Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 43
i MORGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 27. APRÍL 1991 43 ö Telepcwet gt\ Kynningarfundur um orlofsbréf ó hverjum laugardegi kl. 14.00 ab Garéasfrætil 7. NJÓTTU VAXTANNA AF FJÁRFESTINGU ÞINNI! Rokkarinn og rósaræktarkonan, Mats Vilander og Sonya kona hans. §umir bílar ero betrienaðrir Honda Accord er búinn miklum góðum kostum. Kostagripir liggja ekki alltaf á lausu, en þessi er það og til- búinn til þinnar þjónustu. Bfll fyrir alla og við allra hæfi. Greiðsluskilmálar fyrir alia. Verðfrákr. 1.380.000,-staðgr. ÍHONDA HONDA A ISLANDI, VATNAGÖRDUM 24, S-689900 UMSKIPTI Tennissljarna hvílist með því að leika rokk! Sænski tennissnillingurinn er farinn að halla sér að hinu helsta áhugamáli sínu, rokktón- listinni, en hann hefur sett saman hljómsveit og hyggur á hljómleika- för um gervalla Svíþjóð svona til að byija með. Vilander segist alla sína tíð hafa verið mikill aðdáandi rokk- tónlistar og nú sé hann að láta gamlan draum rætast. Ekki beri þó að líta svo á að hann sé að snúa baki endanlega við tennis, málið sé einfaldlega að hann finni fyrir miklu álagi og með því að skella sér í tónleika- ferðalag með rokkhljómsveit sinni „hvíli hann sig“ (!). Sem stendur býr Vilander ásamt Suður Afrískri eiginkonu sinni Sonyu í Greenwich í Connecticut, skammt frá New York. Sonya er fyrirsæta og rósarækt- arkona. Á meðan Vilander hyggst æra Svía með rokki sínu ætlar Sonya að dvelja hjá móður Mats í Sví- þjóð, kynnast tengdó betur og íæra sænsku. Hún hefur verið í þremur sæn- skutímum í viku en ekki gengið sem skyldi. Kvartar undan því að sænska sé erfítt mál. Morgunblaðið/Steinunn Ösk Kolbeinsdóttir HVOLSVÖLLUR Þolraun í gaggó Nemendur i 10. bekk gagn- fræðaskólans á Hvolsvelli efndu til þolsunds og þolnáms í sólarhring dagana 19.-20. apríl. Tilgangurinn var íjáröflun fyrir skólaferðalag sem fyrirhugað er í vor til Akureýrar. Nokkrum dögum fyrir þolraun- ina gengu nemendur í hús og söfn- uðu áheitum og að sögn Önnu Myndin er af krökkunuin þegar þau voru að ljúka áheitasundinu. Þá voru sumir orðnir nokkuð slæptir og syfjaðir en báru sig vel. Helgadóttur nemanda gekk söfn- unin mjög vel og var alls staðar tekið vel á móti þeim. Þolraunin fór þannig fram að á hádegi 19. apríl hófust nemendur handa við að læra og synda. Tveir og tveir syntu í einu, hálftíma í senn og voru hinir að læra á með- an. Eftirlitsmenn úr röðum kennara og foreldra fylgdust með að allt færi vel fram og enginn svikist undan merkjum. Nemendur í 10. bekk eru 27 og eru þeir allir orðnir hreinir og fínir fyrir Akureyrarferðina eftir allt sundið en alls syntu krakkarn- ir tæplega 90 km. Ekki fer sögum af því hvort einkunnir hafa hækkað í bekknum við þolnámið en mikið var lært, bæði á bókina og við hannyrðir. - S.O.K. Magnús Ágústsson VOGAR Formaður kjörsljórnar í aldarfjórðung Magnús ágústsson hrepp- stjóri og formaður kjör- stjórnar í Vogum greiðir at- kvæði í alþingiskosningunum á laugardaginn. Hann skilaði síðasta atkvæð- inu í kjörkassann í Vatnsleysu- strandarhreppi, en kjörsókn var 89% alls. Kosning hófst kl. 10 og lauk kl. 22, en fundur kjör- stjórnar stóð í þrettán og hálfa klukkustund. Magnús hefur verið í kjörstjórn í meira en ald- arfjórðung eða síðan 1965. Símarafhlödur RAFBORG SF., Rauðarárstíg 1, sími 622130.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.