Morgunblaðið - 13.03.1991, Page 41

Morgunblaðið - 13.03.1991, Page 41
■'•V S5IAM .81 HUOACtTJ>nvaiM <JIG/.JfIVIU3flOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MARZ 1991 or - 41 VELVAKAMDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS iki . AV ’ Li II Hvað er karate? Til Velvakanda. Er karate íþrótt? Er karate kennsla í sjálfsvörn? Leiðir karate til árásar- og ofbeldisverka? Hvaða hvatir liggja til þess að þessi ofbeldisleikur er kallaður íþrótt? Er það ágóðavon þjálfara eða eru það einstaklingar, sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða barsmíðum? Hvað er.það sem fær foreldra til að senda börn sín til að iðka þessa svokölluðu „karateíþrótt“? Er verið að byggja upp sjálfstraust hjá feimnu barni, sem hefur orðið fyrir aðkasti eða ofbeldi? Er þetta leiðin til að ná upp sjálfsímyndinni hjá drengjum og stúlkum, þannig að þau þori að ganga óhrædd og örugg í skólann eða á götum borgarinnar? Þetta eru nokkrar áleitnar spurn- ingar, sem hér er varpað fram og svari nú hver fyrir sig. Ég mun hins vegar, lesandi góður, segja þér mína skoðun. í mínum huga er karate ekki íþrótt, karate er dýrkun á ofbeldi, eða m.ö.o. ófyrirleitin slagsmála- aðferð, þar sem greinilega er stefnt að því að nota fætur og hendur til að sparka og slá í höfuð og/eða bol andstæðingsins. Tilgangurinn er bersýnilega að gera fórnarlambið óvígt, helst með einu sparki á rétt- an stað, þ.e. í andlit eða háls. Karete er ekki sjálfsvörn. Það er ofbeldi, sem uþþ'hafsmennirnir (Japanir) hafa markaðssett til að selja íþróttina. Sannleikurinn er sá að til að geta varið sig þarf alltaf að geta beitt sókn. í þessari „íþrótt" felst vörnin í því að vera snöggur að gera andstæðinginn óvígan. Þetta segir m.ö.o. að verið er að innræta drengjum og stúlkum of- beldi frá unga aldri undir fölsku flaggi. Út í þennan ofbeldisgraut er svo bætt einhverskonar jap- anskri heimspeki með óskiljanleg- um orðum og öskrum, sem væntan- lega eiga að gefa einbeitingu og sálarfróun. Ofbeldisleik þennan kalla fyrir- svarsmenn hans „íþrótt“, vegna þess að hér eru hópar, sem telja sig geta grætt á þessu, þegið styrki frá sveitarfélögum, tekið stórfé af foreldrum saklausra barna og tala síðan fjálglega um nauðsyn þess að geta varið sig, sé á mann ráðist. Foreldrar reyna ýmislegt fyrir sér til að hjálpa börnum sínum, ef sú staða kemur upp að barnið verð- ur fýrir aðsúg eða ofbeldi. Talsmenn þessarar „íþróttar" telja karate vera lausnarorðið fyrir örvæntingarfulla for.eldra. Auðvitað getur sú staða komið upp að foreldrar verði ráða- lausir gagnvart ofbeldi, sem börn- um þeirra er sýnt. Og þá hugsa margir vafalaust að gjalda skuli auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Ekki mun ég fara út í þær lausnir, sem eru í boði, en eitt er víst að það er óhugnanlegt að hvetja barn til að læra villimannlegar slags- málaaðferðir eins og^tíðkuðust í Japan fyrr á öldum. Mér hefur oft verið hugsað um þetta aðflutta fyrirbæri, sem karate kallast. Nú síðast tók steininn úr er ég sá íþróttaþátt ríkissjónvarps- ins 19. febrúar sl. fyrir börn og unglinga. Þar voru litlar telpur látn- ar sparka og kýla hver áðra svo og ungir drengir á sama hátt. Ég sá ekki betur en að lítil skemmtun fylgdi þessari keppni, því t.d. var greinilegt að einn drengjanna var gráti nær af sársauka og niðurlæg- ingu eftir að hafa fengið í sig spark. Ég lýsi fyrirlitningu minni á þess- ari villimennsku. Karate er og verð- ur aldrei sönn íþrótt. Það getur ekki verið drengilegt að sparka leiftursnöggt í andlit annars manns, jafnvel þótt því sé borið við að and- stæðingurinn hafi mátt búast við óvæntu höggi. Ég skora á borgaryfirvöld og sveitarstjórnir i landinu að láta af öllum stuðningi við þessa „íþrótt" með því að segja upp húsasleigu- samningum við þau félög, sem hafa karate á stefnuskrá sinni. Þá legg ég og til að engir styrkir, hveiju nafni sem þeir nefnast, verði veittir til þeirra klúbba og félaga er stunda karate. Karate á ekkert erindi til æsku þessa lands. M.B.B. STJÖRNUKORT Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjörnuspekistöðin, Miðbæjarmarkaðinum, Aðalstræti 9, sími 10377. RÝMINGARSALA á flísum, marmara og skápahurðum. Frá 26-80% afsláttur af staðgreiðslu. 16-70% afslóttur, ef greitt er með korti. ALFABORG ? BYGGINGAMARKAÐUR KNARRARVOGI 4, SÍMI 686755 Sérverslun með flísar og flísalagningaefni SKÍÐANÁMSKEIÐ í FERMINGARGJÖF EINHVER HEILSUSAMLEGASTA GJÖF SEM VÖL ER Á í SUMAR: 5 unglinganémskeið 4 fjölskyldunámskeið 3 almenn námskeið auk heigarnámskeiða í júlí og ágúst 1 FÁIÐ KYNNINGARBÆKLING OG VERÐSKRÁ HJÁ NÝJA SÖLUAÐILANUM OKKAR: SKÓGARHLÍÐ 18 - SÍMI 91-25855 S A M E I n A O » /si»

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.