Morgunblaðið - 27.04.1991, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1991
12
Skreiðarframleiðendur
Upphæöir skiptust svo á tfmabil:
Ár.
1981
1984 (nóv.)
1984
1985
1986
1987
1988
1989
Núvirt upph.
m.v. gengi SDR.
Hlutdcild skreiðar f endurgr. á gengisuppf. og vöxtum 147.092.000
Hlutd. skreiöar f endurgr. gengismun vegna gengisbr. 235.605.000
Eftirgjöf á gengismun fram til gcngisbr. í nóvembcr 171.566.000
Eftirgefnir vextir 166.930.000
Eftirgefnir vextir 103.942.000
Eftirgefnir vextir 42.319.000
Eftirgefnir vextir 10.834.000
Lokaeftirstöövar 38.734.000
Samtals
917.018.000
Þó aö eftirgjöfin hafi veriö til einstakra viöskiptabanka sem Seölabankinn haföi end-
urkeypt afuröalán af þá varö aö samkomulagi aö viöskiptabankamir ráöstöfuöu hinum
eftirgefnu fjárhæöum tii þeirra viöskiptamanna sem afuröalánin skulduöu.
4. Hver hefur „opinber aSstoð“ veriö við þá framleiðendur sem ekki skulduðu afurða-
lán vegna skreiðarframleiðslu árin 1983-1984 eða hafa fyrir Iðngu greilt þau lán
sjálfir?
Um sértækar aögeröir af hálfu hins opinbcra til aöstoöar þeim framleiöendum scm ekki
skulduöu afuröalán vegna skreiöarframlciöílu árin 1983-1984 hcfur ckki veriö aö ræða.
Hins vegar greiddi Veröjöfnunarsjóöur fiskiönaöarins út jafnt til skuldugra sem skuld-
lausra skreiöarframleiöanda 654.061.754 kr. á árunum 1983-1990 og var reglum sjóös-
ins breytt í því skyni. Upphæöimar skiptast svo á einstök ár (núvirt miöaö viö gengi
SDR, upphæöir em í krónum):
1983
1984
1985
1990
304.186.320
310.087.098
28.288.336
11.500.000
654.061.754
5. Hvenœr var heetl að taka sérstakan „gengismun “ af skreið samkvamt lögum um ráð-
stafanir í sjávarátvegsmálum, nr. 71 30. maí 1983?
1990-91. - 1060 úr frá stofnun AlþingLs.
113. löggjafarþing. - 364. mál.
Sþ. 964. Svar
forsætisráöherra viö fyrirspurn Karls Steinars GuÖnasonar um opinbcra aÖstoÖ til }
skreiöarframleiöenda vegna NígeríuviÖskipta.
LeitaÖ var upplýsinga um þetta mál hjá RíkisendurskoÖun, sjávarútvegsráöuneytinu, |
fjármálaráöuneytinu, ScÖlabanka íslands, Landsbanka íslands og BúnaÖarbanka íslands. *
1. Hafa skreiðarframleiðendur fengið beinar greiðslur úr ríkissjóði? Ef svo er, hvað
eru upphaðir háar og hvenar voru þar greiddar?
Skrciöarframlciöcndur hafa ekki fengiö beinar greiðslur úr ríkissjóöi.
2. Hafa lán skreiðarframleiðenda veriö felld niður? Ef svo er, hvað er um háar upp-
haðir að raða og hvenar voru þau lán felld niður?
Útvegsbanki íslands hefur einungis afskrifaö afuröalán út á skreiö vegna gjaldþrota
þeirra fyrirtækja sem í hlut áttu. Sama gildir um Landsbanka íslands og Búnaöarbanka
Islands. Seölabanki íslands færöi á sérstakan afskriftarcikning á árinu 1989 38.734.000
kr. (núvirt miöaö viö gengi SDR) sem þá voru cftirstöövar afuröalána vegna skreiÖar-
viöskipta. Um aöra banka og lánastofnanir er ókunnugt.
3. Hafa vextir skreiðarframleiðenda verið felldir niður? Hvaða upphaðir er um að
raða og á hvaða tíniabili?
Scðlabanki íslands haföi cndurkeypt 460 millj. kr. af lánum út á skreiö er endurkaup-
um var hætt í aprfl 1985. Þar á meöal vom endurkeyptar skreiöarskuldir vcgna Nígeríu-
viöskipta frá ánmurn 1981-1983. Vom þær þá færöar á biðreikning f fslenskum krón-
um en höföu veriö í erlendri mynt.
Skuldimar vom fyrst færöar á almennum sparisjóösvöxtum en vom vaxtalausar frá árs-
byrjun 1985. Þessi eftirgjöf nemur nú 917.018.000 kr. á núviröi miöaö viö gengisþróun \
' SDR.
Upphæðimar skiptast svo í vexti, gengisraun og höfuöstól (upphæöir em í krónum):
Eftirgefnir vextir
Eftirgefinn gengismunur
Höfuöstóll færöur á afskriftareikning
324.025.000
554.260.000
38.734.000
eftir Ólaf Björnsson
í Morgunblaðinu 2. febrúar sl.
birtist viðtal við Steingrím Her-
mannsson forsætisráðherra undir
fyrirsögninni „Ríkisaðstoð vegna
skreiðarviðskipta um milljarður
króna“. Eitthvað svipað var haft
eftir Birni Tryggvasyni aðstoðar-
seðlabankastjóra í fréttum Ríkisút-
varpsins kvöidið áður.
Fyrirsögn Morgunblaðsins kór-
ónaði svo allt saman. Flestir láta
duga að lesa þær. Ég varð furðu
lostinn við þessa frétt. Það ég best
vissi hafa skreiðarframleiðendur
almennt ekki fengið eina einustu
krónu úr Ríkissjóði þrátt fyrir gífur-
leg áföll. Mér var aðeins kunnugt
um nokkra eftirgjöf á vöxtum hjá
Seðlabankanum til þeirra sem
skulduðu afurðalán út á skreið um
áramótin 1983/84. Mismikið af
birgðum sínum höfðu menn veð-
sett, sumir lítið eða ekkert, aðrir
allt. Margir greiddu afurðalán sín
að meira eða minna leyti, enda
hart gengið eftir. Margir hringdu
og spurðu um sinn hlut úr þessum
„milljarði" frá því „opinbera" sem
Steingrímur talaði um. Mér varð
fátt um svör.
Þar sem ég hefi slæma reynslu
af að leita formlegra svara #eða
skýringa þess opinbera tók ég það
til bragðs að biðja Karl Steinar
Guðnason alþingismann að bera
fram fyrirspurn til forsætisráðherra
og fá skýringar á þessum „millj-
arði“. Svarið var lagt fram á Al-
þingi um síðustu helgi. Það virðist
óneitanlega ætlað þeim sem lítið til
þekkja, en svo mun um flesta þar,
með taldir þingmenn.
SÞ 964 svar
Við þessi svör tel ég mér skylt
að gera eftirfarandi athugasemdir:
1. Engin athugasemd.
2. Bankar sem aðrir tapa á gjald-
þrotum. Það á ekki sérstaklega við
um skreið. Hvað varðar kr.
38.743.000 á afskriftarreikning í
Seðlabankanum, þá veit ég ekki
betur en í bankanum liggi svipuð
upphæð sem ekki hefur verið ráð-
stafað;
3. Ár 1981 upphaflega kr. 15,8
millj., nú reiknuð kr. 147.092.000
og 1984 (nóvember) upphaflega kr.
97,5 millj., nú reiknaðar kr.
235.605.000, koma þessu máli ekki
við. Eins og sagt er er þetta „hlut-
deild skreiðar". Skreið fékk aðeins
sinn hlut úr þessari endurgreiðslu,
eins og aðrar greinar, og ekkert
umfram það. Um sérstaka endur-
greiðslu til skreiðarframleiðenda
var því alls ekki að ræða. Eftir
stendur eftirgjöf á gengismun og
vöxtum árin 1984 til 1988. Upphaf-
lega samtals um kr. 260 millj., nú
reiknað kr. 495.591.000.
4. Hér er rétt svar einfaldlega
„engin“. Ég fæ ekki séð af hveiju
verið er að blanda Verðjöfnunar-
sjóði í þessi mál. Rétt er að' upplýsa
að Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðar-
ins var og er eign framleiðenda. í
honum áttu framleiðendur að sjálf-
sögðu, óháð skuldum. Hann sem
slíkur greiddi skreiðarframleiðend-
um ekkert. Skreiðarframleiðendur
fengu hins vegar, náðarsamlegast,
að flýta greiðslu úr sinni deild sjóðs-
ins. Peninga sem þeir höfðu í hann
lagt á góðu árunum til þess að eiga
þá handbæra þegar illa áraði. Sú
heimild fékkst þó ekki orðalaust.
5. Staðfestir að skreiðarframleið-
endur voru látnir greiða í gengis-
munasjóð af öllu sem inn kom fyrir
skreið til ýmissa verkefna og sjóða,
skreið óviðkomandi, allt til 1. jan-
úar 1986. Þrátt fyrir sín áföll.
Að lokum
Lengi hefur skreiðarframleiðsla
verið „óhreina barnið" í augum
stjómvalda. Sama má segja um al-
menning, enda hafa fjölmiðlar oft
alið á þeirri ímynd. Þó er það stað-
reynd að fjöldi fólks á Ítalíu og í
Nígeríu þykir skreið ómissandi á
jólaborðið. Jafnvel einn haus bjarg-
ar nokkru fyrir fátækan Nígeríu-
mann.
Hér hafa aurarnir sem fyrir
skreiðina hafa komið þótt prýðilega
nothæfir og þeir hafa hreint ekki
verið svo litlir. Með sömu reiknings-
aðferð og reiknimeistarar forsætis-
ráðherra nota virðist mér að árið
1981, að vísu metár, höfum við flutt
út skreið fyrir um kr. 8,5 milljarða.
(Vandi lagmetisins sem oft er til
umræðu, kr. 600 milljónir það ár).
Þá þóknaðist stjórnvöldum að taka
4,5% í útflutningsgjöld af skreið
umfram það sem tekið var af öðrum
afurðum. Eða um kr. 382,5 milljón-
ir. __
Árið 1982 dró mjög úr sölu til
Nígeríu og birgðir fóru að safnast
upp. Vorið 1983 var efnahagur
Nígeríu hruninn. Mikið hafði verð
hengt upp. Birgðir hrönnuðust upp,
verð féll um þriðjung og útflutning-
ur féll niður um 3 milljarða og mik-
ið selt með greiðslufresti. 1984 féll
Ólafur Björnsson
„Ég fullyrði að hefði
einhver önnur fram-
leiðslugrein orðið fyrir
slíku áfalli, hefðu ráð-
herrar rokið upp til
handa og fóta með
bjargráð.“
útflutningurinn niður í 242 milljón-
ir. Enn jukust birgðirnar og víða
lágu þær undir skemmdum vegna
mikilla rigninga.
Ég fullyrði að hefði einhver önn-
ur framleiðslugrein orðið fyrir slíku
áfalli, hefðu ráðherrar rokið upp til
handa og fóta með bjargráð. En
skreiðarvandamálin snertu ekki
þeirra fínu taugar hvernig sem
reynt var að ná eyrum þeirra árum
saman. Framleiðendur hafa tapað
milljörðum. Það eina sem gerst hef-
ur er að Seðlabankinn hefur orðið
að gefa í skyn að þeir séu búnir
að fá opinbéra aðstoð upp á „millj-
arð“ króna á síðustu sjö árum.
Fleira ætla ég ekki að segja um
„skreiðarmáT1 að sinni en af pógu
er að taka.
Höfundur er formaður Samlags
skreiðarframleiðenda.
Helgi Hálfdanarson;
Pennaglöp eða ekki
Bréfkorn til Hannesar Péturssonar
Hannes minn. Beztu þakkir
fyrir gott bréf í Lesbók Morgun-
blaðsins 20. þ.m.
Ekki kemur mér það á óvart,
að þú þykist þurfa að gera athug-
asemd við ummæli mín um kvæð-
ið Alsnjóa eftir Jónas Hallgríms-
son og sérstaklega þá ljóðlínu,
sem í öðru tveggja handrita hans
er:
Dauðinn erhreinn og hvítur snjór,
en í hinu, sem með réttu telst
yngra:
Dauðinn er hreinn og hvítur er
snjór.
í grein minni í Lesbók Morgun-
blaðsins 6. þ.m. hélt ég því fram,
að í yngri gerðinni hlyti hið síð-
ara „er“ að vera pennaglöp. Á
það vilt þú ekki fallast; og satt
að segja nenni ég varla að lá þér
það, svo djarfleg sem sú ályktun
má þykja. Röksemdir mínar hirði
ég ekki að endurtaka. Vitaskuld
erum við staddir á þeim slóðum,
þar sem hvorugur getur sannað
sitt mál; en hvernig sem þessu
er velt, virðist mér allt annað en
pennaglöp blátt áfram óhugsandi.
Mér þykir þú furðu nægjusam-
ur fyrir hönd Jónasar, ef þú vilt
einskorða merkingu orðanna „ei-
lífur snjór" við það sem þarna
yrði einna helzt kallað yfirfærð
bókstafsmerking, sem sé snjór í
allar áttir svo langt sem augað
eygir, en svipta þau því skáldlega
tákngildi, sem mér virðist liggja
í augum uppi, og rís einmitt af
hinni eiginlegu bókstafsmerk-
ingu: óendanlegur í tíma. Vegna
þeirrar táknmerkingar gerir
skáldið þessi orð að upphafi ljóðs-
ins og klifar síðan á henni línu
eftir línu. Að öðrum kosti hefði
kvæðið eins getað verið ort í
gamni á Veðurstofu Islands í
fyrravetur. Og varla hefði sam-
felld skínandi snjóbreiða í byggð
um hábjartan dag þurft svo mjög
að blöskra Norðlendingi, að hann
færi af þeim sökum að hrópa í
örvæntingu: Einstaklingur, vertu
nú hraustur.
Þá merkingu, að „eílífur snjór“
vísi í Ijóðinu til dauða, sem er
alger og ævarandi, staðfestir og
ítrekar skáldið síðan með Ijóðlín-
unni „Dauðinn erhreinn oghvítur
snjór“; og geri aðrir betur! En —
því miður — í öðru handritinu
hefur þetta ótrúlega „er“ dottið
inn í línuna; og sé það annað en
pennaglöp, fæ ég ekki betur séð
en að allur skáldskapurinn hrynji
eins og spilaborg; enda engin leið
að skýra það með boðlegum hætti
sem leiðréttingu eða neins konar
endurbót á fullkominni og af-
burðagóðri ljóðlínu.
Þú sýnir vandlega fram á það,
að Jónas hafi ekki getað látið að
vilja Konráðs og Brynjólfs um
breytingu, og þar staðfestir þú
það sem ég hélt fram um það
atriði í grein minni.
Hversu „gaumgæfilega“ Jónas
hefur lesið yfir þetta handrit sitt,
veit enginn. En hann lét sér
nægja að krota í það, strikaði
yfir og skipti um orð, án þess að
hirða síðan um að endurrita
kvæðin. Gat honum þá ekki láðzt
að strika í þetta lítilræði um leið?
Við vitum að pennaglöp geta
komið undarlega á óvart, og furðu
þaulsætin geta þau veríð. Þú ert
ekki alls kostar óreyndur prófark-
alesari, frændi góður, og ég yrði
fljótur til að trúa þér, ef þú segð-
ir það þína reynslu eins og ann-
arra, að menn geta verið ótrúlega
blindir á villur í sínum eigin texta.
Auðvitað er það rétt, sem þú
segir, að í útgáfu Svarts á hvítu
er prentaður texti, sem er „sann-
anlega eftir Jónas Hallgrímsson.“
I grein minni kallaði ég einmitt
textaval þeirrar útgáfu jafnan
réttmætt, svo fræðilega sem þar
væri að verki staðið. En sú fræði-
mennska, sem þar er góðu heilli
við höfð, afsannar ekki, að þeir
Konráð hafi hér farið eftir því sem
þeir vissu að var vilji Jónasar
sjálfs, þótt honum hafi sézt yfir
þessa villu í öðru handritinu. Svip-
að má sðgja um fleira, svo sem
breytingarnar á Álfareiðinni og
Gunnarshólma.
Nokkuð öðru máli gegnir um
greinaskrif Tómasar í Fjölni.
Þeim félögum, og ekki sízt Jón-
asi, þótti Tómas ekki vanda ís-
lenzkt mál svo vel sem hæfði slíku
tímariti sem Fjölni var ætlað að
vera; en Tómasi lágu önnur mál-
efni fremur á hjarta en málvönd-
un.
Hitt þykir mér af og frá, að
þeir Konráð og Brynjólfur hafi
rokið í mikilvægar breytingar á
merkustu kvæðum Jónasar eftir
hans dag, breytingar sem einung-
is tóku til listrænna álitamála, en
voru að öðru leyti óþarfar með
öllu. Bréf þeirra sýna, að þeir
báru miklu meiri virðingu fyrir
skáldskap Jónasar vinar síns en
svo.
Þér þykir ólíklegt, að Jónas
hafi sjálfur breytt því atriði í Alfn-
reiðinni, sem ég gat um, vegna
þess að þýðingin sé „ekkert byij-
andaverk“. Mér þykir einmitt
ljóst, að vegna þess að hann er
enginn viðvaningur endurskoðar
hann atriði, sem bæði þér og öðr-
um þykir með réttu fullboðlegt,
og breytir því á þann veg sem
þroskaður og næmur Ijóðsmekkur
kýs fremur. Það þýðir ekki, að
fyrri gerðin hafi verið vanhugsuð.
Varla hefur Jónas flaustrað af
frumgerð sonnettunnar Ég bið
að heilsa. Samt þótti honum
ástæða til þeirrar listrænu endur-
bótar að breyta þar orðunum
„lágan dal“ í „sumardal". Og
fleira betrumbætir hann í því
ljóði, sumt fyrir tilmæli félaga
sinna í Fjölni, annað af sjálfs
hvötum. Brynjólfur hafði orð á
því í bréfi, að þeir kynnu ekki við
peysuklædda engilinn með húf-
una. Og kannski var þeim varla
láandi, sem sáu þetta í fyrsta sinn
á þeirri tíð. Konráð kallar þetta
beinlínis „of kýmilegt". En ekki
datt þeim í hug að breyta því,
hvorki fyrr né síðar.
Mér þykir sjálfsagt að líta á
þá Konráð og Brynjólf sem
ábyrga frumútgefendur að ljóð-
um Jónasar og um leið allsendis
trausta heimildarmenn um breyt-
ingar skáldsins sjálfs, þar sem
því er að skipta. Hvers vegna í
ósköpunum á að brigzla þeim um
annað?
Kæri frændi, ég er víst æði oft
búinn að þakka þér hátt og í hljóði
fyrir mikil og prýðileg skrif þín
um Jónas, og nú nota ég tækifær-
ið til að gera það einu sinni enn.
Skilaðu sumarkveðju í kotið.
Þinn Ilelgi.