Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.03.1991, Blaðsíða 4
teer sham .sr HUOAau^ivgiM aiciAjawuoíioM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 Byggingarnefnd: Meistarar og hönnuðir fá áminningu BYGGINGARNEFND Reykjavík- ur hefur áminnt meistara og hönnuði hússins við Silungakvísl 12, vegna brota á byggingarlög- um við hönnun og byggingu húss- ins. Að sögn Gunnars Sigurðssonar byggingarfulltrúa, veitti bygging- arnefnd leyfi fyrir lítilli íbúð í kjall- ara hússins þegar eftir þvi var gengið þrátt fyrir að um einbýlis- húsahverfi væri að ræða. Var það gert vegna mikils hæðarmunar í lóðinni, sem gerði það áð verkum að niðurgrafinn kjallari varð að jarðhæð á norðurhlið hússins. Hekla hætt að gjósa HEKLA hætti að gjósa á mánudag og hefur ekkert látið á sér kræla síðan. Gosið í Heklu stóð því í tæpa 53 daga sem er mjög svipað og árið 1970. skemur, samtals í tíu daga,“ sagði Ágúst. Hraunið, sem komið hefur úr fjallinu frá því síðdegis fímmtudag- inn 17. janúar, þekur 23 ferkíló- metra og er 150 milljón rúmmetrar ef miðáð er við 6-7 metra meðal- þykkt. Ágúst sagði mögulegt að þykktin væri vanmetin en það kæmi ekki í ljós fyrr en í sumar þegar nákvæmar mælingar færu fram. Þetta er heldur minna hraunmagn en var í gosinu 1970 en alveg það sama og kom upp 1980. „Gosórói hætti upp úr miðnætti aðfaranótt mánudags en það sáust nokkrir bólstrar fram undir hádegi. Við lítum þannig á að gosinu hafi lokið klukkan 13 á mánudag," sagði Ágúst Guðmundsson, jarðfræðing- ur á Raunvísindastofnun. „Það er auðvitað alltaf möguleiki að hún taki sig upp aftur, en ætli hún sé ekki búin að létta nóg á sér að þessu sinni og þetta dugi henni. Gosið stóð í tæpa 53 daga sem er svipað og 1970 en þá gaus í 60 daga. Gosið 1980 og 1981 stóð mun Breyta þurfti skipulagi svo að fjölga mætti bílastæðum við húsið og var það gert. Beiðni húsasmíðameistar- ans en hann var lóðarhafi, um heim- ild til að stækka íbúðina og setja stóra glugga á norðurhlið var hins vegar háfnað af nefndinni. „Byggingarnefnd tekur hart á því þegar menn bijóta reglur," sagði Gunnar. „íbúðin var stækkuð til suðurs og settir tveir stórir gluggar á norðurhlið, þar sem átti að vera veggur samkvæmt sam- þykktum teikningum og var það gert þrátt fyrir að byggingarnefnd hafði synjað beiðni um glugga á þeirri hlið.“ Eftir að ljóst var að reglur höfðu verið brotnar ákvað byggingar- nefnd að samþykkja stækkun íbúð- arinnar en veita um leið húsasmíða- meisturum og hönnuðum <áminn- ingu. Sagði Gunnar, að ekki hefði þótt stætt á öðru en að samþykkja húsið í núverandi mynd með stærri íbúð í kjallara heldur en teikningar gera ráð fyrir og stórum gluggum, þar sem annar aðili en húsasmíða- meistarinn, var orðinn eigandi að húsinu. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 13. MARZ YFIRLIT í GÆR: Um 500 km suður af Fagurhólsmýri er 1.000 mb lægð sem þokast norðaustur. Yfir Grænlandi er 1.037 mb hæð. SPÁ: Norð-austan átt, víðast kaldi en líklega stinningskaldi á Vest- fjörðum. Austanlands má búast við slyddu en dálítilli snjókomu eða éljum víða norðanlands. og á Vestfjörðum. Suðvestanlands verður úrkomulaust og sums staðar nokkuð bjart veður. Hiti verður 2-5 stig sunnan til á landinu að deginum en víða um land má búast við næturfrosti. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðaustan átt, sums staðar nokkuð hvöss. Snjókoma eða éljagangur og vægt frost víða um norðanvert landið en þurrt að mestu og allt að 5 stiga hiti að deginum sunnanlands, þó heldur kólnandi á föstudag. TAKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda / * / * ■* * * * * * Snjókoma * * * •JQ Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’, 5 Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður % \ * / VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 0 alskýjað Reykjavfk 2 alskýjað Bergen 5 þokumóða Heisinkl 1 þokumóða Kaupmannahöfn 8 alskýjað Narssarssuaq 4-3 léttskýjað Nuuk +6 snjókoma Oáló 2 skýjað Stokkhölmur 3 þokumóða ÞórshÖfn 8 rigning Algarve 15 skýjað Amsterdam 14 mistur Barcelona 12 þokuruðningur Berlín 10 rigning á s. klst. Chlcago 4-1 frostrlgning Feneyjar 14 heiðskfrt Frankfurt 12 þokumóða Giasgow 8 rfgnlngogsófd Hamborg 13 mlstur Las Palmas 22 léttskýjað London 12 mistur LosAngeles 9 helðskírt Lúxemborg 11 léttskýjað Madrfd 13 mistur Malaga 16 mlstur Mallorca 16 skýjað Montreal +4 alskýjað New York +3 heiðskfrt Orlando 6 helðskírt París 16 léttskýjað Róm 14 rlgning Vín 10 mistur Washíngton +2 léttskýjað Winnlpeg +1 alskýjað Morgunblaðið/Sverrir Svanborg Kjartansdóttir með bekkjarsystkinum áður en lagt var upp til Keflavíkur áleiðis til Bandaríkjanna. Tólf grunnskólanemend- ur heimsækja Hvíta húsið TÓLF nemendur úr 7. bekk Eyrarskóla í Grundarfirði lögðu á mánudag af stað í fjögurra daga ferð til Bandaríkjanna. í ferð- inni hitta þau meðal annars Barböru Bush forsetafrú í Hvíta húsinu. Ferðin er verðlaun sem einn nemandi skólans, Svanborg Kjart- ansdóttir, hlaut í spumingakeppni um Leif heppna og tengsl Islands og Bandaríkjanna, sem haldin var meðal allra nemenda í 5. til 10. bekk í grunnskólum landsins. Keppnin var liður í hátíðahöldum Íslensk-ameríska félagsins í tilefni 50 ára afmælis félagsins í október síðastliðnum. Yfir 6.000 réttar lausnir bárust og var dregið um verðlaunin. Börnin sem hrepptu hnossið komu við á veitingastaðnum Sprengisandi á leið sinni til Kefla- víkurflugvallar og þáðu þar veit- ingar. Þau voru hin ánægðustu er blaðamaður ræddi við þau, en spennt og óróleg. að vonum. Sum höfðu aldrei til útlanda komið en önnur vom veraldarvanari og nokkuð roggin. Flogið var til Balt- imore á mánudag og fyrsta daginn vár ætlunin að skoða höfnina, sædýrasafnið og gamalt sögulegt safn. Heimsókn og skoðunarferð um Hvíta húsið á öðmm degi var það sem hæst bar og munu þau færa forsetafrúnni að gjöf sögu Islensk-ameríska félagsins. Greiðslur í fæðingarorlofi: Tryggingastofnun áfrýjar til Hæstaréttar ÁKVEÐIÐ hefur verið í Tryggingastofnun ríkisins að áfrýja úr- skurði Borgardóms Reykjavíkur í máli sem Lára V. Júlíusdóttir höfðaði gegn stofnuninni vegna greiðslu fæðingarstyrks frá Trygg- ingastofnun, sem stofnunin hafði neitaði að greiða henni þegar hún var í fæðingaorlofí. Lára V. Júlíusdóttir höfðaði mál á hendur Tryggingastofnun vegna þess að Tryggingaráð hafnaði um- sókn Lám um greiðslu í fæðingaror- lofi á þeim forsendum að hún nyti greiðslna frá vinnuveitanda á með- an hún var í fæðingarorlofi. Borgar- dómur Reykjavíkur kvað upp dóm 21. desember í fyrra Lára í hag þar sem sagði að greiðslur frá vinnu- veitanda skerði ekki rétt til fæðing- arstyrks. Tryggingastofnun var gert að greiðá Láru 232 þúsund krónur auk vaxta frá apríl 1989. Málið verður þingfest í Hæsta- rétti 3. apríl næstkomandi en síðan getur liðið langur tími, allt að tveim- ur árum, þar til málið verður tekið fyrir. Á vormánuðúm í fyrra dagaði uppi á Alþingi frumvarp um breyt- ingar á almannatryggingalögum þess efnis að foreldri fái greiddan fæðingarstyrk frá Tryggingastofn- un þótt samið sé um greiðslu mis- munar á fullum launum og fæðing- arstyrk við launagreiðanda. Sólveig Pétursdóttir lagði frum- varpið fram aftur á yfirstandandi þingi. í gær var málið afgreitt í heilbrigðis- og trygginganefnd neðri deildar og sagði Sólveig að við venjulegar aðstæður ættu breyt- ingarnar að ná fram á þessu þingi. „Þegar samkomulag er í nefndum um mál ætti það að ganga í gegn og ég vona að svo verði því þetta er mikið réttlætismál fyrir allar fjöl- skyldur í landinu,“ sagði Sólveig. Mokveiði af loðnu við Bolungarvík EINUNGIS er eftir að veiða nokkur þúsund tonn af 175 þúsund tonna loðnukvóta. Mokveiði var hjá 10 loðnuskipum fyrir utan Bol- ungarvík í gær en mjög óveiy'ujegt er að loðna veiðist á þeim slóðum. í vetur fengu 45 skip loðnukvóta og 32 þeirra hafa farið á loðnuveið- ar. Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son kom úr ioðnuleiðangri á föstu- dag en niðurstöður leiðangursins gefa ekki tilefni til að auka loðnu- kvótann, að sögn Sveins Svein- bjömssonar leiðangursstjóra. Fiski- fræðingar em heldur ekki bjartsýn- ir hvað varðar næstu loðnuvertíð, því samkvæmt mælingum Hafrann- sóknastofnunar í ágúst síðastliðn- um er 1989-loðnuárgangurinn, sem verður í veiðinni næsta vetur, 3-5 sinnum minni en næstu 2 árgangar á undan, sem ekki skiluðu sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.