Morgunblaðið - 05.04.1991, Síða 30

Morgunblaðið - 05.04.1991, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 1991 Harðbaksmenn halda til veiða síðdegis í gær. Frystihús ÚA: Ekki óeðli- legt að við fáum bita af kökunni - segir Frosti Meldal „FÓLKI þykir ekki óeðlilegt að það fái smábita af kökunni, fyrir- tækið hefur gengið vel í nokkur ár og fólk horfir til þess,“ sagði Frosti Meldal trúnaðarmaður starfsfólks hjá Útgerðarfélagi Akureyringa í gær eftir að ljóst va að samkomulag hafði náðst við sjómenn félagsins um hækk- un á fiskverði. Frosti sagði að starfsfólk frysti- hússins myndi í mestu rólegheitum skoða stöðuna, það hefði sýnt hug sinn til hækkunar skattleysismarka Sjómenn gengu að tilboði ÚA: Morgunblaðið/Rúnar Þór Frosti Meldal trúnaðarmaður hjá ÚA. í verkfalli fiskverkafólks fyrir skömmu og kjaramál væru nokkuð rædd í matar- og kaffitímum. „Mörgum finnst tími til kominn að við fáum eitthvað í okkar hlut, síð- ast þegar sjómenn fengu hækkun héldum við að okkur höndum. Það verður hins vegar sett upp flæðilína í frystihúsinu í vor og með tilkomu hennar væntir fólkið þess að launin hækki,“ sagði Frosti. Tökum áhættu en sjón- armið okkar viðurkennd - segir Konráð Alfreðsson for- maður Sjómannafélags Eyjafjarðar SJÓMENN á ísfisktogurum Útgerðarfélags Akureyringa samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að ganga að tilboði sem félagið lagði fyrir þá í fyrradag, en í því felst að fyrir 15% aflans verður greitt markaðsverð eins og það er hverju sinni að meðaltali á þremur mörkuðum á suðvesturhorni landsins, en fast verð verður greitt fyrir 85% aflans. Hækkunin nemur ríflega 5% miðað við verð í janú- ar og febrúar. Báðir aðilar, forráðamenn ÚA og sjómenn, eru ánægð- ir með það samkomulag sem náðst hefur og fagna því að deilan hefur verið leyst. Fyrstu tveir togararnir héldu til veiða í gærkvöldi. Konráð Alfreðsson formaður (til hægri á myndinni) og Sveinn Krist- insson varaformaður Sjómannafélags Eyjafjarðar voru ánægðir þeg- ar ljóst var að samkomulag í fiskverðsdeilunni var í höfn. Sveinn náði að festa blund örskamma stund í stól félagsins í býtið í gær- morgun eftir mikla útreikninga um nóttina. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sjómenn á ífisktogurum ÚA skoða tilboð lyrirtækisins gaumgæfilega á fundinum i gær. „Ég fagna því að við höfum leitt þessa deilu til lykta og við teljum að það hafi verið gert á farsælan hátt þannig að báðir aðilar megi vel við una,“ sagði Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri ÚA. „Við verðum að horfast í augu við það að markað- imir eru staðreynd og það hefur lengi verið áhugamál sjómanna að tengjast því verði á einhvern hátt. Verðið á þessum mörkuðum er hins vegar að okkar mati óraunhæft, það er opinber skömmtun á erlendu markaðina og það sem á innlendu markaðina fer er nánast ígildi skömmtunar því magnið sfem í gegn- um þá fer er svo lítið. En á meðan þetta er svona verður aldrei friður og þar af leiðandi er best að fara þá leið sem valin hefur verið,“ sagði Gunnar. ■ KAMMERHLJÓMS VEIT Ak- ureyrar heidur Mozarttónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 7. apríl kl. 17, en þeir eru haldnir í tilefni þess að 200 ár eru liðnir frá dauða tónskáldsins. Hljómsveitin verður skipuð 45 hljóðfæraleikur- um. Hljómsveitarstjóri verður Örn Óskarsson en einsöngvarar þau Bergþór Pálsson, baritón, og Elín Ósk Öskarsdóttir, sópran. Fluttur verður forleikur að óperunni Don Giovanni, þá verða flutt valin ein- söngsatriði og dúettar úr sömu óperu svo og Cosi Fan Tutti, Brúð- kaupi Fígarós og Töfraflautunni. Tónleikunum lýkur með flutn- ingi á g-moll sinfóníu Mozarts, sem er ein þekktasta og vinsælasta sinfónía hans. Forsala aðgöngu- miða hefst í dag, föstudag, í Bóka- búð Jónasar og þar verða einnig seldir miðar á morgun. Hann sagði að með samkomulag- inu væri tekin áhætta á báða bóga, en hún væri ekki stór. Hvað fasta verðið varðar sagði hann að það hefði verið sett með hliðsjón af því sem stóru fiskvinnslufyrirtækin greiða, en það væru þau fyrirtæki sem ÚA þætti ástæða til að bera sig saman við. Það væri verð sem í gildi hefði verið á undanförnum mánuðum og því teldi hann félagið ekki fara út fyrir þá ramma sem hin svokall- aða þjóðarsátt gerir ráð fyrir. „Eg held að þegar til lengri tíma er litið muni verðið vera svipað og það sem greitt hefur verið og þetta muni ekki hafa í för með sér kostn- aðarauka fyrir félagið. Við höfum áðuri ákveðið leiðréttingu til sjó- manna sem felst í hækkun heima- löndunarálag og þetta samkomulag er innan þess rarnrna," sagði Gunn- ar. Konráð Alfreðsson formaður Sjó- mannafélags Eyjaíjarðar sagði eftir fund sjómanna í gær að sigur þeirra í málinu væri sá að fá markaðsteng- inguna inn en hún boðaði hugarfars- breytingu hjá útgerðinni, sem áður hefði landað öllum afla heima og greitt eftir verðlagsráðsverði. „Menn taka vissulega áhættu með þessu samkomulagi, því ekki er hægt að vita fyrirfram hvert verðið er á mörkuðunum. En þetta er viður- kenning á okkar sjónarmiðum, verð- lagsráðsverðið er úr sér gengið og við væntum þess að þetta verði fyrsta skrefið í að það verði lagt niður og í landinu verði ftjáls verð- myndun á fiski. Deilur sem þessa ætti í kjölfarið að leggja af öllum til bóta,“ sagði Konaráð. Harðbakur EA fór út kl. 18 í gær, fyrstur ísfisktogaranna, og gamli Sólbakur fylgdi í kjölfarið, en hann fór út kl. 20. Þá fara vænt- anlega tveir togarar út í dag, föstu- dag, Hrímbakur og Svalbakur, og sá síðasti, Kaldbakur, á laugardag. Hráefni til vinnslunnar dugar að minnsta kosti fram til mánudags og ef til vill fram á þriðjudag í næstu viku. Ekki er ljóst nú hvort vinnsla stöðvast í húsinu en ekki er víst að til þess þurfi að koma, m.a. hafa frystihúsin í Eyjafirði lánað hvort öðru hráefni til vinnslu tímabundið og ef til vill hægt að grípa til þess ráðs ef hráefni þrýtur. „Það sem okkur þykir mest um vert er að ekki hefur þurft að segja starfsfólk- inu upp vegna þessa máls,“ sagði Gunnar Ragnars. ■ GJAFABÓK, almenn spari- sjóðsbók, til handa Úlfari Arasyni og fjölskyldu hans, Klöpp, Sval- barðsströnd, 601 Akureyri, en hús þeirra og allt innbú brann 27. mars sl., liggur fyrir í Landsbanka ís- lands, Strandgötu, Akureyri, nr. 117016 og bókin er á hans nafni og fijáls framlög eru vel þegin, seg- ir í tilkynningu frá Önnu Steinunni Þengilsdóttur. ■ TÓNLISTARSKÓLI Eyja- fjarðar gengst fyrir æfingabúðum skólalúðrasveita á Norðurlandi eystra í Hrafnagilsskóla í Eyja- fjarðarsveit dagana 5.-7. apríl. Þátttakendur koma víðs vegar að og verða á bilinu 120-150 á aldrinum 7-16 ára. Aðalleiðbeinendur verða Atli Guðlaugsson, Michael Jacqu- es og Norman H. Dennis, en auk þeirra munu aðrir stjórnendur sveit- anna og kennarar leggja hönd á plóginn. Lúðrasveitirnar munu síðan halda tónleika í íþróttaliúsi Hrafnagilsskóla sunnudaginn 7. apríl og hefjast þeir kl. 14. Hver sveit leikur tvö lög og síðan leika þær sameiginlega nokkur lög. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis og fólk hvatt til að hvetja unga tón- listarfólkið til dáða, segir í fréttatil- kynningu. I BÍÓMYNDIR verða að nýju sýndar í Nýja Bíói sáluga um helg- ina eftir tæplega tíu ára hlé, en Kvikmyndaklúbbur Akureyrar gengst fyrir sýningu fjögurra mynda í húsinu sem nú heitir 1929. Tvær myndir verða sýndar á laugardag, Separate Tables og Jonathan L. Seagull, en sýningar heljast kl. 17 og 18.30. A sama tíma á sunnudag verða sýndar myndirnar From Here to Eternity og loks verður Separ- ate Tables sýnd aftur á mánudag kl. 19. Myndirnar eru framleiddar á tímabilinu 1950 til 1973. ■ BA UTINN heldur upp á tvítugs- afmæli sitt um helgina, en á morg- un, laugardag, eru tuttugu ár liðin frá því veitingastaðurinn var opnað- ur á horni Kaupvangsstrætis og Hafnarstrætis. A þessum tíma hafa sótt staðinn hátt á aðra milljón gesta. í tilefni af afmælinu býður Bautinn þríréttaða máltíð á hag- stæðu verði um helgina og einnig verður um miðjan daginn í boði sérs- takt tilboð á afmæliskaffi. Bautinn er alhliða veitingastaður, þar sem jafnt er hægt að seðja hungur sitt með svokölluðum skyndibita eða steik, auk þess sem þar er einnig boðið upp á kaffi og kökur. Bautinn rekur einnig veitingastaðinn Smiðj- una í samliggjandi húsi og Bautabú- rið sem er kjöt- og fiskvinnsla fyrir veitingastaðina tvo auk verslana og mötuheyta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.