Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 40
' MOHGUNBLAÐIÐ' LAUGARDAGUK 27'. 'APRÍL' 1991 <40 t SÆMUNDUR GÍSLASON fyrrv. bóndi, Ölfusvatni, Grafningi, lést á Sólvangi í Hafnarfirði 23. april sl. Aðstandendur. t Föðursystir okkar, GÍSLÍNA SÆMUNDSDÓTTIR, Gunnarssundi 8, Hafnarfirði, andaðist í Sólvangi 25. apríl. Steiney Ketilsdóttir, Kristinn Ketilsson, Vigdís Ketilsdóttir. t Eiginmaður minn, HÖRÐUR SIGURÐUR JÓNSSON frá Hafnarnesi, Suðurvangi 19a, Hafnarfirði, lést 24. apríl. Elín Traustadóttir. + Móðir okkar, VILBORG HELGADÓTTIR frá Móeiðarhvoli, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands að kvöldi 23. apríl. Útförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS JÓNATANSSON vélvirki, andaðist á heimili sínu 26. apríl. Hallveig Einarsdóttir, Einar Örn Lórusson, Lárus G. Lárusson, Sigríður Þ. Friðgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín og systir, INGUNN EINARSDÓTTIR, Lönguhlið 9, lést á Öldrunarlækningadeild Landspttalans, Hátúni 10B, aðfara- nótt 26. apríl. Árni Haukur Brynjúlfsson, Sigþrúður Thordersen. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALTÝR GUÐMUNDSSON, Granaskjóli 42, z'— andaðist 26. apríl. Ester Gísladóttir, Valdís Edda Valtýsdóttir, Hörður Már Valtýsson, Guðmundur Valtýsson, Gísli Valtýsson, tengdabörn og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, mágur og frændi, JOHN E. DEVANEY, _ Suðurvöllum 2, Keflavík, verður jarðsunginn frá Kristskirkju, Landakoti, mánudaginn 29. apíl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabba- meínsfélagiö. Kaj Devaney, Elizabeth Devaney, David Devaney, Carol Devaney, Deirdre Devaney, Guðrún Jörgensen. Sigrún Snorradóttir, Stefanfa Snorradóttir. Sigurður Hj. Sig- urðsson - Minning Fæddur 13. apríl 1911 Dáinn 20. apríl 1991 Fyrir aðeins örfáum vikum sat ég við sjúkrabeð Sigurðar vestur á ísafirði. Hann lá upp við dogg í gamla, málaða rúminu, sem hann hafði deilt með ínu sinni frá ómuna tíð. Myndir af börnum og barna- börnum upp um alla veggi báru þeirra samlífi fagurt vitnL Litla stofan var blómum skrýdd, ína var nýbúin að eiga afmæli. Gluggátjöld- in bærðust í golunni, morgunsólin sló birtu á Pollinn. Siggi var þrotinn að kröftum. ína vakti yfir hverri hreyfingu, hagræddi tandurhvítum koddanum, strauk enni hans og brosti. Samt leyndi áhyggjusvipur- inn sér ekki. En það er stutt í bros- ið hennar ínu. Hún reynir alltaf að gera gott úr öllu, jafnvel þó að hún sjái fyrir endalokin. Og maðurinn horfði á hana, fullur þakklætis og aðdáunar. í einni sviphending fannst mér ég skynja kjarna lífsins; samband manns og konu, ástina í öllum sínum einfaldleik. Siggi og ína sóttust ekki eftir veraldlegum auði, en þau áttu þann auð, sem ekkert fær grandað: aðdáun og umhyggju hvort fyrir öðru. Þetta var lærdómsríkur og gjafmildur morgunn. En þó að Siggi væri sár- þjáður og mætti sig hvergi hræra, lá hann með eyrað límt við útvarps- tækið og var á sama tíma að lesa leiðara Alþýðublaðsins. Kosningar fóru í hönd, og hann mátti engan tíma missa. Það lá við, að hann risi upp í rúminu, slíkur var ákafinn, og ég heyrði að ekkert hafði farið fram hjá honum. Hann var enn sami ástríðupólitíkusinn og ég minntist frá ísafjarðarárum mínum forðum daga. Að lokum bað hann mig fyrir kveðju til foringjans og minnti á þau orð hans, að það væri löngu tímabært að gefa framsókn frí. Og nú hefur Sigurður kvatt þenn- an heim. Okkar gamli og tryggi vinur sem var öll þau ár, sem við áttum heima á ísafirði, okkur Jóni Baldvini sem bezti faðir. Ekkert nema það bezta var nógu gott fyrir skólameistarahjónin. Hann var einn af þessum mönnum, sem allt lék í höndunum á. Ef eitthvað bilaði eða bíllinn brást, var Siggi kallaður til. Sama hvort það var á nóttu eða degi. Hann hafði bisað við vélar allt sitt líf, bæði til sjós og lands. Sigurður var því kjörinn til þess að taka við ráðsmennsku við Mennta- skólann á ísafirði, þegar þess gerð- ist þörf. Hann var eins og kóngur í ríki sínu. Þar sem þekkingu skóla- meistarans þraut, tók Sigurður við, enda jafnan kallaður „annar meist- ari“. Hann þekkti innviði skólahúss- ins, pípur og raflagnir heimavistar betur en nokkur annar. í ríki hans var agi og regla, engu minni en um borð í síðutogara eða bara síldar- bát. Öll sín verk vann hann af alúð og umhyggjusemi. Hann bar hags- muni skólans fyrir bijósti, þótti vænt um nemendur, og okkur Jón Baldvin bar hann á höndum sér. Fyrir allt þetta erum við honum þakklát. Hefðum við ekki átt Sigurð að við uppbyggingu þessa nýja skóla á ísafirði, þá hefði skólinn aldrei orðið það, sem hánn var. Öllum eru einhver takmörk sett. Við bættum hvert annað upp og hlutur Sigurðar var sízt minni en okkar hinna. Hefðum við ekki notið þekkingar, krafta og umhyggju Sigurðar, bæru minningarnar um ísafjarðarárin ekki þann ljóma, sem raun ber vitni. Elsku ína, þakka þér fyrir allt það góða, sem hann gerði fyrir okkur. Bryndís og Jón Baldvin Ljúfar minningar frá Ísaíjarðar- árunum liðu um hugann þegar sú frétt barst að Sigurður Hj. Sigurðs- son væri allur. Fátt fólk höfum við hjónin þekkt sem okkur hefur þótt jafn vænt um og þau Sigurð Hj. Sigurðsson og Þorvaldínu Jónas- dóttur. A heimili okkar hafa þau Guðmundur F. Þor- kelsson - Kveðjuorð Fæddur 23. júní 1987 Dáinn 23. apríl 1991 Nú vantar mig „stigann góða“ hans afa til að geta klifrað upp í himininn til Guðmundar litla til að þakka honum svo /nargt og segja honum svo margt. Ég þakka honum fyrir allan fallega sönginn og það sem hann og mamma sungu sam- an. Ég veit að nú hefur Guð fengið góðan liðsmann í englakórinn sinn. Mig langar líka að þakka honum öll sólskinsbrosin sín, glaða skapið og hve hann var blíður og góður ef einhveijum leið illa. Alltaf man ég þegar ömmu langaði svo að hafa fallega hárið hans og ha.nn klippti lokkana sína og færði henni. Mig langar líka að segja Guðmundi hvað mér fannst hann duglegur að hjálpa pabba úti. Ég veit að pabbi er stolt- ur af að hafa haft karlmann eins og hann með sér í verkin. Hann hjálpaði mömmu líka oft og var duglegur að láta Hríslu hlýða henni. Ég vildi geta tekið litla frænda minn í fangið og þakkað honum fyrir allt og sagt hve mér þykir vænt um hann. En ef ég finn ekki „stigann hans afa“ þá bið ég Guð að lesa bréfið mitt til hans. Björk frænka + BENEDIKT BLÖNDAL, hæstaréttardómari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 2. maí kl. 15. Guðrún Karlsdóttir, Anna Blöndal, Einar Þorvaldsson, Lárus Blöndal, Anna Kristin Jónsdóttir, Karl Blöndal, Stefanía Þorgeirsdóttir. aldrei verið kölluð annað en Siggi og ína og jafnan nefnd í söinu and- ránni. Það segir mikið um hjóna- band þeirra. Ég hafði ekki starfað marga daga við hinn unga Menntaskóla á ísafirði haustið 1973 þegar ég hitti Sigurð Hj. Sigurðsson í fyrsta sinn. Hann var þá húsvörður við skólann og altmuligmann bæði á heimavist og í gamla barnaskólanum sem þá var kennsluhúsnæði. Á fyrstu dög- um mínum sem kennari við skólann varð mér það ljóst hversu mjög hann bar hag skólans, nemenda hans og kennara fyrir bijósti. Skól- inn var ein af hugsjónum hans eins og margra ísfirðinga. Áður en Menntaskólinn var stofnaður höfðu þeir horft á eftir börnum sínum þegar þau fóru í framhaldsskóla norður eða suður. Með Menntaskó- lanum var brotið blað. Þá opnuðust nýjar leiðir fyrir ungt fólk í bænum að stunda námið í heimabæ sínum auk þess sem líkur jukust á því að fleiri kæmu heim á ný að námi loknu. Sigurður var óþreytandi í umræðunni um skólann og hvað gera mætti til að efla hann og bæta. Sigurður unni menntun. Kannski var það vegna þess að hann hafði sjálfur eins og margir af hans kyn- slóð ekki tök á að aflasér menntun- ar að hann lagði svo mikla áherslu á að ungt fólk gengi menntaveginn. Lífsgæðin skiptu hann ekki svo miklu máli. Menntunin sat í fyrir- rúmi. Þetta prédikaði Sigurður fyrir börnum sínum og öðrum ungmenn- um. Þær minningar sem eiga eftir að fylgja okkur ævilangt eru frá sam- veru okkar í sumarbústaðnum þeirra á Dagverðardal innst í Skut- ulsfirði. Þarna höfðu Siggi og ína komið sér upp gjöfulum kartöflu- garði og við urðum grannar þeirra og ábúendur á litlum skika. Þegar vorið kom var farið á dalinn. Siggi kenndi okkur allt sem hægt var að nema í kartöflurækt, allt frá vali á útsæði til verkunar og geymslu kartaflnanna. Og þar sem við skrið- um í moldinni var haldið uppi harðri umræðu um kartöflurnar, vöxt þeirra, viðgang og lífið á dalnum. Ina bauð upp á kaffi. Þá var stund milli stríða til að ræða pólitíkina í bænum, um skólann, landsmálin og heimsmálin. Aldrei var komið að tómum kofunum hjá Sigga, hvort sem um var að ræða þjóðmál eða málefni fjarlægra heimshluta. Kannski var þetta athvarf sem _við áttum á dalnum með Sigga og ínu ein ástæða þess að okkur leið svo vel á ísafirði. Það var alltaf sól á dalnum hvernig sem viðraði. Og þar áttu börnin líka athvarf, leiksvæði í moldarhólum og sandgryfjum sem tóku öllu öðru fram. Og þegar hlé varð á leiknum þá var Ina komin í eldhúsið og laumaði bijóstsykri í litla munna. Og það var ekki síður gaman að heimsækja Sigga og ínu í litla hús- ið þeirra í Hrannargötunni. Maður heyrði kitlandi hlátur ínu strax á neðri hæðinni. Og ekki skorti um- ræðuefnin. Það var alltaf tilhlökkun að heimsækja þau jafnvel þó að heilsan þeirra væri stundum ekki nógu góð. A haustin var farið til beija sam- an. Þó að Siggi væri kominn um sextugt þegar við kynntumst hon- um minnumst við ekki annars eins beijakappa. Þegar komið var í fjall- ið var hann horfinn sýnum fyrr en varði. Og kappið var svo mikið að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.