Morgunblaðið - 13.03.1991, Side 1

Morgunblaðið - 13.03.1991, Side 1
56 SIÐUR B Kröfur sovéskra kolanámamanna: William Heinesen Serbneskur stjórnarand- stöðuleiðtogi laus úr haldi Bel^rad. Reuter. STJORNVÖLD í Serbíu hafa látið lausan stjórnarandstöðu- leiðtogann Vuk Draskovic í kjölfar mótmæla tugþúsunda stjórnarandstæðinga í Belgrad. Draskovic var hand- tekinn á laugardag og var honum gefið að sök að hafa skipulagt víðtæk mótmæli sem eru þau mestu í landinu frá stríðslokum. Júgóslavneska ríkisstjórnin hét því í gær að valdi yrði ekki beitt til að brjóta mótmæli stjórn- arandstæðinga á bak aftur. Ser- bíustjórn gekk í gær að þeirri kröfu stjórnararandstæðinga að tveim af forráðamönnum sjón- varpsins, sem sagðir voru draga taum stjófnvalda, yrði vikið úr starfi. Tveir menn féllu á laugar- dag er skriðdrekum var beitt gegn mótmælendum. Á mynd- inni sést einn mótmælenda halda á loft mynd af Draskovic en þess má geta að Serbar nota kyrillískt letur. Reuter. Hvatt til afsagn- ar Gorbatsjovs Moskvu, Genf. Reuter. LEIÐTOGAR kolanámamanna á tveimur helstu námavinnslusvæðum Sovétríkjanna hvöttu í gær til allsherjarverkfalla til að ná fram kröfum um hærri laun og afsögn Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna. Starfsemi fjölda sovéskra kolanáma hefur verið lömuð undanfarna tólf daga vegna verkfalla og eru þau farin að hafa veruleg áhrif á efnahagslíf Sovétríkjanna. Á mánudag greiddu fulltrúar námamanna atkvæði um hvort halda bæri verkföllununi áfram. Sögðu fulltrúar verkalýðsfélaga í kolahéraðinu Donbass í Ukraínu í gær að úrslitin hefðu ekki verið ótvíræð. . Baker ræðir við Shamir og fulltrúa Palestínumanna: Helstu námavinnslusvæði Sov- étríkjanna eru annars vegar Donbass í Ukraíriu og hins vegar Kúsbas í Síberíu. Úkraínskir námamenn ákváðu í gær að hvetja til áframhald- andi verkfalla eftir að stjórnvöld í Moskvu höfðu ekki orðið við kröfum þeirra um 150% kauphækkun. Höfðu námamenn gefið stjórnvöldum frest til mánudags til að verða við þeim. í Síberíu setja námamenn kröfuna um afsögn Gorbatsjovs fyrst og fremst á oddinn og segja verkföll sín einvörðungu vera af pólitískum ástæðum. Á laugardag verða greidd atkvæði í allt að níu lýðveldum Sov- étríkjanna um nýjan ríkjasamning þar sem kveðið er á um samband einstakra lýðvelda við Moskvustjórn-- ina. Nokkur lýðveldi neita að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Heimild- armenn telja að Gorbatsjov verði að láta af völdum ef meirihluti hafnar tillögum hans um ríkjasamning. Vladislav Terekov, sendiherra Sovétríkjanna í Þýskalandi, varaði í gær þýska stjórnmálamenn við að styðja Eystrasaltsríkin í frelsisbar- áttu þeirra. í ræðu á fundi með jafn- aðarmönnum sagði hann hættu á að „hið eitraða andrúmsloft fortíðarinn- ar“ myndi einkenna samband Þýska- lands og Sovétríkjanna á ný en sam- band ríkjanna hefur verið mjög náið að undanförnu. Egyptar segja alþjóðaráð- stefnu ekki enn tímabæra William Heinesen látinn WILLIAM Heinesen, einn virt- asti rithöfundur á Norður- löndum á þessari öld, lést í Þórshöfn í Færeyjum í gær, 91 árs að aldri. Heinesen rit- aði verk sín á dönsku, en hann var danskur í móðurætt. Bæk- ur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál þar á með- al íslensku. William Heinesen fæddist í Þórshöfn þann 15. janúar árið 1900. Faðir hans var kaupmaður og útgerðarmaður. Hann hélt ungur til verslunarnáms í Kaup- mannahöfn og starfaði þar sam- hliða náminu sem blaðamaður en aftur til Færeyja hélt hann 1932. Árið 1961 var Heinesen gerður að félaga I Dönsku aka- demíunni og árið 1965 hlaut hann bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs að hálfu. Vat' verð- laununum skipt á milli hans og Svíans Olaf Lagercrantz en Ileinesen fékk verðlaunin fyrir skáldsöguna Vonin blíð. Sjá greiti á miðopnu. Jerúsalem, Nikosiu, Kaíró, Damaskus. Reuter, Daily Telegraph. GEORGE Bush Bandaríkjafor- seti telur að viðræður James Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við leiðtoga í Mið-Austurlöndum gefi vonir um árangur í friðarviðleitni Banda- ríkjastjórnar, að sögn talsmanns forsetans. Baker ræddi í gær við fulltrúa Palestínumanna á her- numdu svæðunum og lögðu hinir síðarnefndu áherslu á kröfuna um sjálfstætt ríki Palestínu- manna. Fyrr um daginn hafði ráðherrann átt fund með Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísra- els. Talsmaður Shamirs ítrekaði eftir fundinn að ísraelar myndu ekki láta hernumdu svæðin af hendi gegn friðarsamningum við nágranna sína eins og Bush hefur lagt til en sagði viðræðurnar hafa verið „vinsamlegar“ og ekki væri útilokað að hægt yrði að þoka málum í friðarátt. Egyptar segja að enn sé ekki tímabært að kalla saman alþjóðlega ráð- stefnu um málefni Mið-Austur- landa en arabaríki hafa lengi lagt ríka áherslu á kröfuna um ráðstefnu sem Israelar hafna. Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seti sagði að slíka ráðstefnu þyrfti að undirbúa vel, m.a. með traust- vekjandi aðgerðum af ýmsu tagi; Reuter Faisal al-Husseini, fulltrúi Pa- lestínumanna, og James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í Jerúsalem. annars yrði hún fyrirfram dæmd til að mistakast. Með þessari yfir- lýsingu sýna Egyptar Bandaríkja- mönnum stuðning en stjórnvöld í Washington vilja forðast að þvinga Israela til að fallast á alþjóðaráð- stefnu, vilja fremur beita fortölum. Mubarak sagði að Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) væru eftir sem áður í Torsvari fyrir Palestínu- menn, þrátt fyrir stuðning samtak- anna við málstað íraka í Persaflóa- stríðinu. PLO lagði blessun sína yfir viðræður Bakers og Palestínu- leiðtoga á hernumdu svæðunum en Bandaríkjamenn slitu öllu sambandi við PLO í fyrra. Mubarak sagði að ekkert ríki hefði rétt til að skipta sér af innanbúðardeilum PLO eða reyna að koma þar á leiðtogaskipt- um. „Hindranirnar eru óteljandi en sú mikilvægasta er skortur á gagn- kvæmu trúnaðartrausti,“ sagði er- lendur stjórnarerindreki í Kaíró um möguleika á friði. Annar taldi að Bush Bandaríkjaforseti nyti trausts margra arabaleiðtoga sem álitu að hann skildi vel vandamálin sem við er að etja. Baker utanríkisráðherra, sem heldur til Sýrlands í dag, telur að talsmenn átta arabaríkja, sem börðust með Bandaríkjamönnum gegn Saddam Hussein íraksforseta, séu reiðubúnir til að slaka á kröfum sínum og hvatti hann í gær ísraeia til að koma til móts við arabaríkin. Sýrlenskt dagblað í eigu stjórn- valda sagði í gær hrósvert að Bandaríkjamenn hefðu breytt af- stöðu sinni og styddu nú alþjóðaráð- stefnu. Þessi stefnubreyting væri „mikilvægt spor í framfaraátt". Utanríkisráðherra Sýrlands, Faro- uk al-Shara, sagði á blaðamanna- fundi í Damaskus að Bush Banda- ríkjaforseti liefði með ræðu sinni fyrir skömmu túlkað grundvallarat- riðin í afstöðu umheimsins til deiln- anna. „Ég er sannfærður um að hlíti ísraelar ekki ályktunum Sam- einuðu þjóðanna munu þeir verða að kljást við öll önnur ríki hei.ms, einnig Bandaríkin," sagði al-Shara. Hann bætti því við að Sýrlendingar æsktu þess ekki að svo færi, þeir vildu friðsamlega lausn. Sjá bls. 20. Konu bjargað úr álskjafti Papetee, Tahiti. Reuter. ÞJÁLFARI í köfun bjargaði konu frá drukknun við strönd Tahiti um helgina þegar risa- stór áll var um það bil að draga hana í kaf. Christine Gillot, sem er 27 ára gömul, var að æfa köfun úti fyr- ir eynni Moorea skammt fyrir norðan Tahiti í S-Kyrrahafi, þeg- ar 1,3 metra langur múrenuáll læsti kjaftinum um úlnlið hennar og dró hana niður með sér. Þjálf- arinn, sem ekki er nafngreindur, meiddist á höndum, þegar hann reyndi að losa konuna úr kjafti ófreskjunnar. En þegar hann beit stórt stykki úr holdi álsins, flúði skepnan af hólmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.