Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 20
J 20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991 Island vann Dani í bridslandsleik Slemmusveifla í síðasta spilinu í 120 spila leik tryggði sigurinn LANDSLIÐ íslands í brids vann það danska í 120 spila vináttulandsleik í Kaupmanna- höfn um síðustu helgi. Leikur- inn var liður í undirbúningi beggja liða fyrir Evrópumót í brids, sem haldið verður í Kill- arney á Irlandi síðari hluta júnímánaðar. Lokatölur urðu 425 stig gegn 409, íslandi í hag. íslenska liðið var skipað Guðlaugi R. Jóhannssyni, Emi Arnþórssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni, Þorláki Jónssyni, Karli Sigurhjartarsyni og Sævari Þorbjörnssyni. Karl og Sæv- ar hlupu í skarðið fyrir Aðalstein Jörgensen og Jón Baldursson, sem verða í Evrópumótsliðinu en komust ekki til Danmerkur vegna veikinda. Danska liðið var skipað Klaus Ad- amsen, Jan Nicolaisen, Ame Mohr, Villy Dam, Nils Graulund og Sören Christiansen. Landsleikurinn var nokkuð sveiflukenndur, en samt jafn, og íslendingar höfðu alltaf yfírhönd- ina. Flestar sveiflurnar komu í við- ureigninni við danska parið Adam- sen og Nicolaisen, en þeir spila sænskættað passkerfi, sagnkerfi þar sem pass í byijunlofar opnunar- styrk. Það þýðir einnig, að hefja verður sagnir á veik spil, og Guð- laugur og Örn gátu nýtt sér það í þessu spili. S/NS Norður ♦ 76 ¥864 ♦ D962 ♦ KD83 Vestur ♦ K9842 ¥ ÁDIO ♦ G1083 ♦ 7 Suður ♦ ÁG1053 ¥872 ♦ Á743 ♦ 5 Vestur Norður Austur Suður Guðl. Nicol. Örn Adam. 1 spaði pass pass dobl pass pass dobl redobl a.pass pass 2 tíglar Opnunin á 1 spaða sýndi spaða- lit og 8-11 punkta. Dolb Arnar var úttekt og redobl norðurs einnig. En 2 tíglar vora engu skárri en 1 spaði hefði verið. Eftir tígulútspil fékk suður aðeins 4 slagi, og fór 1100 niður, meðan Danirnir spiluðu bút í laufi við hitt borðið. Þegar kom að síðasta spili leiks- ins var staðan næstum hnífjöfn. S/NS Austur ♦ D ¥ KG53 ♦ K ♦ ÁG10942 Kllilp ' - ' y.' -r ■ M ' ij j#j Morgunblaðið/KGA Landsliðið í bridge æfir sig af kappi fyrir Evrópumótið í sumar. Meðal annars eru úthaldsæfingar stund- aðar kappsamlega í íþróttamiðstöðinni í Garðabæ og er það nýjung. Norður ♦ G105 ¥62 ♦ ÁK852 ♦ 764 Vestur Austur ♦ 3 ♦ 752 ¥ ÁKD973 ¥ G10854 ♦ G1074 ♦ 6 ♦ KIO ♦ D982 Suður ♦ ÁKD984 ¥ — ♦ D93 ♦ ÁG53 Vestur Norður Austur Suður Mohr Þorlákur Dam Guðm. 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 5 hjörtu 5 spaðar pass 6 spaðar a.pass Venjulega væru 6 spaðar auð- veldir viðfangs en þessi tígullega setur strik í reikninginn. Guðmund- ur fékk út hjarta, sem hann tromp- aði og tók þrisvar spaða. Síðan tók hann tíguldrottningu og spilaði tígulníu og hleypti henni; reiknaði Dam einspil eftir sagnir. Þetta þurfti til að fá 12 slagi og 1430 fyrir. Við hitt borðið var ekkert gefið eftir í sögnum. Vestur Norður Austur Suður Sævar Nicol. Karl Adam. 1 lauf 1 hjarta 2 tíglar 4 hjörtu 5 grönd pass 7 tíglar 7 hjörtu 7 spaðar a.pass Þarna opnaði Adamsen á 1 laufi, sem gat verið bæði veikt og sterkt, og spurði síðan um gæði tígullitar- ins með 5 gröndum. Nicolaisen lof- aði tveimur háspilum, og þá þóttist Adamsen geta talið 13 slagi. Og alslemmugleðin var svo mikil að hann sagði 7 spaða yfir 7 hjarta fórninni, sem hefði kostað 500. En sú alslemma var vonlaus, og þegar Adamsen fann ekki tígulíferðina, fór hann þijá niður, 300 til íslands og 17 stig. Björn Eysteinsson fyrirliði íslenska bridslandsliðsins sagði við Morgunblaðið, að þetta væri í fyrsta skipti sem Danir og Islendingar hefðu spilað landsleik af þessu tagi, en hann fór fram að ósk Dana. Björn sagði það mikinn feng fyrir Léttmjólkin er fitusnauð mjólkurafurð og ein kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri og i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.