Morgunblaðið - 05.04.1991, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRIL 1991
13
sem vitnisburður um ferðir okkar og
annarra, í tíma, rými og huga.“
Þessi lýsing er að sjálfsögðu full-
gild fyrir alla myndlist, og bendir enn
og aftur á þau algildu sannindi að
list er fyrst og fremst huglæg
reynsla; en þó myndlist byggist að
mestu á hinum sjónrænu möguleg-
um, þá hlýtur úrvinnsla áhorfandans
og endanlegt mat að byggjast á
fleiri þáttum.
Það er ekki ný kenning að lífið
sé eins og ferðalag, og atburðum lífs
og listar megi líkja við sífellt nýja
viðkomustaði á þeirri leið. Hins veg-
ar hefur Erla markvisst gert þetta
að viðfangsefni í list sinni. Hún hef-
ur ferðast víða um heim, sýnt verk
sín í ýmsum löndum, og oftast hafa
nöfn sýninganna tengst þessu eilífa
ferðalagi mannsandans í gegnum líf-
ið (Andinn er laus, Heimsálfur, Nær-
myndir minnis og gleymsku, Ferða-
’ - - $ y ,,
■
■ ■'# ■■■■: ' ■':
# ■ ■ ^
m
Erla Þórarinsdóttir: „Kort“ 1990.
langar — svo nokkrar einkasýningar
hennar séu nefndar).
Á sýningunni í Norræna húsinu
eru þijátíu og fimm verk, sem skipta
má í þijá flokka. Fyrst ber að nefna
tíu stór verk, en síðan eru smærri
myndir, sem Erla nefnir annars veg-
ar Myndaröð frá Sevilla/Farangur
og hins vegar Farangur.
Áferð myndanna er nú ólík því sem
var á sýningunni á Kjarvalsstöðum,
þar sem ýmsum efnum var blandað
í yfirborðið til að gera það fjölbreytt-
ara. Nú er það liturinn sem ræður
ríkjum; myndbygging verkanna er
sterk, form eru hrein og klár, og lita-
fletir eru sterkir og djúpir. Og litur-
inn er ekki einungis á yfirborðinu;
allar myndirnar virðast vandlega
samsettar með markvissri undirmál-
un í andstæðum litum sem eykur
styrk þess sem ræður í fletinum. Það
er mikil birta og hiti í flestum litflöt-
unum, eins og er við hæfi þegar við-
fangsefnin hafa kviknað í framandi
löndum á suðrænum slóðum, þar sem
sólin, sandurinn og hitinn eru jafnrík-
ir þættir tilverunnar og gráminn,
rigningin og hraunið er hér á landi.
Myndröðin frá Sevilla hefur að
geyma nokkrar skýrar og skemmti-
legar myndir, sem vert er að benda
á. Þannig er „Casa Mia“ (nr. 13)
sterk í sínum einfalda arkitektúr, og
tilvísunin til arfleifðar Máranna á
Spáni er einnig góð. Loks rís hin
einfalda „Hneta“ (nr. 21) til óvæntr-
ar tignar í því einfalda formi, sem
listakonan finnur henni.
Hin myndröðin, Farangur, er
nokkru flóknari, enda víða komið
við. En Erlu tekst að koma miklu til
skila með einföldum formum, sem
virðast hæfa ferðalaginu vel; bæði
„í Marrakesh eru u.þ.b. 500 moskur“
(nr. 24) og „í hverri borg, turnar“
(nr. 32) túlka myndefnið vel með
einföldum, ljóðrænum hætti.
Stóru myndirnar eru einnig ein-
faldar að öllu formi, með einni undan-
tekningu. Þær myndir sem draga
áhorfandann fljótt að sér nefnir lista-
konan „Kort“ (nr. 3-7). í hugum
flestra eru kort tilvísanir í raunveru-
leikann; landakort, sjókort og
stjörnukort vísa mönnum veginn um
veröldina. En það er hægt að kort-
leggja fleira, og í viðtali fjallar lista-
konan um hugmyndina að baki þess-
um verkum: „Ef við hugsum um
hvernig lífsleiðir okkar líta út, þá
gætu þær verið eins og þessi kort;
við erum alltaf á ferð milli staða en
gleymum þá gjarnan leiðinni, sem
skiptir þó kannski mestu máli. Þann-
ig má sjá kortin sem yfirlit yfir til-
veru mannanna; sumir eiga sér fáa,
en fastmótaða punkta í tilverunni,
en hjá öðrum eru þeir fleiri, og sam-
bandið milli þeirra óljósara og flókn-
ara — eins og lífíð sjálft.
Sýningu Erlu Þórarinsdóttur í
Norræna húsinu lýkur sunnudaginn
7. ápríl.
Hrefna Róbertsdóttir
þeirra upp á almenningsfræðslu.
Hún var vel þegin af fólki sem aldr-
ei hafði notið skólagöngu. Ennfrem-
ur uppfylltu félögin þörf manna
fyrir samneyti í tómstundum. Nýjar
hreyfingar, bindindishreyfíngin t.d.,
byggðust á fjöldasamstarfi og
leiddu því sjálfkrafa til stofnunar
félaga.
Með bækur þessar í höndum sýn-
ist sem 19. öldin sé aftur á dag-
skrá. Upphaf verkalýðshreyfingar,
vinstri flokkar, auðvald og kreppa,
sem sett voru á oddinn meðan
námsmannahreyfingarnar, sem
kenndar eru við 68, voru að rasa
út, virðast ekki lengur vera kjörefni
fræðimanna.
Eitt verka Svölu.
■ SVALA Sigurleifsdóttir sýnir
málverk í Galleríi einn einn,
Skólavörðustíg 4a, frá 5. til 18.
apríl. Sýningin er opin frá kl. 14
til 18 alla daga.
og
Wicanders
Kork-o-Plast
korkflísamerkin komin
undirsama þak.
& ármúla 29, Múlatorgi, síml 38640
Þ. Þ0RGRIMSS0N & C0
rM f f
Daviö Oddsson
r f • • f r •
a Blonduosi
Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
efnir til almenns stjórnmálafundar í
Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn
6. apríl n.k. Fundurinn hefst kl. 15:00.
Pálmi Jónsson og Vilhjálmur Egilsson
flytja ávörp.
Fundarstjóri: Erlendur Eysteinsson.
Allir velkomnir.
Pólmi
X[t»
FRELSI OG
MANNÚÐ