Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991
GULUR
RAUÐUR
GRÆNN
OG BLÁR
NÝIR LITIR OG SÉRSTAKAR KÚLUR FYRIR
SJÓNSKERTA OG BLINDA
csbcJone
TVEIR, ÞRIR,
FJÓRIR EÐA SEX
NÚ GETA ALLT AÐ SEX SPILAÐ
csbolone
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
HEILDVERSLUN, SÍMI 653075
Verður eitthvað eft-
ir fyrirgamla fólk-
ið eftir nokkur ár?
eftir Benedikt
Jóhannesson
Það verður ekki sagt um íslenska
stjórnmálamenn að þeir skammti
naumt þegar þeir taka sig til. Hins
vegar eiga þeir erfiðara með að
lyfta höndum þegar að því kemur
að samþykkja leiðir til þess að ijár-
magna „góðverkin". Fjölmörg
dæmi eru til um þetta örlæti þing-
manna: Húsnæðiskerfi, námslána-
kerfi og það sem verður viðfangs-
efni þessarar greinar; lífeyriskerfi.
Lífeyriskerfi landsmanna er ekki
gamalt. Það eru aðeins um tuttugu
ár síðan samþykkt var að allir
landsmenn skyldu vera í lífeyris-
sjóði. Sjö árum seinna var það
„ákveðið" í tengslum við kjara-
samninga, að lífeyrissjóðir skyldu
greiða verðtryggðan lífeyri, en eins
og annað fé landsmanna hafði fé
lífeyrissjóðanna br-unnið á verð-
bólgubáli áttunda áratugarins. Það
var þó ekki fyrr en tveimur árum
seinna, eða árið 1979, að lífeyris-
sjóðimir gátu verðtryggt það fé sem
þeir höfðu til varðveislu og enn liðu
nokkur ár þar til þeir nýttu sér all-
ir þennan kost að fullu. Snemma á
níunda ártugnum var ástandið
þannig, að sjóðirnir höfðu rýrnað
um nálægt helming á undangengn-
um áratug, en á þá höfðu verið
lagðar auknar kvaðir. Á þeim tíu
árum sem síðan eru liðin hefur
ástandið ekki versnað, en enn þann
dag í dag er leitun að þeim lífeyris-
sjóði sem stendur undir þeim loforð-
um sem sjóðfélögum hafa verið
gefin. Einn gumar að vísu stundum
SPARIÐ BENSÍ
AKIÐ Á
GOODfYEAR
HEKLA
LAUGAVEGI174
» 695560 & 674363
GOODpYEAR
60 ÁR
Á ÍSLANDI
*
Ur flokki greina
háskólamanna
þar sem reifuð
eru þjóðmál nú
þegar kosningar
fara í hönd.
af því í blöðum að hann standi við
öll sín lífeyrisloforð. Þegar grannt
er skoðað sést að þetta er líklega
rétt, en ástæðan er sú að hann lof-
ar svo litlu!
Núverandi iðgjaldagreiðslur
eru einfaldlega of lágar
Algengast er að launþegar greiði
4% af launum sínum í lífeyrissjóð,
en á móti komi framlag atvinnurek-
enda,_sem oftast nemur 6% af laun-
um. Ástæðan fyrir því að lífeyris-
sjóðirnir standa svo illa sem raun
ber vitni er ekki sú að þeir reyni
ekki að nýta þau tækifæri sem þeim
gefast til þess að ávaxta sjóðina
sem best. Ástæðan er heldur ekki
sú að rekstrarkostnaður sumra
sjóðanna er miklu hærri en hægt
er að veija með nokkru móti. Skýr-
ingin er einfaldlega sú, að vilji sjóð-
irnir standa undir ellilífeyri, sem
nemur 60 til 80 prósent af launum
og sómasamlegum barna-, maka-
og örorkulífeyri, þá er 10% af laun-
um alls ekki nógu háar iðgjalda-
greiðslur. Útreikningar, bæði hér
heima og erlendis, hafa sýnt að til
þess að ná þessum markmiðum þá
þyrftu greiðslur til lífeyrissjóðs að
vera mun hærri, eða á bilinu 15 til
20 prósent af launum.
Langt er síðan þetta rann upp
fyrir stórum hóp manna. Nú hafa
misstórar nefndir, flestar afar fjöl-
mennar, starfað á annan áratug að
því að endurskoða lífeyriskerfið.
Um lausn á þessum vanda hefur
enn ekki náðst samstaða. Ein meg-
inástæðan er sú að h'feyriskjörum
er mjög misskipt. Opinberir starfs-
menn búa við betri lífeyri en aðrar
stéttir. Ekki er einhugur um það
með hvaða hætti eigi að jafna þann
mun sem þarna er. Einkum er það
„Flateyringar
fá bjórkrá “
eftir Höskuld
Þráinsson
Veldur hver á heldur
Fyrirsögn þessarar greinar er
tekin að láni af forsíðu DV þriðju-
daginn 2. apríl. Þetta er sakleysis-
leg fyrirsögn en hún leynir svolítið
á sér. Þeir sem þekkja til Árna
Helgasonar í Stykkishólmi vita t.d.
að hann hefði aldrei sett svipaða
fyrirsögn á frétt frá sér: „Hólmar-
ar fá bjórkrá." Ástæðan er sú að
í þessu orðalagi felst ákveðið gild-
ismat. Með því að nota sögnina fá
hér er í raun gefið í skyn að það
sé gott fyrir pláss á borð við_Flat-
eyri að „fá“ bjórkrá, líkt og Ólafs-
firðingar „fengu“ göng gegnum
Múlann eða Blönduósbúar „fengu“
fé til hafnarframkvæmda á dögun-
um. Gagnstæða afstöðu hefði mátt
láta í ljós með fyrirögn á borð við
„Ölið fiæðir æ víðar“. Fyrirsögnin
á áðurnefndri frétt I DV var reynd-
ar á aðra leið inni í biaðinu því
þar stóð aðeins: „Bjórkrá opnuð."
Það er hlutlaus fyrirsögn. Þannig
má vekja athygli á sama hlutnum
á margvíslegan hátt, allt eftir því
hvaða afstöðu menn hafa.
Að sjá handa sinna skil
Nú dettur víst engum í hug að
heimta það af dagblöðum að þau
séu hlutlaus, allra síst þegar kosn-
ingar fara í hönd. Þá eru flest blöð
yfirleitt sneisafull af áróðri. Oft,
eða kannski oftast, er þar um
býsna gagnsæjan áróður að ræða
— menn eru beinlínis að flytja mál
einhvers tiltekins stjórnmálaflokks
eða reka áróður fyrir ákveðnum
frambjóðanda eða frambjóðendum.
Mikið af þessu efni er frekar leiðin-
legt, yfirborðskennt og heldur lítið
traustvekjandi. Þeir sem þekkja til
vita oft að sannleikanum er gjarna
hagrætt svolítið í þessum skrifum.
Stundum er að vísu erfitt að sjá í
Úr flokki greina
háskólamanna
þar sem reifuð
eru þjóðmál nú
þegar kosningar
fara í hönd.
gegnum slíkan loddaraskap, ekki
síst jaegar menn fara að þyrla upp
talnamoldviðri sem fáir eiga þess
kost að meta, og þá hættir mönn-
um til að gefast upp og kjósa bara
það sem þeir kusu síðast án tillits
til verka og verðleika. Upplýsingar
komast nefnilega ekki alltaf klakk-
laust til skila í upplýsingaþjóðfé-
laginu svonefnda. Njörður P.
Njarðvík var með góða hugvekju
um þetta í pistli um kosningar í
dálki sínum hér í Morgunblaðinu
3. apríl.
Vígorð og heiti
Áróðursmeistarar hafa auðvitað
lengi vitað að það skiptir miklu
máli að velja rétt orð þegar ætlun-
in er að koma einhveijum boðskap
til skila. Það er tímafrekt og erfitt
að hugsa, skoða og íhuga hvað
gera skal, fljótlegt og auðvelt að
læra falleg slagorð eða vígorð sem
vísa veginn. Þess vegna eru þau
vinsæl í kosningabaráttu og ýmiss
konar áróðri.
Stundum geta vopnin þó snúist
í höndunum á mönnum þegar reynt
er að smíða góð vígorð eða heita
á stefnuskrár. í þessu blaði var
fyrir nokkrum árum sagt frá stefn-
uskrá flokks fyrir kosningar og
henni hafði verið valið heitið leift-
ursókn, ansi álitlegt og vænlegt
heiti. Hagmæltir menn á öðru blaði
sáu sér þó leik á borði, lengdu
heitið og notfærðu sér stuðlasetn-
ingu til að festa það heiti betur í
minni: Leiftursókn gegn lífskjör-
um. Mér er ekki grunlaust um að