Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.04.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRIL 1991 49 Manngildi eða verðgildi? eftir Ragnheiði Ólafsdóttur í nýútkominni skýrslu Landssam- taka heimavinnandi fólks um „stöðu Ij'ölskyldunnar og heimavinnandi fólks á Islandi í dag“ kemur fram að réttindaleysi heimiianna og heimavinnandi fólks er af því að allt er reiknað út frá tekjum — sem sé — verðgildi ekki manngildi. Heimavinnandi aðili telst hluti af maka sínum en ekki sjálfstæður ein- staklingur — ekki 100% þjóðfélags- þegn. Það vill nú svo til að á íslandi eru til lög, þó að ýmsir stjórnmála- menn vilji gleyma þeim stundum eða þegar hentar. „Með lögum skal land byggja“. Lögin eiga að tryggja rétt einstaklingsins en því miður eru á íslandi árið 1991 einnig til ólög, en þeim má auðveldlega breyta ef vilji er fyrir hendi, þannig að allir þjóðfé- lagsþegnar búi við sama rétt. En því miður er verðgildi mikilvægara í hugum margra misviturra stjórnmál- amanna en manngildi. Um leið og Islendingar innleiða aukna forsjár- hyggju vegna krafna sérhópa og ýmissa stjómmálasamtaka, byggja fleiri dagheimili og leikskóla og böm eiga helrt að fara inn í skóla 5 ára gömul og að sumra mati strax og fæðingarorlofi lýkur, sem sé 6 mán.-9. mán. gömul. Er það ekki íhugunarefni að um leið og forsjár- hyggja eykst á íslandi þá bijótast Austur-Evrópuþjóðir undan múrum hennar. „Umfangsmikil velferðarþjónusta í þágu fjölskyldunnar getur leitt til upplausnar hennar,“ segir þekktur bandarískur féiagsfræðiprófessor Popenoe að nafni. Einnig segir hann að hætturnar sem steðji að tilvist fjölskyldunnar snerti ekki síst börnin og uppeldi þeirra innan íjölskyldu sem rúin hefur verið verkefnum sín- um og tækifærum til þess að vera með börnum. Ein afleiðing sé aukin afbrotahneigð unglinga. í Svíþjóð og Bandaríkjunum hafa menn vaxandi áhyggjur af streitu og afbrotum unglinga, en það kunni að koma á óvart að tíðni afbrota unglinga sé með því hæsta sem þekkist í Evrópu, s.s. „velferðamkinu Svíþjóð — óska- draumi íslendinga". Er ekki orðið tímabært að stjórn- málamenn og atvinnuvegirnir lagi sig að þörfum heimilanna, en ekki öfugt. Laun einnar fyrirvinnu þurfa að duga til framfærslu heimilis, en nú er svo komið að tvær fyrirvinnur sjá með naumindum fyrir kjarnafjölskyld- unni. Er það ekki íhugunarefni að það vantar orðið 50-80 milljónir króna aukalega í sérkennslu í Reykjavík einni. Einnig vantar aukna sálfræði- og félagsfræðiþjónustu þar og í öllum grunnskólum landsins. Hvað hefur breyst svo á íslandi á síðustu árum að þessa þjónustu vant- ar inn í skólana? Jú, það sem hefur breyst er að: Það fær enginn að vera á heimilunum til að sinna börnunum. Foreldrar hafa ekki þann valkost. Stjórnvöld hafa leynt og ljóst ýtt konum út á vinnumarkaðinn og til að ná fram meiri réttindum til handa útivinnandi konum, þá voru réttindi tekin af heimavinnandi fólki, þannig að nú eru t.d. einungis 50% sjúkra- dagpeningar fyrir heimavinnandi og 80% persónufrádráttur. Fæðingaror- lof er ekki það sama fyrir allar kon- ur. Börn eru verðlögð í móðurkviði eftir tekjum móður. En það gleymist að þar sem ein fyrirvinna er fyrir heimili þá þarf hún að afla meiri tekna og borgar þar af leiðandi mun meira til samfélags: ins, en fær mun minna til baka. í hópi heimavinnandi fólks er stór hluti sjómannskvenna sem geta alls ekki farið út á vinnumarkaðinn vegna atvinnuþátttöku maka fjarri heimil- unum en landsstjórnin hefur ekki komið til móts við sjómannskonur, en aftur á móti hafa bændakonur 100% þjóðfélagsrétt. — Hefur þjóðfé- lagið efni á að vera án annarrar hvorrar — sjómannskonunnar eða bóndakonunnar? Ef heimavinnandi fólk annast fötl- uð börn, aldraða eða veika maka og kemst ekki út á vinnumarkaðinn er þá ekki eðlilegt að það fólk fái mann- sæmandi umönnunarlaun og verði 100% skattþegnar? En eitt af aðal baráttumálum Landssamtaka heima- vinnandi fólks er að einstaklingurinn fái valfrelsi til að velja hvort hann vill vinna úti á vinnumarkaðnum eða velur að vinna heima. Við viljum að vinnan sem unnin er á einkaheimilum sé metin eins og störf á stofnunum eru metin, til ýmissa réttinda og inn í þjóðhagsreikninga. Sumir stjórnmálamenn telja að það sé réttur barna að alast upp á stofnunum, en við í landssamtökun- um teljum að réttur barna sé að al- ast upp hjá foreldrum sínum allan grunnskólaaldurinn. Stjórnmála- mönnum ber skylda til að sjá til þess að jafnræðisreglu Islensks réttar sé framfylgt til jafns fyrir alla þjóðfé- lagsþegna og lagfæra nú þegar rétt- arstöðu heimavinnandi fólks. I dag hefur fólk á íslandi ekkert val, einstaklingsfrelsi er varla til. Við búum í þjóðfélagi skömmtunar — hafta og forsjárhyggjustefnu. Það er mikið að við fáum ekki fljótlega skömmtunarseðla í þríriti fyrir wc pappír þannig að það sé hægt að taka afrit af honum, eins og brandar- inn segir í Rússlandi — og svo er talað um skrifræði, höft og bönn þar! En þetta er að verða verra hér á Islandi og um leið og forsjárhyggj- an eykst hér þá eykst spillingin ofan frá. Er ekki kominn tími til að snúa blaðinu við og vinda ofan af ósóman- um sem þrífst í þessu þjóðfélagi. Ólafur Ragnar gaf út kosningavíx- il til fiskvinnslukvenna um 7 þús. milljónir króna. Þær eru vel að því komnar. Það kostar aðeins 500-550 milljónir króna að láta heimavinnandi fólk fá 100% persónufrádrátt — er það ekki réttlæti líka? Það er fjár- magn til í þjóðfélaginu til þessara hluta, sbr. skýrslu Landssamtak- anna. Á síðustu 20-30 árum hafa pólit- ísku flokkarnir markvisst brotið nið- ur grunninn undan heimilunum. — Taki hver til sín sem vill! Nú er svo komið að vinnuáþján fólks er að sliga það og mörg heimili og fjölskyldur eru í upplausn og hafa orðið gjald- þrota. Streita og sjúkdómar sem eru af- leiðingar af henni hafa aukist margf- alt og bitnar verst á útivinnandi kon- um og bömum. Þetta kemur fram í skýrslu landlæknisembættisins um streitu í velferðarþjóðfélagi, og er hrópandi dæmi um ranga stefnu rík- Ritvélar í úrvali Verð frá kr. 19.800,- stBr. EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 686933 isvaldsins gagnvart fjölskyldum og heimilum á íslandi en ætti í raun að vera stolt forgangsverkefni hverrar ríkisstjórnar að hlúa vel að horn- steini þjóðfélagsins „heimilinu“. Er til of mikils m'ælst að störf heima- vinnandi fólks verði viðurkennd og metin til jafns við önnur störf í þjóð- félaginu og reiknuð inn í þjóðhags- reikninga? Hvaða stjórnmálaafl. vill yfirlýsa nú fyrir kosningar að réttindi heima- vinnandi fólks, fjölskyldu og heimila í landinu verði nr. 1 á loforðalista þeirra. Forkastanlegt er að forsætis- ráðherra hafi ekki enn gert upp hug sinn gagnvart hækkun persónufrá- dráttar hjá heimavinnandi fólki í 100%, en eins og fram kemur í DV 10. apríl er hann að skoða hug sinn um þetta sjálfsagða réttlætismál. Kvennalistinn viðurkennir vandann en hefur engar lausnir og hefur ekki gert neitt til að taka á baráttumálum heimavinnandi fólks, sem flest eru konur. Við hinir almennu kjósendur eig- um rétt á að kreíja öll pólitísku fram- boðin við þessar kosningar svara við hvort þau ætla að koma til móts við baráttumál Landssamtaka heima- vinnandi fólks. Okkur nægir ekki að heyra ein- hvetja loforðarullu, sem er svo svikin strax eftir kosningar. Við viljum skrifleg svör eða opinberar yfirlýs- ingar, nú þegar. Þann rétt eiga kjósendur að fá svör frá frambjóðendum um hvað þeir ætla að hafa sem forgangsverk- efni eftir kjördag. Er baráttumál okkar eitt af þeim? Málefni fjölskyldna á íslandi eru ekki mjúk mál eins og sumir vilja vera láta. Þetta eru gallhörð efna- hags- og undirstöðumál hverrar fjöl- skyldu í landinu, þau koma öllum þjóðfélagsþegnum við, því að málefni Ragnheiður Ólafsdóttir íjölskyldna og heimila er grunnur að menningu þjóðfélagsins. Höfundur er fornmður Landssamtaka heimavinnandi fólks. MEST SELDI FÓLKSBÍLII EVRÓPU VOLKSWAGEN GOLF KOSTAR NÚ AÐEINS FRÁ KR 891.840 ® Sparneytinn ®) Einstök fjöðrun ® Endingargóður @) Aflmikill hreyfill 1,6 l ® Auðveldur í endursölu ® Aflstýri ® Lág bilanatíðni ®) Samlæsing (4ra dyra) ® Ryðvörn í sérflokki ® Þriggja ára ábyrgð DRAUMABÍLL I AKSTRI M HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.