gröf sinni um árabil, upp úr öllum þeim gömlu svívirðingum sem yfir hann dundu í lifanda lífi. Hann gefur sér góðan tíma í þetta og er greinilega að sækja í sig veðrið til að leggja í Davíð. Hvílíkur smekkur. Hvílík lítilmennska. Pétur Kr. Hafstein leggur mikið út af sambandi Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar á sinni tíð og harmar að sjá ekki hið sama hjá Þorsteini og Davíð. Allir vita að Ólafur og Bjarni stóðu fyrir sínu og voru sterkir saman. En þetta sannar hvorki eitt né neitt um Þor- stein og Davíð. í þessu sambandi þarf tvo góða til. Forsendur leiða til niðurstöðu, herra sýslumaður, en ekki öfugt. — Nema þér ætlið að breyta því til að Þorsteinn tapi ekki. Sá besti Ekkert er eðlilegra en að skoðan- ir séu skiptar um formenn í jafnstór- um fiokki og Sjálfstæðisflokkurinn er. Annað væri í rauninni óeðlilegt og bæri með sér dauðablæ. Stuðn- ingsmenn Þorsteins Pálssonar vaða hins vegar uppi með ótrúlegum of- stopa og óbilgirni. Þeir reyna að stimpla Davíð Oddsson og fylgis- menn hans sem lúalega svikara sem stórskaði Sjálfstæðisflokkinn í kom- andi kosningum. Hvernig í ósköpunum geta svo margir menn komist að svo fráleitri niðurstöðu? Margir telja að mjótt verði á mununum hjá Davíð og Þor- steini, sem þýðir það að u.þ.b. helm- ingur sjálfstæðismanna vill heldur Davíð. Hvers á Davíðshelmingurinn að gjalda? Hvernig gengur það fyrir sig, nánar tiltekið, að Davíðsmenn verði umsvifalaust að svikurum og hnífstungumönnum en Þorsteins- menn að engilhreinum guðsbörnum? Sannleikurinn er auðvitað sá, að kjósendur vita það og skilja, að í Sjálfstæðisflokknum hljóta menn að leita uppi og kalla fram sína sterk- ustu leiðtoga á hveijum tíma. Þar gildir forritið: Flokkurinn fyrst, síðan einstaklingurinn. Kjósendur skilja það líka, að það er ekkert meginmál á hvaða tíma þetta ger- ist. Það fyrsta og síðasta sem kjós- endur Sjálfstæðisflokksins gera kröfu til að sjá, er að þetta val eigi sér stað með lýðræðislega trúverð- ugum hætti og að þeir sem takast á um forystuna sýni að þeir skilji leikreglur Iýðræðisins og hafi þær í heiðri, ekki bara í orði, heldur líka á borði. Hinum fijálsborna kjósanda í frjálsu landi býður við því, að verið sé að gera einhvern ákveðinn mann að eins konar hálfguði og smyija hann helgislepju. Það er óhugnan- legt að virða það fyrir sér, þegar dýrkendurnir slá hring um hálfguð- inn og stugga óboðnum frá: Hunsk- ist burt þér vanheilagir og hafið hljótt. Hann lætur yður vita, þegar Hann hættir að vera bestur. Að leikslokum Eitt er nauðsynlegt. Að loknum landsfundi verða allir sannir sjálf- stæðismenn að fylkja sér um for- mann sinn af fullum heilindum, hver sem hann verður og hvað sem líður atkvæðamun. Það eru lög lýðræðis- ins. Sjálfsagt fer Þorsteini Pálssyni fram í að spila með árunum og lær- ir af sínum mistökum eins og aðrir. Eigi að síður myndi mér finnast sem rökkur legðist yfir um miðjan dag ef Davíð yrði hafnað sem formanni. Ég er sannfærður um að með hann í fararbroddi myndi vinnast enn glæstari sigur en ella sjálfstæðis- hugsjóninni til handa í komandi kosningum, sigur sem nýttur yrði til öruggrar forystu Sjálfstæðis- flokksins í stjórn landsins. Ég vildi umfram allt mega sjá Davíð Oddsson sem forsætisráð- herra og Björn Bjarnason sem ut- anríkisráðherra í næstu ríkisstjórn íslands ásamt fleiri góðum flokks- bræðrum í ráðherrastólum. Ef þetta mætti verða, þætti mér sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefði að nýju tekið á sig gamalkunnugt yfirbragð skör- ungsskapar og stjórnvisku, sem margir Sjálfstæðismenn hafa sakn- að um árabil og beðið eftir í von um betri tíð með blóm í haga. Höfundur er fyrrverandi skólasljóri. Morgunblaðið/Sverrii- Svavar Gestsson kynnti sameiginlega fundaröð menntamálaráðuneyt- isins, Foreldrasamtakanna og SAMFOK á blaðamannafundi í gær. Frá vinstri: Guðrún Ágústsdóttir aðstoðarmaður menntamálaráð- herra, Sólrún Ólafsdóttir frá Foreldrasamtökunum, Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Unnur Halldórsdóttir formaður SAMFOK og Kristín Traustadóttir frá SAMFOK. Hvetja til aukins for- eldrastarfs í skólum Menntamálaráðuneytið, For- eldrasamtökin og SAMFOK hafa skipulagt fundaröð um landið í nánu samráði við fræðslustjórana í hverju um- dæmi. Á þessum fundum er ætl- unin að ræða um samstarf heim- ila og skóla og hvetja til aukins foreldrastarfs i hverju umdæmi, bæði við leikskóla og grunn- skóla. SAMFOK (Samband foreldra og kennarafélaga í Reykjavík) og For- eldrasamtökin (Landssamtök for- eldra og áhugafólks um málefni barna) munu kynna starf sitt á fundunum og fulltrúar heimamanna ræða um tengsl heimila og skóla og foreldra. Fulltrúi menntamála- ráðuneytisins ávarpar fundina og fjallar um það sem efst er á baugi í þessum efnum. Einnig er gert ráð fyrir umræðum og fyrirspurnum. Samtals eru skipulagðir 13 fund- ir í öllum umdæmum nema Reykjavík en fundahöld þar verða tilkynnt síðar. Fyrsti fundurinn var í Borgarnesi, síðar var fundað á Akureyri, Húsavík og ísafirði. Síðan verður fundað á Patreksfirði 6. mars, Egilsstöðum 7. mars, Höfn í Hornafirði 8. mars, Garðabæ 11. mars, Keflavík 12. mars, Blönduósi 12. mars, Sauðárkróki 13. mars, Selfossi 14. mars og síðasti fundur- inn verður í Vestmannaeyjum 15. mars. I ! mm %% ódýrustu sintin tÍU BtiidJo&'jjj i sumor viðbótarsæti með kynningarafslœttinum Fyrstu brottfarirnar að seljast upp Einstakir samningar á Benidorm gera okkur kleift að bjóða þér ferðina í sumar á ótrálega hagstæðu verði og vegna mikillar eftirspurnar eftir nýja gististaðnum okkar, Flamingo Benidorm, bjóðum við nú 200 viðbótarsæti a kynningarverðinu. Torrevieja Vikulegt dagflug alla fimmtudaga fyrir sumarhúsaeigendur á Spáni. Kr.27.400.- Páskaferðir Suður -Ameríka Fararstjóri Ingólfur Guðbrandsson Gullni þríhyrningurinn Glæsileg lúxusferð 22. mars. Flamingo Bemdorm Verð frá kr: 39.400,- 4 í íbúð, hjón með 2 börn, 2—12 ára, 20. júní, 2 vikur. Kr. 55.700 2 í íbúð, 20. júní, 2 vikur. Brottför: 23. maí / 30. maí / 06. júní 13. júní/20. júní/27. júní Vikulegt dagfíug fif 3. október fm AMiim N m AUSTURSTRÆTI 17, SIMI 62 22 00 !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.