Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 16
leer sawí .a HUOAau>iivaiw siöAjanuoHOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991 ik Landsbyggðarverslun: Lægra vöruverð en þrefalt aðstöðugjald? eftir Vilhjálm Egilsson Smásöluverslun hefur átt undir högg að sækja á landsbyggðinni á undanförnum árum. Með bættum samgöngum hefur orðið auðveldara fyrir landsbyggðarfólk að sækja verslun til Reykjavíkursvæðisins og sérstaklega á þetta við um allskyns sérvöruverslun. Smásöluverslun á landsbyggð- inni býr að ýmsu leyti við erfíðari skilyrði en verslunin á höfuðborgar- svæðinu t.d. vegna þyngra birgða- halds og lengri flutninga. Verslun með matvörur mun þó halda áfram að verða uppistaðan í smásöluversl- un á landsbyggðinni. Verðlag hærra á landsbyggðinni Nokkrar verðkannanir hafa verið gerðar á verði matvöru á lands- byggðinni miðað við Reykjavík. Þannig sýnir könnun frá júní sl. að verðlag í matvöruverslunum er al- mennt 2,7% hærra á Vesturlandi en í Reykjavík, á Vestfjörðum mun- ar 7,2%, á Norðurlandi vestra mun- . ar 3,9%, á Norðurlandi eystra mun- ar 3,8%, á Austurlandi eru vörumar 7,6% dýrari og á Suðurlandi munar 3,3%. Segja má að vöruverð hækki almennt um 0,83% fyrir hveijar 100 kílómetra sem staður er í fjarlægð frá Reykjavík, þótt á þessu séu viss- ulega undantekningar. Þessi samanburður er að nokkru leyti villandi þar sem iðulega er verið að bera saman ólíkar tegund- ir verslana. Verslanir úti á lands- byggðinni eru almennt minni en stórmarkaðimir í Reykjavík og séu sambærilegar stærðir verslana á landsbyggðinni og á höfuðborgar- svæðinu bomar saman er munurinn á verðlaginu minni. En fólkið á landsbyggðinni þarf að sjálfsögðu að versla í sínum litlu búðum meðan íbúar höfuðborgarsvæðisins geta . verslað í stórmörkuðum. Tenging við verslunarkeðjur Nokkuð er að sjálfsögðu um að íbúar landsbyggðarinnar komi til Reykjavíkur í stórmarkaði og versli en könnun á því sýnir að tiltölulega stærstur hluti matvöruverslunar fer fram í heimabyggð. Verslunareigendur á lands- byggðinni hafa reynt ýmis ráð til þesfc að ná vöruverði niður með sama hætti og starfsbræður þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Hefur þeim að sjálfsögðu orðið misvel ágengt. Það skiptir þó mestu máli að gera góð innkaup og staðreyndin er sú að þeir sem hafa mikið eigið fé í rekstrinum og geta staðgreitt vör- una hafa náð mestum árangri. Þeir sem staðgreiða vöru eru t.d. oftar og oftar famir að gera þá kröfu að seljandinn hvort sem það er inn- flytjandi eða innlendur framleiðandi greiði fyrir flutning vörunnar. Þannig næst verðið niður. Ennfremur hafa margir verslun- areigendur á landsbyggðinni reynt að komast í viðskipti við stærri verslunarkeðjur á höfuðborgar- svæðinu og fá vörur afgreiddar af lagemum hjá þeim. Með því móti er möguleiki að ná verulega niður kostnaði við viðskiptin. Reyndar byggði samvinnuverslunin á þessari leið en árangurinn var ekki jafn góður og til var ætlast. Kostnaður gömlu Verslunardeildar Sambands- ins reyndist of hár þrátt fyrir gífur- lega afslætti frá framleiðendum og innflytjendum. Nú má hins vegar sjá fram á breytta tíma þar sem stóru verslun- arkeðjurnar á höfuðborgarsvæðinu eru að tövluvæða reksturinn í aukn- um mæli, m.a. með strikamerkja- væðingu og ná þar með mikilli hag- kvæmni í birgðastýringu og kostn- aðurinn við sjálf viðskiptin snar- minnkar. Því opnast brátt mÖgu- leikar fyrir þessa aðila að bjóða landsbyggðarverslunum upp á þá þjónustu að kaupa af lagernum. Það getur lækkað verulega inn- kaupsverð verslananna á lands- byggðinni sérstaklega á almennri matvöru. Kostnaðarsparnaðurinn kemur reyndar allsstaðar fram. Stóru verslunarkeðjumar kaupa þá inn ennþá meira magn en áður, framleiðendur og innflytjendur þurfa ekki að eyða jafn miklum kostnaði og áður í að afgreiða smá- sendingar með öllu því pappírsflóði og snúningum sem því fylgir og smásöluverslunin á landsbyggðinni fækkar í þeim hópi sem hún kaupir af. Ekki er óvarlegt að ná megi vöru- verði á landsbyggðinni niður um 5%-10% með hagræðingu af þessu tagi og þróunin hlýtur að vera að matvöruverslunin þar tengist beint tilteknum verslunarkeðjum á höfuð- borgarsvæðinu. Aðstöðugjald gegm hagkvæmni Einner þó hængur á að full hag- kvæmni náist í þessum viðskiptum sem er aðstöðugjaldið. Hér kemur Vilhjálmur Egilsson „Ekkí er óvarlegt að ná megi vöruverði á lands- byggðinni niður um 5%-10% með hagræð- ingu af þessu tagi og þróunin hlýtur að vera að matvöruverslunin þar tengist beint til- teknum verslunarkeðj- um á höfuðborgarsvæð- inu.“ berlega í ljós hversu vitlaus skattur þetta gjald er. Aðstöðugjaldið leggst nefnilega þrefalt á landsbyggðarverslunina þegar þessi viðskiptamáti er notað- ur. Fyrst greiðir framleiðandinn eða innflytjandinn fullt aðstöðugjald þegar varan er seld í verslanakeðj- una. Síðan greiðir verslunarkeðjan fullt aðstöðugjald þegar varan er seld til smásalans úti á landi og í þriðja sinn leggst aðstöðugjaldið á þegar landsbyggðarverslunin selur vöruna. Þannig getur aðstöðugjald (með uppsöfnunaráhrifum) orðið vel yfir 4% af vöruverðinu þegar þessi hagkvæma viðskiptaleið er valin. Viðskipti við verslunarkeðjur er að sjálfsögðu aðeins ein leið fyrir smásöluverslunina á landsbyggð- inni til að ná niður vöruverði. Onn- ur leið sem sífellt er að verða greið- færari er beinn innflutningur. Þá leggst aðeins einu sinni aðstöðu- gjald á vömna. Ljóst er að með betri fiutningatækni og samskipta- möguleikum gætu opnast leiðir fyr- ir smásöluverslunina á landsbyggð- inni að skipta beint við erlenda vör- ulagera og fara þá alveg framhjá innlendum innflytjendum. Þegar aðstöðugjaldið leggst svona aftur og aftur ofan á sömu vöruna við hver viðskipti verður hagkvæmara að flytja verslunina og hluta fram- leiðslunnar út úr landinu. Hér er því ekki aðeins á ferðinni spurning um hagkvæmni verslunar á landsbyggðinni og starfsskilyrði hennar m.v. keppinautana á höfuð- borgarsvæðinu. Málið snýst líka um samkeppnishæfni íslenskrar versl- unar og atvinnuh'fs almennt. Verkefni verslunar: lækkun vöruverðs Verslunin í landinu bæði á höfuð- borgarsvæðinu og á landsbyggðinni hefur það verkefni að auka hag- kvæmni á viðskiptum og ná niður vöruverði, sérstaklega verði á mat- vælum. Annars vegar snýr þetta að fyrir- tækjunum sjálfum þar sem þau verða að taka upp nýja starfs- hætti, m.a. með tölvuvæðingu, strikamerkjavæðingu, nákvæmari birgðastýringu og pappírslausum viðskiptum þegar fram í sækir. Hins vegar snýr þetta svo að stjórnvöldum sem verða að haga skattheimtu þannig að ekki séu lagðar sérstakar byrðar á þá sem finna leiðir til að ná árangri. Hér þarf að skoða aðstöðugjaldið sér- staklega. Höfundur er varaþingma ður fyrri Sjálfstæðisflokkinn í Norðurlandskjördæmi vestra. Svikalogn eftirÓðin Sigþórsson Válynd stilla hefur hvílt yfir Sjálfstæðisflokknum, eftir þá at- burði, er vinstri flokkamir í landinu viku þáverandi ráðherrum flokksins úr ríkisstjóm og mynduðu aðra án fulltingis sjálfstæðismanna. Undir sléttu og felldu yfírborðinu, em veðrabirgði, sem fyrr en síðar hefðu svipt burt því svikalogni sem marg- ir prísa nú um stundir. Bresti vænt- ingar flokksmanna í komandi kosn- ingum, er hætt við, að veður skip- ist skjótt í lofti að óbreyttu. Þeir sem láta til sín taka í stjóm- málum, standa oft frammi fyrir erfíðum ákvörðunum. Þetta á jafnt við þá sem í fylkingarbijósti fara og hina sem smærri hlutverk hafa með höndum fyrir samheija sína. Þannig er því farið með margan sjálfstæðismanninn þessa dagana. Landsfundur flokksins stendur fyrir dymm og nú er Ijóst að tveir mikil- hæfustu menn Sjálfstæðisflokksins em í framboði til formannsembætt- is, en formaður miðstjórnar skal jafnan kosinn á landsfundi. Landsfundurinn, sem var fyrst og fremst hugsaður sem skrautsýn- ing nokkram vikum fyrir kosning- ar, verður nú einhver mikilvægasta samkoma flokksins í áraraðir. Sú ákvörðun sem þar verður tekin, mun varða heill flokks og þjóðar um ókomin ár. Þar verða kafla- skipti í stjómmálasögu þjóðarinnar og framhaldið er í höndum hinna 14 hundmð kjörinna landsfundar- fulltrúa sem sækja fundinn víðsveg- ar að af landinu. Ástæðulaust er fyrir sjálfstæðismenn að efna til óvildar sín á milli vegna formanns- kjörsins, enda hafa báðir þeir, sem sækjast eftir kjöri, lýst því yfir, að ekkert skuli aðhafst, sem stefnt geti flokksfriði í tvísýnu. Því er það skylda okkar trúnaðarmanna flokksins, að halda þannig á málum, að ekki fari í bága við óskir þeirra Þorsteins og Davíðs í þeim efnum. Því hefur verið haldið fram opin- berlega, að leggja megi að jöfnu framboð Davíðs Oddssonar, borgar- stjóra, til formannsembættis í Sjálf- stæðisflokknum nú, og þann gjöm- ing Gunnars Thoroddsen, fyrir ríf- legum áratug, er hann myndaði rík- isstjóm ásamt fleimm, með höf- uðandstæðingum Sjálfstæðis- flokksins. Með þessum samjöfnuði em heilindi Davíðs Oddssonar sem sjálfstæðismanns dregin í efa og reynt að varpa á hann rýrð, vegna atburða sem heyra fortíðinni til, og eiga ekkert erindi í umræður um formannskjör á komandi landsfundi árið 1991. Þegar menn taka sér opinberlega slíkt pólitískt skálda- leyfí, eins og gerðist í grein Péturs Kr. Hafstein, í Morgunblaðinu, 28. febrúar sl., er óhjákvæmilegt að slíkt ýfí gömul sár, sem þó gróin vora með flokksmönnum og spum- ingin vaknar, hver er tilgangur þessara blekkingarskrifa, sem höf- undur lætur sig ekki muna um að skrýða með gullkomum úr blaða- grein þess mæta manns Matthíasar Johannessen, ritstjóra, sem féllu af hinu fyrra tilefni fyrir áratug? Sjálf- stæðismenn eru betur að sér í sögu flokksins en svo, að þeim verði villt sýn, með skrifum þessum sem era á mörkum velsæmis, vegna þeirrar rógsemi sem í þeim felst. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið í gegnum ýmsar þrengingar á umliðnum áram. Þeir atburðir, sem þess urðu valdandi, verða ekki raktir hér. Flokkurinn hefur ekki Óðinn Sigþórsson „Niðurstaðan var ótví- ræð og endurspeglar persónulegan árangur Davíðs Oddssonar á stjórnmálasviðinu, síð- an hann gerðist odda- maður borgarstjórnar- flokksins í Reykjavík. Sigrar hans á vettvangi borgarmálanna hafa verið sjálfstæðismönn- um hvatning á erfiðum tímum. Það er ekkert launungarmál, að sjálf- stæðismenn hafa litið til þessa forystumanns á landsvísu.“ haft þau áhrif á landsvísu, sem stefna hans og saga gefur tilefni til. Þetta er sjálfstæðismönnum áhyggjuefni, þegar horft er fram til komandi kjörtímabils. Ýmsum stærstu málum þjóðarinnar er til lykta ráðið þessi misserin og nægir að nefna landbúnaðarmálin og fisk- veiðistefnuna í því sambandi. í ut- anríkismálum bíða hin stóru verk- efni úrlausnar. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur jafnan verið mótandi afl í utanríkismálum og farið með þann málaflokk, þegar mestu hefur varð- að. Það hlýtur að verða Sjálfstæðis- mönnum keppikefli, að flokkurinn komist til valda á ný og setji mark sitt á stjórnarathafnir í landinu. Það getur ekki verið hollt neinum stjóm- málaflokki að verma bekki stjórnar- andstöðu um of. Nú óttast margir, að Sjálfstæðisflokksins bíði hlut- skipti hornkerlingar íslenskra stjómmála, flokknúm verði að óbreyttu ýtt til hliðar, þar sem hann álengdar hefði engin færi á lands- stjóminni. Við þessar aðstæður er eðlilegt að horft sé til forystumála flokks- ins. Það hefur verið mjög haft á orði, af þeim er látið hafa í ljósi óánægju með framboð Davíðs Oddssonar til formannsembættis á undangengnum dögum, að skoð- anakannanir sýni gott fylgi Sjálf- stæðisflokksins nú um mundir og kosning milli manna á landsfundi kynni að fyra það fylgi í komandi kosningum. Eitt era skoðanakann- anir og annað kosningar. Þess eru sjálfstæðismenn minnugir. í kosn- ingum 1979 var flokknum spáð góðu gengi í skoðanakönnunum. Annað kom í ljós þegar talið var úr kjörkössum. Ef bornar eru sam- an skoðanakannanir og raunveru- legt kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins, hvort sem er til Alþingis eða borgar- stjórnarkosninga, kemur í ljós, að skoðanakannanir spá flokknum ein- att meira fylgi en raun hefur orðið á. Ein er þó sú skoðanakönnun sem þeir ekki nefna. Sú könnun var gerð meðal kjósenda Sjálfstæðis- flokksins og spurt var hvaða foryst- umann viðkomandi teldi líklegan til að leiða flokkinn til stórsigurs í komandi kosningum. Niðurstaðan var ótvíræð og endurspeglar per- sónulegan árangur Davíðs Odds- sonar á stjómmálasviðinu, síðan hann gerðist oddamaður borgar- stjórnarflokksins í Reykjavík. Sigr- ar hans á vettvangi borgarmálanna hafa verið sjálfstæðismönnum hvatning á erfiðum tímum. Það er ekkert launungarmál, að sjálfstæð- ismenn hafa litið til þessa forystu- manns á landsvísu. Þeir sem nú hrökkva við, þegar Davíð Oddsson gefur kost á sér til formannsemb- ættis, segja gjaman, að hér sé á ferðinni „taumlaus metorðagimd og egoismi“. Ekki skal því móti mælt, að borgarstjórinn í Reykjavík er metnaðarfullur maður. Það sýna störf hans fyrir Reykvíkinga svo um munar. Hann hefur einnig sýnst hafa mikinn metnað Sjálfstæðis- flokknum til handa. Ef núverandi formaður flokksins hefði enga met- orðagimd, hefði hann sjálfsagt vik- ið hljóðalaust úr sæti þegar ljóst var um mótframboð og að eigi var einhugur innan flokksins um núver- andi skipan forystumála. Þá hefði enginn gauragangur orðið meðal flokksmanna og allur ótti um ófrið innan flokksins óþarfur. Hins vegar er það svo, að þeir sem vara mest við friðarslitum meðal sjálfstæðis- manna, hafa gengið hvað lengst í óvægnum árásum á Davíð Oddsson. Það er kyndug aðferð hjá mönnum, sem vilja varðveita friðinn, að stýra penna sínum og tungu þannig, að ófriðarbál geti hlotist af. Þegar gera þarf upp á milli samheija inn- an Sjálfstæðisflokksins, er eðlilegt að tilfinningaöldur rísi hátt. Jafn- ljóst er, að öldur þessar lægir, þeg- ar gengið verður af landsfundi, og þá blasir við hinn pólitíski veru- leiki. Það er sá veraleiki sem sjálf- stæðismenn mega ekki gleyma í hita leiksins. Höfundur er bóndi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.