Morgunblaðið - 16.04.1991, Síða 59
MORQUNBLAÐIE) ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL, J9?l
59 "
Böðvar Tómasson
Akureyri - Minning
Fæddur 10. ágúst 1910
Dáinn 7. apríl 1991
Hann Böðvar afi okkar er nú
dáinn. Hann fæddist á Bústöðum í
Austurdal í Skagafirði, sonur hjón-
anna Þóreyjar Sveinsdóttur og
Tómasar Pálssonar, bónda og odd-
vita þar. Hann var einn af sjö systk-
inum en auk þess ólu foreldrar hans
upp tvær fósturdætur, þær Önnu
Sveinsdóttur og Sólborgu Bjarna-
dóttir. Elst systkinanna var Olafur,
fæddur 12. júní 1901, annar í röð-
inni var Páll, fæddur 4. október
1902, þriðji Sveinn fæddur 30. júlí
1904, fjórði Eyþór Helgi, fæddur
16. desember 1906, fimmti Guð-
mundur, fæddur 3. júní 1908, sjötti
var Böðvar og sjöunda Anna Þor-
björg, fædd 25. janúar 1915, en
hún dó ung. Þetta var stór stráka-
hópur og skildist okkur á afa, að
þar hefði oft verið fjör á ferðum
og ýmislegt brallað.
Afi og amma, Kristín Jóhannes-
dóttir frá Syðra-Hvarfi í Skíðadal
giftu sig 14. maí 1938. Þau bjuggu
lengst af í Helgamagrastræti 49 á
Akureyri, en amma dó fyrir 10
árum.
Það var alltaf gott að koma í
Helgamagrastræti til afa og ömmu.
Minnisstæðastar eru samveru-
stundirnar með þeim þegar við
bræðurnir vorum litlir og komum í
heimsókn til þeirra. Þá sagði hann
okkur ýmsar sögur, t.d. söguna um
Smjörbítil sem okkur þótti alltaf
jafn skemmtileg.
Það rifjast upp í huga okkar
ýmsar góðar minningar um okkar
Ijúfa og elskúlega afa. Afi var ekki
eyðslusamur en var gestrisinn og
hafði mjög gaman af því þegar ein-
hver leit inn til hans. Hann passaði
alltaf að eiga kökur með kaffinu
og konfekt í búrinu. Manni fannst
maður alltaf svo hjartanlega vel-
kominn.
Minning:
Fæddur 5. ágúst 1914
Dáinn 7. apríl 1991
Hans Benedikt Garðar Bene-
diktsson, eins og hann hét fullu
nafni, fæddist 5. ágúst 1914 í Gerð-
um í Garði. Hann lést að morgni
sunnudagsins 7. apríl sl. á St. Jós-
efsspítala í Hafnarfirði. Garðar var
fimmta barn foreldra sinna Hansínu
Marie Sentsíus Karlsdóttur og
Benedikts Sæmundssonar. Faðir
Garðars lést er móðir hans gekk
með hann rétt ófæddan. Að þeirra
tíðar hætti, þegar fyrii-vinnan var
fallin frá, tvístraðist heimilið og eru
til margar sorglegar sögur af slíku,
bæði fyrr og síðar, en það skal
ekki rakið hér. Hansína þurfti að
láta börnin frá sér. Garðar fór þá
til hjónanna Sigríðar Árnadóttur
og Þórarins Eyjólfssonar er bjuggu
í Kóngsgerði í Leiru. Garðar fer
með fósturforeldrum sínum til
Hafnarfjarðar er þau flytjast þang-
að í hús sitt við Kirkjuveg er þau
nefndu Kóngsgerði. Garðar er hjá
þeim þar til hann stofnar sitt eigið
heimili.
Systkini Garðars voru: Klara
Ólafía, Benedikt, Guðjón og Njáll.
Af þeim lifa aðeins Guðjón og
Njáll. Fóstursystkini hans voru:
Katrín, Eyjólfur, Björn, Siguijón
og Helgi. Áf þeim lifír aðeins Helgi.
Eins og öllum mátti ljóst vera
er tímar liðu, að mesta gæfuspor
lífs sins steig Garðar 14. október
1939 er hpnn gekk að eiga Kristínu
Sigurðardóttur, en foreldrar hennar
voru Margrét Ólafsdóttir og Sigurð-
ur Þórðarson sem aldraðir Hafnfirð-
ingar minnast sem vellátins heið-
ursfólks og hið sama má reyndar
Nú þegar hann er farinn burt
finnst manni að heimsóknir til hans
hefðu mátt vera fleiri og meira
hefði mátt fyrir hann gera. Hann
afi var nefnilega svo nægjusamur
og hógvær að hann bað sjaldan um
aðstoð eða hjálp enda var hann allt-
af duglegur að bjarga sér.
Afi var líka mjög vinnusamur.
Við munum t.d. vel eftir því þegar
pabbi var að byggja viðbygginguna
við húsið okkar, þá var afi óðfús
að hjálpa til. Hann var einnig mjög
vandvirkur smiður eins og sést best
á húsgögnunum í Helgamagra-
stræti.
Við erum þakklátir fyrir allt sem
hann gerði fyrir okkur og fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Biessuð sé minning hans.
Böðvar og Hlynur Tómassynir
Böðvar Tómasson fæddist á Bú-
stöðum, Lýtingsstaðarhreppi í
Skagafirði þann 10. ágúst 1910.
Böðvar kvæntist Kristínu Jóhannes-
dóttur frá Syðra-Hvarfi í Svarfað-
ardal og bjuggu þau öll sín búskap-
arár á Akureyri. Böðvar var bygg-
ingameistari og vann við húsasmíð-
ar á Akureyri. Hann byggði þar
mörg hús og eitt þeirra var hús
þeirra Ujóna á Helgamagrastræti
49. Þau hjónin eignuðust einn son,
Tómas Búa, sem starfar sem
slökkviliðsstjóri á Akureyri. Hann
er kvæntur Ragnheiði Stefánsdótt-
ur og eiga þau tvo syni, Hlyn og
Böðvar.
Núna þegar Böðvar vinur minn
hefur kvatt þennan heim koma upp
í huga minn svo margar ljúfar
minningar frá liðnum sumardögum
á Helgamagrastræti 49. Einhvern
veginn finnst mér eins og það hafi
alltaf verið sólskin í garðinum hans
Böðvars og rósirnar í gróðurhúsinu
síblómstrandi.
segja um fóstursystkini Garðars,
er ég þekkti til. Garðar og Kristín
voru samhent um að búa sér vist-
legt og fagurt heimili. Garðar og
Kristín stofnuðu fyrst heimili í
Kóngsgerði, síðar bjuggu þau í eig-
in húsnæði á Krosseyrarvegi 8, en
lengst af á Hverfisgötu 7. Nokkur
ár bjuggu þau á Miðvangi 8 og síðan
á Hjallabraut 33.
Börn þeirra hjóna eru: Sigurður
Þór, Grétar Már, kvæntur Soffíu
Karlsdóttur og eiga þau 4 syni;
Kristinn Garðar, kvæntur Maríu
Sigurðardóttur, eiga þau 2 syni, og
Særún gift Magnúsi Jóhannssyni
og eiga þau 2 dætur. Þá fæddist
þeim drengur er dó samdægurs
óskírður. Barnabörnin eru orðin 5.
Garðar hóf ungur störf hjá Sigur-
jóni Jóhannssyni við bólstrun. Þegar
aldur leyfði hóf hann leigubifreiða-
akstur og einnig akstur hjá Áætlun-
arbifr. Hafnarfjarðar á milli Iiafn-
arfjarðar og Reykjavíkur. 1. maí
1953 hóf Garðar störf sem bruna-
vörður og síðar varðstjóri hjá
slökkviliði Hafnarfjarðar og starf-
aði þar óslitið til ársins 1983 eða í
30 ár er hann lét af störfum vegna
aldurs. Garðar gegndi oft störfum
stjórnanda slökkviliðsins í forföllum
og afleysingum og reyndist farsæll
í störfum sínum.
Garðar hefur oft sem slökkviliðs-
maður orðið að gegna útköllum
bæði á nóttu og degi og háð bar-
áttu í hita eldsins. Nú hefur Garðar
gegnt síðasta kallinu, sem allir
verða að gegna. Að leiðarlokum
skulu honum færðar þakkir okkar
slökkviliðsmanna. Megi góður Guð
leiða hann styrkri hendi um ókomin
Fyrsta heimsókn okkar hjónanna
þangað var meðan Kristín kona
Böðvars var enn á lífi, en hún var
ömmusystir Ólafs mannsins míns.
Kristín lést árið 1981 og veit ég
að það var Böðvari mikill missir og
hann saknaði hennar sárt.
Vinátta okar helst óbreytt áfram
og við heimsóttum hann oft eftir
að hann var orðinn einn. Það var
altaf jafngott að vera hjá honum
Böðvari. Hans rólega viðmót, hóg-
værð og hlýja hafði svo góð áhrif
á okkur, spennta borgarbúana. Það
var aldrei neinn asi á Böðvari og
varð það oft til þess að ferðinni
suður var frestað um einn dag eða
tvo.
I huga mínum eru Böðvar og
Akureyri svo samofin að Akureyri
verður aldrei söm fyrir mér þegar
Böðvar er ekki lengur þar.
Á þessum tímum hraða og
spennu er svo dýrmætt að fá að
kynnast manni eins og Böðvari, því
trygglyndari manni hef ég sjaldan
kynnst. Ég vii með þessum fátæk-
legu línum þakka honum allt það
sem hann var okkur.
Við hjónin sendum Tómasi Búa
og fjölskyldu okkar dýpstu samúð-
arkveðjur og biðjum algóðan Guð
að blessa minninguna um góðan
föður, tengdaföður og afa.
Guðrún Ása Brandsdóttir
tilverustig.
Jesús sagði: Ég lifi og þér munuð
lifa.
Sig. Þórðarson
Hann afi Garðar er dáinn, horfinn
okkur. Þessi lífsglaði og félagslyndi
maður, sem var okkur svo góður
og hlýr.
Afi barðist hetjulega við ólækn-
andi sjúkdóm í rúm tvö ár, og þeg-
ar honum fór að hraka, var það
ástríkri umönnun ömmu Stínu að
þakka hversu lengi hann gat verið
heima.
Við erum þakklát fyrir stundirnar
sem við áttum með afa Garðari, og
biðjum góðan Guð að styrkja ömmu
Stínu og okkur öll í sorginni.
Gegnum Jesú helgast hjarta
í himininn upp ég líta má,
Guðs míns ástar birtu bjarta
bæði fæ ég að reyna og sjá,
hryggðarmyrkrið sorgar svarta
sálu minni hverfur þá.
(H.P.)
Guð blessi minningu afa Garð-
ars, hún lifir.
Baniabörn og barnabarnabörn :
Garðar Benedikts-
son yfirvarðstjóri
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HREIÐAR LEVÝ JÓNSSON,
Grettisgötu 71,
Reykjavík,
andaðist í Landspítalanum 14. apríl.
Auður Ása Benediktsdóttir,
Hildur Hrönn Hreiðarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson,
Ingibjörg Hreiðarsdóttir, Guðmundur Magnússon,
Bogey R. Hreiðarsdóttir, Benedikt Sigurðsson,
Logi Snævar Hreiðarsson, Helga Völundardóttir,
Hreiðar Hugi Hreiðarsson, Rósa Waagefjörð
og barnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI ÓLAFSSON
bakarameistari,
Dalbraut 21,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 19. apríl
kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hins
látna, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess.
Kristín Einarsdóttir,
Anna Gísladóttir,
Einar Ó. Gíslason, Friðgerður Samúelsdóttir,
Erlingur Gíslason, Brynja Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRNI HALLDÓR ÁRNASON,
Suðurgötu16,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðvikudaginn 17. apríl
kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness eða
dvalarheimilið Höfða.
Steinunn Þórðardóttir,
Bjarni Ó. Árnason,
SigríðurÁrnadóttir,
Þórður Árnason,
Emilía Petrea Árnadóttir,
Ingibjörg Árnadóttir,
Sigrún Arnadóttir,
Árni Sigurður Árnason,
Ólína Elín Árnadóttir,
Steinunn Árnadóttir,
Guðmundur Árnason,
Aslaug Hjartardóttir,
Kristján Kristjánsson,
Sesselja Engilbertsdóttir,
Guttormur Jónsson,
Sigurður Ingimarsson,
Jón Sverrisson,
Sigrún Traustadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir og tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURBORG SUMARLÍNA JÓNSDÓTTIR
frá Suðureyri,
Súgandafirði,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. apríl
kl. 13.30.
Ása Bjarnadóttir,
Eyjólfur Bjarnason,
Guðrún Bjarnadóttir,
Þórhailur Bjarnason,
Andrés Bjarnason,
Anna Bjarnadóttir,
Páll Bjarnason,
Karl Bjarnason,
Arnbjörg Bjarnadóttir,
Borghildur Bjarnadóttir,
Hermann Bjarnason,
barnabörn og
Vilhjálmur Óskarsson,
Guðfinna Vigfúsdóttir,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Magnús Hagalínsson,
Sigrfður Gissurardóttir,
Hiidur Þorsteinsdóttir,
Eðvarð Sturluson,
Jón Björn Jónsson,
Pricilla Stockdale Bjarnason,
barnabarnabörn.
LOKAÐ
Lokað frá kl. 12.00 vegna jarðafarar
RÖGNU E. WENDEL.
A. Wendel hf.,
umboðs- og heildverslun,
Sörlaskjóli 26.
Lokað
Lokað í dag frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar
SNORRA BRYNJÓLFSSONAR.
Peysudeildin,
Laugavegi 84.
Lokað
í dag frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar
RÖGNU E. WENDEL.
H.P.H. díselvélaviðgerðir,
Eldshöfða 16.