Morgunblaðið - 13.03.1991, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 13.03.1991, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 31 Athugasemd vegua Víkveija- skrifa 20. febrúar síðastliðinn hugsa megi sér að vettvangur víkki. Skólinn verður að gefa starfi þeirra meiri gaum og veita stuðning við að leysa vandamál sem þar er að finna. Og það verður að vera hlutverk Kennaraháskóla Íslands að tala fyrir þeim lausnaleiðum sem gilda til lengri tíma litið en að forð- ast skammtímabætur. Kennaraháskóli íslands á að rækta sérstöðu sína en ekki leitast við að verða eftirlíking. Menn munu kjósa frummyndina fremur en eft- irlíkingu. Sérstaða Kennaraháskóla íslands ætti m.a. að vera fólgin í heildarsýn á menntun, hæfni til að samtvinna uppeldisvísindi og fræð- asvið, hæfni til að lyfta umræðu hærra vegna víðtækrar sérfræði- þekkingar sem knúin er til að leita sameiginlegra markmiða. Ég tel að Kennaraháskóla ís- lands beri að veita íslensku skóla- kerfi allt í senn; þjónustu, hvatn- ingu og þá forystu í framþróun sem rannsóknir og menntun geta veitt. Ég tel að Kennaraháskóli íslands eigi að vera í fararbroddi um rann- sóknir á námi og kennslu, um fram- þróun kennsluhátta og í því að af- marka skýrar en gert hefur verið í hverju kennsla sem sérfræði er fólgin. Til þess þarf framsýni og mikla yfirsýn. Til þess þarf samein- ingu krafta innan stofnunar og utan. Lokaorð Tilefni þessara skrifa er kjör rektors Kennaraháskóla Islands. Kjör rektors er vissulega val milli manna. En það er ekki aðalatriðið. Menn koma og fara. Kjör rektors er hins vegar val á áherslum í málum, val á stefnu og fram- kvæmdaáætlunum. Svo er einnig þessu sinni hér og þegar grannt er skoðað tel ég rétt að segja að talsvert beri í milli þeirra sem í framboði eru. Að sjálfsögðu eiga orð þessi fjöl- þættan tilgang en þó fyrst og fremst þann að hvetja kennara og kennaranema til þess að láta ekki telja sér trú um að atkvæði þeirra skipti ekki máli í þessari kosningu. Atkvæði þeirra skipta máli. Þau eru hvert og eitt merki um það að nemendur KHÍ og starfsmenn ís- lenskra skóla vilja hafa áhrif á það hvernig Kennaraháskóla íslands er stjórnað, hveijar megináherslur eru og hveijir sitja þar við stjórnvöl. Ilöfundur er dósent við Kennaraháskóla Islands. eftir Jón Asgeir Sigurðsson Morgunblaðið varð stærsta blað landsins, með því að leggja höfuð- áherslu á áreiðanleika í fréttaflutn- ingi. Ég hélt nokkra tugi blaða- mannanámskeiða um land allt á árunum 1980-85, þar sem ég út- skýrði aðferðafræði Morgunblaðsins og hikaði ekki við að hæla blaðinu fyrir rétta stefnu í fréttaflutningi. í tvö ár, frá september 1985 til október 1987, var ég fréttaritari Morgunblaðsins íBandaríkjunum. Á þeim tíma var ég oft með fréttir — merktar mér — á baksíðu og stund- um á forsíðu, auk innsíðna. Ég tók ljósmyndir, skrifaði fréttatexta og samdi fyrirsagnir. Aldrei heyrðust hnjóðsyrði í minn garð frá ritstjórn Morgunblaðsins, minn helsti sam- starfsmaður þá var Björn Bjarna- son, heiðvirður sómamaður. Eftir að ég hóf fréttaritarastörf fyrir Ríkisútvarpið (RÚV) í október 1987, spurði Morgunblaðið í Reykja- víkurbréfi, hversvegna Jón Ásgeir Sigurðsson hefði ekki kannað málið fyrr. Um var að ræða Tangen-málið — leiðindamál þar sem fréttastofa RÚV féll í gildru sem var svipaðs eðlis og gildra sem Morgunblaðið féll nýlega í. Morgunblaðið er ekki óskeikult fremur en aðrir fjölmiðlar. Ósönn frétt blaðsins um sundurbrunnið troll togarans Vestmannaeyjar VE á Breiðamerkurdjúpi byggðist á ein- um heimildarmanni sem var ekki viðstaddur meintan atburð. Sannleiksgildi var ekki þraut- kannað áður en fréttinni var slegið upp á baksíðu 1. febrúar síðastlið- inn. Blaðið lýsti fréttina ómerka fjórum dögum síðar, hún væri upp- spuni frá rótum. Tangen-málíð vakti eðlilega meiri athygli, þar var um að tefla æru látins manns. Þegar svo er ástatt eiga íjölmiðlar skilyrð- islaust að þrautprófa fullyrðingar. Það gerði ég fyrir fréttastofu RÚV, Tangen-fréttin var leiðrétt af út- varpinu sjálfu. Morgunblaðsmenn voru ánægðir með mín störf og hörmuðu að ég skyldi taka tilboði RÚV haustið 1987. Frá þeim tíma hafa þeir ekki gagnrýnt mig, fyrr en í Víkveija- skrifum um fréttaritara RÚV er- lendis, 23. janúar síðastliðinn. Nafn- laus höfundur Víkveija hélt því fram að fréttaritarar RÚV stunduðu þá ófagmannlegu iðju að hampa einka- skoðunum í fréttapistlum í stað þess að halda sig við staðreyndir. Nefnd voru tvö dæmi þessum áburði til stuðnings. Ég skrifaði svar sem birtist í Morgunblaðinu 20. febrúar, hrakti rækilega bæði dæmi Víkveija og benti á að umræddum skoðunum hefði ég sagt frá í fréttaskýringa- þætti, en ekki í fréttatíma útvarps. Annað dæmið var sú skoðun Hehry Kissingers fyrrum utanríkisráð-. herra Bandaríkjanna, að blóðugt Persaflóastríð gæti valdið öflugum mótmælum, hitt dæmið var sú út- breidda skoðun flestra bandarískra fjölmiðla, að rétt væri að taka hæfi- legt mark á fréttum frá Persaflöa, vegna ritskoðunar beggja vegna víglínunnar. Þetta voru EKKI mínar persónulegu skoðanir og þessar skoðanir voru EKKI kynntar í fréttatímum. (Þeir yrðu reyndar skrítnir fréttatímarnir, ef ekki mættu koma þar fram skoðanir. Þá heyrðist afskaplega sjaldan í okkar ágætu þingmönnum.) Úr því að dæmi Víkverja stóðust ekki, voru fullyrðingar hans (eða hennar) úr lausu lofti gripnar, það er að segja óhróður um fréttaritara RÚV er- lendis. Ég rökstuddi eina ávítunar- orðið sem ég notaði: óhróður. Víkverji féllst athugasemdalaust á rök mín gegn þeim dæmum sem hann hafði nefnt til stuðnings full- yrðingu um Iélega fagmennsku fréttaritara RÚV erlendis. En gífur- yrðum var haldið áfram og nú skyldi lýsa svar mitt ómerkt, með því að gefa því einkunnirnar „hroki", „dylgjur“ og „dólgsháttur", en það síðastnefnda hefur eftirtalin sam- heiti (sjá íslenska samheitaorðabók frá 1985): fruntaskapur, grimmd, illmennska, níðingsskapur, rib- baldaháttur og uppivöðslusemi. Þegar málflutningur Víkveija er hrakinn lið fyrir Iið, sér hann sóma sinn í tilhæfulausum upphrópunum. Sami maður þykist þess umkominn að leggja kalt og yfirvegað mat á fréttaflutning annarra ijölmiðla en Morgunblaðsins! Hér er um að tefla heiðvirð störf nokkurra íslendinga, sem segja fréttir erlendis frá, og eru starfs- bræður þeirra Morgunblaðsmanna sem unnu blaðinu orðspor sem gott fréttablað. Ég þarf ekki að biðjast griða, vegna þess að áburður þessa nafnlausa Víkveija er ekkert annað en innantómar upphrópanir, ósönn illmæli. Samt spyr ég: Telja ritstjórar Morgunblaðsins rétt, að málatilbún- aður Víkveija um fréttaritara Ríkis- útvarpsins sé áfram borinn á borð fyrir græskulausa lesendur blaðs- ins? Vonandi hefur dómgreind rit- stjóranna ekki hrakað svo mjög síð- ustu vikurnar. Höfundur er fréttaritari RÚV í Bandaríkjuuum. Aths. ritstj. Jón Ásgeir Sigurðsson vísar hér til máls sem hefur þrisvar sinnum verið til umræðu í dálki Víkveija: 23. janúar, 20. febrúar og 27. febrú- ar. í fyrsta pistli birtist hugleiðing Víkverja um það þegar fréttatímar hljóðvarps ríkisins væru notaðir til að koma skoðunum fréttaritara og fréttamanna á framfæri. í öðrum pistli birtist athugasemd Jóns Ás- geirs sem tók gagnrýni Víkveija til sín og frásagna sinna af upphafi Persaflóastríðsins. í þriðja Víkveijapistii birtist bréf frá Kristínu Jónsdóttur, þar sem hún tók undir með Víkveija og fagnaði framtaki hans. Athugasemd Jóns Ásgeirs nú byggist á orðum sem Víkveiji not- aði í svari sínu 20. febrúar. Víkverji vísaði í svari sínu til þess þegar Jón Ásgeir sakaði hann um að vera með „illhrekjanlegan óhróður" og talaði um hinn „auma Víkveija-pistil“. Nú sakar hann Víkveija um „ósönn ill- mæli“ en í Samheitaorðabókinni eru orðin: álygar, bakmælgi, fjölmæli, hrakyrði, hróp, lastmæli, rógburður, rógur, svívirðingai', söguburður og illt umtal talin samheiti illmæla. Fráleitt er hjá Jóni Ásgeiri Sig- urðssyni að bera saman markvissar blekkingar vegna sundurbrennds trolls í Vestmannaeyjum og meðferð hljóðvarps ríkisins á Tangen-mál- inu, nema hann líti þannig á að til- gangurinn liafi alla tíð verið að Ijúga að Islendingum til að sverta minn- ingu Stefáns Jóh. Stefánssonar. Jón Ásgeir Sigurðsson PHILIPS „Topp-græjuf Philips AS 9500 Hi-Fi hljómtækjasamstæðan er með fjarstýringu og hágæða geislaspilara. Hún er nýkomin frá hönnunardeildinni með nýtt andlit (Slim-Line), klædd „Metalic" efni, að framan, sem er mjög sterkt og heldur alltaf sömu áferð. Philips er brautryðjandinn í gerð geislaspilara - þú gengur að gæðunum vísum. PLÖTUSPILARINN: Hálfsjálfvirkur, tveggja hraða 45 og 33 snúninga ÚTVARPSTÆKIÐ: Stafrænt með 20 stöðva minni. Val á FM og mið- bylgju. Sjálfvirkur leitari og fínstilling. MAGNARINN: 2x40 músík Wött. 5 banda grafískur tónjafnari (Equalizer). Mótordrifin styrkstillir. Útgangur fyrir heyrnartæki. Aukainngangur fyrir sjónvarp. TVÖFALDA SNÆLDUTÆKIÐ: Hámarks hljómgæði. Sjálfvirk stöðvun við enda á snældu. Tvöfaldur upptökuhraði. Pása. Sjálfvirk upptökustilling fyrir snældu. GEISLASPILARINN: 20 laga minni. Fullkominn lagaleitari. Stafrænn gluggi. Hægt er að láta sama lagið eða lögin hljóma endalaust. Tekur bæði 5 og 3ja tommu diska. HÁTALARARNIR: Þriggja-átta lokaðir hátalarar af geriðnni Philips LSB 500. FJARSTÝRINGIN: Rúsínan í pylsuendanum er fjarstýringin sem eykur á þægindin til muna og gerir þér kleift að stjóma öllum aðgerðum úr sæti þínu. Þú getur treyst Philips Heimilistækí hf SÆTUNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISIMI6915 20 f/cd e/uafoSoecg^xutfegÁ, í SOMKÚtyuM, Heilsuval, Barónsstíg 20, S 626275 og 11275 ^Dale . (Jarnegie námskeiðið Kynningarfundur ★ Meira hugrekki. ★ Stærri vinahópur. ★ Minni áhyggjur. ★ Meiri lífsl PERSONULEGUR STJORNUNARSKOLINN Sími 82411 Ný námskeið eru að hefjast Kaffivélar 700-1000 wött. Glæsilegirlitir. Verð frá 2.890,- • Heittoggott Engir eftirdropar • 5 ger&ir Vöfflujárn llmandi, fallegarvöfflur. Ö) Verð frá4.i • Snúrugeymsla • Hitastýring • Stígandi hitastilling • Teflon húð “ww V'"‘i Rétt soðin, Ijúffeng egg. pdSPS Verð frá 2.570 • Alltað7egg. • Aðvörunartónn. Laus eggjagrind. Margar gerðir. Etnar Farestvett&Co.hf. BORGARTVIWI28,5ÍMI623901. L*iA 4 mtoppar vti dymar L________________________J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.