Morgunblaðið - 05.04.1991, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.04.1991, Qupperneq 24
30 24 reei iiwaA .8 HUCiAauTaö'? aioAjaniJDJiOM - MORGUNÐLAÐIÐ POSTUÐAGUR 5: APRIL 1991 Svíþjóð: Auglýsingar leyfð- ar í sjónvarpinu Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. AUGLÝSINGAR verða leyfðar í sænsku sjónvarpi frá og með fyrsta desember nk. Svíþjóð er síðast Norðurlandanna til að leyfa auglýs- ingar í sjónvarpi og er Albanía nú eina Evrópulandið þar sem sjón- varpsauglýsingar eru bannaðar. Miklar deilur hafa staðið um þetta mál innan Jafnaðarmannaflokksins, sem nú nú fer með stjórnarvald- ið, en ríkisstjórnin hefur loks komist að samkomulagi um málið og er gert ráð fyrir að sænska þingið greiði atkvæði um það 11. júní nk. að reikna mætti með að auglýst yrði fyrir um fjóra milljarða sænskra króna í sjónvarpi árlega en nú telja hinir allra bjartsýnustu áð raunhæft sé að áætla að sjónvarpsauglýsingar muni nema um einum og hálfum milljarði sænskra króna. í Svíþjóð er starfrækt útvarpsráð sem kannar dagskrá sænsku ríkis- sjónvarpsstöðvanna eftir á. Mun það einnig fylgjast með dagskrá nýju einkastöðvarinnar og sjá til þess að gildandi reglum um sjónvarpsút- sendingar sé fylgt þar á bæ. Nú eru tvær sjónvarpsstöðvar reknar í Svíþjóð og eru þær báðar í eigu ríkisins. Þann 1. desember bætist þriðja stöðin við. Verður hún í einkaeign og eiga auglýsingatekjur að standa undir rekstrarkostnaði. Vegna þess hve horfur í sænsku efnahagslífi þykja slæmar er ekki búist við að tekjur sjónvarpsstöðva af auglýsingum verði eins miklar og í fyrstu var talið. Áður töldu menn Reuter Rithöfundurinn Max Frisch. Sviss: Rithöfund- urinn Max Frisch látinn Zurich. Reuter. SVISSNESKI skáldsagnahöf- undurinn og leikskáldið Max Frisch lést í Zurich í gær, 79 ára að aldri. Frisch varð heims- frægur fyrir bók sína „Ich bin nicht Stiller" sem kom út árið 1954. Max Frisch var róttækur vinstrisinni en fór í mörgu sínar eigin leiðir og var ætíð mjög umdeildur. Hann gagnrýndi heift- arlega svissneskt þjóðfélag, ekki síst herinn sem hann sagði gegna því meginhlutverki að halda verk- alýðnum niðri og tungumálasvæð- unum saman en þrjú mál eru töluð í landinu; þýska, franska og ít- alska. í þjóðaratkvæði árið 1989 lýstu 35% landsmanna fylgi við þá hugmynd að leggja herinn nið- ur. Frisch stundaði blaðamennsku á kreppuárunum og ferðaðist víða um Evrópu en hóf síðan störf sem arkitekt. í sögunni um Stiller, sem seldist mjög vel og gerði honum kleift að helga sig ritstörfum, lýsti hann löndum sínum svo að þeir væru ekki frjálsir heldur stöðugt í helgreipum óttans. „Óttans við framtíðina, óttans við að verða einhvern tíma fátækir, óttans við lífíð, ... óttans við breytingar í heiminum, fátkennds óttans við andlegt hugrekki." Önnur rit Frisch eru m.a. skáld- sagan „Homo Faber“, einnig leik- ritin „Ándorra“ og „Biedermann og brennuvargamir" þar sem hann fæst við arf nasismans. Leikritin hafa verið færð upp hér á landi. ■ LONDON - Roger Cooper, sem hefur verið haldið í gíslingu í íran í fimm ár og var óvænt sleppt fyrr í vikunni, segir að Terry Wa- ite, sem hvarf í Beirút árið 1987 og er enn haldið í gíslingu í Líban- on, hafi verið rænt vegna þess að hann hafi verið talinn vera njósnari á vegum bandarísku leyniþjón- ustunnar CIA. Iranir sögðu Cooper að senditæki hefði fundist í skeggi eða hári hans. Waite hefði ætlað að láta færa sig á staðinn þar sem gíslamir voru í haidi, starfsmenn CIA hefðu síðan ætlað að miða út staðinn og frelsa gíslana. Reuter Örtröð við annan af bönkunum í Moskvu, þar sem hægt er að kaupa erlendan gjaldeyri. Sovétstjórnin lækkaði i gær gengi rúblunnar fimmfalt gagnvart helstu gjaldmiðlum heims. Opinbera gengið er orðið því sem næst hið sama og á svörtum markaði. Verkfallið í Sovétríkjunum breiðist út: Kolanámamenn hafna tilboði Gorbatsjovs um launahækkun Krefjast enn afsagnar Sovétforsetans og annarra ráðamanna í Kreml VERKFALL námamanna í Sovétríkjunum breiddist út í gær er verk- fallsmenn höfnuðu tilboði Mikhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta um tvöföld- un launa þeirra innan árs og kváðust ætla að halda til streitu kröfu þeirra um að Gorbatsjov segði af sér. Fréttastofan TASS hafði áður haldið því fram að verkfallsmennirnir hefðu fallist á tilboð Sovétforset- ans en talsmenn þeirra sögðu að þeir, sem sömdu við Sovétsljórniná, hefðu ekki haft umboð til þess. Borís Jeltsín, forseti rússneska þingsins, gagnrýndi stjórnina í Kreml fyrir að hafa ekki tekið rétt á verk- fallinu. „Fleiri námum hefur verið lokað eftir fund námamanna og Va- lentíns Pavlovs forsætisráðherra þar sem engar raunhæfar ákvarðanir voru teknar. Verkfallið heldur áfram að breiðast út,“ sagði Jeltsín á þing- inu. Um 1.000 báxít-námamenn í Sverdlovsk, heimabæ Jeltsíns, lögðu niður vinnu til að mótmæla stefnu Sovétstjómarinnar. „Því víðfeðmari sem verkföllin verða því fyrr verður hægt að hefja nýsköpunina í Rússl- andi,“ sagði talsmaður verkfalls- mannanna. Verkfallið náði einnig til stórra nikkel-náma í Norílsk, nyrst í Rússlandi, og framleiðslan á svæð- inu minnkaði um helming. Verka- menn í Mínsk, höfuðborg Hvíta- Rússlands, lögðu niður vinnu og efndu til mótmælagöngu til að krefj- ast afsagnar Moskvu-stjórnarinnar. Leggja nú megináherslu á stj órnmálaumbætur Leiðtogar verkfallsmanna í kola- námum Kúzbass í Síberíu og Don- bass í Úkraínu sögðu að þeir sem tóku þátt í samningaviðræðunum við Sovétstjómina hefðu ekki haft um- boð til samninga. Þeir sögðu að ráða- mennimir í Kreml hefðu ekki burði til að leysa málið. „Það er of seint fyrir Gorbatsjov að leggja fram slíkt tilboð. Við hefjum ekki vinnu að nýju fyrr en Gorbatsjov segir af sér og sovéska þingið verður leyst upp,“ sagði Vladímír Mítsjovskíj, námu- maður frá Tsjervonograd í Vestur- Úkraínu. „Verkfallið heldur áfram og við leggjum nú megináherslu á kröfur okkar um stjómmálaumbæt- ur,“ sagði leiðtogi námamanna í Úkraínu. Verkfallið breiddust einnig út í Kúzbass í Síberíu, helsta kolanáma- svæði Sovétríkjanna. „Við höfum lagt fram kröfur um stjómmálaum- bætur en stjómvöld í Moskvu beina sjónum sínum aðeins að efnahags- vandanum," sagði talsmaður verk- fallsmanna á svæðinu. Námamenn- imir vilja að Sámbandsráðið, sem er skipað kjömum fulltrúum allra lýð- veldanna fimmtán, taki við völdunum af Sovétstjórninni og sovéska þing- inu. Tatsmaður óháða námamanna- sambandsins í Moskvu, sem hefur skipulagt verkfallið í samráði við verkfallsnefndirnar á námasvæðun- um, sagði að Sovétstjórnin hefði að- eins samið við „stjómendur náma, verkalýðsfélög kommúnista og vel alda skósveina þeirra úr röðum nám- amanna“. Dagblaðið Komsomolskaja Pravda skýrði frá því að ráðuneyti kolanáma hefði ákveðið hveijir fengju að taka þátt í viðræðunum í Kreml. Af um 500 þátttakendum hefðu aðeins 30 verið fulltrúar námamanna. Færast mikið í fang Kolanámamennimir efndu einnig til verkfalls árið 1989 en Gorbatsjov tókst að binda enda á það með loforð- um um launahækkanir og bætt lífs- kjör. Þá kom Sovétforsetinn fram sem bandamaður þeirra. Nú segja þeir hins vegar að Gorbatsjov hafí svikið þá og vitna að sögn breska tímaritsins The Economist næstum orðrétt í kröfur sem Borís Jeltín lagði fram tveimur vikum áður en verkfall- ið hófst fyrir rúmum mánuði. Jeltsín hefur þó ekki getað lýst því yfir opin- berlega að hann styðji verkfalls- mennina því kröfur þeirra gætu tor- veldað þær efnahagsumbætur, sem hann hefur beitt sér fyrir í Rúss- landi. Eini stjórnmálamaðurinn í Sov- étríkjunum, sem hefur vaxið í áliti vegna verkfallsins, er forseti Kazak- hstans, Nursultan Nazarbaev, sem tókst að telja námamenn í lýðveldinu á að hefja vinnu á ný með loforðum um bætt lífskjör og stuðning við kröf- ur þeirra. Verkfallsmennirnir vilja feta í fót- spor Samstöðumanna í Póllandi, sem tókst að hrekja kommúnista frá völd- um, en stjómmálaskýrendur telja að mikið þurfi að koma til ef það eigi að takast.' Þeir benda á að lítil hætta sé á því að verkfallið leiði til efna- hagshruns eins og ráðamenn í Kreml hafa látið í veðri vaka. Kolafram- leiðslan í Sovétríkjunum hefur minnkað um innan við þriðjung vegna verkfallsins og er aðeins um 19% af heildarorkuframleiðslunni. Orkuforðinn hefur því aðeins minnk- að um 6%. Stjórnmálaskýrendur telja einnig að verkfallið þurfi að ná til mun fleiri greina atvinnulífsins til að koma stjóminni frá völdum. Aðrir verka- menn hafa hingað til verið tregir til að ganga til liðs við námamennina en það kann að breytast vegna óánægju almennings- með verðhækk- anirnar á mánudag, sem námu allt að 60%. Heimild: Reuter og The Economist. ♦ ♦ ♦ Albanía: Verkfallsboð- un fær dræm- ar undirtektir Tirana. Reuter. ÁSKORUN Lýðræðisflokksins í Albaníu um eins dags verkfall til að mótmæla aðgerðum lögreglu í óeirðum eftir þingkosningarnar á páskadag fékk dræmar undir- tektir Albana. Verkfallið átti að vera í gær en margir íbúar Tirana sögðust ekki hafa frétt af áskoruninni. Ekki var minnst á hana í sjónvarpi og út- varpi og fáir könnuðust við flugrit sem flokkurinn dreifði. Talsmaður óháðu verkalýðs- hreyfingarinnar í landinu sagði að hreyfingin fordæmdi lögregluað- gerðirnar, sem kostuðu fjóra menn lífíð, en styddi ekki verkfallsaðgerð- ir sem stjórnmálaflokkur boðaði. Uppreisnin í írak: Bush gagnrýndur fyrir að aðstoða ekki skæruliðana Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sætir vaxandi gagnrýni fyrir að horfa aðgerðarlaus upp á sókn íraska stjórnarhersins gegn skæru- liðum Kúrda og shíta. Er forsetinn sakaður um að taka stjórnmála- hagsmuni fram yfir siðferðisleg sjónarmið. Deilur um stefnu Bandaríkja- stjómar í málefnum Iraks hafa aukist síðustu daga á sama tíma og sveitir hliðhollar Saddam Hus- sein írakforseta hafa brotið upp- reisn skæruliða á bak aftur og fellt hundruð þeirra nánast fyrir augum hersveita bandamanna sem enn halda um 15% írasks lands. Bush hafði ítrekað hvatt írösku þjóðina til þess að rísa upp og hrekja Saddam frá völdum. Einna lengst gekk hann í yfirlýsingu 15. febrúar með því að segja: „Það er önnur leið til að koma í veg fyrir blóðbað en hún er sú að ír- aski herinn og íraska þjóðin taki málin í sínar hendur og knýi harð- stjórann Saddam Hussein til af- sagnar“. Eftir að hlé varð á bardögum í Persaflóastríðinu og uppreisnar- menn létu til skarar skríða gegn Saddam hefur Bush hins vegar margsagt að Bandaríkjamenn muni ekki blanda sér í borgara- styrjöldina í írak. Aðstoðarmenn forsetans hafa haldið því fram að hann óttist, að hrun valdakerfis Ba’ath-flokksins í írak kynni að stofna stjórnmála- jafnvægi í hættu, ekki einungis í írak heldur á öllu Persaflóasvæð- inu. Þessar útskýringar hafa ekki dugað og sótt hefur verið að for- setanum úr öllum áttum. Til að byija með einskorðaðist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.