Morgunblaðið - 16.04.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 16.04.1991, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 16. APRÍL 1991 25 Afföll af húsnæðislánum eftir Grétar J. Guðmundsson Af umfjöllun um húsnæðismál að undanförnu að dæma, er engu líkara en afföll í viðskiptum hafi ekki verið til áður en húsbréfakerf- ið kom til. Hveijar eru hins vegar staðreyndir málsins? Ibúðarviðskipti áður Afföll voru í fasteignaviðskiptum í gamla húsnæðislánakerfinu. — íbúðarseljendur sem fengu allt að 75% af íbúðarverði greitt á einu ári fengu greiðslur án vaxta og verðbóta. Af þeim greiðslum voru því afföll. Þessi afföll voru ekki lægri en 10% en samt var aldrei talað um þau. — Oft voru afföll af eftirstöðvar- skuldabréfum sem gátu numið um 25% af íbúðarverðinu. — Biðtíminn kostaði líka pen- inga. Lántökukostnaður, háir vextir og stundum lögfræðikostnaður vegna síendurtekinna framlenginga á skammtímalánum í bönkum, sem íbúðarkaupendur í ’86 kerfinu þurftu að taka á meðan þeir biðu eftir afgreiðslu láns, kostaði sitt. Hvað er þetta annað en afföll? — Einnig er hægt að segja að hin mikla verðsprenging í kjölfar ’86 kerfisins hafi ekki verið neitt annað en afföll, en íbúðarverð hækkaði svo til á einu bretti um allt að 10% með tilkomu ’86 kerfis- ins. Hverjir bera afföll í húsbréfakerfinu? — Seðlabankinn þarf að hindra frekar en verið hefur að verulegt misvægi myndist á markaðnum fyr- ir húsbréf á meðan yfirgangstíminn er í húsnæðislánakerfinu, þ.e. á meðan tvö lánakerfí eru í gangi, með því að vera bakhjarl fyrir við- skiptavaka. Unnt væri að halda ávöxtunar- kröfu á húsbréfum niðri, og þar með afföllum, ef Seðlabanknn mundi kaupa húsbréf. Það væri sambærilegt við það hvernig fjár- málaráðherra fjármagnar halla rík- issjóðs með seðlaprentun í Seðla- „íbúðarkaupendur bera ekki afföllin í hús- bréfakerfinu, nema þau komi fram í hækkuðu íbúðarverði, sem hefur ekki gerst. íbúðarselj- endur bera afföllin, ef þeir selja húsbréfin á markaði, en láta þau ekki ganga upp í næstu íbúðarkaup.“ Grétar J. Guðmundsson bankanum, en auðvitað kemur það ekki til greina. Vandi húsbréfakerfisins er tíma- bundinn eins og bent hefur verið á hér að framan. Nauðsynlegt er að kaupendur og seljendur íbúða kynni sér stöðuna jafnt á fasteigna- sem húsbréfamarkaði áður en þeir taka ákvarðanir. Ef það er mögulegt, þá er skynsamlegast að hinkra við með íbúðarviðskipti þegar ávöxtun- arkrafa húsbréfa og afföll eru há. Taka verður ákvarðanir í húsnæðis- málum með hliðsjón af aðstæðum á hveijum tíma. Höfundur er aðstoðarmaður félagsmálaráðherra. VERKLEGT TILBOD íbúðarkaupendur bera ekki af- föllin í húsbréfakerfinu, nema þau komi fram í hækkuðu íbúðai'verði, sem hefur ekki gerst. íbúðarselj- endur bera afföllin, ef þeir selja húsbréfin á markaði, en láta þau ekki ganga upp í næstu íbúðarkaup. Aðrir verðtryggðir pappírar Oft er látið eins og húsbréf séu einu pappírarnir sem seldir eru með afföllum. Svo er ekki. Það má t.d. benda á ríkiskuldabréfin. Af hverju eru afföllin í húsbréfakerfinu nú of há? — Lánsfjárþörf hins opinbera er fjármögnuð innanlands og er mikil. — Lífeyrissjóðirnir eru að fjár- magna gamla húsnæðislánakerfið og því eru um ákveðinn yfirgangs- tíma að ræða. Þessu hefur þó verið snúið við með lokun lánakerfisins frá 1986 sem nú er bundið til sept- ember 1991. — Markaðskynning húsbréfa hef- ur ekki verið sem skyldi, t.d. saman- borið við kynningu á spariskírtein- um ríkissjóðs. — Aætlað var að húsbréf hefðu sömu stöðu og spariskírteini ríkis- sjóðs. Svo er ekki gagnvart lausa- íjármagni bankanna. Bankar fá ekki að telja húsbréf til lausaijár- magns á samsvarandi hátt og spari- skírteini. Við náðum sérstökum samningum á takmörkuðu magni af Black og Decker iðnaðarverkfærum og lækkum verðið snarlega meðan birgðir endast. Pll-69 Borvélv Létt, afar sterk, örugg og fjölhæf, stiglaus - afturábak og áfram, 450W. P22-71K Höggborvél í stáltösku t> Óvenjulega fjölbreytt og kraftmikil með afköst í hámarki, 2ja gíra, stiglaus - afturábak og áfram, 500W. P54-11K OSIípirokkur í stáltösku 11000 snún. á mín. sterkur og handhægur, 41/2”, 720W. Fyrir SDS steinbora, stiglaus afturábak og áfram, 550W. Sölustaðir um land allt. SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 PÓSTHÓLF 880 • 121 REYKJAVlK • SÍMI 62 72 22 HÉRSNÍI AUClÝStNCASTOfA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.