Morgunblaðið - 05.04.1991, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991
Hnignun heimilanna,
hnignun tungunnar
og aðdragandi þessa
eftir Rannveigu
Tryggvadóttur
Fyrri grein
Reikult er rótlaust þangið,
rekst það um víðan qá;
straumar og votir vindar
velkja því tii og frá.
(Joh. Siguij.)
Ólafur Oddsson og Jón Óttar
Ragnarsson rituðu nýverið greinar
í Morgunblaðið um að okkur beri
að halda dyggan vörð um móður-
málið og lýstu þeir áhyggjum sín-
um vegna hnignunar þess. Að
sjálfsögðu er ég þeim sammála,
en ég held að hnignun heimilanna
eigi enn meiri þátt í hnignun ís-
lenskrar tungu en ásókn þeirrar
ensku t.d. Hnignun heimilanna er
þjóðarböl. Engin „stofnun" getur
komið í stað góðs heimilis.
Móðurmál heitir það því börn
nema málið fyrst af vörum mæðra
sinna. „Mamrna", fyrsta orðið,
sem bam myndar með vörunum,
hefur eðlilega fest sem gæluyrði
við móðurina. Hún hefur líka
mjúka húð og mjólk í bijóstum
fyrstu mánuði ævi þess, þýðan róm
og ber — að öllu jöfnu — heita ást
í bijósti til afkvæmis síns. Sé allt
með felldu þá myndast milli móður
og bams sterkt kærleikssamband
sem veitir báðum unað og baminu
notalega öryggiskennd.
Það er engin hætta á því að
bam, sem fær að njóta návistar
við foreldra sína og systkini á við-
kvæmustu mótunarárum sínum,
sé ekki fært um að tala rétt mál
og fallegt, sé það fýrir því haft á
heimilinu.
En hve oft dregur ekki ský fyr-
ir sólu? Kominn var gestur á heim-
ilin. Nefndist sá tíðarandi og var
þaulsætinn mjög. Vildi bara alls
ekki fara þó fáa langaði til að
hafa hann. Svo tók hann sér hús-
bóndavald, bara svona upp úr
þurru. Og frekjan í honum! Hann
hóf einatt mál sitt á því að segja:
„Þú skalt...!“
Tíðarandinn á íslandi hefur
vægast sagt verið stórskrítinn
undanfarna áratugi. Fyrst mót-
mæltu stríðaldir unglingar með
miklum tilþrifum — bara ein-
hveiju! Það gerðu líka stríðaldir
jafnaldrar þeirra í öðrum vestræn-
um löndum (’68-kynslóðin). Mönn-
um líkar það auðvitað ekki að
standa á blístri af vellíðan. Tíðar-
andinn sagði mönnum að upp
væri komið mikið og alvarlegt
kynslóðabil. Enginn vissi hvað
hann var að fara, en hann hlaut
að vita þetta og unglingamir ák-
váðu að kynslóðabil skyldi það
heita. Hættu þau siðan snarlega
að virða skoðanir karls og kerling-
ar, foreldra sinna, og annars grá-
myglulegs fólks, öfugu megin við
kynslóðabilið. Öðru máli gegndi
auðvitað um skoðanir „björgunar-
deildar Rauðsokka “, sem mætt var
galvösk til leiks, þó ekki væru all-
ir réttu megin við bilið á þeim bæ.
Báðar þessar hreyfíngar, „’68-
kynslóðin“ og „Rauðsokkar“, voru
ættaðar erlendis frá — hvaðan
upphaflega væri fróðlegt að fá að
vita. Fyrri hreyfíngin þjónaði þeim
tilgangi að „deila og drottna" og
sú síðari kom því til leiðar að
Rannveig Tryggvadóttir
„Það er engin hætta á
því aðbarn, sem fær
að njóta návistar við
foreldra sína og systk-
ini á viðkvæmustu mót-
unarárum sínum, sé
ekki fært um að tala
rétt mál og fallegt, sé
það fyrir því haft á
heimilinu.“
Vestur-Evrópubúum fækkaði. Við
máttum einna síst vð slíku sökum
fámennis, en að þvi var ekki spurt,
tíðarandanum skyldi bara hlýtt
undanbragðalaust! Hafa menn velt
því fyrir sér hvers vegna konum,
sem langaði til að eignast bömin
sem þær gengu með en höfðu
ekki ráð á því, hefur ekki verið
boðin fjárhagsaðstoð svo þær
þyrftu ekki að láta deyða ófætt
bam sitt? Er ekki eitthvað sjúklegt
við þetta? Er þetta ekki hættulegt
fyrir þjóð, sem vegna óaflátlegrar
baráttu fyrir sjálfstæði sínu, verð-
ur að eiga „sterkan, ungan stofn“?
Til að gera langt mál stutt þá
voru það Rauðsokkur og meðreið-
arsveinar þeirra sem hræddu al-
þingismenn til að samþykkja
rýmkun fóstureyðingarlaganna
1975. Gunnlaugur Snædal for-
stöðumaður Fæðingardeildarinn-
ar, tjáði mér að það hefði verið
alveg óþarft, lögin hefðu vérið aI-
veg nógu rúm. Þau eru ekki fá,
íslensku börnin, sem síðan hefur
verið fargað í móðurkviði. Hefur
það gert þjóðina sterkari? 0, al-
deilis ekki! Jafnframt var hafín
herferð til að telja konum trú um
að þær væru mun betur settar úti
á vinnumarkaðinum eða í lang-
skólanámi en heima hjá sér — og
bömin á stofnunum. Allur var
málflutningurinn undir formerkj-
um jafnréttis kynjanna. Nær aldr-
ei var minnst á jafnrétti milli
kvenna innbyrðis.
Hinn raunverulegi tilgangur
skötuhjúanna tíðaranda og Rauð-
sokka var að hluta til sá að búta
fjölskylduna niður í einingar og
ráðskast svo með og drottna yfir
„einingunum“. Sú hefur a.m.k.
útkoman orðið. Síðasta snilldar-
hugmyndin er sú að öll börn frá
sex mánaða aldri „eigi rétt á“
dagvistarplássi. ''
Þó að hálfur annar áratugur sé
liðinn síðan það óheillaspor var
stigiað að rýmka fóstureýðingar-
lögin þá er ekki enn farið að meta
heimaumönnun barna til fjár. Vilji
þjóðin ekki ganga fyrir ættemis-
stapa innan tiltölulega skamms
tíma þá bráðliggur á að það verði
gert. Vita alþingismenn ekki að
ung kona, sem vinnur úti allan
daginn, hefur ekki nokkurt þrek
til að eignast nema í mesta lagi
eitt til tvö börn en þyrfti að eign-
ast þtjú til fjögur eigi þjóðin að
eiga sér minnstu afkomumögu-
leika í þjóðahafinu í heiminum.
Skólabömin kæmu þá heldur ekki
að tómu húsi. Þær konur sem sí-
fellt hrópa: „Fleiri dagvistarstofn-
anir“ en sjá ekkiþörfin á að barna-
fólki sé hyglað fjárhagslega eru í
raun að höggva að rótum þjóðar-
meiðsins. Agjarnir menn í auðlind-
ir landsins bíða í ofvæni fyrir dyr-
um úti, hvort sem þeir eru kennd-
ir við EB eða Kreml.
Forstöðumenn fyrirtækja og
stofnana ættu sem flestir að vinda
bráðan bug að því að bjóða konum
sem kjósa hlutastörf. Það myndi
borga sig fyrir þá sjálfa og fyrir
fyrirtækin líka. Tvær ánægðar og
glaðar konur, sem skipta heilu
starfí á milli sín, era betri starfs-
menn en bamakonan í heilsdags-
starfí sem eðlilega er oft með hug-
ann heima. Það gæti bjargað
mörgu barninu frá örvílnan og
margri móðurinni frá hugarangri
og ofþreytu. Auk þess myndi það
skapa atvinnumöguleika fyrir mið-
aldra konur, sem þjóðfélagið hefur
leyfy sér að ýta til hliðar eins og
slitinni flík.
Þreytt móðir er ekki góð móðir,
það hef ég reynt á • sjálfri mér.
Yngri sonur minn, þá tíu ára gam-
all, sagði eitt sinn við mig er ég
kom heim frá vinnu: „Heldurðu
að það sé gaman að sitja aleinn
heima, horfa út í loftið og hafa
engan að tala við?“ Hann sagði
nákvæmlega þetta, orðin greypt-
ust í huga minn.
Höfundur er húsmóðir í
Reykjavík.
Öflugan fiskmarkað
eftir Össur
Skarphéðinsson
Fiskmarkaðimir hafa hleypt
nýju lífí í íslenskan sjávarútveg.
Fyrir tilstilli þeirra hefur verð á
físki hækkað og nýting aukist.
Þeir hafa ennfremur leitt til auk-
innar sérhæfíngar, sem fyrir þjóð-
arbúið skilar sér í auknum verð-
mætum úr sama aflamagni. Um
leið getur fískvinnslan borgað
betra verð fyrir hráefnið, og hærri
laun til þeirra, sem vinna fískinn
í landi. F’iskmarkaðimir eru þann-
ig hluti af þeirri uppstokkun í sjáv-
arútvegi sem þarf að eiga sér stað
til að hægt sé að lyfta lífskjörum
rækilega.
Helsti galli markaðanna er
hversu smáir þeir eru, og hve lít-
ill hluti af aflanum er seldur um
þá. Því þarf að breyta sem fyrst.
Við þurfum að búa svo um hnút-
ana að sem mestur hluti aflans
fari yfír innlendan markað, og
sjálfur tel ég réttast að gera það
með svipuðum hætti og sums stað-
ar eríendis, þar sem allur afli er
lögskyldaður til að fara um mark-
að.
Hráefnisskortur
Sú skrýtna staða er nú komin
upp, að íslensk fískvinnslufyrir-
tæki era farin a flytja hausskorinn
þorsk frá Alaska. Flutningurinn
tekur 40 daga, og komið til ís-
lands kostar kílóið 120 krónur, eða
um fímmtungi meira en íslenskur
þorskur hefur kostað á mörkuðun-
um hér heima, — þegar hann fæst.
Á sama tíma eram við að flytja
útum-70.þúsund tonn-af bolfiski
á ári hverju til Evrópu, þar sem
skilaverðið er oft lægra en við
þurfum að borga fyrir Alaskaþor-
skinn.
Þetta háa verð, sem innlend
fyrirtæki era reiðubúin að greiða
fyrir útlendan þorsk, sýnir glögg-
lega, að innanlands ríkir skortur
á físki til vinnslu. Þetta sýnir líka,
að fyrirtækin eru sum hver reiðu-
búin til að greiða hátt verð fyrir
íslenskan fisk.
En, — því miður, þau fá ekki
tækifæri til þess. Langmestur hluti
af innlendum afla fer annaðhvort
beint á erlendan markað eða er
seldur til vinnslufyrirtækja, sem
tengjast útgerðinni. Mjög lítið
magn fer um íslensku uppboðs-
markaðina.
Samkeppnisfrelsi
í dag ríkir því ekki samkeppnis-
frelsi í verslun með íslenskan fisk.
Þau vinnslufyrirtæki, sem ekki
tengjast veiðum, hafa ekki sama
möguleika á að verða sér úti um
hráefni til vinnslu og hin, og þurfa
yfirleitt líka að greiða mun hærra
verð fyrir hráefnið. Innanlands er
þetta ástand þegar farið að hefta
þá þróun sem hefur á síðustu áram
gætt til aukinnar sérhæfni og þar-
með meiri verðmætasköpunar.
Með uppboðsmarkaði myndu
hins vegar öll fyrirtæki í vinnslu
geta keppt innbyrðis á markaðn-
um, og ættu því jafna moguleika
á að afla hráefnis. Þarmeð yrði
komið á almennilegri samkeppni,
sem þegar upp er staðið yrði'ollum
til góðs.
Sérhæfing
En mikilvægasti ávinningurinn
af uppboðsmarkaðnum felst þó
ekki síst í þeim miklu möguleikum,
sem slíkur markaður veitir fyrir-
tækjum til að sérhæfa sig í vinnslu.
í dag er staðan þannig, að húsin
þurfa að taka á móti öllum afla
sem þeim berst, og verða sífellt
að vera að skipta á miili tegunda
og stærðarflokka. Með uppboðs-
markaði væri hinsvegar hægt að
sérhæfa vinnslulínur í sérstökum
stærðum, eða tegundum.
Staðreyndin er vitaskuld sú, að
þegar fiskvinnslan nær að sérhæfa
sig betur með því að kaupa hrá-
efni á stóram uppboðsmarkaði, þá
fær hún í senn betri nýtingu og
er þarafleiðandi fær um að greiða
hærra verð fyrir hráefnið. Þeir
fiskmarkaðir, sem þegar er búið
að setja á stofn hériendis, hafa
rækilega sýnt fram á þetta.
Gæðahvatning
í dag tekur verðlagning á físki
of lítið mið af gæðum aflans hveiju
sinni. Yfirleitt er fast verð ákveðið
með samningum, þar sem stærðin
skiptir mestu máli. Verð á fiski
sem fer yfir markað ræðst hins
vegar í miklu ríkari mæli af
ástandi fisksins, og sala á upp-
boðsmarkaði myndi því tengja bet-
ur verð og gæði. í þessu felst löngu
tímabær gæðahvatning.
En markaðimir bæta gæðin
með öðrum hætti líka: Þeir sníða
af aflatoppana. í dag leiða afla-
hrotur oft til þess, að gæði aflans
stórminnkar auk þess sem verð-
mætum er gjarnan „bjargað" með
því að vinna hann í fljótunnari en
verðminni pakkningar. Færi hins-
vegar allur afli um markað, þá
-leiddi hið aukna framboð í hrotum-
samstundis til verðlækkunar og
útgerðin, sem vitaskuld leitast við
að fá sem mest fyrir þann afla,
sem henni er heimilt að veiða,
drægi úr veiðum uns jafnvægi
næðist aftur.
Raunar myndir markaður líka
eyða því undarlega ástandi sem
núna ríkir i verðlagsmálum á fiski.
En í dag eru margs konar verð í
gangi: verðlagsráð hefur sam-
þykkt lágmarksverð sem era 50,41
króna á kíló fyrir fimm kílóa fisk,
víðast gildir svo 30% álag ofan á
það, sem lyftir verðinu í 65,53
krónur. Þar á ofan koma sérsamn-
ingar sem hækka það enn í 70-80
krónur. Hæsta verðið mun vera
um 107 krónur á kíló fyrir 7 kílóa
þorsk og yfír.
Ef fískur færi hinsvegar allur
um markað, hyrfí þessi glundroði.
Að líkindum myndi þá meðalverð
til sjómanna hækka eitthvað, og
það yrði örugglega jafnara milli
staða en nú.
Góð reynsla
Öflugur uppboðsmarkaður
myndi líka sjá til þess að í stað
þess að kaupa íslenskan fisk á
mörkuðum í Cuxhaven, Bremerha-
ven eða á Humbersvæðinu þyrftu
erlendir fískkaupmenn að* koma
til íslands. Það eitt myndi reynast
veraleg lyftistöng fyrir hvers kon-
ar þjónustugreinar innanlands.
Ekki er síður mikilvægt, að inn-
an fárra ára munu nýjar reglur
um ferksleika taka gildi í Evrópu-
bandalaginu, sem banna að eldri
fískur en átta daga verði settur á
markað. Þetta þýðir, að færi ís-
lenskur afli um innlendan markað,
-þá-myndi—sú- vtnnsla, sem í- dag-
Össur Skarphéðinsson
„Fiskmarkaðirnir eru
þannig hluti af þeirri
uppstokkun í sjávarút-
vegi sem þarf að eiga
sér stað til að hægt sé
að lyfta lífskjörum ræk-
ilega.“
fer fram í Evrópu á íslensku hrá-
efni, að mestu leyti færast inn í
landið.
Ég tel því að það sé brýnt, að
allur afli af íslandsmiðum fari um
innlendan markað, og mun fyrir
mitt leyti stuðla að því að Alþýðu-
flokkurinn beijist fyrir því þegar
á næsta þingi.
Höfundur skipar 3. sœti A
framboðsUsta Alþýðuflokksins í
Reýkjavík: >nsií íu>iHi1.>.m j