Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 52
i Davíð Oddsson fékk umboð í gær: Ætlar sér örfáa daga til stj órnarmyndunar Davíð Oddsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, tekur við umboði til myndunar starfhæfrar meirihlutastjórnar frá forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Fyrsti formlegi fundur formann- anna verður haldinn í Viðey í dag DAVIÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gekk á fund Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, laust fyrir kl. 18 i gær og veitti forset- inn honum umboð til myndunar ríkisstjórnar er njóti meirihluta á Al- þingi. Davíð sagði í samtali við Morgun- blaðið er hann kom af fundi forseta að hann og Jón Baldvin myndu hitt- ast á fyrsta formlega stjórnarmynd- unarfundi sínum í Viðey kl. 14 í dag. Davíð sagðist ætla sér skamm- an tíma til stjórnarmyndunar, þótt hann hefði fengið ótímabundið um- boð forseta. „Ég vona að við þurfum ekki meira en fjóra daga til stjórnar- myndunar. Ég er bjartsýnn á að það takist,“ sagði Davíð. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kemur saman til fundar kl. 10 fyrir hádegi í dag og þar verður farið yfir gang mála í viðræðunum við ^Alþýðuflokkinn. Báðir flokksfor- mennirnir sögðu í gær að þeir væru ásáttir um að hraða viðræðum sínum eftir megni, svo og að gera ekki langan og ítarlegan stjórnarsátt- mála, heldur sameiginlega, stutta stefnuyfirlýsingu. Davíð var spurður hvort stífar kröfur Alþýðuflokksins torvelduðu samninga: „Alþýðuflokkurinn hefur verið í sterkri stöðu. Við erum jú stærri flokkur, en við viljum endilega að þannig sé farið af stað í upphafi þessa samstarfs að hvorugur flokk- urinn gangi yfir hinn,“ sagði Davíð. Jón Baldvin var í tæpa klukku- stund hjá forseta, og sagði er hann kom af fundi hennar að hann hefði greint frá viðræðum sínum við for- menn fráfarandi samstarfsflokka, fulltrúa Kvennalista og Davíð Odds- son,_ formann Sjálfstæðisflokksins. „Ég tel þessar könnunarviðræður hafa leitt í ljós að það eru meiri líkur á því að við gætum náð málefna- legri samstöðu með Sjálfstæðis- flokknum, til þess að tryggja hér á næsta kjörtímabili starfhæfa meiri- hlutastjórn. Mín niðurstaða var sú að ég mælti með því við forseta ís- lands að formanni Sjálfstæðisflokks- ins yrði falið formlegt umboð til að gera tilraun til að mynda meirihluta- stjórn," sagði Jón Baldvin við frétta- menn. Jón Baldvin greindi einnig frá því að einn þingmaður Alþýðuflokksins, “Gunnlaugur Stefánsson, hefði lýst þeirri skoðun sinni á þingflokksfundi í gær að hann teldi enn ekki þraut- Tvennt flutt á slysadeild ALVARLEGT umferðarslys varð á Kleppsvegi á móts við Laugar- ásbíó í gærkvöldi. Tveir voru fluttir á slysadeild en ekki var rb’óst hvort þeir væru lífshættu- lega slasaðir. Tildrögin voru þau að hópur unglinga gekk út á götuna. Varð einn þeirra fyrir bíl sem ekið var í vesturátt. Okumanni bíls, sem kom á eftir þeim fyrri, tókst að sveigja til hliðar og lenti bíllinn við það á ,ljósastaur. Farþegi í þeim bíl kast- aðist úr bílnum og var hann fluttur á slysadeild. reynt um að ná samstöðu með þeim flokkum sem Alþýðuflokkurinn hef- ur starfað með síðan haustið 1988. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það kæmi honum ekki á óvart að Alþýðuflokkur væri að mynda nýja Viðreisnarstjórn með Sjálfstæðfs- flokki. Jón Baldvin hefði tjáð sér strax fyrir tveimur mánuðum að þetta kæmi til greina. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, tjáði Morgunblaðinu í gær að hann teldi þetta svartasta dag í sögu íslenskrar jafnaðarmannahreyfmgar og Jón Baldvin Hannibalsson hefði með þessari ákvörðun svikið íslenska jafnaðarmenn. Sjá einnig viðtöl á miðopnu. Morgunblaðið/Sverrir íslendingur sigldi um- hverfís jörðina á 241 degi HAFSTEINN Jóhannsson, 57 ára gamall íslendingur, sigldi einn umhverfis jörðina á seglskútu á 241 degi, 25.099 sjómílna leið, án þess að gera hlé á siglingunni. Hann lagði upp frá Björgvin í Nor- egi 15. ágúst 1990 á skútu sinni, Eldingu, sem hann smíðaði sjálf- ur, og kom í höfn í Southampton á Englandi 19. apríl sl. Hafsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að erfiðasta þrautin í þessari löngu ferð hefði verið þegar stálvírar í mastri skútunnar tóku að trosna og slitna í átökum við höfuðskepnurnar. Skútuna, sem er 63 fet, smíðaði hann sjálfur í frístundum. Hafsteinn sigldi frá Björgvin suður fyrir Góðrarvonarhöfða í Afríku, suður fyrir Astralíu og Nýja Sjáland og suður fyrir Horn- höfða, syðsta tanga Argentínu, norður með strönd Brasilíu og vest- ur fyrir Azoreyjar. Daginn áður en hann sigldi fyrir Hornhöfða hafði geisað þar mikið fárviðri en Hafsteinn hreppti stinningsvind á þessum hluta leiðarinnar. Daginn eftir var þar skollið á sama fárvið- rið. „Ég var bara heppinn þegar ég fór fyrir Hornið því það er svo sterkur straumur þarna. Þetta var hættulegasti hluti leiðarinnar en gæfan var mér hliðholl," sagði Hafsteinn. Hann hefur búið í mörg ár í Noregi og starfar í álbræðsluverk- smiðju í Husnes. „Ég smíðaði bátinn og varð að nota hann til einhvers. Ég fékk frí í eitt ár í vinnunni og dreif mig í þetta. Meiningin var að enda sigl- inguna í Noregi en allir vírar í mastrinu slitnuðu svo ég komst ekki lengra. Fyrsti vírinn slitnaði við Góðrarvonarhöfða og síðan hver á fætur öðrum. Ég var orðinn uppiskroppa með varavíra. Storm- ar eru tíðir á þessum slóðum og góð átök á vírunum.“ Hafsteinn stóð straum af kostn- aði við heimssiglinguna sjálfur og kvaðst hann vera fyrstur manna í Noregi til að sigla umhverfís jörð- ina. Hann sagði að einveran hefði ekki þjakað sig í þessari löngu ferð. Hann hafði vistir til tveggja ára um borð í skútunni. „Maður hefur um nóg að hugsa um borð og svo heyrði ég fréttir tvisvar á dag í norska útvarpinu." Southampt ATLANTS- HAF IF- i i.l. -I 'i Umhverfis jörðina á 241 degi, 25.099 sjómíina leíð Elding, seglskútan sem Hafsteinn Jóhannsson sigldi á umhverfis jörðina. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.