Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 31
Húsavík MOBSUNBLáÐIB MIÐVIKUDAGU-R <6. ‘MAR7/l9Sf : lí Vinna við lokaáfanga heilsugæslunnar hafin ^ Morgunblaðið/Silli Efri röð frá vinstri: Guðjón Magnússon og Baldur Ólafsson. Neðri röð: Guðmundur Bjarnason, Aðalsteinn Skarphéðinsson og Einar Njálsson. LOKAAFANGI við byggingu heilsugæslustöðvar á Húsavík er hafinn og undirrituðu heilbrigð- isráðherra Guðmundur Bjarna- son og Einar Njálsson bæjar- stjóri samning við verktakann Norðurvík hf, sem tekið hefur að sér að ljúka verkinu og fyrir þeirra hönd undirritaði Aðal- steinn Skarphéðinsson samning- inn. Að lokinni undirritun ávarpaði ráðherrann viðstadda og sagði með- al annars að þetta væri stærsta verkefnið, sem unnið væri að á þessu ári úti á landsbyggðinni á sviði heilsugæslustöðva og fagnaði mjög að það skyldi vera í sinni heimabyggð. Þetta væri þriðji og síðasti áfanginn og til að fullgera bygginguna væru á þessu ári veitt- ar 36 milljónir króna. Alls hefði þá verið veittar 105 millj. frá ríkinu til byggingarinnar auk framlags heima í héraði, sem væri um 20 milljónir. Næst lægi svo fyrir að búa húsið, þeim tækjum, sem nauð- synleg væri tilað koma heilsugæslu- stöðinni í full afnot. Ólafur Erlendsson sjúkrahúsfor- stjóri ávarpaði aðkomumenn, sem voru auk ráðherra Guðjón Magnús- son, ráðuneytisstjóri og Baldur Ól- afsson, deildarstjóri. Hann þakkaði þann mikla stuðning, sem ráðherr- ann og ráðuneyti hans hefðu sýnt frá því að verkið var hafið og nú þegar að lokaáfanga væri að verða náð. Að lokum var boðið til kaffi- drykkju og þar fluttu ávörp, Einar Njálsson, bæjarstjóri, Elín Hartm- arsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Gísli G. Auðunsson, læknir. Gísli minntist þess þegar hann árið 1966 stofnaði ásamt Ingimar S. Hjálm- arssyni, lækni, vísi að læknamiðstöð á Húsavík, sem segja má að hafi verið löggilt af ríkinu 1969, þegar Breiðumýrarlæknishérað var lagt af og hefur hún starfað óslitið síðan. Byggingu hússins á að vera lokið á næsta sumri, og verður hún þá væntanlega fljótlega tekin til af- nota. - Fréttaritari 3Í‘ Attfættur ógnvaldur Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hættuleg tegund („Arachno- phopia“). Sýnd í BióhöIIinni. Leikstjóri: Frank Marshall. Aðal- hlutverk: Jeff Daniels, Julian Sands, John Goodman. Hun kemst hvergi í lið með „Jaws“ og „Alien“ en Hættulegteg- und, gamanhryliir um mannskæðar kóngulær sem skelfa og drepa íbúa bandarísks smábæjar, er ágæt skemmtun engu að síður. Full sak- leysisleg að vísu enda gamanþáttur- inn mjög stór partur myndarinnar en þeir, sem þjást af alvarlegri kóngulóarfælni, ættu auðvitað að njóta sín best (verst). Fyrir þá hlýt- ur myndin að teljast hreinasta mar- tröð. Hættuleg tegund er úr smiðju Spielberg-fyrirtækisins Amblin og er leikstýrt af aðstoðarmanni Stev- ens Spielbergs, Frank Marshalls, sem aldrei hefur leikstýrt áður en kann að fara með ógnvalda úr dýr- aríkinu því hann hafði umsjón með snákunum og rottunum í Indiana Jones-myndunum. Myndin hans hefst reyndar á leiðangri nk. Indiana Jones skordýrafræðinnar, leikinn af Bretanum Julian Sands, inní frum- skóga Venesúela þar sem uppgötv- ast ný tegund kóngulóa sem lifað hafa í einangrun í milljón ár. Ein þeirra sleppur óséð með fyrsta fórn- arlambi sínu í líkkistu til Banda- ríkjanna og hreiðrar um sig í útj- aðri smábæjar þar sem hún tekur að þúsundfalda kyn sitt. A meðan tekur við nokkuð smell- in smábæjarkómedía þar sem kynnt eru til sögunnar nokkur næstu fóm- arlömb. Jeff Daniels leikur nýjan lækni bæjarins og við fáum fljótt '■* að vita að hann er haldinn alvar- legri kóngulóarfælni. Hann er líka kallaður dr. Dauði af því dularfullu dauðsföllin hófust eftir að hann kom í bæinn. Gamli iæknirinn er ruglu- kollur; lögreglustjórinn er haldinn menntamannafælni og útfararstjór- inn er óforbetranlegt átvagl. Mesta grínið er þó bundið við John Good- man sem leikur frábærlega mein- dýraeyði staðarins og eirir engu kviku. Allt eru þetta hinar spaugilegustu persónur í höndum góðra aukaleik- ara og myndgerðin er mjög slípuð f og fagmannleg eins og vænta mátti frá Amblin en kóngulærnar óttalegu vilja gleymast innan um þetta lið og þær koma reyndar varla fram í löngum millikafla. Marshall er þannig lengi að koma sér af stað og stýrir myndinni í góðlátlegum B-mynda stí! án þess að takast að mynda neina verulega spennu fyrr en undir lokin þegar Daniels lokast niðri í kjallara hjá sér með kvikind- unum. Lítil sem engin skelfmg myndast í bæjarfélaginu, atburðim- ir eru einagraðir við ákveðnar per- sónur sem hver fær sinn skerf af kóngulóarskrekk og myndin siglir nokkuð lygnan sjó að lokabardagan- um. v Ilættuleg tegund er mjög vel gerð og skemmtilega leikin og kóngulóaratriðin vel af hendi leyst. En hún hefði þurft að leggja meiri áherslu á hrollinn til að komast í hóp með bestu hrollvekjum dýrarík- isins. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN F É L A G S S T A R F Dagskrá 29. landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1991 Fimmtudagur 7. mars Laugardalshöll 14.00-17.30 Opið hús í Laugardalshöll. Afhending fundargagna. 16.30 Lúðrasveit Reykjavikur leikur létt lög í Laugardalshöll. 17.30 Fundarsetning í Laugardalshöll. Söngskemmtun: „Blái hatturinn". Undir hattinum eru: Ása Hlin Svavarsdóttir, Edda Heiðrún Bachman, Egill Ólafsson og Jóhann Sigurðarson. Stjórnandi: Jóhann G. Jóhannsson. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, alþingismaður, flytur ræðu. Kvöldverður fyrir sjálfstæðiskonur á landsfundi á vegum Lands- sambands sjálfstæðiskvenna strax að lokinni fundarsetningu á Holiday Inn. Fundur Sambands ungra sjálfstæðismanna með ungu fólki á lands- fundi kl. 21.00 í Valhöll (kjallari). Hótel Saga 20.30 Átthagasalur. Sjávarútvegsstefnan: Frummælendur: Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri. A-salur (2. hæð) Landbúnaður á tímamótum. Frummælandi: Sigurgeir Þorgeirsson, sauðfjárræktarráðunautur. Ársalur (2. hæð) Ísland f alþjóðlegu efnahagslffi. Frummælandi: Sigurður B. Stefánsson, hagfræðingur. Föstudagur 8. mars Laugardalshöll 09.30 Starfsemi Sjálfstæðisflokksins. Skýrsla framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Gunnarssonar, um flokksstarfið. Tillögur um breytingar á skipulagsreglum. Umræður. Framsaga um stjórnmálaályktun. Umræður. Kjör stjórnmálanefndar. Viðtalstími samræmingarnefndar í anddyri Laugardalshallar kl. 09.30-12.00. Tekiö við breytingatillögum við fyrirliggjandi drög að ályktunum. 12.00-14.15 Sameiginlegir hádegisverðarfundir hvers kjördæmis um sig. 14.30 Hvers væntir ungt fólk af Sjálfstæðisflokknum? Framsöguræður: Mjöll Flosadóttir, viðskiptafræðingur, Ólafur Stephensen, blaðamaður. islensk menning á umbrotatímum. Framsöguræða: Sigurður Sigurðarson, sóknarprestur. 17.00 Starfshópar starfa. 21.00-01.00 Opið hús i Valhöll. Laugardagur 9. mars. 09.30-12.00 Starfshópar starfa. Laugardalshöll 13.30 Afgreiðsla ályktana. Umræður. Sunnudagur 10. mars. Laugardalshöll 10.00-12.00 Umræður og afgreiðsla ályktana. 13.00 Afgreiðsla stjórnmálaályktunar. 15.00 Kosningar. Kosning formanns. Kosning varaformanns. Kosning miðstjórnarmanna. Fundarslit. 20.00 Lokahóf. Kvöldverður og dans á Hótel íslandi. ! FÉLAGSÚF I.O.O.F. 7 = 172368'/z = Mk. □ GLITNIR 599136 - 1. I.O.O.F. 9 = 172368'/2 = □ HELGAFELL 5991367 VI 2 ÉSAMBAND fSLENZKRA ____f KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssamkoma á Háaleit- isbraut 58 i kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Friðrik Hilmars- son. Allir velkomnir. Seltjarnarneskirkja Samkoma f kvöld kl. 20.30. Sönghópurinn Án skilyrða, Þor- valdur Halldórsson stjórnar. Prédikun og fyrirbænir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Hafliði Kristins- son. Allir hjartanlega velkomnir. S K R R 1 Bláfjallagangan, sem er 20 kilómetra almenn- ingsganga á skíðum og liður í landsgöngunni, fer fram i Blá- fjöllum laugardaginn 9. mars kl. 14.00. Gengið verður með hefð- bundinni aðferð. Þátttökutil- kynningar verða i kaffiteríunni í Bláfjallaskálanum kl. 12.00 á keppnisdaginn. Einnig verður boðið upp á styttri vegalengdir, 10 kílómetra og 5 kílómetra. Ef veður verður óhagstætt kemur tilkynning i Rikisútvarpinu á keppnisdaginn. Skíðaráð Reykjavíkur. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld ki. 20.00. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Vestrarfagnaður - árshátíð 9.-10. mars á Flúðum Allir velkomnir! Viðburður í félagsstarfi vetrar- ins, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Brottför laugard. kl. 09, en einnig hægt að koma á eigin vegum. Gönguferðir á laugardeginum. Vetrarfagnað- ur (árshátíð Ferðafélagsins) í félagsheimilinu Flúðum, á laug- ardagskvöidinu. Fordrykkur, glæsileg máltfð, góð skemmti- atriði f umsjá skemmtinefndar FÍ. Dansað langt fram á nótt. Frábær gistiaðstaða i herbergj- um. Heitir pottar á staðnum. Mætið öll, líka þið sem aldrei hafið komið með Ferðafélaginu áður og kynnist góðum félags- skap. Hagstætt verð. Pantið og takið miða tímanlega á skrif- stofunni, Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. Telefax: 11765. Miðar einnig seldir á aðalfundinum í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, fimmtudags- kvöldið 7. mars. Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S' 11798 19533 Fimmtudagur 7. mars Aðalfundur Ferðafélagsins Aðalfundur Ferðafélagsins verð- ur haldinn fimmtudagskvöldið 7. mars í Sóknarsalnum, Skip- holti 50a, og hefst hann stund- vislega kl. 20.00. Venjuleg að- alfundarstörf. Dagskrá er kynnt í fréttabréfi. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Athugið að atkvæðisrétt og kjörgengi hafa þeir einir, sem greitt hafa árgjald 1990 og gengið í félagið fyrir áramótin. Ferðafélag íslands. REGU MUSTTRISRIDDARA RMHekla 6.3. VS. FL. ÚTIVIST iRÓFIHNI I • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Myndakvöld 7/3 í Fóstbræðraheimilinu, Lang- holtsvegi 109, og hefst kl. 20.30. Sýndar myndir úr nokkrum góð- um Útivistarferðum 1990: Haustblótsferð á Kjöl 2.-4. nóv.: Skyggni var með eindæm- um gott þessa helgi og sýna myndirnar Kjöl skarta sínu feg- ursta: M.a. Kerlingarfjöll, Hveradalir, Hveravellir. Að- ventuferð og aðventustemming í básum. Áramótaferð sem var sannkölluð svaðilför og tók ferð- in inneftir 15 klst. En bröltið borgaði sig því Básar og Goða- land tóku sig vel út dúðuð í hvitan vetrarbúning. Þorrablótsferð í Þjórsárdal: Myndir úr gönguferð í Þjórsárdal og Útivistarkvöldvöku. Hekla: Útivist fór í nokkra könnunarleið- angra að Heklu við upphaf goss- ins. Jarðvísindamaður sýnir myndirnar og segir frá. Þátttak- endur i ofangreindum ferðum eru sérstakiega hvattir til þess að mæta, endurlifa ferðina og hitta ferðafélagana. Og kaffi- nefndin mun að venju standa fyrir sínu! Sjáumst á myndakvöidinu! Arshátíð Útivistar verður haldin laugardaginn 9. mars i Efstalandi í Ölfusi. Lagt verður af stað frá BSl-bensín- sölu kl. 18.30. Að Efstalandi verður tekið á móti fólki með fordrykk og Ijúffengum mat. Þá verða flutt skemmtiatriði að hætti Útivistar sem skemmti- nefndin hefur undirbúið og æft síðan í ágúst sl. Stórhljómsveit Guðmars frá Meiri-Tungu mun síðan leika fyrir dansi til kl. 02.00. Verði er haldið í algjöru lágmarki. Stórkostleg hátíð sem enginn, hvorki félagsmenn né aðrir, ættu að láta fram hjá sér fara. Það fyllist óðum. Pantið þvi miða tímanlega. Sjáumst öil á árshátíðinni. Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.