Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991 Heilsugæsla án eftirEystein Björnsson Undanfama mánuði hefur mikið værið rætt og ritað um lyfjakostn- að landsmanna. Hvernig megi lækka þann kostnað og hagræða ýmsum hlutum þar að lútandi. Þetta er auðvitað góðra gjalda vert. Hitt fannst mér furðu sæta í allri þessari umræðu að engum skyldi detta í hug að setja nokkur orð á blað um heilsugæslu án lyfja. Á ég þar að sjálfsögðu við fyrir- byggjandi aðgerðir sem miða að því að halda líffærunum heilum í stað þess að leggja megináherslu á að gera við sjúk líffæri eða ónýt. En einmitt þetta, að tjasla saman meira og minna ónýtum líffærum, virðist vera aðalviðfangsefni nú- tíma læknisfræði og í leiðinni gleymist ef til vill aðalatriðið, hvernig fara eigi að því að halda líffærunum heilbrigðum og þar með fullri heilsu. Og dettur mér þá í hug fyrir- komulag sem notast var við í heil- sugæslu í Kína til forna. Þar höfðu læknamir ákveðinn §ölda fólks á sínum snærum, áttu að gæta heilsu þess og fengu vissa upphæð greidda fýrir hvem einstakling. En um leið og einhver þeirra veikt- ist féll sú upphæð niður og fékk læknirinn ekkert greitt fyrir sjúkl- inginn fyrr en hann var orðinn al- heilbrigður. Með þessu fyrirkomu- lagi mætti vel hugsa sér að meiri áhersla yrði lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir. Fyrir nokkm las ég grein í ís- lensku blaði eftir virtan lækni þar sem hann fjallaði um magasár. í greininni taldi hann upp hvert töfr- alyfíð af öðm sem nota mætti til að ráða bót á þessum algenga og hættulega sjúkdómi og gat þess jafnframt að alltaf væra að koma fram ný og betri lyf sem ættu eft- ir að valda straumhvörfum í með- höndlun þessa kvilla. Ekki var vikið einu orði að því hvort koma mætti í veg fyrir maga- sár, t.d. með hollum lífsvenjum, með því að matast reglulega, borða hollan mat og næringarríkan, gæta þess að fá næga hvíld o.s.frv. Ég held að það væri vænlegra til árangurs, bæði heilsufarslega og fjárhagslega ef hægt yrði að gera einstaklingnum ljóst að hann sjálfur getur afar miklu ráðið um heilsufar sitt. Mig langar til að halda því hér fram að heilsa okkar sé alltof dýr- mæt til þess að trúa læknunum fyrir henni. Á sama hátt mætti segja að menntun barna okkar sé alltof mikilvæg til þess að láta kennara og skólakerfið annast hana. Þegar fjallað er um líf og heilsu einstaklingsins hefur mér stundum fundist nokkuð á skorta að andlegu fóðri væri nægur gaumur gefínn. Þó hefur i seinni tíð verið rætt töluvert um tengslin milli líkam- legra og andlegra kvilla ef til vill vegna síaukinnar streitu og and- legs álags sem virðast vera fylgi- fískar hins flókna tæknisamfélags nútímans. Auðvitað sýnist þar sitt hveijum eins og vera ber en ég er einn af þeim sem er sannfærður um mikil- vægi jákvæðs lífsviðhorfs og nauð- syn þess að sinna andlegum þörf- um fólks til þess að það haldi fullri heilsu og geti verið hamingjusamt. Margir hafa reynt það á sjálfum sér, og þá einnig sá sem hér talar, hve máttur daglegrar bænar og hugleiðslu er mikill og hve mjög slík ástundun getur stuðlað að bættri líðan og andlegu jafnvægi. I þetta þarf ekki að eyða löngum tíma, 5—10 mínútur daglega geta gert ótrúlega mikið gagn. Ef þetta er gert að morgni dags má líta á þessar jákvæðu hugsanir sem álíka staðgott fóður sálarinnar og t.d. lýsi, hafragrautur og súrt slátur er hollur morgunverður fyrir líkamann. Á sama hátt mætti hugsa sér að lítil eða engin andleg næring í morgunsárið dugi okkur jafn skammt og kaffíbolli og kókópuffs. Og ef við föram sótbölvandi fram úr rúminu á morgnana, hreytum ónotum í ástvini okkar, spörkum í köttinn og steytum hnef- ann framan í þá ökumenn sem á vegi okkar verða á leið í vinnu jafngildir það ef til vill því að við hefðum í ógáti sopið á ajaxbrúsan- um, í staðinn fyrir lýsisflöskunni. Sumir vilja nefnilega ganga svo langt að segja að með því að hugsa neikvæðar hugsanir sé fólk að fóðra sálartetrið á eitri sem sé mannskepnunni síst hættuminna en þó að hún léti ofan í sig arsen- ik eða aðra álíka lífshættulega óly- fjan. Gott dæmi um jákvætt lífsvið- horf eru þau gömlu og nýju sann- indi, sem m.a. Stóuspekingarnir héldu fram, að það er viðhorfíð til þess sem hendir okkur sem skiptir öllu máli en ekki það sem gerist. Þroskaðir einstaklingar hafa á öll- um tímum getað gert gott úr flestu því sem á daga þeirra hefur drifið, lært af þeim erfiðleikum sem þeir þurftr að ganga í gegnum í lífinu og orðið hamingjusamari og betri menn á eftir. Ekki skyldi heldur gera lítið úr nauðsyn þess að geta tjáð tilfínn- ingar okkar en líta þess í stað á það sem dijúgan skerf til heilsubót- ar. Auðvitað má gera það með ýmsu móti, t.d. með listrænni sköp- un, hugsjónastarfi, hjálpsemi við náungann og með því að rækta tilfínningasamband okkar við ást- vini. Ótalið er þó einfaldasta og hand- hægasta ráðið til tjáningar tilfínn- inga okkar en það er að hlæja og gráta. Skaparinn hefði áreiðanlega ekki gætt okkur þessum eiginleik- um ef ekki væri full þörf á. Gamalt spakmæli segir: Hlátur- inn lengir lífíð. Bandaríkjamaðurinn Normaq Cousins skrifaði bók sem hann nefndi: Anatomy of an Illness eða Sjúkdómsgreining. Þar fjallar hann um það hvemig hann telur sig hafa læknast af banvænum sjúk- dómi m.a. með jákvæðu viðhorfí og nægum skammti af hressilegum hlátri. Enda hafa vísindamenn ný- lega komist að því að við hlátur gefur heiladingullinn frá sér efni lyfja sem hefur líknandi áhrif á líkams- starfsemina. Allir vita að einstaklingurinn hefur líkamlegar þarfir og sé þeim ekki sinnt deyr hann úr hungri eða þorsta. Hitt er ef til vill ekki á allra vitorði að ef andlegum þörfum hans er ekki sinnt á sama hátt deyr hann einnig og er mér ekki grunlaust um að á dánarvottorð margra mætti skrá: Dánarorsök: Andlegt hungur. Eða — Banamein: Skortur á ást og umhyggju. Fyrir nokkram áram barst mér í hendur bókin; Living, Loving, Learning — Að lifa, elska og læra, eftir bandaríska kennarann og rit- höfundinn Leo Buscaglia. Þar seg- ir hann meðal annars frá atviki sem breytti viðhorfi hans til lífsins og þar með til kennsluaðferða. Hann var með hóp nemenda í háskóla og kenndi þeim uppeldisfræði. í hópnum var ákaflega greind og glæsileg stúlka sem skrifaði frá- bærar ritgerðir. Hafði hann hrósað stúlkunni mjög fyrir síðustu ritgerð og sagt m.a. að ekki væri ritgerð- in einungis vel gerð heldur degin- um ljósara að hún gæti nýtt sér þessi viðhorf í daglegu lífi. Um það bil viku síðar frétti hann að stúlk- an hefði framið sjálfsmorð. Þetta var mikið áfall og hann spurði sjálfan sig. Hvað er ég eiginlega að gera í kennslunni? Ég læt nem- endur læra alls konar kenningar og vísindaleg vinnubrögð en van- ræki það sem þýðingarmest er í lífínu, manneskjuna sjálfa. Hann henti öllum gömlu skræðunum út í horn og fór að hugsa hlutina upp á nýtt. Það varð úr að hann kom á fót valáfanga í skólanum sem hann kallaði Love — Ást eða kærleik. Það var ekki skylda fyrir nemend- ur að taka þennan áfanga og hann þá ekki laun fyrir. Það kom í ljós að mikill áhugi var á þessu meðal nemendanna. Þarna var fjallað um lífíð og tilveruna, vandamál ungs fólks, kærleikann, hina miklu þörf allra manna til þess að auðsýna öðrum ást og hlýju og einnig að verða slíks aðnjótandi. Eysteinn Björnsson „Mig langar til að halda því hér fram að heilsa okkar sé alltof dýrmæt til þess að trúa læknun- um fyrir henni. A sama hátt mætti segja að menntun barna okkar sé alltof mikilvæg til þess að láta kennara og skólakerfið annast hana.“ Fyrstu viðbrögð samkennara hans við þessari nýjung í skóla- starfinu vora þau að einn þeirra sagði við hann: „Ég heyri að þú ert kominn með áfangann Love, sérð þú um verklegu kennsluna?" Bókin hafði mikil áhrif á mig og varð til þess að ég endurskoð- aði afstöðu mína til lífsins, kennslu og skólastarfs bæði sem mann- eskja og kennari. Skemmtilegustu og gjöfulustu stundir í starfi mínu sem kennari hafa einmitt verið eftir þessa end- urskoðun þegar ég hef gefíð mér tíma til þess að ræða við nemend- ur um lífíð og tilverana og okkur sjálf og þegar mér hefur einstaka sinnum tekist að gefa örlítið af sjálfum mér og þá fyrst og fremst sem manneskja en ekki sem kenn- ari eða yfirvald. Höfundur er rithöfundur og kennari. Staðreyndir um við- reisnarstjómina eftir Hannes H. Gissurarson Sunnudagskvöldið 21. apríl fékk ríkissjónvarpið Svan Kristj- ánsson, samkennara minn í Fé- lagsvísindadeild Háskóla íslands, til þess að fara nokkram orðum um hugsanlega stjómarmyndun að loknum þingkosningum. Svan- ur var vitaskuld ekki fenginn í kvöldfréttir sem talsmaður neins stjórnmálaflokks eða stjórnmála- skoðana, heldur sem hlutlaus fræðimaður, er reifa skyldi helstu sjónarmið. En svo brá við, að Svanur hélt reiðilestur yfír alþýðu- flokksmönnum fyrir að láta sér detta í hug að mynda ríkisstjórn með sjálfstæðismönnum. Hótaði hann þeim öllu illu, spáði fylgis- hrani og mikilli óánægju innan Alþýðuflokksins. í því sambandi vísaði hann einkum til viðreisnar- stjórnarinnar fyrri. Nú hygg ég, að alþýðuflokks- menn þurfi lítt að óttast spádóms- gáfu Svans Kristjánssonar. Hann spáði því opinberlega haustið 1987,’ að Svavar Gestsson yrði áfram formaður Alþýðubanda- lagsins (og tók ríkissjónvarpið þann spádóm upp í stórfrétt) haus- tið 1989, að Friðrik Sophusson yrði áfram varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, og vorið 1991, að Þorsteinn Pálsson yrði áfram formaður Sjálfstæðisflokksins (enn í ríkissjónvarpinu og nú í sérstökum umræðuþætti með Ell- ert B. Schram). Þetta breytir því þó ekki, að Svanur Kristjánsson var fenginn sem hlutlaus fræði- maður í ríkissjónvarpið og hann misnotaði þar aðstöðu sína til þess eins að hygla vini sínum, Olafi Ragnari Grímssyni, sem hann kennir nú fyrir. Það, sem verra er: I ákafa sínum við að halda Sjálfstæðisflokknum utan ríkis- stjómar dró Svanur upp afar vill- andi mynd af stjómmálaþróun síð- ustu áratuga. Alþýðuflokkurinn stórgræddi, en tapaði ekki, á þátttöku sinni í viðreisnarstjóminni. Aðalatriðið er auðvitað, að flokkurinn hafði víð- tæk áhrif i íslenskum stjórnmálum í tólf ár samfleytt. Hann tapaði lítils háttar í þingkosningunum 1963 og vann síðan góðan slgur í þingkosningunum 1967. Það er að visu rétt, að Alþýðuflokkurinn hrundi síðan í þingkosningunum 1971. Til þess var einföld ástæða: Samtök __ fijálslyndra og vinstri manna. Ég hygg, að hið eina, sem Alþýðuflokkurinn þurfi að óttast, myndi hann stjórn með Sjálfstæð- isflokknum, sé stofnun nýs og fijálslynds þéttbýlisflokks, er hirði til sín fylgi frá báðum stjómar- flokkunum. Kvennalistinn er hníg- andi stjómmálaafl, og Framsókn- arflokkurinn og Alþýðubandalagið munu aldrei geta fellt nýja við- reisnarstjóm af eigin rammleik. Hinir hugsanlegu stjómarflokkar eiga raunar líka einfaldan mótleik gegn þessari hættu, og hún er að breyta kjördæmaskipaninni í því skyni að hækka þröskuldinn inn á þing fyrir smáflokka. Hvað hefði Svanur sagt, hefði hann komið fram sem hlutlaus fræðimaður? Hann hefði þá vafa- laust bent á það, að alþýðuflokks- menn stæðu frammi fyrir einföldu reikningsdæmi. Hvort gætu þeir búist við að missa meira fylgi „til. hægri“ með því að mynda stjórn með Ólafí Ragnari Grímssýni óg** Hannes H. Gissurarson „Svo brá við, að Svanur hélt reiðilestur yfir al- þýðuflokksmönnum fyrir að láta sér detta í hug- að mynda ríkis- stjórn með sjálfstæðis- mönnum. Hótaði hann þeim öllu illu.“ Steingrími Hermannssyni eða „til vinstri" með samstarfi við Davíð Oddsson? Þeir, sem skoðað hafa gögn um þetta, svara því til, að sennilega sé hugsanlegt fylgistap nokkurn veginn jafnmikið í hvora átt. Flæði atkvæða, ef svo má að órðí komast, 'sé svípað í báðar átt- ir. Þá ályktun má draga af þessu, að báðir kostir séu jafnfýsilegir eða jafnófýsilegir frá sjónarmiði lágmarksáhættu séð. Síðan hefði Svanur mátt benda á þijár augljósar staðreyndir. I fyrsta lagi gekk Alþýðuflokkurinn óbundinn til kosninga, og í kosn- ingabaráttunni kom berlega fram mikill ágreiningur við Framsókn- : arflokk og Alþýðubandalag um mikilvæg mál. I öðru lagi fær Al- þýðuflokkurinn eðli málsins sam- kvæmt miklu meiri áhrif og miklu fleiri ráðuneyti í tveggja flokka stjóm með Sjálfstæðisflokknum en í fjögurra flokka stjórn með Alþýðubandalagi, Framsóknar- flokki og Kvennalista. í þriðja lagi er tveggja flokka stjórn undir öll- i um eðlilegum kringumstæðum betur treystandi til þess að ráða við mál en fjögurra flokka stjóm, þar sem mestallur tími ráðherra fer í samningaviðræður innan rík- isstjómar. Mér finnst að sjálfsögðu ekkert athugavert við það, að kennarar í stjórnmálafræði hafí stjórnmála- skoðanir og láti þær tæpitungu- laust í ljós. Sjálfur hef ég til dæm- is aldrei reynt að leyna því, hvar í flokki ég stend. En það er óheið- arlegt að reyna að villa á sér heim- ildir, Ieitast við að klæða eigin stjómmálaskoðanir í vísindalegan búning, reyna að þrýsta stimpli | Háskóla íslands á valdatilkall fá- menns hóps hávaðamanna í kring- um Ólaf Ragnar Grímsson. Ilöfundur er lektor í stjórnniálafræði í Félagsvísindadeild Húskóla íslnnds.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.