Morgunblaðið - 13.03.1991, Page 2

Morgunblaðið - 13.03.1991, Page 2
o 2 mni ÍOUI ( I tiTTi'i/.11: i’jiíraiú tiui í. ÍOIA! íMQniJI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 Akært í málum sem tengjast Avöxtun: __ > Eigendur Avöxtunar, endurskoðandi og kaupmaður ákærðir RÍKISSAKSÓKNARI hefur höfðað opinbert mál fyrir sakadómi Reykjavíkur gegn Ármanni Reynissyni og Pétri Björnssyni fyrrum eigendum Ávöxtunar sf., Reyni Ragnarssyni, löggiltum endurskoð- anda og Hrafni Bachmann, fyrrum kaupmanni í Kjötmiðstöðinni, sem var að stærstum hluta í eigu Ármanns og Péturs, vegna brota í tengslum við rekstur Ávöxtunar og tveggja verðbréfasjóða fyrirtæk- isins. Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari vildi ekki tjá sig um efnisatriði ákærunnar í gær. Sjóðum Ávöxtunar var slitið í september 1988 og Ávöxtun sf. og bú eigendanna tveggja voru tekin til gjaldþrotaskipta í október sama ár. Um þær mundir hófst opinber lögreglurannsókn að frumkvæði bankaeftirlits Seðlabankans og beindist hún að ráðstöfun og með- ferð fjár í vörslum verðbréfasjóð- anna. Einnig barst eftir gjaldþrotið kæra frá þrotabúi Hughönnunar hf., sem var að meirihluta í eigu Ármanns og Péturs. Þá barst kæra vegna ráðstöfunar 6-7 milljóna Áframhald á norðanáttum SPÁÐ er áframhaldandi norðanátt á landinu og élj- um eða snjómuggu norðan- lands. Víðast hvar er fært á Norðurlandi og Vesturlandi en fjallvegir sumstaðar þungfærir. Verið var að moka leiðina norður Strandir og yfir Stein- grímsfjarðarheiði til ísafjarðar í gær. Ófært var um Breiða- dalsheiði og sömuleiðis á milli Flateyrar og Þingeyrar en þessa vegi á að opna í dag. Að öðru leyti var færð þokka- leg á Vestfjörðum, fært allt frá Bolungarvík til Ísaíjarðar- djúps. Á Norðurlandi vær færð víð- ast góð og fært til Siglufjarð- ar, frá Akureyri til Ólafsfjarð- ar og austur um Víkurskarð. Á fjallvegum á Austfjörðum var færð þyngri og Fjarðar- heiði aðeins fær jeppum og stærri bflum. Þar átti að opna í dag. Veðurstofan spáir hvassri norðaustanátt á fimmtudag og föstudag með snjókomu víða um norðanvert landið. Sunn- anlands er gert ráð fyrir allt að fímm stiga hita en heldur kólnandi veðri á föstudag. króna skuldabréfs og loks voru Pétur og Ármann ásamt Hrafni Bachmann kærðir fyrir að selja tæki í eigu kaupleigufyrirtækis með sameiginlegu fyrirtæki þeirra, Veit- ingamanninum hf. Eins og fyrr sagði vildi ríkissaksóknari ekki tjá sig um efnisatriði málsins en sagði að rannsóknargögn hefðu verið að berast embættinu allt fram í janúar á þessu ári. Fyrir gjaldþrotið hafði starfsemi Ávöxtunar áður sætt op- inberri rannsókn en niðurstöður hennar þóttu þá ekki gefa tilefni til málshöfðunar. Atli Gíslason, hrl., hefur verið skipaður sækjandi í málinu. Pétur Guðgeirsson sakadómari hefur fengið málið til meðferðar. Flugleiðir hf.: Morgunblaðið/Sverrir * Afmælisfagnaður hjá ASI Móttaka fyrir boðsgesti vegna 75 ára afmælisfagnaðar Alþýðusambands íslands fór fram í listasafni ASÍ síðdegis í gær. Þar mættu meðal annarra formenn allra aðildarfélagá Alþýðusambandsins, forystumenn verkalýðsbaráttunnar fyrr og nú, forsvarsmenn vinnuveitenda ásamt ráðherrum, embættismönnum og fleiri gestum. Á myndinni má m.a. sjá Einar Odd Kristjansson, formann Vinnuveitendasambands íslands, Gylfa Kristinsson, deildarstjóra í félagsmálaráðuneytinu, Árna Benediktsson, framkvæmdastjóra Félags Sambands- fiskframleiðenda og Sigurð Bessason, starfsmann Dagsbrúnar. Hagiiaður af reglulegri starfsemi 362 milljónir Rekstrarafkoman batnaði um 950 milljónir á síðasta ári HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi Flugleiða nam alls um 361,7 milljónum króna á síðastliðnu ári, samkvæmt ársreikningi sem samþykktur var af sljórn félagsins í gær. Rekstrarafkoman batn- aði um 950 milljónir frá árinu 1989 miðað við verðlag ársins 1990. Þannig nam rekstrarhagnaður, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsliði, um 505,9 milljónum á árinu samanborið við 443,7 milljóna króna rekstrartap árið áður á sama verðlagi. Þennan afkomubata má að verulegu leyti rekja til nýrra og hagkvæmari flugvéla sem félagið hefur tekið í notkun á undanförnum tveimur árum. Gengis- lækkun bankaríkjadollars hefur einnig verið félaginu hagstæð þar sem flugvélarnar eru að mestu leyti fjármagnaðar í dollurum. Hagnaður af sölu eigna nam um 348,4 milljónum en þar er einkum um að ræða fímm Fokker F-27 vélar sem seldar voru á síðasta ári. Reiknaðir skattar' nema um 309,1 milljón þannig að endanlegur hagnaður er um 401 milljón. Af- koma innanlandsflugsins var slæm Hlúð að konunni á slysstað í gær. Morgunblaðið/Svemr 77 ÁRA gömul kona slasaðist er hún varð fyrir bíl á Klepps- vegi móts við Dalbraut síðdeg- is í gær. Konan var á leið suður yfir Kleppsveg er hún varð fyrir bíl sem ekið var eftir vinstri akrein vestur Kleppsveg. Konan barst nokkra leið með bílnum en skall siðan í götuna. Að sögn lögreglu var óttast að hún hefði mjaðma- grindar- og axlarbrotnað, auk þess sem hún hlaut sár í andliti. á árinu og nam tap af starfsemi þess um 179 milljónum. Rekstrartekjur Flugleiða jukust um 6,1% að raungildi á síðasta ári og námu alls um 11.987,7 milljón- um króna. Rekstrargjöld námu alls um 11.481,8 milljónum króna og drógust saman um 2,2% að raun- gildi. Þannig dróst kostnaður við beinan flugrekstur saman um 12,1% að raungildi og viðhalds- kostnaður flugvéla lækkaði um 9,7%. Þá lækkaði eldsneytiskostn- aður um 5% að raungildi þrátt fyr- ir að félagið yrði fyrir um 160-170 milljóna króna útgjaldaauka vegna hækkunar eldsneytisverðs seinni hluta ársins. Afskriftir jukust hins vegar um 42,9% að raungildi vegna nýja flugflotans og námu 752,3 milljónum. Hrein fjármagnsgjöld nema um 144,2 milljónum. I því sambandi hefur mikla þýðingu 1.127,2 millj- óna króna gengismunur vegna 9,4% lækkunar dollars gagnvart krónunni á árinu. Á móti kemur að flugvélarnar eru endurmetnar í dollurum en að auki er tekið tillit til verðbólgu í Bandaríkunum þann- ig að bókfært verð vélanna er lækk- að um 3,5%. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með bætta afkomu félagsins. Samt hefði ekki náðst markmið um 5% hagnað af reglulegri starfsemi eftir skatta sem sett væri í stefnuyfirlýs- jngu félagsins. Hann sagði að gert væri ráð fyrir jákvæðri afkomu á þessu ári og hefði afkoman í jan- úar verið um 33 milljónum króna betri en rekstraráætlun gerði ráð fyrir. Eigið fé Flugleiða samkvæmt efnahagsreikningi var um 4.180,3 milljónir króna í árslok og eiginfjár- hlutfall 22,5%. Arðsemi eigin fjár nam á árinu um 13,4% miðað við byggingarvísitölu en 17,04% miðað við lánskjaravístölu. Heildareignir í árslok námu um 18.569,8 milljón- um. Stjórn Flugleiða samþykkti í gær að leggja til við aðalfund að greiða hluthöfum 10% arð og að hlutafé verði aukið um 10% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Jafnframt verður á aðalfundinum gerð tillaga um 400 milljóna króna aukningu hlutafjár að nafnvirði en það sam- svarar um einum milljarði á núgild- andi markaðsvirði hlutabréfanna. Opið skákmót í Þýskalandi: Margeir í 4.-15 sæti MARGEIR Pétursson endaði í 4.-15. sæti með 7 vinninga af 9 á opnu skákmóti í Bad Wörishofen í Þýskalandi sem lauk um helgina. Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson fengu hálfum vinningi minna en misstu af verðlaunasæti. Þrír lítt þekktir Sovétmenn urðu í fyrstu þremur sætum mótsins. Dautov var einn efstur með 8 vinninga af 9, og Kav- alev og Aseev urðu í 2.-3. sæti með 7‘/2 vinning. Margeir vann fimm fyrstu skákir sínar en tapaði í sjöttu umferð og gerði síðan tvö jafn- tefli en vann síðustu skákina. Jóhann tapaði næst síðustu skák sinni, og missti um leið möguleika á verðlaunasæti. Hannes tapaði annari skák sinni og varð um leið af möguleika til að ná stórmeistaraáfanga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.