Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAÚGARDAGUR 27. APRÍL 1991 Verðstríð hafið á pylsumarkaði SVO virðist sem verðstrið se hafið a vinarpylsumarkaði. Goði hf. lækkaði verðið á Goðapylsum um 30% á mánudaginn og í gær svaraði Sláturfélag Suðurlands (SS) með því að lækka verð á Búrfellspylsum um 22%. Kílóið af Goðapylsum kostar nú 527 krónur í smásölu og Búrfellspylsurnar 474 krónur hvert kíló. Smærri framleiðendur treysta stríði. „Tilgangurinn hjá okkur er ekki að koma á stríði. Við höfum verið með sértilboð á ýmsum vörum undanfarna mánuði og erum með því að leita leiða til að auka kaup- mátt fólks,“ sagði Árni Helgason, markaðsstjóri Goða hf. Hann sagði að ekki væri ákveð- ið hversu lengi þetta tilboð stæði, það yrði spilað eftir eyranu og færi eftir viðbrögðum fólks. Upp- skriftinni að Goðapylsum hefur verið breytt lítillega og sagði Árni að viðbrögðin væru góð og í síðustu viku hefðu þeir varla ann- að eftirspurn. Árni sagði að einhveijir pylsu- salar notuðu Goðapylsur og þessi sér ekki til að taka þátt í þessu lækkun ætti því að skila sér til viðskiptavina þeirra. Finnur Árnason, markaðsstjóri SS, sagði í gær að þeir hefðu brugðist við lækkun á Goðapyls- um með því lækka verð á Búrfells- pylsum um 22% og væru nú með lægra verð en Goði. „Búrfellspylsur eru svipaðar Goðapylsunum og verðið hjá okk- ur er nú 10% lægra en hjá þeim. Við lækkum hins vegar ekki verð- ið á SS-pylsum, enda eru þær framleiddar úr betra hráefni og með öðrum aðferðum," sagði Finnur. Verð á pylsum í pylsu- vögnum sem nota SS-pylsur mun því ekki lækka. Morgunblaðið/KGA Flestir pylsusalar selja SS pylsur en þær hafa ekki lækkað í verði og því mun verðið ekki lækka hjá pylsusölum og söluturnum. „Við ætluðum að setja vínar- pylsur á sértilboð en hættum við þegar Goði og SÍS lækkuðu verð- ið,“ segir Vilmundur Jósefsson, framkvæmdastjóri Meistarans, en þeir framleiða meðal annars pyls- ur fyrir Hagkaup. „Það þýðir ekk- ert fyrir smáfuglana að rembast þegar stórveldin fara af stað, þó svo það hefði óneitanlega verið gaman,“ sagði Vilmundur. Sömu svör fengust hjá Síld'og fiski, sem framleiðir Ali-pylsur. Tveir árekstr- ar á Hellisheiði TVEIR árekstrar urðu á Hellis- heiðinni í gær í brekkunni við Hveradali. Enginn slasaðist alvar- lega i þessum óhöppum. Mikil hálka var á heiðinni og skafrenn- ingur. Fyrri áreksturinn varð skömmu eftir hádegi og rákust þá saman tveir bílar. Bílanir skemmdust nokkuð en ökumenn og farþega sakaði ekki. Um kl. 16 rákust síðan þrír bílar saman og varð ökumaður eins bílsins að leita læknishjálpar vegna skurðar á höfði. Einn bílanna skemmdist það mikið að hann var talinn óökufær. Amerískum dög'um að ljúka Góð aðsókn hefur verið að amerískum dögum, sem staðið hafa yfir í Kringlunni í rúma viku. Margvíslegar sýningar eru á göngum verslunarhússins og boðið upp á skemmtiatriði og getraunir. Síðasti dagur amerískra daga er í dag, laugardag, og er opið til kl. 16. Afkoma Landsvirkjimar 1990: Milljarðm’ kr. í hagnað en 340 milljóna greiðsluhaUi Endurskoðun gjaldskrár nauðsynleg, segir forstjóri Landsvirkjunar Hákon Guðröðarson Banaslys í Norðfirði Neskaupstað. BANASLYS varð á bænum Miðbæ í Norðfjarðarsveit á síðasta vetr- ardag. Bóndinn í Miðbæ, Hákon Guðröðarson, lést við störf. Tildrög slyssins voru þau að Há- kon ásamt öðrum manni var við vinnu í vélageymslunni á bænum er felguhringur af vörubílshjólbarða skrapp af og lenti á Hákoni sem mun hafa látist samstundis. Hákon var 54 ára gamall og lætur eftir sig konu og fimm uppkomin böm. Ágúst LANDSVIRKJUN skilaði 1.020 milljóna króna hagnaði árið 1990, sem er sá mesti í sögu fyrirtækisins. Aðalástæðan er að bókfærð- ir raunvextir voru aðeins 0,4% einkum vegna mikillar lækkunar á gengi dollars gagnvart krónunni. Hins vegar nam greiðsluhalli Landsvirlyunar 338 milljónum, vegna þess að tekjur Landsvirkjun- ar í erlendum gjaldeyri Iækkuðu, meðalverð á rafmagni frá Lands- virkjun til almenningsrafveitna lækkaði um 10% og meðalverð til stóriðju lækkaði um 20%. Greiðsluhalli þýðir að ekki hafi tekist að greiða öll rekstrargjöld með eiginlegum tekjum á árinu. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar sagði á aðalfundi félagsins á Hótel Örk í Hveragerði í gær, að óhjákvæmilegt væri að taka gjaldskrá Landsvirkjunar til endurskoðunar, ef ekki eigi að stefna fjárhag fyrirtækisins og lánstrausti þess í hættu. Gengishagnaður Landsvirkjunar var 653 milljónir í fyrra, en hagnað- ur af reglulegri starfsemi 81 millj- Ögmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að upphafleg kostnað- aráætlun uppreiknuð til verðlags í dag væri um 630 milljónir króna og væru framkvæmdir innan þeirrar áætlunar. Áætlaður rekstrarkostn- aður stöðvarinnar er liðlega 300 milljónir króna á ári og greiðist hann af sorpeyðingargjaldi og sérstöku móttökugjaldi sem tekið er af þeim ón. Arður af eigin fé var 4,3%, á móti 3,6% á síðasta ári. En hjá Halldóri Jónatanssyni kom einnig fram, að frá áramótum hefði geng- isþróunin snúist við og leitt til gengistaps á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, að fjárhæð 1.280 milljón- ir og rekstrarhalla að fjárhæð 108 milijónir vegna hækkunar á gengi dollars. Þó er gert ráð fyrir að hagn- aður verði um 180 milljónir á þessu ári. Meðalverð Landsvirkjunar til al- menningsrafveitna lækkaði um 10% að raungildi milli áranna 1989 til 1990 og hefur þá lækkað um 44% síðan 1984. Að sögn Halldórs Jón- atanssonar er þetta mun meiri lækkun en gert var ráð fyrir þegar sú stefna var mörkuð 1986 að lækka raunvirðið að jafnaði um allt að 3% á ári. Ef þeirri stefnu hefði verið fylgt, væri verðið nú 15% hærra. Orkuverð til ÍSAL lækkaði um 25% milli 1989 og 1990, vegna lægra heimsmarkaðsverðs á áli. Þá lækkaði orkuverð til Áburðarverk- smiðjunnar um 24% og um 6% til Járnblendiverksmiðjunnar, vegna lokunar annars ofns fyrirtækisins. Eldur laus í timburhúsi ELDUR varð laus í einbýlishúsi á Presthólabraut á Akranesi í gær, töluverðar skemmdir á húsinu, einkum af völdum sóts og vatns. Húsið er járnklætt timburhús og var tilkynnt um eldsvoðann um kl. 13. Slökkviliðið á Akranesi réð niður- lögum eldsins á skammri stundu. Talið er að eldurinn hafi komið upp í bárnaherbergi út frá lampa. Morgunblaðið/Júlíus Frá vígslu Sorpu í gær. Þau Davíð Jón og Lilja Þóra aðstoðuðu Ögmund Einarsson við að klippa á borðann. Sorpa vígð í gær SORPA, móttöku- og flokkunarstöð Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðis- ins bs. í Gufunesi var vígð í gær, tveimur árum eftir að framkvæmdir hófust. Að sögpi Ögmundar Einarssonar framkvæmdastjóra Sorpu hafa áætlanir um kostnað og framkvæmdatíma staðist og verður byrjað að taka við sorpi I hinni nýju móttökustöð á mánudag. sem koma með stærri farma beint í móttökustöðina. Ögmundur sagði að með tilkomu Sorpu yrðu mikil umskipti í sorp- eyðingarmálum höfuðborgarsvæðis- ins, í fyrsta sinn væri öll sorphirða skipulögð frá því að sorpið fellur til þar til það hefur verið urðað á lokuð- um urðunarstað. Opnir sorphaugar heyri sögunni til. Sumri fagnað Morgunblaðið/ÓI.K.M. Þær létu kalsaveður ekki á sig fá og fögnuðu sumri þessar stúlkur sem ljósmyndari blaðsins rakst á við Frostaskjól fyrsta dag sumars. í tilefni dagsins var að vanda farið í skrúðgöngur, blásið í lúðra og brugð- ið á leik víðs vegar um landið og að venju tók unga kynslóðin virkan þátt i hátíðarhöldunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.