Morgunblaðið - 13.03.1991, Side 22

Morgunblaðið - 13.03.1991, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 I Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Kosningayfirlýsing Sjálfstæðisflokksins Nýr búvörusamningur; Fjarri því að samn- ingurinn sé ásættan- legur í óbreyttu formi - segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins JÓN BALDVIN Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, segir að nýundirritaður búvörusamningur sé aðeins drög að samningi, og nánast pólitísk stefnuyfirlýsing. „Því fer fjarri að samningurinn sé ásættanlegur í óbreyttu formi, og það er mikil vinna eftir til að geta lokið þessu verki með traustum hætti,“ segir hann. Morgunblaðið/Sverrir Hreinsað við Borgarleikhúsið LEIKARAR Borgarleikhússins tóku sig til í gær og hreinsuðu allt rusl umhverfis leikhúsið. Leikurunum þótti nóg um allt ruslið sem safnast hefur í kringum leikhúsið í vetur og notuðu góða veðrið í gær til að gera fínt. Stefnuyfirlýs- ing en ekki venju- legur samningur - segir Pálmi Jónsson, alþingismaður „EG TEL að gerð á samningi af þessu tagi sé ákaflega hæpin á þessu stigi. I fyrsta lagi skortir lagaheimildir, en samningurinn er undirritað- ur af ráðherra með fyrirvara um samþykki alþingis um nauðsynlegar lagabreytingar. Það kemur því þegar fram í samningnum sjálfum að hann byggist ekki á gildandi lögum, heldur á lögum sem kunna að verða sett á næsta alþingi. Þess vegna er hér um að ræða einskonar stefnu- yfirlýsingu en ekki venjulegan samning,“ sagði Pálmi Jónsson, alþingis- maður, um búvörusamninginn sem landbúnaðarráðherra og samninga- nefnd Stéttarsambands bænda hafa undirritað. Istjómmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem jafnframt er kosningayfirlýsing flokksins, kveður á ýmsan hátt við nýjan tón. Athygli vekur strax í upphafi hennar þegar sjálfstæð- isstefnan er skilgreind, að þá er virðing fyrir gæðum jarðar nefnd þar samhliða mannúðlegum sjón- armiðum, frelsi einstaklingsins og kristinni trú og siðgæði. Með því að taka þennan nýja þátt inn þegar rætt er um grundvallar- atriðin er komið til móts við kröf- ur tímans og ekki síst ungs fólks um að stjómmálaflokkar leggi aukna áherslu á vemdun um- hverfis. Sjálfstæðismenn halda þeirri staðreynd á loft að stefna þeirra sé í andstöðu við sósíalisma og kommúnisma og lögð er sérstök áhersla á, að flokkur þeirri óttist ekki fortíð sína eins og ýmsir keppinautar hans. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar fær kaldar kveðjur frá sjálfstæðismönnum vegna stefnu sinnar og ekki síður vegna starfshátta. Þar er ekki töluð pf'n tæpitunga. Þegar rætt er um stjórnarsamstarf eftir kosn- inga- er bent á vilja vinstri fjokk- anna til að halda áfram sam- starfi sínu og sagt, að aðeins með öflugum stuðningi við Sjálf- stæðisflokkinn geti kjósendur hindrað myndun nýrrar vinstri stjómar. í stefnuskránni em ekki boð- aðar skyndilausnir á þeim við- fangsefnum sem setja svip sinn á stjömmál líðandi stundar. Hún vísar veginn í anda sjálfstæðis- stefnunnar. Um samstarf Evr- ópuþjóðanna er sagt, að íslend- ingar hljóti að tengjast þróuninni til stóraukinnar samvinnu V-Evrópuríkja innan Evrópu- bandalagsins og þeir geri það nú þegar í samningaviðræðum um evrópskt efnahagssvæði. í álykt- un fundarins um utanríkismál segir, að ekki sé unnt að útiloka fyrirfram þátttöku íslendinga í Evrópubandalaginu en jafnframt lögð áhersla á yfirráð yfir auð- lindum, sjálfstæði og sjálfs- ákvörðunarrétt þjóðarinnar. Bent er á að öryggishagsmunir íslands verði best tryggðir með því að lýðræðisríkin beggja vegna Atl- antshafs haldi áfram varnarsam- starfi sínu. Varað er við þeirri stöðnun í lifskjömm sem hefur orðið í tíð núverandi ríkisstjómar. Hvatt er til víðtækrar samstöðu um gerð kjarasamninga, sem byggist á raunhæfu mati á efnahagslegum forséridum og viðskiptakjörum þjóðarinnar og sagt,'Áð,)fífskjör verði ekki bætt nema atvinnuveg- irnir búi við þau skilyrði að þeir valdi því. Sagt er að flokkurinn standi vörð um afkomu þeirra sem minnst megi sín í lífsbarátt- unni o g styðji þá til sjálfsbjargar. Mælt er fyrir um að mótuð skuli sjávarútvegsstefna og minnt á þá gagnrýni sem núgild- andi löggjöf um stjórn fiskveiða hafi sætt og að hún verði endur- skoðuð á næsta ári. Sagt er að mynda þurfi sem víðtækasta samstöðu um sanngjama og réttláta fiskveiðistefnu, þar sem pólitísk afskipti verði sem minnst og frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja fái best notið sín. Markmiðið með stjóm fiskveiða felist í því að hamla gegn ofveiði og tryggja hagræðingu, treysta byggð og sem besta nýtingu fjár- festingar. Á landsfundinum var ekki komið til móts við sjónarmið þeirra sem vilja nýja fiskveiði- stefnu en látinn í ljós vilji til end- urskoðunar í anda sanngirni og réttlætis. í yfirlýsingunni eru nefnd 17 áhersluatriði, þegar rætt er um verkefni komandi mánaða og ára. Heitið er lækkun skatta eftir að horfíð hefur verið frá skatta- hækkunarstefnu ríkisstjómarinn- ar og náðst hefur jafnvægi í ijár- málum ríkisins. Hvatt er til að fjölskyldan njóti þeirrar virðingar sem henni ber, stuðningi lýst við kristni og kirkju, sagt að gildi skólastarfs verði ekki ofmetið, lögð áhersla á forvarnarstarf í heilbrigðismálum og gæði og hagkvæmni öldrunarþjónustu. Sjálfstæðismenn vilja að staðinn verði vörður um sjálfseignar- stefnuna í húsnæðismálum og tafarlaust hafist handa um að bæta úr ástandinu sem þar ríkir. Þeir vilja einnig að þingmönnum verði fækkað og kosningalög tryggi jafnræði kjósenda. Þá er sagt að löggæsla, rettarkerfi og rekstur fangelsa eigi að vera í samræmi við kröfur tímans. Samhliða því sem þessi al- menna ályktun var samþykkt á landsfundinum afgreiddi hann fjölda ályktana málefnanefnda þar sem stefnan í einstökum málaflokkum er mótuð. Augljóst er, að fundarmönnum hefur verið kappsmál að ná samkomulagi. Málefnalegar deilur settu ekki svip á störf fundarins. Kosningayfirlýsing sjálfstæð- ismanna byggist á málamiðlun án þess að horfið sé frá grund- vallarsjónarmiðum. Yfirlýsingin ber merki þess að sjálfstæðis- menn vilja ganga fram með frelsi og'íríaririúð að leiðarljosi, sem var kjörorð 29. landtetundkri þeirra. Jón Baldvin sagði að það væri hin mesta ósvinna að ætla að binda hendur kjósenda, nýs þingmeiri- hluta og nýrrar ríkisstjórnar með skuldbindandi hætti í svo stóru gjöld ríkissjóðs. „Við höfum ekki skrifað undir þennan búvörusamning. Und- irskrift landbúnaðarráðherra er með rækilegum fyrirvörum um laga- heimildir í byijun næsta sumars. Þessi samningur skuldbindur ríkis- sjóð ekki, hvorki varðandi iaga- breytingarnar, sem nauðsynlegar eru í mjög mörgum greinum, né heldur fjárútlátin sem koma í kjöl- farið, fyrr en næsta alþingi hefur fjallað um það og sagt sitt seinasta orð. Samkomulag hefur aðeins tek- ist um einn hlut, en við höfum allir samþykkt það í ríkisstjórn að fjár- málaráðherra fái heimildir fyrir hönd ríkissjóðs til útgáfu á skulda- bréfum, sem þarf til þess að ná fyrsta áfanga í kerfisbreytingunni, en það er að kaupa upp 55 þúsund fjár til förgunar í haust. Þetta sýnir að við höfum ekki viljað leggja stein í götu þess að vinnan gæti haldið áfram, og við höfum líka tekið gild þau rök að það þurfi að eyða óvissu, sem kann að ríkja hjá bændum um hvert framhaldið verði, þegar þeir þurfa í vor að taka ákvörðun um áburðarkaup, og í haust að taka ákvarðanir um ásetning. Þetta var nauðsynlegt til að tefja ekki málið og til þess að vinna tíma til þess að ljúka þeim verkum sem eftir er að vinna. Um það er fullt samkomu- lag, en niðurstaða málsins er í hönd- um næsta þings.“ Hann sagði að kostirnir við samn- inginn væru fyrst og fremst þeir að horfíð væri frá ríkisábyrgð á föstu fyrirfram ákveðnu magni af- urða, útflutningsbótum yrði útrýmt að mestu og beinar greiðslur kæmu til bænda, sem hefðu örlítil áhrif til lækkunar á verði. „Aðalatriðið er þó að framleiðsluréttur verður fram- vegis framseljanlegur í viðskiptum milli bænda, sem gerir þeim bænd- um sem hafa góða aðstöðu fært að stækka og efla bú sín og ná hagræð- ingu. Vonin um verðlækkun er fyrst og fremst tengd því. Þessi drög að búvörusamningi eru hins vegar ekki heildstæður samningur. Það er alls ekki ljóst samkvæmt honum að sú verðlækkun sem þar er gert ráð fyrir til bænda skili sér endanlega til neytenda fyrr en tekið hefur ver- ið á einokunarkerfi vinnslu- og dreifingarkerfisins.“ Pálmi sagði að fyrirsjáanlegt væri að skortur yrði á fjármagni til þess að hægt yrði að leggja í fyrstu að- gerðir samkvæmt samningnum um kaup á fullvirðisrétti. Möguleiki væri á að heimilda til slíkra samninga yrði aflað í lánsfjárlögum, þó enn væri ekki hægt að segja til um hvort það myndi takast, en lánsfjárlög hafa ekki ennþá verið afgreidd á al- þingi. „Það, að farið er að verðleggja fullvirðisréttinn með þessum hætti og hefja viðskipti með hann, hlýtur það að kalla á það að kannaðar verði lagalegar undirstöður fullvirðisrétt- arkerfisins, en þeir menn eru til sem draga í efa að þær undirstöður séu traustar. í bókunum með samningn- um eru meðal annars fyrirvarar um skattalega meðferð á söluverði full- virðisréttar, og talað um það að skipa nefnd til að fjalla um það mál. Krefj- ist niðurstöður nefndarinnar laga- breytinga kemur það enn til kasta alþingis. Þeir bændur, sem kynnu að skrifa undir samninga um sölu á sínum fullvirðisrétti á næstu mánuð- um hafa ekki hugmynd um það á hvern hátt alþingi kynni að taka á því rnáli," sagði hann. „í heild er hér um að ræða gem- ing, sem flestar forsendur skortir að mínum dómi til þess að hægt sé að gera á þessu stigi. Þetta er einskon- ar stefnuyfirlýsing ríkisstjómar sem er að kveðja. Að vísu er næsta ríkis- stjórn sett í óþægilega aðstöðu, því að það hefur auðvitað áhrif að bændasamtökin eru búin að skrifa undirþessa stefnuyfírlýsingu, að vísu með fyrirvara enn sem komið er. Eigi að síður er alþingi óbundið, og það hlýtur að koma í hlut næstu ríkis- stjórnar að beita sér fyrir þeim laga- breytingum sem hún vill koma fram, og ekki er hægt að segja á þessu stigi hvort verða þær sömu eins og núverandi ríkisstjórn vill að verði. Ég tel því að undirskrift á þessum svokallaða samningi hefði átt að bíða næstu ríkisstjórnar. Ég hef ekki séð fyrirvara Alþýðuflokksins, en það er rétt að taka það fram að það er óvíst að þeir hafa eitthvað gildi, vegna þess að landbúnaðarráðherra fer með þetta mál fyrir hönd ríkisstjórnarinn- ar, og undirskriftir hans binda þá ríkisstjórn sem nú situr. Að þessu efni er vikið í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins á þessa leið: „Lagaheimildir skortir til þess að unnt sé að ganga frá þessum málum nú, og er því ljóst að mótun landbún- aðarstefnunnar bíður næstu ríkis- stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill koma á^ijý^kþf i^ði^l^i^fójis} son___________________________________’ Sagnaskáld hinna sælu daga eftir Jóhann Hjálmarsson William Heinesen var jafn- gamall öldinni, fæddur árið 1900 í Þórshöfn í Færeyjum. Eins og fleiri sagnameistarar náði hann því háum aldri og varla var unnt að hugsa sér Færeyjar án hans. Veldi hans í Færeyjum var ekki ósvipað stöðu Halldórs Laxness hjá okkur og margt áttu þeir sameiginlegt. Fyrsta bók Heinesens var ljóða- bók, Arktiske Elegier, 1921. Hann sendi frá sér margar ljóðabækur og eru sum ljóða hans með því besta í danskri samtímaljóðlist. En hann var líka listmálari og lét sér annt um varðveislu fæðingarbæjar síns, m. a. með því að skrifa um hann bók: Tann deiliga Havn. Heinesen vakti fyrst verulega athygli með skáldsögunni Blæs- ende Gry, 1934. Fjórum árum seinna kom Noatun. í þessum skáldsögum er færeyskt samfélag brotið miskunnarlaust til mergjar og þjóðfélagsgagnrýni áberandi. Frásagnargleðin er mikil og hneigðin til dulrænu setur sterkan svip á sögumar, en þetta einkenni skáldsagna Heinesens er enn ríkara í skáldsögunum Den sorte Gryde, 1949 og De fortabte Spillemænd, 1950. Einnig má í þessu sambandi nefna skáldsöguna Det gode Háb, 1964 (verðlaunasögu Norðurlanda- ráðs 1965) og smásagnasafnið Kur mod onde Ánder, 1967. Ekki út í bláinn hefur verið fund- ið að skáldsögum Heinesens, bent á að persónur séu of margar og stundum laustengdar, skáldsög- urnar njóti sín ekki alltaf sem heild. Þetta bætir. Heinesen upp með ótr.újeg-ri.' f^agnargléðj (o^' kímni, stemmningum sem gera bækur hans skemmtilestur, oft hreina unun. Smásagnasöfnin eru að sumra dómi til marks um hvar list hans rís hæst, en varasamt er að kveða upp slíka dóma. Margar litríkustu sögur hans eru þó eins konar sögur í sögunni. Vel má hugsa sér að Heinesen höfði beinast til lesenda þegar ljóð- skáldið er með í för. Þetta gildir ekki síst um smásögurnar og líka skáldsögu eins og De fortabte Spillemænd sem að öðrum ólöstuð- um er ein hin hugstæðasta af bók- um skáldsins, hljómkviða um listina og náttúruna, lífið og dauðann. Þessi tregaþrungna bók um mann- inn og snilldina mun kannski lifa einna lengst ef spá má um hinn dyntótta smekk sem bitnar að vísu hart á skáldum. Það er við hæfi að fara að dæmi Heinesens og vitna í Þránd í Götu: „Mangt umskiftist á mansins ævi.“ í verkum Heinesens er Þórshöfn miðpunktur alheimsins eins og hann lýsir svo eftirminnilega í Fortællinger fra Thorshavn, 1973. Fólkið hans er kynjafólk, mjög jarð- neskt en lika himneskt, oft skrýtið. Það býr á milli svefns og vöku, drauma og veruleika eins og því hafi verið slöngvað út í geiminn af tilviljun og kunni ekki alltaf við sig í hlutverkum sínum á jörðinni. Hvað þetta varðar er Heinesen samsinna, en ekki samferða mörg- um miklum höfundum aldarinnar sem hafa gert tilvistarstefnu að takmarki. Það skilur á milli Heines- ens og þeirra flestra að hann er gagntekinn af því að segja frá, segja sögu af örlögum einstakl- inga. Sérstaklega eru honum kærar einkennilegar og leyndardótnsfpll- , ogviðul" William Heinesen an karlmenn. Og það er eins og oftast sé vonartýra í verkum þessa færeyska skálds sem skrifaði flest- ar bækur sínar á móðurmáli sinu, dönsku. Heinesen verðskuldar öðrum fremur tignarheitið sagnaskáld. Það að hann ólst upp með lítilli þjóð gerði hann ekki smærri heldur beindi hann sjónum sínum sífellt til alheimsins, til stjama og himin- tungla og velti vöngum yfir því sem býr dýpst í sálinni, en gætti þess í leiðinni að gera sýnir sínar jarðn- eskar, fínna þeim stað í eigin um- hverfí hversdagsins. í sagnasafninu Kur mod onde Ánder sem Þorgeir Þorgeirsson, helsti þýðandi Heinesens, kallar Ráð við illum öndum er fremst þátturinn Leónard og Leónóra „of- urlítill skáldsögustúfur síðan á hin- um sælu dögum olíulampanna". Frásagnargáfa Heinesens er ófölskvuð í þessari sögu eins og öðrum í bókinni. Það sannast þrátt fyrir vissar endurtekningar hve vel honum lætur að íjalla um við- kvæmni hjartans og undarlega og oft ráðvillta hegðun fólks andspæn- is örlögum sínum. Það eru hinir sælu dagar sem stíga fram, fortíð sem lifnar. Þann- ig er undirrituðum lesa,nda tamt ad hugsa ser William Heinescn. s / • UT° ;t vT i iinnaw timnnol MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 23 Enn um framsóknar- tökín í heilsugæslunni eftir Ölaf F. Magnússon Á fundi í Læknafélagi Reykjavík- ur 20. febrúar sl. sagði einn fundar- manna í ræðu sinni, að lítill munur væri á því, hvort íhald eða kommar réðu ríkjum í heilbrigðisráðuneyt- inu. Stefnan væri svipuð. Því miður hafði þessi ræðumaður mikið til síns máls, enda hafa sitjandi heilbrigðis- ráðherrar um árabil lítið skipt sér af stefnumörkun, sem virðist frem- ur hafa verið látin í hendur embætt- ismanna ráðuneytisins. Læknafé- lögin og önnur samtök heilbrigðis- stétta hafa einnig sýnt þessum málum allt of lítinn áhuga, þar til þau urðu neydd til þess á sl. ári. Miðstýringaráform framsóknarmanna í heilbrigðisráðherratíð Guð- mundar Bjarnasonar hafa orðið veruleg umskipti varðandi stefnu- mörk uní heilbrigðismálum. Áætl- anir hafa verið uppi um það, að draga stórlega úr einstaklingsfram- taki í heilbrigðisþjónustu, ekki sízt í þjónustunni utan sjúkrahúsa, þar sem hlutur einkaframtaksins hefur verið stór á liðnum árum. Með frumvarpi um heilbrigðis- þjónustu, sem leit dagsins ljós haustið 1989, var stefnt að ríkisein- okun í heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa, bæði í heimilislækning- um og í sérfræðiþjónustu utan sjúkrahúsa. Koma átti ríkisreknum heilsugæslustöðvum í einokunarað- stöðu í heimilislækningum og af- nema átti heimild ráðherra til að semja við aðra aðila en ríkið um rekstur heilbrigðisþjónustu. Síðar- nefnda atriðið átti einkum að bein- ast gegn sjálfstætt starfandi sér- fræðingum utan sjúkrahúsa. Sem von vár brugðust læknar harkalega við þessu frumvarpi, sem þeir töldu aðför að atvinnufrelsi stéttarinnar. Miðstýringarhug- myndir frumvarpsins voru í full- kominni andstöðu við þróun mála í Evrópu og hrun sósíalismans þar og kölluðu á pólitíska andstöðu fijálslyndra aðila, innan þings sem utan. Nauðsyn einkaframtaksins Það hefur verið margsýnt fram á það, að með því að nýta einstakl- ingsframtakið í heilbrigðisþjón- ustunni er hægt að auka framboð á margvíslegri þjónustu, sem er heilbrigðiskerfinu nauðsynleg. Þannig má koma í veg fyrir frekari aukningu biðlista. Aðgerðir eru nú framkvæmdar á læknastofum, sem áður voru eingöngu framkvæmdar á sjúkrahúsum. Með þessu móti hefur sparast mikið fé og sjúklingar hafa þurft að þjást skemur en ella og komist fyrr til heilsu og starfa á ný. Engu að síður hafa framsókn- armenn í heilbrigðisráðuneytinu haldið uppi áróðri gegn íslenzkri læknastétt fyrir þessa miklu þjón- ustu, vegna aukins kostnaðar. Þó má fullyrða að hinn aukni kostnað- ur vegna þjónustu sérfræðinga utan sjúkrahúsa er aðeins brot af þeim kostnaði, sem þessi þjónusta sparar ríkisvaldinu og þjóðfélaginu. En einstaklingsframtakið stuðlar ekki aðeins að auknu framboði og betri nýtingu fjármuna í heilbrigðis- þjónustunni. Það veitir ríkisrekstr- inum nauðsynlegt aðhald og sam- keppni og stuðlar að frelsi fólks til að velja sér lækni. Varnarsigur á Alþingi Hörð andstaða lækna, annarra heilbrigðisstétta, borgarstjórans í Reykjavík og fijálslyndra þing- manna kom í veg fyrir, að áður- nefnd áform um ríkiseinokun í heil- brigðisþjónustunni yrðu að veru- leika. Lögfest var ákvæði um það, að íbúar Reykjavíkur og Seltjarnar- ness gætu jafnan valið sér heilsu- gæslulækni á heilsugæslustöð eða heimilislækni utan heilsugæslu- stöðva. Við þetta hefur ekki verið staðið og hefur ýmsum aðferðum verið beitt, til að koma í veg fyrir starfsemí fleiri sjálfstætt starfandi heimilislækna. Þar sem áðurnefnt lagaákvæði snýst um valfrelsi í heilbrigðisþjónustu mun ég fylgja þessu máli eftir, þar til fyrirheitin í lögunum verða efnd. Óvissan um Heilsuverndarstöðina Sem kunnugt er var horfið frá áformum um að leggja niður Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur eftir mót- mæli starfsfólksins og ábendingar um, að þessi áform væru óraunhæf. Eftir borgarstjórnarkosningarn- ar sl. vor var undirritaður tilnefndur fulltrúi Reykvíkinga í stjórn Heilsu- verndarstöðvarinnar. Samkvæmt skipunarbréfi ráðherra á stjórnin að gera tillögur um framtíðarhlut- verk stöðvarinnar fyrir árslok 1991. Það hefur nú gerst, að samstarfsráð heilsugæslustöðva, sem varð til með reglugerðarákvæði sl. haust, er far- ið að gera tillögur um starfsemi Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, án samráðs við stjórn eða starfsfólk Heilsuverndarstöðvarinnar. Þannig má nú lesa í fundargerðum sam- starfsráðsins að þar hafi verið lagð- ar fram í tvígang tillögur um flutn- ing starfsfólks frá Heilsuverndar- stöðinni út á heilsugæslustöðvam- ar. Hveijar þessar tillögur eru veit ég ekki, en ég tel þetta óviðunandi vinnubrögð. Ólýðræðislegt samstarfsráð Sem kunnugt er eiga Reyk- víkingar enga kjörna fulltrúa í sam- starfsráði heilsugæslustöðva borar- innar, sem er að mestu skipað fram- sóknarmönnum, og er aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra formað- ur ráðsins. Þar sem samstarfsráð- inu er greinilega ætlað að taka vaxandi þátt í stjórn heilbrigðis- mála i Reykjavík á. næstunni er rétt að ítreka eftirfarandi: Samstarfsráðið á sér hæpna stoð í lögum og er skipan þess því ólýð- ræðisleg í tvennum skilningi. Ráðið er að verða nýtt pólitískt vald, sem telur það hlutverk sitt að semja áætlanir um heilsugæslu og heilsu- vernd í Reykjavík, án samráðs við stjórnir heilsugæsluumdæmanna eða stjórn Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Ólafur F. Magnússon „Miðstýringarhug- myndir frumvarpsins voru í fullkominni and- stöðu við þróun mála í Evrópu og hrun sósíal- ismans þar og kölluðu á pólitíska andstöðu frjálslyndra aðila, inn- an þings sem utan.“ Álitsgerð Læknafélagsins I upphafi þessarar greinar var vikið að nauðsyn þess, að heilbrigð- isstéttirnar hafí stefnu í heilbrigðis- málum, þar sem fagleg sjónarmið ráði ferðinni. Það er ekki nóg fyrir stjórnmálamenn, að leita eingöngu ráðgjafar hjá embættismönnum, en gleyma þeim sem sjá um heilbrigð- isþjónustuna við landsmenn. Hið dæmalausa frumvarp um heilbrigð- isþjónustu, sem lagt var fram sl. vetur sannar þetta. Því er það fagnaðarefni að þessa dagana kemur út á vegum Lækna- félags Reykjavíkur álit starfsnefnd- ar félagsins um skipulag og mark- mið heilbrigðisþjónustunnar á höf- uðborgarsvæðinu. Er það von mín að sú þekking og víðsýni, sem fram kemur í þessari álitsgerð, nái brátt alla leið inn í heilbrigðisráðuneytið! Höfundur er læknir og varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Hann A sæti í stjóm Hcilsuverndarstöðvar Reykja víkur og beilsugæsluumdæmis Vesturbæjar. HUSBREF Hvers vegna? eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Því hefur verið haldið fram að húsbréfakerfið sé síðri kostur til íbúðarkaupa fyrir láglaunafólk en lánakerfið frá 1986. Greiðslubyrðin sé hærri og íbúðarkaup séu erfið- ari. Þetta er ekki rétt. Greiðslubyrð- in er svipuð eða lægri í húsbréfa- kerfinu og íbúðarkaup eru mun auðveldari en áður hefur þekkst. Lánakerfið frá 1986 Þegar húsbréfakerfíð og lána- kerfið frá 1986 eru borin saman er nauðsynlegt að hafa í huga hvers vegna húsbréfakerfið kom til. Al- menna húsnæðislánakerfið sem tók gildi 1. september 1986, eftir kjara- samninga aðila vinnumarkaðarins, gekk ekki upp. 13. mars 1987, þeg- ar kerfið hafði verið starfrækt í rúma 5 mánuði, var því í raun lok- að, þegar húsnæðismálastjórn hætti að afgreiða lánsloforð eins og lög gerðu ráð fyrir. Forsendur kerfisins brustu þegar í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins. Lánakerfið frá 1986 var ekki opnað aftur fyrr en um áramótin 1987/1988, eftir að Alþingi hafði samþykkt frumvarp sem ég lagði fram, þar sem stigið var fyrsta skrefið, til að draga úr sjálfvirkni í útgáfu lánsloforða frá Húsnæðis- stofnun. Ef þær breytingar hefðu ekki verið gerðar á lánakerfinu, og húsbréfakerfið hefði ekki komið til, væri meðalbiðtími eftir húsnæðis- láni nú um 5 ár og Húsnæðisstofn- un væri búin að binda um 30 millj- arða króna í lánsloforðum til ársins 1995. Rangt er því að kenna hús- bréfakerfinu um hrun lánakerfisins frá 1986, eins og stundum heyrist. Ríkisendurskoðun, Seðlabankinn og sérfræðinganefnd á vegum ríkis- stjórnarinnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að nauðsynlegt sé að loka lánakerfinu frá 1986, vegna þess að forsendur kerfisins gengu ekki upp. Margra ára bið eftir lánum Megingalli 86-kerfisins var að það kallaði á umsóknir frá öllum eftir gjafalánum. Fleiri en þeir sem þurftu á niðurgreiddum lánum að halda söfnuðust í biðröð og tóku upp pláss frá þeim sem þurftu að- stoðar við. Þess vegna væri biðtími eftir lánum nú allt að 5 ár ef hús- bréfakerfið hefði ekki verið lögfest og ungu fólki væri því gert að bíða í allt að 5 ár eftir lánum. Annar stór galli við 86-kerfið var að margir neyddust til að festa kaup á íbúðarhúsnæði án þess að hafa lánsloforð undir höndum, en það irefur orðið' mörgum dýrkeypt. Fjölmörg dæmi eru um fjölskyldur sem hafa tapað miklu vegna hins Jóhanna Sigurðardóttir „Ef þær breytingar hefðu ekki verið gerðar á lánakerfinu, og hús- bréfakerfið hefði ekki komið til, væri meðal- biðtími eftir húsnæðis- láni nú um 5 ár og Hús- næðisstofnun væri búin að binda um 30 millj- arða króna í lánsloforð- um til ársins 1995.“ langa biðtíma. I þessu sambandi er vert að hafa í huga, þegar talað er um há afföll í húsbréfakerfinu, að fjármagnskostnaður þeirra sem hala .þurfi aðbíðaí 86-kerfmu hef-.. - ur í mörgum tilvikum verið miklu meiri en -sem-nemur afföllunum í húsbréfakerfinu, en farið verður nánar yfir það í annarri grein. Kostir húsbréfakerfisins framyfir 86-kerfið: — Umsækjendur festa kaup á hús- næði eða byggja þegar þeim hentar. — Biðtíminn eftir lánum er styttri, rnælist í vikum í stað margra ára. — Hærra lánshlutfall, þörf fyrir dýr • skammtímalán minnkar. — Virkari ráðgjöf, sem á sér stað á sama tíma og umsækjendur taka ákvarðanir. Það stuðlar að því að koma í veg fyrir greiðslu- erfiðleika. — Meiru er ekki lofað en Hús- næðisstofnun getur staðið við. — Vextir eru fastir og óbreytanleg- ir. Greiðsluáætlanir verða ör- uggari. — Aðstoðin í skattakerfínu með vaxtabótum beinist til þeirra sem þurfa á henni að halda. — Hinir efnameiru og tekjuhærri fá ekki sömu aðstoð og áður. — Nýju fjármagni er ekki beint inn á fasteignamarkaðinn í sama mæli og áður. Stuðlar að innri fjármögnun fasteignaviðskipta. — Seljendur fá greiðslur mun fyrr en áður, sem leiðir til lækkunar á fsteignaverði. : — Stuðlar að vaxtalækkun, þegar losna mun um fjármagn lífeyris- sjóðanna inná almenna lána- markaðinn eftir að þeir þurfa ekki að fjármagna 86-kerfið. í næstu grein mun ég fjatla um greiðslubyrði vegna íbúðarkaupa og hvernig húsbréfakerfið auðveldar fasteignaviðskipti, jafnt fyrir kaup- pjRÍIINl 6eljeníbu'í - - - llöfundur er félagsmá la rá ðherra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.