Morgunblaðið - 27.04.1991, Blaðsíða 30
' 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. APRIL 1991
Eyjafjarðarsveit:
Ófremdarástand
í rafmaffnsmálum
Ytri-Tjörnum.
AÐ SÖGN Jóns Eiríkssonar svínabónda í Arnarfelli í Eyjafjarðarsveit
ríkir mikið ófremdarástand í rafmagnsmálum í fremsta hluta sveitarinn-
ar, þar sem ekki er komið 3 fasa rafmagn. Einnig á þeim bæjum sem
hafa 3 fasa rafmagn og eru næstir fyrrgreindu svæði. Þrátt fyrir að
spennujafnari hafi verið settur upp af hálfu Rafmagnssveitna ríkisins
hefur ástandið lítið lagast því mismunur á fösum hefur verið mikill,
eða allt að 27 til 30 volt.
Mótorar eru því endalaust að slá
út og hafa jafnvel eyðilagst. Jón
hefur orðið fyrir töluverðu tjóni og
miklum óþægindum af þessum sök-
um. Hann er með mjög fullkomna
fóðurtölvu á svínabúinu sem er afar
viðkvæm fyrir hvers konar spennu-
breytingum. Tölvan hefur því stöð-
ugt verið að bila og hefur Jón þurft
að fá rafmagnstæknifræðing frá
Reykjavík í hvert skipti og orðið að
greiða þann kostnað úr eigin vasa.
íbúar í þessum hluta Eyjafjarðar-
sveitar eru mjög óhressir með þetta
ástand og þykir þeim brýnt að lag-
færa þetta hið bráðasta, en það verð-
ur aðeins gert með því að ljúka lagn-
ingu á 3 fasa rafmagni á öll býlin.
Benjamin
Slippstöðin:
r
Nýsmíðaskipið sjósett
GÓÐ verkefnastaða er nú hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri, en næg
verkefni hafa verið í stöðinni frá því hafist var handa um smíði nýs
skips fyrir OS hf. í Vestmannaeyjum.
Sigurður Ringsted forstjóri Slipp-
stöðvarinnar sagði að nokkur stór-
verkefni væru framundan í sumar
og fram á haust, en hvað verkefni
nýliðins vetrar varðar hefði nýsmíða-
verkefnið fyrir ÓS skipt sköpum.
Nýsmíðaskipið, sem væntanlega
mun taka við hlutverki aflaskipsins
Þórunnar Sveinsdóttur VE, verður
sjósett í næsta mánuði og er stefnt
að því að afhenda það eigendum í
júlí í sumar.
Þá eru væntanlega nokkur skip í
viðhald og endurbætur nú í vor, en
stærsta verkefnið verður við Kald-
bak EA, eitt skipa Útgerðarfélags
Akureyringa. Kaldbakur verður tek-
inn í slipp í júní, en m.a. á að endur-
vinna togþilfar og vinnslusal, þá
verður skipið einangrað að nýju og
brúin endurnýjuð auk fleiri verkefna,
en gert er ráð fyrir að skipið verði
í slipp í 9 vikur.
MYNDLISTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Myndlistaskólinn á Akureyri auglýsir inntöku
nýrra nemenda í fornámsdeild veturinn 1991-
1992.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans,
Kaupvangsstræti 16.
Allar nánari upplýsingar veittar í síma
96-24958.
Umsóknarfrestur er til 25. maí.
Skólastjóri.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Beðið eftirAndrési
Andrésar andarleikanir á skíðum standa nú sem hæst á Akureyri. Rúmlega 700 keppendur eru á mótinu
en keppni lýkur í dag. Hér kasta ungir skíðamenn mæðinni á meðan beðið er eftir næstu ferð.
Kirkjulistaviku að ljúka:
Nýtt íslenskt verk frum-
flutt á ljóðatónleikum
Hr. Sigurbjörn Einarsson biskup predikar í hátíðarmessu
KIRKJULISTAVIKU lýkur á morgun, sunnudag, með hátíðar-
messu í Akureyrarkirkju. Ljóðatónleikar verða í Safnaðarheimil-
inu í dag, laugardag, á vegum Tónlistarfélags Akureyrar.
Ljóðatónleikarnir hefjast kl. 17,
en þar flytja Margrét Bóasdóttir,
sópran, og Kristinn Öm Kristins-
son, píanó, efnisskrá með íslensk-
um og erlendum trúarljóðum. Á
tónleikunum verður frumflutt verk
eftir Jónas Tómasson tónskáld á
ísafirði, sem sérstaklega var samið
af þessu tilefni, en það er verkið
„Páskar“, 3 biblíuljóð fyrir sópran
og píanó. Margi'ét Bóasdóttir er
yfirkennari við Tónlistarskólann á
Akureyri þar sem hún kennir jafn-
framt söng, hún stundaði söngnám
við Tónlistarskóla Kópavogs og
síðar framhaldsnám í Þýskalandi.
Margrét hefur haldið fjölda ljóða-
tónleika, hérlendis og erlendis og
sungið einsöngshlutverk í mörgum
Margrét Bóas- Kristinn Örn
dóttir Kristinsson
helstu kirkjulegu og veraldlegu
verkum tónbókmenntanna.
Kristinn Örn starfar sem skóla-
stjóri Tónlistarskóla íslenská
Suzukisambandsins, hann stundaði
fyrst nám við Tónlistarskólann á
Akureyri og síðar í Reykjavík, þá
stundaði hann framhaldsnám í
Bandaríkjunum og hefur að auki
sótt fjölda námskeiða. Hann hefur
tekið þátt í tónleikum vestan hafs
og hér heima.
Kirkjulistavikunni lýkur á morg-
un með hátíðarmessu í Akureyrar-
kirkju þar sem Hr. Sigurbjörn Ein-
arsson biskup predikar og þeir sr.
Þórhallur Höskuldsson og sr. Birg-
ir Snæbjörnsson þjóna fyrir altari.
í messunni verður flutt „Missa
Brevis" í C-dúr kv. 259 eftir Moz-
art í tilefni af 200 ára ártíð hans.
Kór Akureyrarkirkju flytur ásamt
félögum úr Kammerhljómsveit
Akureyrar, en einsöngvarar eru
Dagný Pétursson, sópran, Sigrún
Arngrímsson, alt, Bryngeir Krist-
insson, tenór, og Benedikt Sigurð-
arson, bassi.
Æskuást
tíMbmritu Arthn*
Heppiiedt
tórnarlamb
ásútgáfan Glerárgötu 28 - 600 Akureyri - Sími 96-24966
ALLT HEILAR SÖGUR
Hörgárbraut-Undirhlíð:
Lagt til að atvinnustarf-
semi verði á lóðinni
TILLAGA að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 1990-2010 hefur
verið auglýst, en í henni felst að lóð á horni Hörgárbrautar og
Undirhlíðar austan gatnamótanna verður tekin undir atvinnustarf-
semi. í aðalskipulagi var gert ráð fyrir að umrætt svæði yrði opið
svæði. Tillagan hangir uppi hjá Skipulagsdeild Akureyrarbæjar þar
sem skila ber inn athugasemdum við breytingarnar, ef einhverjar eru.
Svæðið allt er rúmlega 6.000
fermetrar að stærð, en samkvæmt
tillögunni verður lóð fyrir atvinnu-
starfsemi tæplega 3.400 fermetrar.
Austan hennar og sunnan verður
óbyggt svæði, eða útivistarsvæði,
en þar verður grasflöt umgirt
runna- og trjágróðri. Jafnframt er
lagt til að landnýtingu á svæðinu
norðan Undirhlíðar milli Langholts
og Krossanesbrautar allt að íbúða-
byggð við Miðholt verði breytt
þannig að allt það svæði verði
óbyggt svæði eða útivistarsvæði.
Uppdráttur er sýnir breytingar-
tillöguna og fleiri gögn málinu
tengdu liggja frammi hjá Skipu-
lagsdeild Akureyrar, í húsi hitaveit-
unnar og þangað skulu athuga-
semdir, ef einhveijar eru berast
fyrir 14. júní næstkomandi.
Tilefni þessara breytinga er um-
sókn frá innflutnings- og þjónustu-
fyrirtæki í bænum um lóð þessa,
en reikna má með að umrædd lóð
verði auglýst laus til umsóknar að
lokinni umfjöllun í nefndum og ráð-
um I bæjarkerfinu. Tillagan hefur
verið kynnt á fundi með íbúum
húsa umhverfis umrætt svæði, en
íbúar við Stórholt höfðu ritað nöfn
sín á lista þar sem breytingunum
er mótmælt.